Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Svo undar-legt semþað hljóm- ar missa menn iðulega þráðinn í þeim málefnum sem mest eru rædd. Grikk- landsfárið er fyrirferðar- mikið í umræðunni erlendis (en utan gátta íslenskrar umræðu) og efst trónir nú spurningin hvort þjóðþing Grikkja muni samþykkja kröfu og skilmála ESB og AGS. Vöndurinn sem fyr- irbærin tvö hafa reitt yfir höfðum Grikkja er úr seðl- um, lánsfé sem Grikkir fá ef þeir hlýða og eiga að nota til að greiða þýskum, frönskum og öðrum bönk- um sem segjast eiga á þá kröfur. Grikkir verða ekki betur staddir á eftir. Þvert á móti, en bankarnir verða það. Grikkir verða enn skuld- ugri en áður, en þeim kann hugsanlega að líða örlítið betur, en aðeins um stutta stund. En hótanir ESB og AGS í garð Grikkja nú snú- ast „aðeins“ um 12 millj- arða evra. Vöndurinn verð- ur hærra reiddur þegar kemur að 100 milljörðunum sem talið er að Grikkir þurfi að fá lánaða til viðbótar á ofurkjörum til að fleyta sér fram yfir árið 2013. Lánveitendurnir, hinir kæru bræður Grikkja og bandamenn þeirra í hinu unaðslega Evrópusam- bandi, treysta þeim ekki yf- ir þröskuld. Því eru ný grísk lög stöfuð ofan í þá af embættismönnum frá Brussel og AGS. Og þeim er einnig sagt hvaða ríkisfyr- irtæki þeim beri að selja ekki síðar en strax, þegar enginn Grikki fær aðgang að banka né getur keypt eitt eða neitt sem máli skiptir. Hvarvetna í Evrópu er engin dul dregin á það að Grikkir geta ekki forðað sér frá greiðslufalli. Fallið verður enn hærra og harð- ara vegna lánafyrirgreiðsl- unnar – „björgunaraðgerð- anna“ en án þeirra. En það er verið að lengja í snörunni um háls Grikkja um leið og lóðum er hlaðið á lappir þeirra í þeirri von að takast megi að fá tíma til að bjarga sameiginlegu myntinni, evrunni. Út á það ganga björgunaraðgerðirnar. Þær hafa ekkert með velferð Grikkja að gera. Það er myntin sem ein- hverjir halda að væri svo gott fyrir Ísland að fá að dingla í! Slíkum fer að vísu ört fækkandi en munu þó finn- ast enn. Í breska þinginu í gær sagði David Miliband, fyrr- um utanríkisráðherra og forystumaður Verka- mannaflokksins, að engin von stæði til þess að gríska ríkið gæti risið undir sínum skuldbindingum og vildi vita hvort forsætisráð- herrann væri ekki sammála sér um að vinna skyldi í því máli með hliðsjón af þeirri staðreynd. Þetta var eðlileg afstaða hjá David Miliband. En vandinn er sá að Bruss- elvaldið treystir ekki ein- stökum ríkjum sambands- ins að frátöldu Þýskalandi og hugsanlega Frakklandi. Þess vegna er Grikkjum ekki leyft að bjarga sér. Gamli „stækkunarstjór- inn“ Olli Rehn sagði fyrir fáeinum vikum að Grikkjum „yrði ekki leyft“ að draga sig út úr evrunni. Það hefði verið ljót sjón lítil að sjá þennan brusselíska mikl- unarstjóra tala svona við grískan Alexander fyrir par þúsundum ára. Sá hefði verið vís til að leysa úr taugaveiklunartilvistar- kreppu Olla og þeirra ann- arra með sama hætti og hann leysti hnúta sem vöfð- ust fyrir öðrum smotterís- mönnum að leysa. Og hér nær okkur láta einhverjir eins og það sé sérstakt fagnaðarundur uppi vegna þess að bruss- elmenn búi sig undir að spjalla við umboðslausa aðdáendur sína ofan af Ís- landi um eitthvað sem engu máli skiptir. Þeir umboðs- lausu geta að vísu hafið máls á því, sannleikanum samkvæmt, að eitt bendi rækilega til þess að Ísland eigi bærilega heima í Evr- ópusambandinu. Hér streit- ist nefnilega stjórn enn í stólum sem margoft hefur sýnt að hún treystir ekki sinni eigin þjóð fyrir einu né neinu. Rétt er auðvitað að taka skýrt fram að það sé svo sannarlega gagn- kvæmt. Reynt er að lengja í snöru Grikkja um leið og fallþunginn er aukinn} Þekkt lok sorgarleiks S ennilega er stærsta fréttin í tengslum við skuldakreppuna á evrusvæðinu sú að hún er viðvar- andi þrátt fyrir að auðvelt sé að kveða hana niður. Gríska hag- kerfið stendur ekki undir nema 7% af heild- arframleiðslu evrusvæðisins. Stæði vilji til að leysa fjármögnunarvanda stjórnvalda í Aþenu og lægja öldurnar á mörkuðum væri einfalt mál að ráðast í sameiginlega skuldabréfaút- gáfu sem væri tryggð af öllum aðildarríkjum evrusvæðisins. Fréttin er sem sagt sú að það er enginn pólitískur vilji til að leysa málið. Evrusvæðið sem sameiginlegt myntsvæði er ófullkomið að því leyti að það byggist ekki á sameig- inlegu fjárstjórnvaldi sem getur miðlað skattfé frá ein- um stað til annars. Þessu hafa menn alla tíð gert sér grein fyrir enda var það von helstu arkitekta evru- svæðisins að þetta yrði hvati að frekari pólitískum samruna álfunnar. Skuldakreppan á evrusvæðinu sýnir að ef einhverntíma var þörf þá er nú nauðsyn. Hins vegar er ekki pólitískur vilja fyrir hendi til að stíga þetta veigamikla skref. Skattgreiðendur í norðurhluta álfunnar eru fullir efasemda um tilgang þess að niður- greiða neyðarlán til ríkja á borð við Grikkland, Portú- gal og Írland. Í ljósi þess reyna stjórnmálamenn hvað þeir geta til að takmarka áhættu skattgreiðenda af björgunaraðgerðunum þótt einsýnt sé að reikningurinn muni á endanum skila sér til þegna best stöddu evru- ríkjanna. Það vekur því furðu að sérfræðingar í Seðlabankanum skuli komast að þeirri nið- urstöðu að ef upptaka fastgengisstefnu komi til greina við ákvörðun peningamálastefn- unnar til frambúðar sé skynsamlegast að gera það samhliða aðild að evrusvæðinu. Erfitt er að sjá skynsemina að baki því þeg- ar myntsvæðið er háð svo miklum annmarka og ekkert útlit er fyrir að hann verði sniðinn af í fyrirsjáanlegri framtíð. Sú staðreynd að þrjú af sautján aðildarríkjum geta ekki fjár- magnað sig og standa frammi fyrir greiðslu- falli að öllu óbreyttu rúmlega tíu árum eftir að evrusvæðið kom til sögunnar ætti að vekja áleitnar spurningar í þessu samhengi. Undanfarið hefur borið á þeim málflutningi að skuldakreppa grískra og írskra stjórnvalda hafi ekkert með evruna og myntsamstarfið að gera og dragi þar með ekki úr gildi þess. Þetta er vafasöm full- yrðing enda er fráleitt að halda því fram að nið- urgreiddir vextir Evrópska seðlabankans á uppgangs- tímum í þessum ríkjum fyrri hluta síðasta áratugar hafi ekkert með vandann að gera. En ef aðdragandinn er látinn liggja milli hluta stendur eftir sem áður mik- ilvæg spurning sem rétt er að taka afstöðu til áður en kostir og gallar evruaðildar er metnir: Hvaða valkosti hafa grísk og írsk stjórnvöld við lausn þess vanda sem við er að etja að því gefnu að þau ætli að halda í evr- una? Þeir eru ekki margir og felast eingöngu í verð- hjöðnun, niðurskurði og beinni lækkun raunlauna. ornarnar@mbl.is Örn Arnarson Pistill Lærdómur gríska harmleiksins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is S amanlögð áhrif hækkana á hrávörum m.a. á fóður- aðföngum og áhrif launa- hækkana eftir nýgerða kjarasamninga eru nú að koma fram af fullum þunga í verð- laginu í landinu. Um næstu mán- aðamót hækka mjólkurvörur um- talsvert. Matvælin eru stærsti liðurinn í neysluverðsvísitölunni. Hagstofan kannar verð um miðjan mánuðinn og birti í gær neysluverðs- vísitölu júnímánaðar sem sýnir verð- breytingar á milli maí og júní, sem hækkuðu um 0,5%. Hraði verðbólg- unnar fer vaxandi og hefur ekki ver- ið meiri frá í ágúst í fyrra. Verðbólg- an mælist nú 4,2% á ársgrundvelli. Langmest áhrif að þessu sinni hafa hækkanir sem orðið hafa á mat- og drykkjarvörum, sem hafa hækk- að um 1,2% (áhrif þess á vísitöluna eru 0,17%). Þar vegur þyngst 6,9% hækkun á kjöti og kjötvörum sem orðið hafa frá því í seinasta mánuði. Ef þetta er skoðað nánar kemur í ljós að mest hefur hækkunin orðið á alifuglakjöti sem hækkar um tæp 13,5% á milli mánaða. Verðhækkanir á kjúklingakjöti má rekja til verulegra hækkana á heimsmarkaðsverði á korni sem hafa átt sér stað í töluvert langan tíma að sögn Skúla Einarssonar, formanns Félags kjúklingabænda. Fóður- aðföng eru stærsti kostnaðurinn í kjúklingarækt. „Fóðrið hefur verið að hækka mikið en það er mjög stór hluti af afurðaverðinu. Það eru um 1,6 kíló af fóðri á bak við hvert kíló af kjöti. Greinin hefur haldið í sér, því það er langt síðan fyrstu hækk- anirnar gengu yfir en þær voru ekki settar út í verðlagið.“ Hann segir að mörg fyrirtæki bæði í kjötframleiðslu og fleiri grein- um hafi haldið aftur af sér í hækk- unum þrátt fyrir mikinn þrýsting og verðbólgan því verið á skaplegum nótum. Nú þegar kostnaðarhækk- anir vegna kjarasamninga bætast við geti menn ekki lengur tekið þessa hækkanir á sig og haldið verði óbreyttu. ,,Við erum ekki ánægðir með þessar hækkanir, hvorki á að- föngunum til okkar né á vörunum okkar út til neytenda. En einhvern veginn verða menn að lifa.“ En fleiri kjöttegundir hafa hækk- að. Skv. mælingu Hagstofunnar hækkaði nautakjöt um 8,6% milli mánaða, svínakjöt um 6,2% og lambakjöt um 4%. Lyf og lækningavörur um 3% Í umfjöllun hagdeildar ASÍ um verðbólguna í gær er bent á að á móti hækkunum á kjöti vegi nokkur verðlækkun sem varð á grænmeti og kartöflum. Þar er um 3,5% lækkun að ræða á milli mánaða. „Af öðrum liðum má nefna að lyf og lækninga- vörur hækka um 3% milli mánaða (0,05% vísitöluáhrif), símaþjónusta hækkar um 1,4% (0,05% vísitöluá- hrif), tómstundavörur, leikföng o.fl. hækka um 2,5% (0,05% vísitöluáhrif) og liðurinn íþróttir, fjölmiðlun og happdrætti hækkar um 1,6 % frá fyrra mánuði (0,05% vísitöluáhrif). Á móti vegur lækkun á bensíni og olíu sem lækka í verði um 1,1% frá því í maí (-0,07% vísitöluáhrif).,“ segir í umfjöllun ASÍ. Af öðrum liðum í neysluverðs- vísitölunni nú sem breytast á milli mánaða má nefna að liðurinn appels- ínur og fleiri nýir ávextir hækkuðu í júní um 4,2%, karlmannsföt lækkuðu um 1,3% en kvenför hækkuðu um 1,4% frá mánuðinum á undan. Bif- hjól höfðu hækkað um 8,4% en verð á 95 oktana bensíni lækkað um 1,5%, þjónusta hótela og gistihúsa hækk- aði um 4,4% og gisting um 2,4%, svo dæmi séu tekin. Alifuglakjötið hækk- aði um 13,5% í júní Dæmi um verðbreytingar milli mánaða Kjöt +6,94% Grænmeti, kartöflur o.fl. -3,50% Kaffi, te og kakó +1,70% Raftæki +2,58% Borðbúnaður, glös, eldhúsáhöld -2,68% Lyf og lækningavörur +3,01% Kaup ökutækja +1,12% Bensín og olíur -1,12% Annað vegna ökutækja +3,76% Flutningar í lofti -5,57% Póstur og sími +1,36% Símaþjónusta +1,39% Tómstundir og menning +1,31% Sjónvarp,myndbönd, tölvur o.fl. +1,45% Tómstundavörur, leikföng o.fl. +2,50% Íþróttir, fjölmiðlun og happdrætti +1,63% Gisting +2,42% Verðbreytingar (maí – júní) valinna vöruflokka úr vísitölu neysluverðs Heimild: Hagstofan Þó ASÍ og Samtök atvinnulífs- ins hafi staðfest gildi kjara- samninganna til ársins 2014 er engan veginn víst að þeir standi svo lengi. Til að svo megi verða þurfa ákveðnar forsendur að halda. Í árs- byrjun 2012 mun for- sendunefnd ASÍ og SA meta forsendur samninganna. Þá þarf m.a. kaupmáttur launa að hafa aukist á tímabilinu desember 2010 til desember 2011 og „verðlag haldist stöð- ugt á samningstímanum og að verðbólga verði innan við 2,5% í desember 2012 m.v. sl. 12 mánuði“. Verðlag hald- ist stöðugt FORSENDUR SAMNINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.