Morgunblaðið - 28.06.2011, Page 20

Morgunblaðið - 28.06.2011, Page 20
20 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Nú í sumarbyrjun bárust þær fréttir að loka þyrfti, tímabundið, Heilsuhæli Nátt- úrulækningafélagsins í Hveragerði. Þátttaka ríkisins í rekstri Heilsuhælisins hefur minnkað og reksturinn því í járnum. Eina úr- ræðið var að loka í tvo mánuði yfir sumartím- ann. Þetta þykja mér leiðinlegar fréttir, auk þess sem ég tel að íslenskt samfélag hafi engin efni á að hafa Heilsuhælið lokað. Heilsuhælið í Hveragerði hefur starfað farsællega svo áratugum skiptir. Þar gefst fólki alls staðar af landinu, á öllum aldri og óháð stétt og stöðu, kostur á að dvelja. Markmið dvalarinnar er endurhæfing og heilsuefling með það að leiðarljósi að sérhver dvalargestur beri ábyrgð á eigin velferð. Í Hveragerði er hugað að þörfum allra sem þar dvelja. Í kjöl- far viðtals við lækni, hjúkrunarfræð- ing og næringarfræðing er dagskrá útbúin fyrir hvern og einn. Starfsfólk hælisins er afar vel menntað og hæft og vinnur sína vinnu af mikilli fag- mennsku og alúð. Dagskrá gestanna breytist síðan eftir því sem styrkur og heilsa eflist. Gönguferðir, tækja- leikfimi, hjólaferðir, sjúkraþjálfun, leirböð, sund, sundleikfimi, slökun og fræðsluefni er hluti af þessu góða starfi. Endurhæfing fólks í Hvera- gerði hefur tekist með afbrigðum vel og á mik- inn þátt í því að fólk skil- ar sér fyrr og við betri heilsu út í þjóðfélagið. Slíkt er mikils virði fyrir samfélagið í heild sinni að ekki sé minnst á vel- ferð þess einstaklings sem hefur náð heilsu á nýjan leik. Sjálfur hef ég dvalið í Hveragerði auk þess sem ég þekki til margra sem hafa leitað sér hjálpar þar. Það er margt sem er einstakt við Hveragerði. Þangað geta allir farið óháð þeim sjúkdómum sem hrjáð hafa einstaklingana. Upp í hugann koma einstaklingar sem ég hef spjallað við þar: fólk að öðlast styrk eftir krabba- meinsmeðferð, brjósklos og aðgerðir á liðamótum reyna líka á, hjartasjúkl- ingar þurfa að sannarlega á end- urhæfingu að halda, sama gildir um þá sem þjást af ýmiskonar mataró- reglu, streitu, gigtarsjúkdómum og geðsjúkdómum og þannig mætti lengi telja. Öllum er sinnt í Hveragerði. Fyrirlestrar og markviss þjálfun er, leyfi ég mér að segja, eins og það ger- ist best. Umhverfið er fallegt, snyrtilegt og hreint. Maturinn heilnæmur og að talsverðum hluta heimaræktaður. Starfsfólkið er umvefjandi og allir dvalargestir sýna hver öðrum skilning og hvatningu. Dvalargestir í Hvera- gerði; já ég kýs að kalla einstak- lingana sem þar dvelja gesti, en ekki sjúklinga, þó að veikir séu. Sjúkdóma- væðingin er orðin talsverð í okkar samfélagi og í Hveragerði eru allir að stefna að því að verða hraustari. Fólkið sem þar dvelur reynir, þrátt fyrir allt, að líta á sig sem ein- staklinga sem eru að byggja sig upp í kjölfar erfiðra veikinda fremur en sem sjúklinga. Í Hveragerði taka gestir talsverðan þátt í kostnaði við dvölina. Sá kostnaður reynist mörg- um erfiður en samt lítur fólk svo á að hverri krónu sé vel varið. Ekkert er eins dýrmætt og heilsan og sjálfur hef ég glaðst innilega þegar ég sé fólk, sérstaklega ungt fólk, eflast og ná bata eftir tiltölulega stuttan tíma í Hveragerði. Heilsuhæli Nátt- úrulækningafélagsins er mikilvægur valkostur í íslensku heilbrigðiskerfi. Þeir sem kynnst hafa alvarlegum heilsubresti vita, að oft og tíðum finnst fólki í fá hús að venda. Ekki trúi ég því að íslensk heilbrigðisyf- irvöld láti það gerast að svo farsæl og vel rekin stofnun fái ekki að dafna í samfélagi okkar, okkur öllum til heilla. Heilsuhælið í Hveragerði Eftir Sigfús R. Sigfússon »Heilsuhæli Náttúru- lækningafélagsins í Hveragerði er mikil- vægur hlekkur og ómissandi í heilbrigð- iskerfinu. Sigfús R. Sigfússon Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrverandi forstjóri Heklu, hluthafi og stjórnarmaður í Hertz. Við Íslendingar höfum örþjóða- samning með EES-samningnum. ESB virðir rétt okkar sem smáþjóð- ar. Við þurfum því ekki að vera með fulla aðild að ESB. Það er í raun rangt hjá Jóni Baldvin að við þurfum ör- þjóðasamning. Við höfum hann. ESB tekur tillit til smæðar Ís- lendinga. Það er athyglisvert nú á tímum þegar al- þjóðlegt bann er við nasisma að við Íslendingar skulum taka Dani frændur okkar til fyrirmyndar hvað það varðar. En til stendur að dæma Geir Harde fyrrum forsætisráð- herra fyrir nasískum dómstól sem byggir á landsréttarlögum, lögum sem byggja á trúarlegum viðhorfum og eru nasísk. Þau varða við al- þjóðalög (lögin). Danir dæmdu ráða- mann þar í landi með landsréttar- lögin að leiðarljósi og brutu í leiðinni alþjóðalög við banni á nasisma. Að því er virðist eru Íslendingar að sýna Geir Haarde ákveðinn nasisma. En hann er norskur í föðurætt. En sagan segir að Norðmenn hafi selt Dönum Ísland. Norðmenn hafi ekki viljað hafa beina aðkomu að því að slátra meirihluta þjóðarinnar, u.þ.b. 20.000 þúsund manns. Höfðingjar og kirkjunnar menn voru ekki á meðal þeirra. Mun Jörundur hundadaga- konungur, flotaforingi af ensku og írsku bergi brotinn, hafa lagt Kaup- mannahöfn í herkví og ferjað alla Ís- lendingana til síns heima. Miklar þakkir til Jörundar aðalsmanns. En hann var af enskum aðalsættum þó Englendingar vilji ekki kannast við það. Hann var jarðaður á Írlandi. Eitt er þó merkilegt í þessu sam- bandi að Atli Gíslason þingmaður á vinstri væng stjórnmálanna er fremstur í flokki að fá Geir Haarde dæmdan. Atli er lögmaður og lög- menn þessa lands hafa sýnt það í verki hvað þeir virða samvirkni (nas- isma). (Nasismi er skilgreindur sem samvirkni í lögunum.) En þeir hafa sem einn maður stutt einkavæð- inguna með beinum og óbeinum hætti. Einkavæðingin ber vott um hægri öfgar svo ekki sé meira sagt. Hægri öfgar eru í skilgreiningu al- þjóðalaga hluti af nasisma en varða við alþjóðalög. Lög voru sett á Jalta árið 1940 sem banna nasisma og er- um við undir þessum lögum vegna Nato. Kunnugir telja að þetta sem ég hjó að gagnvart Norðmönnum og Dönum sé með þeim hætti að því yrði að slá fram með nasískum hætti, þ.e. að Íslendingar voru fluttir til Danmerkur. En það sanna og rétta hafi verið að kaþólska kirkjan (mafían) hafi þrýst á þetta (Norð- menn, Dani) af því Jón Arason bisk- up var hálshöggvinn á Hólum í Hjaltadal. En með því eða upp frá því tóku Íslendingar lútherska trú. En hana innleiddi Noregskonungur (grínóttir segja með geðlyfjum). KRISTJÁN SNÆFELLS KJARTANSSON, skipstjóri. Fátt eitt um ellefusporamenn Frá Kristjáni Snæfells Kjartanssyni Kristján Snæfells Kjartansson Það var hitabylgja í Slóvakíu, þeg- ar Íslendingur þar í landi fann sig knúinn til að leggjast á jörðina og var skömmu seinna á leið í sjúkra- bíl á næsta sjúkrahús. Sjúkdóms- greiningin var ofþornun og með- ferðin lítri af vatni í æð. Klukkutíma seinna hafði jafnvægi komist á í líkamanum og sjúkling- urinn fékk að yfirgefa spítalann. Þorsti hafði ekki gert vart við sig. Þess vegna ganga Slóvakar gjarnan um með flösku af vatni í sumarhitanum og eru stöðugt að fá sér sopa. Þennan vana tók ég ekki upp fyrr en eftir óvæntu ökuferð- ina í sjúkrabílnum. Ég hafði byrjað daginn með kaffibolla, sem telst ekki til vökva í Slóvakíu á heitum sumardegi. Daginn áður, þegar hit- inn var um 33 stig, hafði ég ekki drukkið vatn, aðeins fengið mér ís, pissað lítið og þvagið dökkt um morguninn. Greinilegt merki of- þornunar. Lítri af blávatni, þ.e. sex vatnsglös, hefði lagað það ástand fljótt. Þetta veit fólk í heitum löndum. Þess vegna dreypir það óspart á vatni og hefur vatnsflöskuna alltaf við höndina. Ég minntist ófara minna fyrir skömmu, þegar ég sagði við sjálfan mig: Mikið er ég þreyttur á því að drekka allt þetta kranavatn og hélt af stað út í búð til að kaupa létt- bjór og ölkelduvatn. Á leiðinni varð mér hugsað til þess hvað ég hafði eiginlega sagt. Það var eins og blaut tuska í andlitið á köldum vetrarmorgni. Vatnsdrykkjan sem hélt í mér lífinu var orðin að leiðum vana. Hvernig var það hægt? Ég skammaðist mín fyrir svona hugs- unarhátt. Hvernig er hægt að verða þreyttur á því að drekka vatn, eða draga andann? Er hægt að verða leiður á því sem viðheldur lífinu? Ég leit til fugla himinsins, sem höfðu svalað sér á hreinu vatni um morguninn. Þeir voru glaðir og sungu. Það var þá sem mig þyrsti enn meir í einfaldleika lífsins, þakklætistilfinninguna og gleðina yfir því að hafa nóg að drekka og geta dregið andann á Drottins degi. Það var engu líkara en engill Guðs hefði stigið niður og rétt mér glas af lífselexír og ég gladdist yfir líf- inu með fuglum himinblámans. EINAR INGVI MAGNÚSSON, Heiðargerði 35. Blávatn Frá Einari Ingva MagnússyniÖgmundur Jónasson, innanríkisráðherra, skrif- ar grein í Morgunblaðið sl. laugardag þar sem hann furðar sig á því að Samtök atvinnulífsins hvetji til þess að ráðist verði í umfangsmiklar samgöngubætur á Suð- vesturlandi. Reyndar hef- ur ríkisstjórnin bæði 2009 og nú aftur 2011 gefið yf- irýsingu um að reyna skuli til þrautar að ráðast í þessar framkvæmdir. Og Alþingi hefur að auki heimilað ráð- herra samgöngumála að stofna félag um framkvæmdirnar. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana í maí kemur fram eindreginn vilji til að auka fjárfestingar í landinu og að þær séu besta leiðin til að efla hag- vöxt og um leið draga úr atvinnuleysi og leggja grunn að því að lífskjör fólks geti batnað. Ríkisstjórnin og samningsaðilar á al- mennum vinnumark- aði, þ.e. Alþýðu- samband Íslands og Samtök atvinnulífsins, hafa verið sammála um þessa stefnu og hún nýtur víðtæks stuðn- ings. Það grundvallast á því að allir sem til þekkja vita hve mikið böl atvinnuleysið er og að það sé þjóð- arnauðsyn að tryggja vinnufúsum höndum arðbær störf á almennum vinnumarkaði. Fjárfestingar koma hreyfingu á at- vinnulífið og það sem meira er, þær auka tekjur ríkissjóðs. Um leið og dregur úr atvinnuleysinu er unnt að lækka framlög fyrirtækja landsins til atvinnuleysistrygginga og það skapar aftur möguleika til hækkunar launa síðar. Allt eru þetta vel þekktar stað- reyndir sem flestum eru ljósar. Þröngur hópur á hins vegar erfitt með að átta sig á þessu og gerir allt sem unnt er til að þvælast fyrir auknum fjárfestingum. Það á við um arðbærar samgönguframkvæmdir, uppbyggingu í orkugeiranum og tengdum iðnaði og fjárfestingu einkaaðila í heilbrigðisgeiranum. Af- leiðingin er sú að kreppan varir hér lengur en annars staðar og atvinnu- leysi verður áfram mikið. Einnig er fyrirsjáanlegur frekari niðurskurður ríkisútgjalda ásamt skattahækk- unum. Ögmundur Jónasson, innanrík- isráðherra, er einn þeirra sem standa hvað dyggast vörð um at- vinnuleysið hér á landi. Að standa vörð um atvinnuleysið Eftir Vilmund Jósefsson » Fjárfestingar koma hreyfingu á atvinnu- lífið og það sem meira er þær auka tekjur ríkis- sjóðs. Vilmundur Jósefsson Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Mikil umræða er um bensínverð þessa dag- ana og háværar raddir um hátt verð þar sem krafa er um lækkun skatta á eldsneyti. Góð og gild umræða, en það virðist vanta meiri um- ræðu um valkosti í þeim efnum. Bensín og dísil eru ekki einu kostirnir sem eldsneytisgjafar fyrir farartæki og þeim hugsunarhætti þarf að breyta. Olía mun ganga til þurrðar á þessari öld og þegar þar að kemur þarf að liggja fyrir ákvörðun sem er þjóðinni til góðs í þeim málum. Þegar tekin var ákvörðun um að byggja upp hitaveitu á Íslandi í stað þess að nota olíu til húshitunar varð til öflug sýn á framtíð íslensku þjóðarinnar. Að- gerðin heppnaðist í alla staði vel og hefur skilað þjóðinni miklu, ekki bara í lægra kostnaði til húshitunar heldur einnig í forskoti í nýtingu jarðhita þar sem Íslendingar eru eftirsóttir ráðgjafar. Á sama hátt gætum við núna tekið afgerandi for- ystu og ákveðið að breyta um orkugjafa á bifreiða- og skipaflota lands- manna. Nú þegar er hægt að nota metan og repjuolía væri líka mögu- leiki, enda þegar hafin tilraunarækt á henni. Allavega ætti að vera hægt að finna landrými til ræktunar á repjunni. Ljóst er þó að nú þegar er hægt að stórauka fjölda farartækja sem nota metan sé viljinn fyrir hendi. Vissulega kostar allt slíkt, en nú þarf að hugsa lengra en að næstu fjárlögum. Fórnarkostn- aðurinn yrði smámunir þegar upp er staðið líkt og með hitaveituna. Sjálfbært samfélag er besta um- hverfisvernd sem til er. Því miður í huga Vinstri grænna þá virðist um- hverfisvernd þeirra ekki snúast um slíkt. Hún virðist helst birtast í anda draumóra og skýjaglópa þar sem ekkert jafnvægi er á milli nýtingu náttúruauðlinda og vinnu fyrir fólkið í landinu. Það er ekki að vænta neinna slíkra byltingarkennda ákvarðana úr þeim ranni. Ákvörðun sem byggist á sterkri framtíðarsýn í þessum efnum mun örugglega koma þjóðinni til góða og leiða hana inn í nýtt tímabil farsæld- ar. Við þurfum að framkvæma hug- myndir sem ná langt fram í tímann og sjálfbær hugsun gefur okkur tón- inn í þeim efnum. Nú er tíminn – framkvæmum! Horfum fram á veginn Eftir Rúnar Má Bragason »Hátt bensínverð ætti að vera þjóðinni drifkraftur til að taka nýja stefnu í þeim mál- um. Nýta innlenda orkugjafa til þess með metan og repju. Rúnar Már Bragason Höfundur vinnur hjá Reykjavíkurborg. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna við- burði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðshausn- um efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.