Morgunblaðið - 28.06.2011, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.06.2011, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Ómar Klárir í slaginn Línuverðir hituðu upp fyrir leik Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvelli í gær með æfingum sem kunna að líta einkennilega út en skila vafalaust árangri. Nokkrar umræður hafa verið undanfarið í fjölmiðlum um styrki sem nú streyma til landsins frá Evrópu- sambandinu. Um háar fjárhæðir er að ræða og mörg félagasamtök, sveitarfélög, ríkisstofn- anir o.fl. horfa nú á þessar glerperlur með glampa í augum. Marg- ir eru eðlilega gagn- rýnir á þessa styrki enda eru þessir sjóðir einungis í boði fyrir umsókn- arríki og lokast ef Ísland verður aðili að ESB. Tilgangur þeirra er því fyrst og síðast hugsaður til að aðlaga Ís- land að Evrópusambandinu og bæta ímynd sambandsins áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur. Þetta er sérstakt í ljósi þess að ítrekað hef- ur verið sagt að landið tæki ekki þátt í neinni aðlögun eða tæki við styrkjum sem væru liður í slíkri aðlögun eða áróðri. Það vekur einnig furðu að ekki hafi verið meiri umræða um það að annar ríkisstjórnarflokkurinn leggst algerlega gegn þessum styrkjum. Svo virðist vera sem slíkt skipti litlu máli, hvorki hjá fjölmiðlum né þeim ráð- herrum sem í hlut eiga. Hjá mörgum hefur þetta eðlilega vakið spurningar um hvenær menn ætli að rísa á fætur og standa við þau fyrirheit sem gefin hafa verið. Þið getið treyst okkur þegar kemur að ESB! Fyrir síðustu alþingiskosningar var fólki sagt að með því að kjósa VG gæti það treyst því að ekki yrði sótt um ESB-aðild að afloknum kosn- ingum. Margir trúðu því miður þess- um yfirlýsingum og hafi verið nokkur vafi í hugum fólks þá sló formaður Vinstri grænna það út af borðinu með mjög skýrum hætti kvöldið fyrir kjör- dag. Það var þó tæplega búið að loka kjörstöðum þegar þessi loforð voru svikin og meirihluti þingflokks VG ýtti af stað ESB-eimreið Samfylking- arinnar, þvert gegn því sem áður hafði verið sagt. Margir reiddust enda var mikið traust borið til forystu VG. Fjöldi fólks hefur síðan sagt skil- ið við VG vegna undirgefni flokksfor- ystunnar við Samfylkinguna. Í framhaldinu af því að sótt var um aðild var látið að því liggja að mik- ilvægt væri að flokkur sem legðist gegn ESB-aðild væri í ríkisstjórn þegar sótt væri um. Slíkt myndi tryggja að staðið yrði fast á hags- munum Íslands og lögð yrði á það áhersla að strax yrðu teknir þeir samningakaflar sem vitað væri að mestur ágreiningur yrði um. Jafnframt væri hægt að hindra það að ESB legði millj- arða í áróður og til að- lögunar að regluverki sambandsins. Össur stýrir för – Hvar er VG? Nú stendur til að opna fyrstu samn- ingakaflana en engar fréttir heyrast um hve- nær eigi að láta reyna á stærstu hagsmunamál Íslands né það hver aðkoma annarra en utanrík- isráðherra verður þegar kemur að mótun samningsafstöðu Íslands. Evr- ópusambandið og utanríkisráðherra vilja eðlilega bíða með þessa kafla sem lengst og móta samningsskil- yrðin sjálfir. Íslendingum er sagt að þannig sé umsóknarferlið uppbyggt en á sama tíma er okkur sagt að við stýrum þessu ferli en ekki ESB og samráð og gegnsæi sé lykilatriði. Styrkirnir streyma einnig til landsins og er úthlutað til ýmissa aðlögunar- eða áróðursverkefna. Á meðan þetta gengur yfir logar Evrópusambandið stafna á milli, bresk stjórnvöld undirbúa áætlun um hvað gera skuli ef evran hrynur, fjöldamótmæli eru daglegt brauð, neyðarfundir í Brussel, atvinnuleysi tvöfalt á við Ísland o.fl. Margir hefðu talið að tækifærin væru mörg til að spyrna við fótum og engin ástæða væri til að gefa utanríkisráðherra enn einu sinni eftir frjálsan tauminn. Það er merkilegt hversu mikið traust er borið til hans að leiða stærsta kosn- ingamál VG fyrir síðustu kosningar og eðlilega hafa vaknað ýmsar spurn- ingar. Eigum við von á því að ESB- styrkirnir verði stöðvaðir? Mun utan- ríkisráðherra fá frjálsar hendur til að móta samningsafstöðu Íslands og gefa eftir grundvallarhagsmuni í stórum málaflokkum? Í ljósi reynsl- unnar er ekki nema von að margir velti fyrir sér hvort þetta verði raun- in. Eftir Ásmund Einar Daðason » Styrkirnir streyma til landsins og er út- hlutað til ýmissa aðlög- unar- eða áróðursverk- efna. Á meðan þetta gengur yfir logar Evr- ópusambandið stafna á milli … Ásmundur Einar Daðason Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins. Er nema von að spurningar vakni? Það er merkilegt hve sjávarútvegs- stefna ríkisstjórn- arinnar hefur gjör- samlega snúist upp í andhverfu sína. Hún var sett fram með til- tekin markmið að leiðarljósi. Nú er komið í ljós að stefn- an vinnur í veiga- mestu atriðunum gegn þessum markmiðum! Þetta er ótrúlegt klúður og sýnir í raun fullkomið gjaldþrot þeirrar hug- myndafræði í sjávarútvegsmálum sem ríkisstjórnin lagði af stað með. Í fyrstunni boðaði ríkisstjórnin fyrningu aflaheimilda á 20 árum. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði úttekt á þessari stefnu í umboði stjórnskipaðrar nefndar, svo kallaðrar sátta- nefndar. Sú athugun leiddi í ljós að þessi sjávarútvegsstefna rík- isstjórnarinnar myndi leiða til gjaldþrots helmings sjávarútvegs- fyrirtækja í landinu. Og að hugsa sér. Ríkisstjórn setur inn í sinn eigin stjórnarsátt- mála ákvæði sem hefði í för með sér slíkt og þvílíkt. Og það er gert án þess að athugað sé um afleið- ingarnar; ekki fyrr en eftir á. Neikvæðar afleiðingar Ný sjávarútvegsstefna birtist svo í sjávarútvegsfrumvörpum rík- isstjórnarinnar nú á vordögum. Hvorki skorti fögur né háleit markmið. Nýja sjávarútvegsstefnan átti til dæmis að bæta hag sjávarútvegs- ins. Enginn deilir lengur um að það gerir hún ekki. Þvert á móti. Helstu talsmennirnir ganga jafn- vel svo langt að segja að slíkt sé ekki endilega markmiðið. Þá vit- um við það. Það var ætlunin að sjáv- arútvegsfrumvörpin styddu við byggðir. Nú hafa komið fram órækar upplýsingar úr sjáv- arútvegsbyggðum sem sýna að verði sjávarútvegsstefna rík- isstjórnarinnar lögfest, þá mun það veikja byggðina. Mjög var geipað um að í stefnu- mótun ríkisstjórnarinnar væri ný- liðun að greininni auðvelduð. Nú hefur hins vegar verið sýnt fram á að hún verður torvelduð; jafnvel gerð ómöguleg. Ríkissjóður tapar Og loks er það eitt, sem kannski er ótrúlegast af öllu. Leiðarstefið í sjávarútvegs- stefnu ríkisstjórn- arinnar hefur verið að eigandi fiskveiði- auðlindarinnar sé rík- ið – og um það er ekki mikill ágrein- ingur. En síðan hefur verið sagt að eðlilegt sé að eigandi auðlind- arinnar fái sem mest- an afrakstur af nýt- ingu hennar. Hafa hagfræðingar reiknað út það sem kallað hef- ur verið auðlindaarð- ur og á þeim grundvelli hafa síðan verði settar fram tillögur af hálfu ríkisstjórnarinnar um að stærri hluti hans renni til eigandans, rík- isins, í gegn um ríkissjóð, með meiri gjaldtöku af útgerðum. En þá gerist það ótrúlega. Hið nýja fyrirkomulag sem rík- isstjórnin vill innleiða er svo vit- laust og óhagkvæmt að afrakstur ríkisins af fiskveiðiauðlindinni mun minnka! „Þetta sem helst hann varast vann…“ Hér eiga því við orð sálma- skáldsins Hallgríms Péturssonar: „Þetta sem helst hann varast vann/ varð þó að koma yfir hann.“ Auðlindagjaldið sem sjávar- útvegurinn einn greiðir, þeirra sem auðlindir nýta, er reiknað af vergum hagnaði. Út er reiknað hversu mikið stendur eftir þegar almennur rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá heildartekjum. Frumvarp ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir því að 19% þessa rynni sem afgjald til ríkisins. Miðað við nýjustu fáanlegu gögn er vergi hagnaðurinn 32 milljarðar. 19% af- gjald, þannig út reiknað, gefur ríkissjóði því í aðra hönd um 6 milljarða króna á ári. – Að óbreyttu. En nú er ekki nema hálfsögð sagan. Frumvörp ríkisstjórn- arinnar setja nefnilega stórt strik í þennan útreikning. Ríkissjóður tapar milljörðum á sjávarútvegsstefnunni Eins og kunnugt er var ákveðið, eftir að búið var að festa stefnu ríkisstjórnarinnar í frumvarpsbún- ing, að láta skoða afleiðingarnar. Spyrja sem sagt eftir á hvað stefnumörkunin hefði í för með sér. Til verksins var valinn hópur sex valinkunnra hagfræðinga, með ólíkan bakgrunn og víðtæka þekk- ingu. Niðurstaða þeirra var at- hyglisverð. Þeir komust að því að yrði sjávarútvegsfrumvarp rík- isstjórnarinnar að lögum, myndi hagur útgerðarinnar versna um 20%. Verst myndi það bitna á nýrri útgerðum, nýliðum og ein- staklingsútgerðum. Nógu alvarlegt væri þetta fyrir sjávarútvegsfyrirtækin. Eink- anlega þau skuldugri. Afleiðing- arnar yrðu uppstokkun, aukin samþjöppun og byggðaröskun og veiking þeirrar atvinnugreinar sem einkanlega starfar á lands- byggðinni. Og viti menn. Ríkissjóður sjálf- ur yrði af milljarða tekjum. Áformin um að sjávarútvegurinn skilaði auknu afgjaldi til eiganda auðlindarinnar, rynni út í sandinn. Hið gagnstæða mun gerast. Rík- issjóður tapar tekjum. 20% lækkun vergs hagnaðar hefði nefnilega í för með sér að veiðigjaldið til ríkisins myndi ár- lega lækka um sama hlutfall, eða um 1,2 milljarða króna, miðað við þær forsendur sem frumvarpið gengur út frá. Það þýðir lækkun um 6 milljarða á fimm árum. Að skjóta sig í fótinn Og hvernig myndi þá verða brugðist við? Við þekkjum það úr fari núverandi ríkisstjórnar. Skattprósentan yrði einfaldlega hækkuð. Hana yrði að hækka um 20% til þess að skila sömu tekjum og áætlaðar höfðu verið. Afleiðing- arnar yrðu verri afkoma fyr- irtækjanna og gætu orðið mjög þungbærar fyrir þá sem nýjastir eru í greininni og þar af leiðandi að jafnaði skuldugri. Þannig legð- um við af stað inn í vítahring, sem enginn veit hvert leiðir okkur. Kaldhæðnislegt og nöturlegt er að í þessa miklu baslferð var farið, til þess að veita auknu fjármagni út úr sjávarútveginum inn í rík- issjóð. En þegar upp er staðið þá tapar ríkissjóður líka á öllu sam- an, rétt eins og sjávarútvegurinn, byggðirnar, sveitarfélögin og þjóð- félagið í heild. Þetta er sennilega skýrasta dæmið um það þegar vanhugsað flan leiðir til þess að menn skjóta sig í fótinn. Hefja eiginlega skot- hríð á sinn eigin fót. Hér er því bara eitt að gera. Byrja upp á nýtt og skoða endinn strax í upp- hafi. Eftir Einar Kristin Guðfinnsson »En þegar upp er staðið þá tapar rík- issjóður líka á öllu sam- an, rétt eins og sjávar- útvegurinn, byggðirnar, sveitarfélögin og þjóðfé- lagið í heild. Einar K. Guðfinnsson Höfundur er alþingismaður. Að skjóta sig í fótinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.