Morgunblaðið - 28.06.2011, Side 16

Morgunblaðið - 28.06.2011, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Gengið var frá sölu á skíðaskála sem var í eigu BG Danmark, dótturfélags Baugs Group, í síðasta mánuði. Sölu- verðið var ríflega sjö milljónir evra eða sem nemur tæplega 1,2 milljörð- um íslenskra króna, sé miðað við gengisskráningu Seðlabanka Ís- lands. Skíðaskálinn er í frönsku ölp- unum, en eftir því sem næst verður komist var kaupandinn franskur. Þrotabú Baugs Group var seljandi skálans. Hins vegar hafði Lands- bankinn í Lúxemborg veð í skálan- um, og því rennur allt söluandvirðið til bankans og þrotabú Baugs fær ekkert fyrir sinn snúð. Seinni skálinn af tveimur Baugur Group átti á tímabili tvo skíðaskála í frönsku ölpunum. Sá sem var seldur nú í síðasta mánuði var nokkuð eldri og smærri í sniðum en hinn, sem var seldur árið 2009. Sá stærri var í eigu félagsins 101 Cha- let, sem var aftur í eigu BG Dan- mark. Sá skíðaskáli hefur verið mið- punktur deilna slitastjórnar Glitnis, þrotabús Baugs og fyrrverandi stjórnenda og eigenda Baugs. 10 Chalet fjárfesti í þeim skíða- skála á árinu 2008, en Glitnir fjár- magnaði þau kaup með því að veita félaginu yfirdrátt upp á 6,6 milljónir evra. Á þávirði nam sú upphæð 800 milljónum króna. Fjármögnunin var til þriggja mánaða, en BG Danmark, eigandi 101 Chalet, og Piano Hold- ing, eignarhaldsfélag í eigu Ingi- bjargar Pálmadóttur og Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, gengust í ábyrgð fyrir yfirdráttarláni 101 Cha- let. Áætlað var að endurfjármagna skíðaskálann 101 Chalet með láni frá erlendum banka, en það tókst aldrei. Jafnframt var ætlunin að selja skál- ann áfram með hagnaði, en það tókst heldur ekki. Af þeim sökum fékk slitastjórn Glitnis allan ágóða af sölu skíðaskálans á árinu 2009. Frekari flækjur myndast Skíðaskálinn sem var í eigu 101 Chalet var meðal þeirra eigna sem færðar voru frá BG Danmark til Fjárfestingafélagsins Gaums skömmu eftir hrun bankanna. Sá gjörningur er meðal þess sem skiptastjórar Baugs freista þess nú að rifta. Engir beinharðir peningar komu enda við sögu sem gagngjald fyrir þær eignir sem færðar voru yfir í Gaum. En Gaumur hafði lánað Baugi veð sem félagið átti í hluta- bréfum í Glitni banka, sem Baugur nýtti síðan sem tryggingu vegna annarrar lánalínu. Kröfu Gaums á Baug vegna veðsins sem var lánað var síðan breytt í peningakröfu, sem nýtt var til skuldjöfnunar vegna færslu eignanna BG Danmark til Fjárfestingafélagsins Gaums. Landsbankinn í Lúx fær 1,2 milljarða fyrir skíðaskála  Annar skíðaskáli af tveimur sem voru í eigu Baugs  Hinn skálinn seldur 2009 Morgunblaðið/Eggert Skíði Franskur kaupsýslumaður hefur nú fest kaup á öðrum skíðaskálanum sem var í eigu Baugs Group. Seljandi er þrotabú Baugs, en Landsbankinn í Lúxemborg fær hins vegar allt söluandvirðið í sinn hlut vegna veðréttinda. Skíðaskálar Baugs » Báðir skíðaskálarnir sem voru í eigu Baugs Group hafa nú verið seldir. » Sá stærri var seldur árið 2009, en skilanefnd Glitnis hafði hagsmuna að gæta í þeirri sölu. » Sá minni var seldur nú í síð- asta mánuði, en allt sölu- andvirðið rann til Landsbank- ans í Lúxemborg. byggingavísitölu í mánuðinum og hún veldur hækkun neysluverðsvísi- tölu í júlí. Launahækkanir munu því halda áfram að lyfta verðbólgunni næstu mánuði, að mati MP banka. Gengi krónunnar hefur umtals- verð áhrif á almennt verðlag hér á landi, því stór hluti neysluvara sem seldar eru á Íslandi er innfluttur. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Tólf mánaða verðbólga í júní er ríf- lega 4,2 prósent, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,50 pró- sent í mánuðinum og hefur hækkað um 3,49 prósent það sem af er ári. Verðbólga hefur verið umtalsverð á árinu og mun meiri en spár gerðu ráð fyrir í fyrra. Þannig spáði OECD 1,8 prósenta verðbólgu í ár og í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 er spáð 3,5 prósenta verðbólgu á árinu. Fræðilega er mögulegt að þær spár rætist, ef engin frekari hækkun verður á neysluverðsvísi- tölu á seinni helmingi ársins, en telja verður slíka þróun afar ólík- lega. Venjulega er hækkun vísitölunn- ar minnst í júní, júlí og ágúst, þegar áhrif útsala eru hvað mest, og svo hækkar verð meira á haustmánuð- um og fyrir jól. Í ár vinna hins vegar áhrif nýrra kjarasamninga og ann- arra fyrirsjáanlegra verðhækkana gegn útsöluáhrifunum og því gæti verðþróunin í sumar orðið önnur en venjulega er. Í Markaðsvísi MP banka segir að hækkanir á ein- stökum undirliðum vísitölunnar í júní beri þess merki að hækkandi kostnaður vegna lækkunar gengis krónunnar og hækkandi launa hafi áhrif á verðlag. Launahækkanir höfðu töluverð áhrif á hækkun Krónan hefur veikst um tæp sex prósent á árinu og hefur veikst um ein 7,5 prósent gagnvart evrunni. Reyndar hefur gengið haldist sæmi- lega stöðugt síðasta mánuðinn, en ómögulegt er að vita hver þróun gengisins verður næstu mánuði. Tólf mánaða verðbólga er, eins og hugtakið ber með sér, hækkun neysluverðsvísitölu síðustu tólf mánuði. Á tímabilinu júní til sept- ember í fyrra var mánaðarverð- bólga mjög lítil eða jafnvel neikvæð, þ.e. vísitalan lækkaði. Þessir mán- uðir fara að detta úr tólf mánaða verðbólgutölunum og því má búast við umtalsverðri hækkun tólf mán- aða verðbólgu jafnvel þótt mánaðar- hækkun næstu mánuði verði hófleg. Ef gert er ráð fyrir að verðlag hækki um 0,4 prósent að meðaltali á mánuði næstu sex mánuði verður tólf mánaða verðbólga í desember komin í 6,0 prósent í árslok. Líkur aukast á vaxtahækkun Hér er ekki verið að spá slíkum hækkunum, enda engar forsendur fyrir slíkri spá, en þetta undirstrik- ar hve litlar hækkanir þurfa að vera næstu mánuði til að verðbólga fari langt upp fyrir 2,5 prósenta verð- bólgumarkmið Seðlabankans og spár opinberra aðila fyrir árið. Verði þróunin á þessa leið er alls ekki útilokað að Seðlabankinn bregðist við með vaxtahækkunum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 15. júní síðastliðnum segir að nauðsynlegt geti reynst að auka að- hald peningastefnunnar á næstunni til að draga úr líkum á því að launa- þrýstingur leiði til aukinna lang- tímaverðbólguvæntinga. Ákvarðan- ir í peningamálum muni þó sem fyrr taka mið af nýlegri þróun og horf- um. Meiri verðbólga framundan  Tólf mánaða verðbólga var 4,2 prósent í júní  Búast má við frekari hækkunum á neysluverðsvísitölu í sumar  Verðbólga vel yfir markmiði Seðlabankans Morgunblaðið/Kristinn Verðbólga Almennt verðlag, mælt með vísitölu neysluverðs, hækkaði um 0,5 prósent í júní og hefur hækkað um 3,5 prósent frá áramótum. ● Alls bárust 154 kröfur í þrotabú Eyr- arodda hf. á Flateyri og er heildar- fjárhæð krafnanna rúmar 275 milljónir króna. „Þetta er allt að skýrast og 154 kröfulýsingar hafa verið lagðar fram en ekki eru allar kröfur samþykktar og veðkröfur eru ekki inni í þessari taln- ingu,“ segir Friðbjörn E. Garðarsson, skiptastjóri þrotabúsins. Samþykktar kröfur nema rúmum 52 milljónum króna. Friðbjörn segir að vonir standi til að málin muni leysast í vikunni. Héraðsdómur Vestfjarða úrskurðaði Eyrarodda gjaldþrota í janúar eftir að stjórn fyrirtækisins og umsjónarmaður nauðasamninga félagsins lögðu fram beiðni þess efnis fyrir dómara. 154 kröfur í þrotabú Flateyri 154 kröfur bárust í þrotabú. ● Fyrrverandi háttsettur stjórnandi Ci- tigroup-bankans hefur verið handtekinn og ákærður fyrir meintan fjárdrátt. Talið er að maðurinn, sem heitir Gary Foster, hafi haft meira en 19 milljónir dollara af fyrrverandi vinnuveitanda sínum. Foster er 35 ára gamall og veitti einni afleiðudeilda Citigroup forstöðu. Hann er sakaður um að hafa millifært áð- urnefnda upphæð í mörgum skrefum af reikningum fyrirtækisins og á persónu- lega reikninga. Millifærslurnar voru gerðar með milligöngu bankans JP Morgan og áttu sér stað á tímabilinu maí 2009 og fram í desember 2010. Foster var handtekinn á JFK-flugvelli í gær. thg@mbl.is Háttsettur handtekinn Stuttar fréttir…                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-.. +.,-/0 ++1-02 00-32. 0+-+3. +1-230 +4.-2/ +-/4,/ +./-32 +5/-./ ++5-+5 +.,-.1 ++1-54 00-+54 0+-+1 +1-2,/ +42-44 +-/425 +./-5/ +5,-4 003-//.2 ++5-// +.5-40 ++1-21 00-00. 0+-040 +.-335 +42-10 +-//4. +.,-+2 +5,-15 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins vill setja skatt á fjármagns- hreyfingar til þess að styrkja tekjustoð- ir sambandsins. Þetta fullyrðir breska blaðið Financial Times og segir að til- lögur þessa efnis verði kynntar í vik- unni. Um er að ræða skatt á fjármagns- hreyfingar innan sambandsins, sem svo myndi renna beint til Evrópusam- bandsins. Nái tillögurnar fram að ganga yrði um að ræða straumhvörf í samrunaferlinu í Evrópu, þar sem ESB hefur ekki neina veigamikla sjálfstæða tekjustofna og er fyrst og fremst fjár- magnað af framlögum aðildarríkjanna. Samkvæmt Financial Times nema fjárlög ESB 112 milljörðum evra á ári en stefnt er að því að sambandið fjár- magni sig sjálft með sköttum og álög- um frá og með árinu 2014. Fram kemur í umfjöllun blaðsins að búist er við að framkvæmdastjórnin rökstyðji tillögur sínar með því að benda á að sjálfstæðir skattstofnar myndu draga úr þörfinni á fjárframlögum aðildarríkjanna til rekstrar þess. ESB vill fá eigin fjármagnsskatt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.