Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 ✝ Þórdís Magn-úsdóttir fædd- ist á Ingunn- arstöðum í Múlasveit í Aust- ur-Barðastrand- arsýslu 11. októ- ber 1927. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 21. júní síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru Magnús Björn Einarsson, f. 16. mars 1896, d. 19. mars 1973, og Áslaug Bjarnadóttir, f. 31. október 1898, d. 25. september 1982. Systkini Þórdísar: Hall- dór, f. 25. mars 1924, d. 19. mars 2003, Björgvin, f. 5. sept- ember 1925, Sigurgeir, f. 10. apríl 1936, og Svanlaug, f. 6. júní 1938. Eiginmaður Þórdísar er Jón Finnbogason frá Vattarnesi í Múlasveit, fæddur 10. ágúst 1917. Börn: 1) Skúli Birgir Kristjánsson, f. 15.2. 1946, d. 5.11. 1998, kona hans Steinunn Pétursdóttir, börn þeirra Pét- ur, f. 2.6. 1977, kona hans Lára Evu, f. 4.8. 1975, maður hennar Bjarni Davíðsson, börn þeirra Sölvi, f. 2000, og Sæfinna, f. 2004. 4) Nanna Áslaug Jóns- dóttir, f. 27.4. 1960, maður hennar Gísli Ásberg Gíslason, börn þeirra Svanhildur Björk, f. 6.5. 1992, maður hennar Lár- us Helgason; Pálmi Jón, f. 16.2. 1994. Áður átti Nanna Áslaug soninn Steindór, f. 10.10. 1980, dóttir hans Margrét Rún, f. 2007; og dótturina Jódísi, f. 4.5. 1983, maður hennar Guðjón Halldórsson, dóttir þeirra Inga Malín, f. 2010, áður átti Jódís dótturina Guðbjörgu Heru, f. 2000. Þórdís ólst upp á Ingunnar- stöðum, hún starfaði í Reykja- vík á yngri árum en þau Jón hófu búskap á Skálmarnesmúla í Múlasveit 1949 og bjuggu þar óslitið til 1975. Þá brugðu þau búi og fluttu suður, bjuggu í Hraunbæ 20 í Reykjavík þar til á síðasta ári að þau fluttu á Hrafnistu. Þórdís og Jón vörðu öllum sumrum frá 1976 til 2009 á Skálmarnesmúla, oftast frá maí fram í október eða jafnvel nóvember. Útför Þórdísar fer fram frá Árbæjarkirkju í Reykjavík í dag, þriðjudaginn 28. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður síðar í Skálm- arnesmúlakirkjugarði. Þorgeirsdóttir, börn þeirra Daníel, f. 2003, og Lilja Rún, f. 2011; Stein- unn, f. 12.3. 1983, maður hennar Stef- án Jökull Sigurð- arson. Áður átti Skúli dótturina Þórdísi, f. 12.8. 1970, börn hennar Elsa Björg, f. 1988, Eyþór Fannar, f. 1998, og Elmar Skúli, f. 1999. 2) Finnbogi Jónsson, f. 21.6. 1950, kona hans Þuríður Kristjáns- dóttir, börn þeirra Anna Freyja, f. 31.5. 1977, maður hennar Óskar Halldórsson, börn þeirra Atli Dagur, f. 2007, og Bryn- hildur, f. 2010; Jón, f. 26.10. 1980, kona hans Bryndís Jónatansdóttir, dóttir þeirra Lí- ney Edda, f. 2009; Auður Elín, f. 27.7. 1988, maður hennar Guð- jón Þorsteinsson. 3) Kolbrún Jónsdóttir, f. 21.9. 1955, maður hennar Þorvaldur Ottósson, börn þeirra Helgi, f. 2.1. 1985, og Heiðrún, f. 9.8. 1989. Áður átti Kolbrún dótturina Þórdísi Á sólríkum morgni á lengsta degi sumarsins kvaddi Þórdís á Múla. Þennan sama dag fyrir 61 ári ól hún sitt annað barn, sem er maðurinn minn. Mér finnst þessi dagsetning tákn- ræn þar sem hún unni sumrinu og náttúrunni framar öðru. Fyrst og fremst var Þórdís náttúrubarn, ég held að hún hafi aldrei kunnað við sig í borginni. Þau hjónin, Þórdís og Jón, höfðu búið á Skálmarnesmúla hefðbundnum búskap frá 1949 en brugðu búi sama ár og ég kynntist þeim, árið 1975, og var Múli og Múlasveit henni, að mér fannst, ávallt efst í huga. Það var mikil tilhlökkun á hverju vori að komast vestur. Þar sinntu þau selveiði og dún- tekju. Þetta var heilmikil vinna en verkin eru þeirrar náttúru að þau verða varla unnin nema þegar veður er gott. Meðal ann- ars þess vegna hvílir yfir þeim sérstakur ljómi. Þórdísi fannst mjög gaman að fara í dúnleit, hún sinnti því starfi af stakri al- úð, fór varlega og aðgætti að styggja ekki kollurnar, þá var hún lunkin við að finna út hvort minkur eða tófa hefðu gert sig heimakomin í eyjunum. Einnig hafði hún áhuga á gróðrinum og sinnti meðal annars stórum rabarbaragarðinum af natni og þar sáust aldrei fræstönglar á rabarbaraplöntunum. Ein var sú tegund gróðurs sem henni var sérlega lítið gefið um, það var njólinn sem sækir víða mjög á tún á eyðisvæðum. Hún hélt njólanum frá túninu á Múla og finnst mér það þónokkurt af- rek. Síðsumars var hún mjög áhugasöm um að tína ber og notaði þau allt árið. Á haustin vildi hún draga það sem lengst að fara suður. Eftir að heilsu Þórdísar fór að hraka féll henni þungt að geta ekki verið fyrir vestan og þurfa að vera upp á aðra komin. Við Finnbogi viljum þakka starfsfólki Hrafnistu í Reykja- vík fyrir umönnun hennar og þægilegt viðmót í alla staði. Nú er komið að því að hún komist vestur, heim á Múla, núna þegar blóm og plöntur eru í fegursta skrúða. Ég votta öllum aðstandend- um Þórdísar samúð mína. Megi hún hvíla í friði. Þuríður Kristjánsdóttir. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund, vonandi líður þér vel núna. Við minnumst tímans sem við áttum með þér á Skálmarnesmúla þegar við vor- um yngri, pönnukakanna sem þú bakaðir handa okkur, ömmukaffisins og matarins frá gamla tímanum sem þú reyndir að kynna fyrir okkur. Þessar fallegu minningar munu verða með okkur til frambúðar, þú varst alltaf til staðar fyrir okk- ur og það var gott að geta kom- ið til þín. Bless, elsku amma, hvíl í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Steindór og Jódís. Nú hefur hún amma okkar fengið hvíldina. Amma var elskuleg og góð við okkur barnabörnin. Það var alltaf gaman að heimsækja ömmu og afa. Þá tók amma vel á móti okkur börnunum með rjúkandi pönnukökum sem hún var einkar lagin við að baka. Við eigum margar minningar um pönnukökurnar hennar ömmu. Þar sem við krakkarnir fylgd- umst oft og iðulega með þegar amma var að baka og rúlla upp pönnukökum með sykri og leggja þær á fat. Þá biðum við óþreyjufull eftir því að fá að smakka. Hjá ömmu fengum við líka að smakka allskyns sveita- mat eins og rabarbaragraut með bláberjasultu, soðinn sel, fisk, selspik og signa grásleppu. Við áttum líka margar góðar stundir með ömmu í sveitinni á Skálmarnesmúla. Þar sem hún amma vildi helst alltaf vera. Sveitin var hennar líf og yndi og þar vildi hún helst dvelja. Það var gaman að fara með ömmu í berjatínsluferðir. En amma var mjög iðin og tíndi ávallt langmest af berjum. Hún fyllti hverja fötuna á fætur ann- arri. Amma unni náttúrunni og naut þess að vera í sveitinni sinni. Þar sem hún þekkti hvert kennileiti, hverja þúfu og stein. Á Skálmarnesmúla dvaldi hún ásamt afa okkar eins lengi og þau gátu. Nú kveðjum við þig í dag, kæra amma, nú ferðu aftur heim í sveitina þína. Til ömmu Í sumarkyrrð á sólskisdegi við brekkur og berjalyng. Fjörugur fuglasöngur hamrinum heyrist í. Er dagur dvín og kvölda fer döggin skreytir hagann. Ó hve, fögur fjaran er í kvöldsins næturhúmi. Steinar, skeljar, kuðungar á milli steina liggja. Yfir landið leggja sig gulir geislar sólar. Breiða yfir holtin birtu frið og vonar. Minning björt í hjörtum okkar lifir. (Helgi og Þórdís Eva.) Elsku amma okkar, minning þín mun lifa með okkur um ókomna tíð. Þórdís Eva, Helgi og Heiðrún. Elsku amma okkar. Manstu’ er himins hátign skær hló við sundum bláum? Manstu er léttur ljúflingsblær lék að grænum stráum? Manstu ungra álfta söng úti á fjarðarstraumi? Manstu er kvöldin ljós og löng liðu í glöðum draumi? Allt er þetta eins og fyr. Arfur dýrra minna bíður enn við opnar dyr æskustöðva þinna. Ennþá byggir Breiðafjörð blómi kvenna og manna – um hann heldur helgan vörð hersveit minninganna. (Jón frá Ljárskógum.) Nú ertu komin heim í sveit- ina þína þar sem þú undir þér alltaf best. Megi minning þín vera ljós í lífi okkar. Svanhildur og Pálmi. Þórdís Magnúsdóttir Þórður Snæbjörnsson ✝ Þórður Snæ-björnsson garðyrkjubóndi fæddist á Snær- ingsstöðum í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu 19. október 1931. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands 19. júní 2011. Þórður var jarð- sunginn frá Hveragerðiskirkju 24. júní 2011. Honum var treyst til ábyrgðar af samborgurum sín- um og hann var oddviti hrepps- nefndar síðara kjörtímabilið. Á þeim tíma var íbúatala Hvera- gerðisbæjar ekki hálf á við það sem er í dag. Verkefnin voru ærin enda bæjarfélagið ungt og í mörg horn að líta við uppbyggingu þess. Við sem stýrum sveitar- félaginu í dag eigum fyrir- rennurum okkar margt að þakka. Án þeirra væri Hvera- gerði ekki það góða samfélag sem það er í dag. Þórður lagði svo sannarlega sitt af mörk- um. Hvergerðingar þakka að leiðarlokum góða samfylgd í gegnum árin og votta eftirlif- andi eiginkonu og fjölskyldu innilega samúð. Aldís Hafsteinsdóttir. Þórður Snæbjörnsson var alla tíð áberandi hér í Hvera- gerði. Hann var einn af frum- byggjum bæjarfélagsins og rak myndarlega garðyrkjustöð til fjölda ára. Þórður var mað- ur með miklar skoðanir og sterka nærveru sem vann sam- félaginu gagn á mörgum svið- um. Hann tók virkan þátt í sveitarstjórnarmálum og sat í hreppsnefnd frá árinu 1974 til 1982 eða í tvö kjörtímabil. ✝ John Chri-stopher Rom- ano fæddist í Nor- walk CT í Bandaríkjunum 23. september 1973. Hann lést á heimili sínu 13. júní 2011. Foreldrar Jo- hnnys eru: Kristrún Erlingsdóttir, f. 19. janúar 1949 í Reykjavík og John R. Romano, f. 31. júlí 1948 í Nor- walk CT í Bandaríkjunum. Bræður Johnnys eru Robert Antony, f. 10. apríl 1971 og Michael Richard, f. 4. októ- ber 1981. Johnny vann lengst af við sund- laugafyrirtæki for- eldra sinna. Hann var ókvæntur og barnlaus. Johnny var jarð- sunginn í Norwalk CT í Bandaríkj- unum 18. júní 2011. Minning- arathöfn verður í Guðríðarkirkju í dag, 28. júní 2011, kl. 13. Okkur langar að kveðja Jo- hnny frænda með litlu ljóði sem okkur finnst eiga ótrúlega vel við miðað við hvernig bróðir hans minntist hans. Við erum öll búin til úr orku og þó að líkaminn sé ekki lengur þá er orkan áfram á meðal okkar. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauð- ann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Minningarnar sem við eigum um þig skína skært í hjörtum okkar. Þínu lífi verður fagnað að hætti Erlingsættar þegar við mætum til USA í haust. Hvíl í friði, kæri frændi. Dagný og Bergþór. John Christopher Romano ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SNORRI KRISTJÁNSSON bakarameistari, Dvergagili 9, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð sunnudaginn 26. júní. Útför verður auglýst síðar. Heba Bjarg Helgadóttir, Kristján Snorrason, Anna Lísa Óskarsdóttir, Júlíus Snorrason, Linda Ragnarsdóttir, Birgir Snorrason, Kristín Petra Guðmundsdóttir, Kjartan Snorrason, Sveindís I. Almarsdóttir, Anna Lára Finnsdóttir, Davíð Valsson, Kristín Sveinsdóttir, Einar Viðarsson og afabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALHEIÐUR LÁRUSDÓTTIR frá Sjávarborg, Neskaupstað, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 26. júní. Útförin verður auglýst síðar. Sigurður Ottósson, Alda K. Helgadóttir, Hermann Ottósson, Jóhanna G. Þormar, Dagbjört Lára Ottósdóttir, Ingólfur Arnarson, Friðrik Jón Ottósson, Helen Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HELGA KARLSDÓTTIR, áður til heimilis að Gnoðarvogi 76, lést að kvöldi miðvikudagsins 22. júní. Guðmundur Karl Guðjónsson, Margrét Gísladóttir, Vilhjálmur Guðjónsson, Louisa Einarsdóttir, Ásdís Guðjónsdóttir, Ásgeir Guðjónsson, Örn Guðjónsson, Sigurósk Garðarsdóttir og ömmubörn. ✝ Móðursystir mín, ÞURÍÐUR STEINUNN VIGFÚSDÓTTIR frá Hrísnesi, sem lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 19. júní, verður jarðsungin frá Fíladelfíu, Hátúni 2, miðvikudaginn 29. júní kl. 11.00. Glúmur Gylfason. ✝ Ástkær eiginmaður minn, stjúpfaðir, tengda- faðir, afi, langafi og bróðir, SVEINN SÆMUNDSSON löggiltur endurskoðandi, Sóltúni 10, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 19. júní, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 29. júní kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sigríður H. Jóhannsdóttir, Gyða Þorgeirsdóttir, Hallur Karlsson, Ragnheiður Hallsdóttir, Jóhann Karl Hallsson, Hafdís Svava Ragnheiðardóttir, Jón Sæmundsson, Tómas Sæmundsson, Sigrún Sæmundsdóttir, Baldur Sæmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.