Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TIL AÐ ÖÐLAST AFLAUSN ÞÁ ÞARFTU AÐ PANTA PIZZU BEETHOVEN VAR VÍST GEFINN FYRIR STELPUR AF HVERJU ERT ÞÚ ÞÁ EKKI GEFINN FYRIR STELPUR? NÁÐI ÞÉR!! HVAÐ KALLAR MAÐUR MANN SEM ÆTLAST TIL ÞESS AÐ HANN FÁI BARA ALLT UPP Í HENDURNAR? MÁG MINN ÉG GET EKKI BEÐIÐ EFTIR ÞVÍ AÐ FÁ AÐ SPÓKA MIG Í KANSAS CITY PABBI HVAÐ ERTU AÐ BRALLA? ÉG VAR FENGINN TIL AÐ VERA PLÖTUSNÚÐUR Á LJÓSAHÁTÍÐARBALLINU ÉG ER AÐ BÚA TIL LAGALISTA. HANN ER SVOLÍTIÐ ÓHEFÐBUNDINN EN ÉG HELD AÐ FÓLK EIGI EFTIR AÐ FÍLA HANN ÞÚ ÆTLAR ALLA VEGANA AÐ SPILA ADAM SANDLER LJÓSAHÁTÍÐAR- LAGIÐ, ER ÞAÐ EKKI? ÞAÐ ER EKKI SÉNS AÐ ÉG SPILI ADAM SANDLER LJÓSAHÁTÍÐARLAGIÐ Á ÞESSU BALLI ÞÁ ER ÚT UM ÞIG ÉG ÆTLA AÐ TREYSTA ÞÉR SANDMAN OG SLEPPA ÞÉR ÚR POKANUM NÚ SKULUM VIÐ FARA OG BJARGA DÓTTUR ÞINNI ELDAMENNSKUGUÐIRNIR ERU MÉR REIÐIR Týnd kisa Eins árs gamall Maine Coon-högni hvarf frá Brattholti 6c í Mosfellsbæ 22. júní sl. Ef einhver verður var við kisuna er hann vinsamlega beðinn að hringja í Frímann í síma 566-7323 eða 690-9038. Leita eftir myndum Við leitum að myndum af flugvél af þessari gerð (sjá mynd), Sea Hornet, breskri sprengjuflugvél sem stóð í kálgarðinum okkar á Sindra við Nesveg (þar sem nú er bílastæði Hagkaups við Eiðistorg) á árunum 1955-1957. Fjöldi stráka af höf- uðborgarsvæðinu lagði leið sína út á Seltjarnarnes til að skoða vélina. Ekki er óhugsandi að ein- hverjir hafi haft myndavél í farteskinu og viðkomandi eigi mynd af sér í eða við vélina. Flugsögufélag Íslands er að reyna að skrá feril hennar eftir að hún nauðlenti á Keflavíkurflugvelli haustið 1953. Hafi ein- hver upplýsingar um vélina frá þessum tíma yrðum við þakklát að heyra af því. Hafa má samband hvort sem er við Jóhann hjá Flug- sögufélaginu, jipalsson@gmail.com, eða Ragnhildi, rjk9@simnet.is. Ragnhildur Kolka. Ást er… … það sem heldur ykkur ungum í hjarta. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.45. Handavinna kl. 13. Opinn púttvöllur. Bólstaðarhlíð 43 | Tískusýning, sölusýn- ing, 30. júní kl. 13. Uppl. í s. 535-2760. Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, fé- lagsvist kl. 14. Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl. 8-16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Farþeg- ar í Vestfjarðaferð, fundur með fararstjóra verður haldinn á morgun, miðvikudag, kl. 10 að Stangarhyl 4. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, hádegisverður og heitt á könnunni. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús opnað kl. 9.30. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Vatnsleikfimi kl. 7.15. Skólabraut: Molasopi og spjall í Króknum kl. 10.30. Jóga kl. 11. Samverukaffi karla í safn- aðarheimili kirkjunnar kl. 14-16. Púttvöllur. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30 m.a. perlusaumur og stafganga kl. 10.30. Vegna sumarleyfa starfsfólks er lokað frá 1. júlí. Uppl. um starfsemina á staðnum og í s. 575-7720. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9. Bón- usbíll kl. 12.15. Púttvöllur er opinn alla daga. Hraunsel | Leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 12.30. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin kl. 8-16. Hádegisverður kl. 11.30, kaffi kl. 14.30. Böðun fyrir hádegi, fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listasmiðjan opin. Bónus og bóka- bíll. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Fóta- aðgerðastofa og hárgreiðslustofa. Hæð- argarður er lokaður frá og með 4. júlí til 3. ágúst. Íþróttafélagið Glóð | Pútt á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 13 er opið hús á Korpúlfsstöðum. Ýmisleg vinna í gangi. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgun- kaffi, vísnaklúbbur kl. 9.15, leikfimi kl. 11, handverksstofa, fjölbreytileg verkefni, kl. 13, „Opið hús“ bridge/vist kl. 13, kaffi kl. 14.30. Vitatorg, félagsmiðstöð | Félagsvist kl. 14. Dagsferð til Vestmannaeyja 30. júní, uppl. í síma 411-9450. Þorbergur Hinriksson leigubíl-stjóri á Akureyri hafði sam- band við Vísnahornið í tilefni af sól- stöðudeginum. Hann rifjaði upp er hann var austur á Tjörnesi árið 1960 að heyja Bakkatúnið. Er hald- ið var að bænum Eyvík, þar sem hann var í sveit, fékk hann sér far á heyvagninum, lá þar í heyinu og dáðist með sólarlaginu: Ljúfur dagur líður hjá ljóma slær á sæinn. Það er fögur sjón að sjá sólina kveðja daginn. Hallmundur Kristinsson yrkir um bjartsýnina, sem hann segir af hinu góða, en þó í hófi eins og ann- að: Ok er mörgum illa drægt. Ýmsir bera hlekki. Góðir hlutir gerast hægt og gerast stundum ekki. Vísan minnir nokkuð á vísu sem hann orti fyrir nokkrum áratugum: Stundum hef ég stelpur elt. Storma lífsins þekki. Sumir hundar geta gelt en gera það samt ekki. Og vert er að rifja upp vísu séra Hjálmars Jónssonar: Andagift ég ekki skil eða þekki. Stundum verða stökur til og stundum ekki. Lok vísu Hafsteins Stefánssonar, hins mæta hagyrðings sem fallinn er frá, en var vinur vísnaþáttarins, er líka blátt áfram: Flestir byggja á blekkingu biðja, treysta og vona þótt menn hafi þekkingu, þetta er bara svona. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Að vera eða vera ekki - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.