Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 ✝ Ágúst ValurGuðmundsson fæddist í Reykjavík 26. júni 1926. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Eir í Grafarvogi 17. júní 2011. Foreldrar Ágústs Vals voru Nikólína Henrietta Katrín Þorláks- dóttir, fædd 1884, dáin 1959, og Guðmundur Guð- mundsson, fæddur 1880, dáinn 1932. Systkini Ágústs Vals: Leifur, f. 1910, d. 1986, Jónína Elín, f. 1912, d. 2003, Júlíanna Þorlaug, f. 1913, d. 2006, Guðni, f. 1915, d. 1991, Þorlákur, f. 1917, d. 1999, Bryndís, f. 1920, d. 2009, Inga Lovísa, f. 1923, Anna, f. 1928, d. 2006. Ágúst Valur kvæntist 21. ágúst 1946, Svövu Berg Þorsteinsdóttir, f. 22. feb. 1928. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Sigurðsson og Langafabörnin eru 18 talsins. Ágúst lærði húsgagnasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík. Hann starfaði við húsgagnasmíðar í rúm 60 ár. Hann vann hjá Gamla kompaníinu, Trjástofn- inum, Flugmó og var einn af eigendum Stálhúsgagnagerðar Steinars. Ágúst fékkst við margvísleg verkefni og meðal annars má nefna að hann var yfirsmiður leikmyndar í kvik- myndinni Brekkukotsannáll. Eftir starfslok var hann með lít- ið verkstæði á heimili sínu á Sogavegi 16 og smíðaði þar m.a. kistur fyrir gæludýr í mörg ár. Ágúst gekk ungur í skáta- hreyfinguna og eignaðist þar marga góða ævifélaga og var sannur skáti allt sitt líf. Ágúst og hans skátafélagar voru með þeim fyrstu sem gengu Lauga- veginn svokallaða milli Land- mannalauga og Þórsmerkur. Saman fóru þeir í margar æv- intýraferðir um hálendi Íslands. Byggðu þeir líka skátaskála í Innstadal á Hellisheiði. Útför Ágústs Vals fer fram frá Grafarvogskirkju þriðju- daginn 28. júní 2011 og hefst at- höfnin kl. 13. Emilía Jónasdóttir. Ágúst og Svava byggðu sér hús í Smáíbúðahverfinu á Sogavegi 16 og bjuggu þar í 40 ár en fluttu þaðan að Sóleyjarima 3. Börn Ágústs Vals og Svövu Berg eru Guðmundur Örn, f. 30. júlí 1950, d. 5. des. 1995. Börn Guðmundar eru Ingólfur Örn, Ingibjörg, Ágúst Valur og Brynj- ar Örn. Jónas Ágúst, f. 16. júlí 1953, kvæntur Halldóru Guðríði Árnadóttur, dætur þeirra eru Sigríður Elín og Svava Björk. Sólveig Björk, f. 20. apríl 1959, gift Óskari Ísfeld Sigurðssyni, börn þeirra eru Selma Sif Ísfeld og Ari Freyr Ísfeld. Þorsteinn Valur, f. 10. ágúst 1965, kvæntur Írisi Dröfn Smáradóttur, börn þeirra eru Aron Valur, Eva Dröfn og Emilía Heiða. Fallegur dagur, sólin skein og sumarið var loksins komið. Það var þjóðhátíðardagurinn 17. júní. Það var þennan dag sem tengda- faðir minn Ágúst Valur kvaddi þennan heim. Náttúrunnandinn og skátinn sem unni landinu sínu, þekkti fjöllin og hafði unun af að ganga um náttúruna og njóta feg- urðarinnar sem landið hans Ís- land er svo gjöfult af í sínum margbreytileika. Hvað var meira við hæfi en að kveðja á þessum degi. Hann valdi sér húsgagnasmíði sem lífsstarf. Hann var trúr því starfi og starfaði allan sinn starfs- aldur við þá iðn. Hann var milli- metra smiður fram í fingurgóm- ana sem struku gjarnan brúnir á borðum eða öðrum mublum sem hann var í návígi við allt til síðasta dags. Viðurinn er jú náttúrulegt efni. Ég kynntist Gústa og Svövu þegar ég kom inn í fjölskylduna sem kærasta Jónasar sonar þeirra fyrir 38 árum. Við byrjuð- um okkar búskap í kjallaranum á Sogaveginum í húsinu sem Gústi byggði sér og fjölskyldu sinni samastað. Þar smíðaði hann fyrir okkur lítið eldhús og það eru ófá handtökin sem hann hefur aðstoð- að okkur með smíðum í gegnum tíðina. Því erum við ætíð þakklát fyrir. Seinna meir þegar tíminn leið varð þessi vistarvera að hans eigin smíðaverkstæði. Tengdaforeldrar mínir hafa alla tíð verið einstaklega elskuleg og hjálpsöm hjón. Þau hafa verið samferða yfir 60 ár og eignast fjögur börn sem síðan hafa marg- faldað ríkidæmi þeirra með barnabörnum og barnabarna- börnum. Sorgin knúði þó dyra er elsti sonur þeirra Guðmundur Örn lést snögglega. Það var mikil sorg sem þau þurftu að takast á við, en þau voru samhent í þeirri raun. Elsku Gústi, langur, farsæll og viðburðaríkur dagur var að kvöldi kominn og kvöldið var erfitt. En nú er kominn nýr dagur, nýtt upp- haf með blóm í haga og fagra fjallasýn á nýjum stað. Hraustur líkami með fallega sál, baðaður birtu sólarinnar legg- ur land undir fót á vit nýrra æv- intýra í fylgd elsta sonarins sem á undan fór. Eftir stendur minning þín sem ávallt mun lýsa inn í tilveru mína og gera líf mitt auðugra. Fyrir það þakka ég þér og bið guð að blessa vegferð þína. Halldóra Guðríður Árnadóttir. Elsku afi okkar. Þín verður alltaf minnst sem einstaklega hlýlegs og góðs manns. Við munum aldrei gleyma öllum góðu stundunum sem við áttum saman á Sogavegi 16. Það var alltaf svo gott að komast til þín og ömmu Svövu og gleyma amstri dagsins, hvort sem það var að hamast við það að klára allt kexið og nammið úr eldhússkúff- unni frá ömmu, horfa á Dindil aft- ur og aftur í sjónvarpinu, kíkja niður í kjallara til þín á verkstæð- ið og dást af þér smíða eða við að háma í okkur íspinnana úr stóru frystikistunni inni í svörtu kompu. Þú varst einstaklega lunkinn í því að brjóta upp daginn með manni og draga mann út, hvort sem það voru sundferðir, að gefa fuglunum brauð, fara í húsadýra- garðinn eða bíltúra út um allar trissur. Einnig var fastur liður hjá okkur að heimsækja Sogaveg 16 á Þorláksmessu og vera þar allan daginn. Þá fékk maður að fara með þér og ná í jólatré (að sjálf- sögðu það stærsta og flottasta) og skreyta það síðan á eftir. Eftir að skreytingu var lokið var maður verðlaunaður með pítsuveislu í boði hússins. Það mun lifa lengi í minning- unni hjá okkur systkinunum þeg- ar þú hrelltir okkur með grænu bólunum sem þú teiknaðir á hönd- ina á þér og sagðist hafa fengið þær við það eitt að horfa á „The Simpsons“-þættina. Við trúum því enn þann dag í dag að það hafi gerst! En það er gott að vita að þú sért kominn á góðan stað og búinn að hitta alla ættingjana sem voru þér kærir. Munum við heiðra minningu þína og gera þig stoltan. Við elsk- um þig, þú varst og ert okkar fyr- irmynd og einn daginn munum við öll hittast aftur. Þín barnabörn, Aron Valur, Eva Dröfn og Emilía Heiða. Elsku afi Gústi okkar, okkur langaði að skrifa nokkur orð til þín. Þú kenndir okkur svo margt, elsku afi, varst alltaf svo hlýr og góður, alltaf tilbúinn til þess að hjálpa okkur barnabörnunum hvernig sem á stóð. Afi að vinna í garðinum, kennd- ir okkur að halda rétt á hrífunni, afi að smíða í kjallaranum, við í heimsókn á verkstæðinu hans afa, það var sko spennandi veröld þar sem úði og grúði af alls konar dá- semdum, eitt dingl á bjöllu og þá var afi mættur úr kjallaranum, afi og Simpson og grænar bólur, afi í sundi, afi að hlýja kalda putta, afi í fjallgöngu að skoða náttúruna og fjöllin sem voru honum svo kær og auðvitað afi að segja fræknar skátasögur og ævintýri af útileg- um. Svona minnumst við þín, elsku afi Gústi okkar. Skátasögurnar þínar kveiktu ævintýraþrá með okkur og þú hvattir okkur áfram í hverju sem við tókum okkur fyrir hendur, annað okkar í skátastarfinu og hitt í íþróttum. Við vitum að þetta skátalag var þér og ömmu kært. Ef við lítum yfir farinn veg og finnum gamla slóð, færast löngu liðnar stundir okkur nær. Því að margar standa vörður þær sem einhver okkar hlóð, upp um fjöll, þar sem vorvindurinn hlær. Öll þau yndisfögru kvöld, okkar litlu skátatjöld, eru gömlum skátum endurminning kær. Þegar varðeldarnir seiða og við syngjum okkar ljóð, suðar fossinn og töfrahörpu slær. (Haraldur Ólafsson.) Við viljum kveðja þig, elsku afi okkar, með kvöldsöng skáta, við vitum að þú situr við varð- eldinn uppi á fallegu fjalli og vakir yfir okkur. Sofnar drótt, nálgast nótt, Sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. (Hrefna Tynes.) Sofnar drótt, nálgast nótt, Takk fyrir allt, afi Gústi, þú verður að eilífu í huga okkar og hjarta. Þín barnabörn Selma Sif og Ari Freyr. Það er með söknuði sem við kveðjum þig, elsku afi. Við eigum yndislegar minningar sem við munum alltaf geyma í hjartanu. Nestisferðir á Þingvelli, minning- ar um göngugarpinn afa og hlýju móttökurnar á Sogaveginum, eru meðal þess sem kemur upp í hug- ann þegar við hugsum til þín. Þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Þú kenndir okkur svo margt og fyrir það verðum við ætíð þakklátar. Við trúum því að nú sért þú á fögrum stað og að þér líði vel, elsku afi Gústi. Guð geymi þig og þakka þér fyrir þá fallegu minningu sem við eigum um þig. Ágúst Valur Guðmundsson ✝ Ragnhildur Ei-ríksdóttir (Lilla) fæddist að Ekkjufelli í Fellum í N-Múlasýslu þann 17. mars 1934 og lést á St. Jósefsspít- alanum í Hafn- arfirði 18. júní 2011. Hún var dóttir þeirra hjóna Eiríks Sigurðssonar (f. 1889, d. 1972), kennara á Austurlandi, Siglufirði og síðar í Reykjavík, og Kristínar Sigbjörnsdóttur (f. 1895, d. 1983). Ragnhildur var yngst fjögurra systkina, elst var Margrét (f. 1918, d. 1993), því næst Sigbjörn (f. 1927, d. 1978) og loks Sigurður (f. 1930, d. 1993). Hún ólst upp á Austurlandi, einkum á Reyð- arfirði, bjó síðan um nokkurra ára skeið ásamt foreldrum sínum á Siglufirði en fluttist síðan til Reykjavík sextán ára gömul og tók verslunarpróf frá Verslunarskóla Ís- lands. Hún réð sig til starfa hjá Skipa- útgerð ríkisins í Reykjavík og vann þar um áratuga- skeið, allt til ársins 1992. Hún starfaði síðustu árin í fjár- málaráðuneytinu, en fór á eftirlaun sjötug að aldri. Ragnhildur eignaðist einn son, Eirík Arnar Harðarson (f. 1954). Þau bjuggu saman í Drekavogi 8 ásamt foreldrum Ragnhildar uns Ragnhildur festi kaup á húsi í Garðabæ, Brekkubyggð 23, en þangað fluttu þau mæðgin, auk Kristínar móður Ragnhildar, ár- ið 1980. Útför Ragnhildar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Lilla var einstök kona. Svo mik- ilvæg var hún mér reyndar, að það var farið að flögra að mér löngu áður en ég festi ráð mitt að ég yrði að eignast börn sem fyrst til að þau fengju nú að kynnast þessari uppáhaldsfrænku minni. Við fráfall Lillu er þakklæti mér efst í huga. Ég veit nefnilega ekki hvað ég og mitt fólk gerðum til að eiga það skilið, að eiga slíka manneskju að. En um leið er sökn- uðurinn yfirþyrmandi. Í barnæsku voru heimsóknir til Lillu tilhlökkunarefni. Best var að fá að verða eftir, gista hjá Lillu, njóta veitinga, spjalla um heima og geima. Lilla talaði við börn eins og þau væru fullorðin, jafningjar með skoðanir sem taka ætti mark á. Ég þekki þetta af eigin skinni, ég sá það með systrasyni mína og síðast með dóttur mína, Öglu El- ínu, sem þó naut ekki Lillu nema til sex ára aldurs. Því miður fékk sonur minn sem fæddist úti í Bei- rút í vetur ekki að hitta frænku sína, og er mér það satt best að segja talsverður harmur. Ógleymanlegar eru ferðir í Heiðmörkina til að tína sveppi. Sem barn fylgdist ég líka með Lillu taka slátur, laga kindakæfu og búa til kjötbollur. Pönnukök- urnar voru frægar í fjölskyldunni, en þær gat Lilla galdrað fram í tugatali á augnabliki. Lilla var sem ættfræðirit ef spyrja þurfti um fortíðina og frændgarðinn fyrir austan – en margar slíkar spurningar hafði ég handa henni eftir að pabbi dó. Jafnvel nú, þegar Lilla er farin, er hún að gefa af sér: ljósmyndir sem hún geymdi af fyrstu árunum á mölinni sýna aðra Reykjavík en við nú þekkjum. Ekki eru síðri myndirnar af henni á síldarplan- inu á Siglufirði. Þetta er ómetan- legur fjársjóður – eins og mann- eskjan sem geymdi hann. Lilla geymdi litla krús í eldhús- inu sem ávallt var full af klinki. Þessa krús mátti ég tæma þegar ég kom í heimsókn. Leyndarmálið okkar. Þetta var góð búbót fyrir drenginn. Sama má segja um um- slög, sem Lilla rétti stundum að mér eftir að ég varð fullorðinn, síðast sumarið 2010 þegar ég sá hana hinsta sinni. Upphæðin var sérlega há í það skipti, hún sá kannski fyrir hvernig mál myndu þróast. Eiginlega fór maður aldrei tómhentur frá Lillu. En aldrei bað hún um neitt á móti. Ég gafst fyrir löngu upp á því að reyna að kvitta fyrir mig, svona var Lilla bara, hún vildi gefa af sér, veita alla sína aðstoð. Til lítils var að segja nei af einhverri hógværð, betra að þiggja það sem gefið var af góðum hug. Hér kemur auðvitað upp í hug- ann hversu þétt Lilla stóð við hlið okkar systkina og móður okkar þegar pabbi dó 1993. Af æðruleysi nálgaðist hún þann atburð eins og alla aðra, þetta var lífsins gangur, núna átti að syrgja en síðan horfa fram á veginn. Þann veg hjálpaði hún okkar að rata. Þó að árin hafi verið farin að setja sitt mark á Lillu hélt hún áfram að vera mér styrkur, nú síð- ast í vor þegar ég hringdi heim og leitaði ráða. En svo brast líkamann þrek, hennar kall var komið. Það gerðist skyndilega, þegar til var komið, svo hratt að ég fékk ekki tækifæri til að þakka henni allt og allt, Íslandsför okkar hafði verið skipulögð nokkrum dögum of seint. Fréttirnar voru mikið reið- arslag, en ég hugga mig við að hún hafði góða hjá sér þegar hún lá banaleguna. Mestur er missir einkasonar Lillu, Eiríks Harðarsonar, en syrgjendurnir eru margir og ég vona að það huggi eitthvað. Far- vel, Lilla mín, við sjáumst vonandi aftur. Davíð Logi Sigurðsson. Það var á kirkjuloftinu á Siglu- firði, sem þá hýsti Gagnfræða- skóla staðarins, að við skólafélagar sáum fyrst þessa einörðu stúlku í bláu peysunni. Nýflutt með fjöl- skyldunni sinni í bæinn austan af Reyðarfirði er faðir hennar gerðist kennari við Barnaskóla Siglufjarð- ar. Hún féll strax inn í hópinn og var hinn ágætasti félagi og spilaði þar að auki á gítar og söng. Hún brautskráðist frá Verzlunarskóla Íslands og vann hjá Skipaútgerð ríkisins í mörg ár. Hún byggði „fjölskylduhús“ með foreldrum sínum og syninum Eiríki þar sem þau bjuggu öll saman. Heimili Lillu eins og hún var ávallt kölluð af fjölskyldu og vinum var sam- komustaður vina og vandamanna og alltaf mætti manni glaðværð og veitt var þar af rausn. Nú hefur stúlkan í bláu peys- unni kvatt eftir örðug veikindi. Við erum þess fullviss að vel verði tek- ið á móti henni hinum megin. Jóhanna D. Skaftadóttir. Kveðja frá VÍ 5́3 Ég kveð hana Lillu, (Ingi- björgu) Ragnhildi Eiríksdóttur, fyrir hönd árgangsins, því vinátta okkar var svo náin frá fyrsta til síðasta dags. Við kynntumst við skólasetningu í Verzló haustið 1950 – en það haust mynduðu ung- lingar af landsbyggðinni heila bekkjardeild á öðru ári. Sá hópur var sannkallað mannval og ekki var kennarahópurinn síðri, sbr. Ingi Þ. Gíslason, Lærerinn, og Guðrún Arinbjarnar, svo nokkrir séu nefndir. Ég laðaðist strax að fjölskyldu Lillu sökum ljúfmennsku hennar og góðvildar. Það stóðu sterkir stofnar að henni Lillu, því hún var m.a. komin út af henni Margréti ríku sem bjó á Eiðum í Eiðaþinghá á fyrri hluta 16. aldar og í byrjun 20. aldar byggði móðurfaðir henn- ar eitthvert stærsta íbúðarhús úr steini sem byggt hefur verið á Héraði, á Ekkjufelli í Fellum. Hún Lilla var frábær mann- eskja, hún var hlý, hláturmild og umfaðmaði þá sem stóðu henni næst. Það voru ófáar samveru- stundirnar sem við áttum í Dreka- voginum, þar bjó kærleiksríkt fólk og gestrisið með afbrigðum. Eirík- ur einkasonur hennar var sólar- geislinn á heimilinu en Lilla naut aðstoðar foreldra sinna við uppeldi hans. Í sama húsi bjó fjölskylda Sigbjörns bróður hennar en sam- skipti fjölskyldnanna voru með eindæmum náin og Lilla frænka einstakur klettur í tilveru barnanna. Lilla var kvödd sl. fimmtudag af fjölmenni. Við vottum Eiríki syni hennar og systkinabörnunum samúð okkar. Dagbjört Kristjánsdóttir. Ragnhildur Eiríksdóttir                          ✝ Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARÍU RANNVEIGAR ELSU VIGFÚSDÓTTUR, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 15.00. Daníel Hafsteinsson, Lise Lotte Hafsteinsson, Sævar Hafsteinsson, Vivi Frösig Hafsteinsson, Hafsteinn S. Hafsteinsson, Sólveig Einarsdóttir, Berglind L. Hafsteinsdóttir, Sigríður Dögg Geirsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, JÓHANN PÁLSSON fyrrv. forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri, lést föstudaginn 24. júní. Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkju Akureyrar föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Samúel Jóhannsson, Rut Sigurrós Jóhannsdóttir, Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Ágústa Jóhannsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.