Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 ✝ Magnea Guð-rún Halldórs- dóttir fæddist 22. ágúst 1928 á Hrís- hóli, Reykhólahr., A-Barð. Hún lést 18. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg María Björnsdóttir, f. 10.3. 1897 á Hól- um, Reykhólahr., d. 28.5. 1955 og Hall- dór Loftsson, f. 12.1. 1894 á Gríshóli, Snæf., d. 1.2. 1947, þau skildu. Bræður hennar eru Garðar, f. 8.9. 1924 og Reynir, f. 10.1. 1926. Magnea giftist 16.5. 1948 Jóni Bjarnasyni, f. 14.10. 1925 á Skorrastað, Norðfirði, d. 10.3. 2011. Foreldrar hans voru Kristjana Halldóra Magn- úsdóttir, f. 18.4. 1897, d. 9.9. 1983 og Bjarni Jónsson, f. 7.9. 1889, d. 15.10. 1957. Börn Magneu og Jóns eru: 1) Ingibjörg María, f. 9.3. 1949, sonur hennar er: a) Jón Gauti, f. 1970. Maki Haukur Baldursson, f. 1950, börn: b) Hildur, f. 1979, maki Ellisiv Stifoss-Hanssen, c) Katrín, f. 1982, samb.m. Sindri 1961, synir: a) Bjarki Fannar, f. 1993, b) Jón Björn, f. 1996, c) Emil Logi, f. 1998. Börn Guð- nýjar eru Lovísa og Elvar. 8) Soffía, f. 13.7. 1962, maki Helgi Þór Helgason, f. 1960, börn: a) Tómas Þór, f. 1989, b) Kristín, f. 1994, c) Atli Þór, f. 1996. 9) Fjóla, f. 11.8. 1966, maki Krist- ján V. Jónsson, f. 1966, börn: a) Vala Rún, f. 2003, b) Jón Valur, f. 2005. Magnea ólst upp ásamt bræðrum sínum á Hríshóli hjá móður sinni sem var þar ráðs- kona hjá bróður sínum, Birni Á. Björnssyni. Einn vetur dvaldi hún ásamt móður sinni og bræðrum á Eyri, Mjóafirði, N- Ís., þar sem annar móðurbróðir hennar bjó. Sem unglingur var hún við nám í Reykjanesskóla við Ísafjarðardjúp. Magnea fór snemma að heiman og sinnti ýmsum störfum. Það var við vinnu á Bændaskólanum á Hvanneyri að hún kynntist eig- inmanni sínum, Jóni. Þau hófu búskap á Skorrastað með for- eldrum Jóns árið 1947. Voru þau þar með kúabúskap og einn- ig fjárbúskap framan af. Síðar bjuggu þau félagsbúi með son- um sínum. Magnea sá þar um stórt heimili ásamt því að sinna búskapnum. Útför Magneu fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, 28. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Rúnar Úlfarsson, d) Soffía, f. 1982, maki Finnur Gíslason, börn þeirra eru Ingibjörg Ösp f. 2007 og Halldór, f. 2011. 2) Kristjana Halldóra, f. 11.5. 1950, d. 3.4. 1969. 3) Bjarni, f. 6.10. 1951, sonur hans og Jónínu K. Berg er Jón, f. 1982, samb.k. Pálína F. Guðmunds- dóttir. Samb.k. Bjarna er Hulda Kjörenberg, f. 1943. 4) Guðrún, f. 22.5. 1953, samb.m. Finnur Sigfús Illugason, f. 1948, börn: a) Bára, f. 1984, samb.m. Peter Jasko, b) Dóra, f. 1986, c) Kári, f. 1991. 5) Björn Reynir, f. 7.12. 1955. 6) Halldór Víðir, f. 11.8. 1957, maki Guðrún Bald- ursdóttir, f. 1958, börn: a) Gunn- ar Óli, f. 1979, dóttir hans og Agnesar L. Jósefsd. er Guðrún María, f. 2001, b) Birkir, f. 1985, samb.k. Fanney Reyes Laxdal, c) Harpa Sif f. 1991, samb.m. Axel F. Jóhannsson, sonur þeirra er Þorsteinn, f. 2011. 7) Guðmundur Birkir, f. 31.7. 1960, maki Guðný Elvarsdóttir, f. Nú sit ég hérná er sólin skín og sál mín full af trega leitar hljóðum hug til þín, sem hvarfst svo skyndilega. Þú fylltir líf mitt ást og yl, svo aldrei bar á skugga. Hvort á nú lífið ekkert til, sem auma sál má hugga? Þótt okkur finnist ævin tóm er ástvinirnir kveðja, minninganna mildu blóm mega hugann gleðja. (Ágúst Böðvarsson.) Í síðasta símtali við mömmu mína var ég að tilkynna henni fæð- ingu dóttursonar míns og fjórða langömmubarnsins hennar. Við vorum báðar svo glaðar yfir að allt hafði gengið vel og hlökkuðum til að fá myndirnar af nýja barninu og hittast svo seinna í sumar. Nú er hún horfin okkur til mannsins sem hún var gift í næstum 63 ár. Vítt var til allra átta í hennar gömlu sveit, Reykhólasveitinni og mömmu fannst stutt á milli háu fjallanna á Norðfirði en því mátti venjast. Það er ekki létt verk að vera húsmóðir á stóru heimili, ala upp níu börn og taka jafnframt þátt í bústörfum en það verkefni leysti hún með sóma. Mér fannst hún alltaf vera að og undraðist hve miklu hún kom í verk. Hún var flink að prjóna og sauma og þegar ég var unglingur var nóg að benda á mynd af kjól í blaði og þá var hægt að töfra hann fram. Fyrir börnunum sínum brýndi hún sam- viskusemi og að vanda sig við allt sem við tækjum okkur fyrir hend- ur. Þegar ég var flutt að heiman kom ég flest árin í sumarheim- sókn með fjölskylduna, þá var tek- ið á móti okkur með miklum mat og bakkelsi, en henni fannst Reyk- víkingarnir borða heldur lítið. Svo áttu börnin heimspekilegar sam- ræður við ömmu sína, t.d. hvort væri betra að vera einburi eða tví- buri og hver væri munurinn á að búa í sveit eða í Reykjavík. Síðustu árin var mamma mikill sjúklingur en um það mátti aldrei tala. „Það hlýtur að vera hægt að finna skemmtilegra umræðuefni en veikindi,“ sagði hún og talinu var snúið að öðru. Að leiðarlokum þökkum við fyrir liðnar stundir og biðjum henni blessunar guðs í nýj- um heimkynnum. Ingibjörg María Jónsdóttir og fjölskylda. Elsku mamma, hvílíkt áfall að heyra að þú værir látin. Það eru ekki nema þrír mánuðir síðan við kvöddum pabba og þú stóðst þig eins og hetja. Kvartaðir aldrei, þó maður vissi að þér liði ekki alltaf vel. Ég talaði við þig í síma um dag- inn, stuttu áður en ég fór utan og sagði þér að síðan kæmi ég austur og hvað ég hlakkaði til. Það var alltaf sama tilhlökkunin að komast austur á sumrin og ætíð beið eftir okkur matur á borðum, sama hversu seint við vorum á ferðinni. Þú varst oftast einnig búin að baka snúða þar sem þú vissir að það var uppáhald krakkanna. Þið pabbi kynntust á Hvann- eyri og 18 ára fluttistu með honum þvert yfir landið austur á Skorra- stað. Þú sagðir mér að þið hefðuð verið tvo daga á leiðinni austur í rútu og þar sem ekki var enn kom- inn vegur til Norðfjarðar þurftuð þið að fara á báti frá Viðfirði síð- asta spölinn. Það var komin nótt þegar þið komuð á leiðarenda, en afi og amma voru vakandi og tóku á móti ykkur. Þarna áttirðu eftir að búa alla þína ævi. Þið byggðuð ykkur sér hús og fluttuð í það þeg- ar börnin voru orðin fjögur. Ég man að þú talaðir alltaf um hvað væri fallegt í Reykhólasveit- inni. Ég á góðar minningar úr ferð sem við fórum í Reykhólasveitina og á Hvanneyri þegar ég var 8 ára. Ferðin tók viku. Við sex elstu systkinin fengum að fara með á rússajeppa sem þið áttuð þá. Þetta var algjört ævintýri fyrir okkur krakkana sem aldrei höfðum ferðast svona langt í burtu. Ég man einnig alla fallegu kjól- ana sem þú saumaðir á okkur systurnar, en þú varst vön að sauma á okkur flest föt og einnig varstu alltaf að prjóna á okkur peysur. Ég man að þú sagðir mér frá því síðasta sumar að þú hefðir farið á reiðhjóli út í Neskaupstað að kaupa garn þegar þú fréttir að það væri til. Einu sinni saumaðir þú á mig mjög fallegan blágrænan kjól um jólin og ég ætlaði að vera í honum á árshátíðinni á Eiðum, en þá var hann orðinn of þröngur á mig. Ég sagði þér frá þessu aðeins nokkrum dögum áður en þið pabbi komuð á árshátíðina og hissa varð ég þegar þú komst með nýjan kjól handa mér. Mikið þótti mér vænt um það. Svona varstu alltaf hugs- unarsöm. Það verður erfitt að koma á Skorrastað án ykkar pabba, og ykkar er sárt saknað. Guðrún Jónsdóttir. Þau voru samrýmd hjónin Magnea og Jón á Skorrastað og ekki liðu nema rúmir þrír mánuðir á milli þess sem þau kvöddu þenn- an heim. Magnea var ættuð úr Reykhólasveitinni en fluttist með unnusta sínum þvert yfir landið til að hefja búskap á Skorrastað. Samgöngur voru þá með öðrum hætti en nú er og sagði hún oft frá því að henni leist orðið lítið á blik- una eftir langt ferðalag í rútu sem endaði í Viðfirði og við tók sjóferð síðasta spölinn til Norðfjarðar. Á Skorrastað ráku Magnea og Jón myndarbú og byggðu upp og bættu jörðina af miklum dugnaði. Börnin urðu mörg og víst er að mikið vinnuálag var á Magneu þar sem hún rak stórt heimili án ým- issa nútímaþæginda og sinnti auk þess búverkum. Fátt var keypt tilbúið til heimilisins og var saumavélin oft í gangi fram á næt- ur. Magnea sinnti mjöltum fram á efri ár eða á meðan heilsan leyfði. Ég kynntist Magneu þegar ég kom fyrst á Skorrastað fyrir um 25 árum þegar ég hóf sambúð með næstyngstu dótturinni og fékk ég strax góðar móttökur þar. Ljóst var að Magnea var eins og klettur á erilsömu heimilinu og sinnti störfum sínum af einstakri sam- viskusemi eins og hún hafði þá gert í áratugi. Nægjusemi Magn- eu var mikil og ósérhlífni. Óvænt- ar gestakomur voru algengar á Skorrastað og Jón bóndi bauð upp á veitingar sem Magnea töfraði fram, oft án nokkurs fyrirvara. Þær eru margar ánægjustund- irnar sem við hjónin höfum átt í sveitinni með börnum okkar. Þau máttu ekki missa af því einn dag að sækja kýrnar niður á tún og síðan var dundað í fjósinu á meðan afi og amma mjólkuðu. Ekki spillti síðan að amma töfraði fram ný- bakaða snúða og annað góðgæti til viðbótar við hlaðið matarborð oft á dag. Minnisstæðar eru ferðir með Magneu og Jóni í nágrenni Norð- fjarðar á sólríkum sumardögum, m.a. var farið til Mjóafjarðar og síðar til Vöðlavíkur og Viðfjarðar. Einnig er minnisstæð heimsókn Jóns og Magneu til okkar Soffíu í Danmörku en Magnea naut þess að ferðast þó tækifærin til þess hafi ekki verið mörg. Heilsa Magneu hafði um nokk- urn tíma ekki verið góð en hún hélt þó áfram að hugsa um heim- ilið á Skorrastað. Bar andlát henn- ar að án nokkurs fyrirvara. Minn- ing um góða og trausta móður, ömmu og langömmu mun lifa með okkur. Helgi Þór Helgason. Það var alltaf gaman að koma austur í sveitina til afa og ömmu. Þegar austur var komið þurfti maður ekki að vera hræddur um að verða svangur því hún amma sá alltaf um að nóg væri af kræsing- um á borðum og næg mjólk fyrir okkur systkinin. Henni var alltaf mjög annt um að nóg væri af mat á borðum. Oft vorum við að dunda eitthvað í fjósinu á meðan amma og afi voru að mjólka og var sér- staklega skemmtilegt að gefa kálf- unum að drekka. Auðvitað þurfti síðan að reka kýrnar. Amma hafði gaman af að fylgj- ast með hvernig okkur gekk í skól- anum. Hún tíndi mikið af berjum og fór í berjamó á meðan fæturnir gátu borið hana. Amma vildi oft vera að gefa okkur ís og nammi þó að hún gæti ekki notið þess sjálf. Við eigum margar góðar minn- ingar um Magneu ömmu okkar sem við munum aldrei gleyma. Tómas Þór, Kristín og Atli Þór. Elsku amma. Við krakkarnir munum alltaf sumarferðirnar okkar til þín og afa á Skorrastað. Þar var gott að vera. Við hlökkuðum til að hitta ykkur, hjálpa til við að reka kýrn- ar og leika okkur úti og njóta þess að vera í sveitinni. Þegar við komum inn varstu tilbúin með góðan mat á borðum fyrir okkur – góðar heimabakaðar kökur og sveitamatinn sem við vorum svo hrifin af. Uppáhaldið okkar var góðu vanillu- og kakó- súpurnar þínar. Það verður tómlegt á Skorra- stað án þín, elsku amma, og við söknum þín mikið. Vala Rún og Jón Valur. Elsku amma. Þó að það sé gott að vita af þér hjá afa, þá áttum við ekki von á því að þú færir svona fljótt á eftir hon- um. Eftir lifa minningar og góðar stundir í sveitinni og þín verður sárt saknað á Skorrastað. Þú hugsaðir ætíð vel um heimilið, og það var alltaf nægur matur á borð- um fyrir gesti og gangandi. Uppá- haldið okkar voru þó snúðarnir þínir og brúntertan, en fátt var betra en að sitja í kaffinu á Skorrastað og gæða sér á nýbök- uðum snúðum og ískaldri mjólk beint úr mjólkurtankinum. Þegar við vorum lítil áttum við margar skemmtilegar stundir með þér úti í fjósi að gefa kálf- unum mjólk og við önnur bústörf, en í seinni tíð höfum við átt þeim mun fleiri stundir inni í eldhúsi og vesturherbergi á Skorrastað. Þú varst svo dugleg og sterk kona. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar, elsku amma. Við treystum því að þið afi séuð hamingjusöm og sameinuð að nýju. Bára, Dóra og Kári. Elsku Didda mín, Nú ert þú líka farin frá okkur. Það er bara ótrúlegt. Ég var hjá þér á fimmtudaginn og þá varstu bara hress. Við spjölluðum um hitt og þetta, þar á meðal um blóm. Þú ætlaðir að fara eftir 17. júní og kaupa blóm á leiðin úti í kirkju- garði. En lífið er skrítið. Það eru ekki nema þrír mán- uðir síðan Jón, elsku maðurinn þinn, fór. Ég er viss um að hann vildi bara fá þig til sín. Hann kom með þig hingað austur bláókunn- uga og vildi ekki skilja þig eftir eina. Ég er svo þakklát fyrir að kynnast ykkur heiðurshjónum fyrir 18 árum þegar hann Baddi bauð mér á þorrablót í sveitinni. Ég hélt við færum beint upp á Mel, en nei, takk, við áttum fyrst að fara inn á Skorrastað. Ég sagði guð, ég þekki ekki þetta fólk, dauðkvíðin, en það var algjör óþarfi. Þið tókuð mér svo vel, og urðum við bestu vinir frá þeim degi. Nú bið ég guð og gæfuna að styrkja börnin ykkar og tengda- börnin og aðra afkomendur. Elsku Didda og Jón. Megið þið nú hvíla í guðsfriði. Saknaðarkveðja, Hulda Kjörenberg. Magnea Guðrún Halldórsdóttir Tómás Helgason var sannkallaður öðlingur. Ófáar stundir átti ég tal við hann í Safnahúsinu og oft á förnum vegi um borgina. Jafnan var staldrað við, er við hittumst. Ævinlega skildi hann eftir hlý áhrif umhyggju, áhuga og vin- áttu. Þetta tengdi okkur líka: uppruninn vestan af fjörðum. Við munum hafa kynnst á fornbókavettvangnum, sennilega eftir að hann gerðist starfsmað- ur Bókarinnar. Síðan tóku við hans 18 ár, þegar hann gegndi starfi safnahússvarðar, rétt eins og hinn mæti maður Haraldur Pétursson og síðar Skjöldur okkar heitinn af Héraði, einn Sturlungufræðingurinn. Tómás var vel gefinn, ötull og röggsamur, en yfirlætislaus með öllu. Þessi stóri, karlmannlegi maður með sínar stórgerðu hendur virti stráklinginn sann- arlega viðlits, þann sem sótti bæði Þjóðskjala- og Landsbóka- safn. Við áttum þar gott sam- félag með mönnum eins og Sig- urgeiri heitnum Þorgrímssyni, fyrrnefndum og fleiri fræði- mönnum, en gjarnan var tekið spjall við inngang hússins eða í kaffi í Arnarhváli. Það var upplifun að koma á heimili hans og Vigdísar konu hans á Hofteignum, eitt sinn raunar og tengdist bókum eða upplýsingum sem mig vanhagaði um. Þá lærðist mér hvílíkt stór- virki hann hafði unnið í söfnun bóka fyrir sinn gamla bænda- skóla á Hvanneyri. Það kom mér ekki á óvart, að Tómás hafði verið virkur, trú- hneigður unglingur í KFUM fyrir vestan. Hann andaði frá sér manngæzku, og létt var lundin. Hlý rödd hans ómar áfram í eyrum mér sem við- kvæm, en góð minning sem vitj- ar mín hvað eftir annað þessa dagana. Þetta skilja þeir sem til hans þekktu. Megi ljós Guðs lýsa þér inn í eilífðarríkið, kæri vinur. Jón Valur Jensson. Við kveðjum hinstu kveðju kæran vin til margra ára, Tómás Helgason frá Hnífsdal. Þótt árin hafi verið farin að færast yfir kom kveðjustundin á óvart. Að- eins fáum kvöldum fyrr áttum við tal saman og bar þar margt á góma, m.a. fyrirhugaða heim- sókn að Hvanneyri sem staðið hafði til um hríð en ekki orðið. Allt frá því að hann lauk bú- fræðiprófi frá Bændaskólanum vorið 1940 átti hann sterkar taugar til skólans og Hvanneyr- arstaðar. Staðurinn og vel- gengni skólans var honum ávallt hugleikin og í raun lífsfylling hin Tómás Helgason ✝ Tómás Helga-son fæddist í Hnífsdal 21. apríl 1918. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. júní 2011. Útför Tómásar var gerð frá Foss- vogskirkju 24. júní 2011. síðari ár. Að námi loknu fylgdu svo landbúnaðarstörf víðsvegar um land en frá árinu 1971 starfaði hann sem umsjónarmaður Safnahússins við Hverfisgötu. Hann kvæntist 1976 Vig- dísi Björnsdóttur og voru þau mjög samhent og áttu saman gæfusama ævi þar til hún lést árið 2005. Tómás var alla tíð mikill safn- ari bóka og rita. Sérstaka áherslu lagði hann á söfnun fræðirita á sviði landbúnaðar, fróðleiks um forna búhætti og þróunarsögu landbúnaðar, auk margvíslegra annarra tengdra rita og var bókasafn hans um- fangsmesta einkabókasafn um íslenskan landbúnað og landbún- aðarsögu. Þegar Bændaskólinn á Hvanneyri átti hundrað ára af- mæli 1989, gáfu þau Tómás og Vigdís skólanum bókasafn sitt til varðveislu og heitir það „Tóm- ásar og Vigdísarsafn“. Alla tíð síðan hefur Tómás svo aukið við safnið og bætt með efni sem hann hefur safnað síðan og með nýju efni sem hann hefur ánafnað safninu. Til enn frekari eflingar og styrktar bókasafni skólans stofnaði hann árið 2003 minningarsjóð, „Sólveigarsjóð“, til minningar um systur hans sem þá var nýlátin. Hefur sjóður þessi verið bókasafni skólans mikil lyftistöng. Fáir ef nokkrir hafa sýnt Bændaskólanum á Hvanneyri jafn mikinn sóma og Tómás og með honum er geng- inn einn mesti velunnari hans. Það var í tengslum við bókasafn- ið sem við Steinunn kynntumst þeim hjónum og allt frá því að Steinunn hóf störf við bókasafn skólans myndaðist sérstök vin- átta milli þeirra og hún varð tengiliður hans við skólann og bókasafnið. Tómás var sjálfmenntaður fræðari og frásagnarlistin í blóð borin, fjölfróður og naut virð- ingar samferðafólksins í hverju sem hann lagði lið. Margar stundir áttum við á Hvanneyri eða á Grandaveginum og hinn liðni tími varð ljóslifandi í frá- sögn hans. Í allmörg ár komu þau Tómás og Vigdís til að dvelja um stund á Hvanneyri og komu þá færandi hendi með efni til safnsins og eins voru margar ferðir á Grandaveginn að sækja efni sem erindi átti í safnið. Nú á kveðjustund rifjast upp liðnar samverustundir og minn- ingarnar leita á hugann og þó samferðin hafi ekki varað nema hluta ævinnar eru þær bæði margar og kærar. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga samleið með Tómási þessi ár. Í dag er hann lagður til hinstu hvílu og við minnumst hans með söknuð í huga. Langri ævi er lokið, friður er fenginn og handan móðunnar miklu eilífa lífið. Blessuð sé minning Tómásar Helgasonar. Steinunn og Magnús, Hvanneyri. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efn- isliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.