Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Yfirheyrslur hófust í gær hjá dómstóli, studdum af Sameinuðu þjóðunum, yfir fjórum af æðstu mönn- um Rauðu khmeranna í Kambódíu en kommún- istasamtökin réðu yfir landinu í fjögur ár á átt- unda áratug síðustu aldar. Ógnarstjórn þeirra lét myrða hátt í tvær milljónir manna, nær fjórðung þjóðarinnar. Víetnamar réðust loks inn í landið 1979 og veltu stjórn khmera sem hófu þá margra ára skæruhernað gegn nýrri stjórn landsins. Leiðtogi samtakanna, Pol Pot, lést 1998. Menn- irnir fjórir eru allir um áttrætt en sjálf réttarhöld- Rauðir khmerar yfirheyrðir  Samtökin létu myrða fjórðung allra Kambódíumanna í valdatíð sinni  Deilur milli dómaranna valda því að nokkrir meintra brotamanna sleppa in yfir þeim í höfuðborginni, Pnom Penh, hefjast ekki fyrr en í september og er reiknað með að þau standi í mörg ár. Ólíklegt er að þeir lifi allir nógu lengi til að hljóta dóm. Aðeins einn fjórmenninganna, Khieu Samphan, fyrrverandi forseti, hefur sýnt vilja til samstarfs við réttinn, hinir þrír eru Nuon Chea, staðgengill Pols, Ieng Sary, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Ieng Thirith, fyrrverandi félagsmálaráðherra. Ætlunin var að réttarhöldin yrðu alls þrenn, þeim fyrstu lauk með því að Duch, yfirmaður fangabúða þar sem 15 þúsund manns létu lífið, hlaut 35 ára fangelsisdóm. Þriðju réttarhöldin verða ekki að veruleika vegna deilna á milli dómaranna. Seinlæti og skrifræði » Dómstóllinn var stofnaður 2005 til að fjalla um mál Rauðu khmeranna. Hann hefur verið sakaður um mikið seinlæti og skrif- ræði. Kærendur eru alls um 4.000. » Fórnarlömb Rauðu khmeranna hafa lýst mikilli óánægju með dómstólinn. Þýski rannsóknardómarinn Siegfied Blunk er sagður hafa látið undan þrýstingi stjórn- valda um að stöðva sumar rannsóknirnar. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Alþjóðasakamáladómstóllinn í Haag gaf í gær út handtökuskipun á hendur Muammar Gaddafi Líbíuleiðtoga, ein- um sona hans, Seif al-Islam, og yf- irmanni leyniþjónustunnar, Abdullah Senussi. Mennirnir eru sakaðir um að hafa borið ábyrgð á morðum og öðr- um brotum gegn mörg hundruð óbreyttum borgurum eftir að mót- mæli hófust í febrúar, að sögn The New York Times. Umrædd brot eru öll sögð hafa ver- ið framin á 10 dögum í febrúar, áður en sjálft borgarastríðið hófst. Sanji Monageng, dómari frá Botsvana, sagði útilokað að slá einhverju föstu um tölu fórnarlambanna vegna þess að glæpirnir hefðu verið þaggaðir nið- ur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á sínum tíma einróma að biðja dómstólinn um að rannsaka framferði líbískra stjórnvalda gagn- vart óbreyttum borgurum í febrúar en þess má geta að mörg SÞ-ríki, þ. á m. þrjú af fastaríkjum öryggis- ráðsins, viðurkenna ekki valdsvið dómstólsins. Líbía er meðal ríkja sem ekki viðurkenna hann. Spurningar hafa einnig vaknað um það hvort og þá hvernig dómstóllinn geti hneppt umrædda menn í varðhald þar sem hann ræður ekki yfir lögregluliði. Þrátefli ríkir í átökunum milli upp- reisnarmanna og Gaddafis og því ósennilegt að þeir fyrrnefndu hand- sami hann á næstunni. En staðan gæti breyst hratt, þannig sóttu upp- reisnarmenn með bækistöðvar í fjöll- um sunnan við höfuðborgina Tripoli í átt að henni í gær. Og fjölmenn mót- mæli í Tripoli gætu hafist skyndilega þrátt fyrir viðbúnað stjórnarliða sem reyna að kæfa allt slíkt í fæðingu. Sakaðir um morð á hundruðum borgara  Handtökutilskipun á hendur þrem líbískum ráðamönnum Dýralæknir kannar ástand keisaramörgæsar á Nýja-Sjálandi, fuglinn mun hafa synt til landsins um 3.000 km leið frá Suðurskautslandinu. Mörgæsir éta gjarnan snjó til að kæla sig og fuglinn mun hafa ruglast, étið fjörusand í staðinn. Fjarlægð hafa verið þrjú kíló af sandi úr innyflum sægarpsins. Át þrjú kg af sandi Reuters Sagt er í grein eftir Thomas Wright í Financial Times um helgina að tek- ist hafi að valda gríðarlegum spjöll- um á kjarnorkuáætlun Írana með Stuxnet-tölvuorminum. Talið er að Íranar hyggist smíða kjarnorkuvopn en sagt er að áætluninni hafi verið seinkað um allmörg ár með tölvuá- rásinni sem flestir álíta að Ísraelar og Bandaríkjamenn hafi staðið fyrir. Tjónið sé líklega meira en hægt hefði verið að valda með loftárás. Wright gagnrýnir hins vegar rík- isstjórn Baracks Obama Banda- ríkjaforseta fyrir tvöfalt siðferði í þessum efnum. Annars vegar líti hún á tölvuárás- ir á Bandaríkin sem allt að því stríðsyfirlýsingu, hins vegar noti hún hiklaust slíkar árásir gegn and- stæðingum sínum. Eitt helsta vandamálið við að fyrirbyggja tölvuárásir sé hve erfitt sé að rekja upprunann sem á hinn bóginn geri þær að afar hentugu vopni. En áðurnefnd tvöfeldni geri Bandaríkjamönnum torvelt að fá Kínverja, sem álitnir séu standa fyr- ir flestum tölvuárásum að undirlagi ríkja, til að taka þátt í baráttunni gegn leynilegum árásum. Einnig geti stefna stjórnvalda í Washington dregið úr áhuga Banda- ríkjamanna sjálfra á tækni til að rekja uppruna. Best væri að gangast við árásinni á Íran, verja hana með þeim rökum að hún hafi verið bráð- nauðsynleg. kjon@mbl.is Áætlun Írana stöðvuð með Stuxnet-ormi? Sumir leið- togar uppreisnar- manna í Benghazi hafa rætt þann mögu- leika að Ga- dafi og synir hans láti af völdum en fái að búa áfram í Líbíu. Tilskipun dóm- stólsins gæti flækt málið þar sem Gaddafi mun vafalaust krefjast algerrar friðhelgi fyrir sig og sína gegn því að draga sig í hlé. Gaddafi gæti gert kröfur FRIÐUR OG FRIÐHELGI Muammar Gaddafi Gríska þingið hóf í gær að ræða til- lögur ríkisstjórnarinnar um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda, einka- væðingu og erlendar lántökur en búist er við að atkvæði verði greidd á morgun, miðvikudag. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði franska banka vilja aðstoða grísk stjórnvöld með því að veita þeim 30 ára greiðslufrest. Franskir bankar eru taldir vera stærstu lánardrottnar Grikkja. Eru bankarnir sagðir reiðubúnir að endurlána eða framlengja í um 70% lána, sem grísk stjórnvöld hafa tek- ið. BBC sagði frönsku stjórnina og bankana vinna að gerð áætlunar um málið. Þjóðverjar segja tillögur Frakka áhugaverðar. kjon@mbl.is Frakkar bjóða greiðslufrest Skannaðu kóðann til að lesa meira um Líbíu. Sti l l ing hf. | Sími 520 8000 www.sti l l ing.is | sti l l ing@sti l l ing.is Sjá nánar á: www.stilling.is/ferdabox NÚMER HEITI LÍTRAR LITIR VERÐ ÁÐUR TILBOÐ ÞÚ SPARAR 631100 Pacific 100 370 grátt 59.900 49.900 10.000 631200 Pacific 200 460 grátt/svart 79.900 65.900 14.000 631500 Pacific 500 330 grátt/svart 69.900 55.900 14.000 631600 Pacific 600 340 grátt/svart 89.900 79.900 10.000 631700 Pacific 700 460 grátt/svart 97.900 85.900 12.000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.