Morgunblaðið - 28.06.2011, Síða 29

Morgunblaðið - 28.06.2011, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Tvær ungar athafnakonur hafa opnað vef sem býður fólki upp á að leigja íslenskar bíómyndir, heimild- armyndir og stuttmyndir fyrir lítið eða ekkert fé. Þetta eru þær Sunna Guðnadóttir og Stefanía Thors (kölluð Steffí). Steffí er menntuð leikkona frá Listháskólanum í Prag og hefur unnið ýmis störf í mörg- um bíómyndum. Þær kynntust fyrir tveimur ár- um í Tékklandi þar sem Sunna var að nema tékknesku og ljósmyndun og var jafnframt í fjarnámi í meist- aranámi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. „Já, þetta var svolítið fyndið hvernig við kynntumst,“ segir Sunna. „Ég var búin að búa í Tékk- landi í tvö ár og vissi alltaf af Steffí sem hafði búið þarna í yfir tíu ár en hafði aldrei hitt hana. Svo klippti Steffí heimildarmyndina Kjötborg árið 2008 sem systir mín Hulda Rós gerði ásamt Helgu Rak- el Rafnsdóttur. Í kjölfarið hafði ég samband við hana og kom þá í ljós að við bjuggum næstum hlið við hlið í sama hverfi í Prag,“ segir Sunna hlæjandi. En nú hafa þær stofnað fyr- irtæki saman á Íslandi og það ligg- ur beinast við að spyrja, hvernig hugmyndin hafi orðið til? „Hugmyndin að vefnum kom til úti í Prag,“ segir Steffí, „þegar við vinkonurnar sátum yfir rauðvíns- flösku og vorum í einhverju nostal- gíukasti. Okkur langaði að horfa á íslenska bíómynd og reyndum að finna eina uppáhaldsmyndina okk- ar á netinu en það tókst ekki.“ „Þarna komumst við að því að það er mjög erfitt að nálgast ís- lenskar myndir á netinu,“ segir Sunna. „Allavega löglega og við ákváðum að gera eitthvað í því. Ég hafði áður verið að skoða það nýj- asta í dreifingu á kvikmyndum á þessum tíma fyrir mastersverk- efnið mitt í menningarstjórnun og því var Icelandic Cinema Online eðlilegt framhald af þeim pæl- ingum,“ segir Sunna. Drifnar áfram af hugsjón „Eftir góðar viðtökur í frum- kvöðlakeppninni Gullegginu og rannsóknir mínar á markaðnum sáum við að það var markaður fyrir svona vefsíðu,“ segir Sunna. Aðspurð hvort einhverjar erlend- ar fyrirmyndir séu að þessu fyrir- tæki þeirra segir Sunna að þær séu nokkrar. „Það er að verða algeng- ara að maður geti nálgast myndir á netinu með tilkomu betri netteng- inga og nýrrar tækni. En það er tiltölulega nýtt að hægt sé að streyma heilu kvikmyndirnar á netinu þannig að þetta er til- tölulega nýr markaður sem hefur vaxið mjög hratt síðustu 2-3 árin. Á þeim tíma sem við vorum að þróa verkefnið áfram þá var streymi ekki svo al- gengt en eftir ígrundun þá fannst okkur það vera besti kosturinn enda öruggasta leiðin til að dreifa kvikmyndum á netinu. Við sjáum núna að þetta var rétta ákvörðunin. Það má nefna að Google sem ný- verið byrjaði að leigja út myndir í gegnum Youtube hefur ákveðið að nota streymi og Mubi sem er ein stærsta vefsíðan með óháðar kvik- myndir af þessari gerð breytti ný- verið yfir í streymi. Það sem er öðruvísi við Icelandic Cinema On- line miðað við aðrar síður er að við fókusum á framleiðslu frá einu landi og leggjum áherslu á að hægt sé að nálgast allt íslenskt efni á einum stað sem er í rauninni fyrsti vefur þessarar tegundar í heim- inum en þetta er lítið land og því gerlegt að safna saman myndum frá einu landi. Við erum fyrst og fremst drifnar áfram af þeirri hug- sjón að gera kvikmyndaarfinn að- gengilegan, fyrir bæði Íslendinga og áhuga- sama erlendis. Með vefnum verður líka mögulega hægt að auka eftir- spurn eftir íslensku kvikmyndaefni með þessari leið og sýna það nýj- asta sem er að gerast bæði hjá nýj- um og reyndari kvikmyndagerð- armönnum,“ segir Sunna. Kvikmyndagerðarmenn fá sitt Aðspurð hvernig kvikmynda- gerðarmennirnir hafa tekið þessu og hvað þeir fái fyrir sinn snúð segja þær að þeir hafi tekið þessu mjög vel. „Við vorum til dæmis að fá inn allar kvikmyndir Friðriks Þórs og við leggjum einnig áherslu á að hafa mikið úrval af stutt- myndum, sem er yfirleitt mjög erf- itt að nálgast á Íslandi. Svo erum við til dæmis að fara að setja myndina Okkar eigin Osló á vefinn þann 1. júlí. Hún verður með ensk- um, frönskum, þýskum og jap- önskum texta og er þetta í fyrsta sinn sem hún er sýnd fyrir utan landsteinana að undanskildum markaðssýningum á Cannes. Það er frábært að fá svona nýja mynd inn og við vonumst til að geta verið með fleiri nýjar og nýlegar myndir í framtíðinni. Kvikmyndagerða- menn og framleiðendur munu svo fá í það minnsta helming af tekj- unum af hverri streymdri mynd frá þeim. Lítill stuðningur Aðspurð hvort það séu komnar einhverjar skráningar þegar þær séu svona nýbúnar að opna vefinn segja þær að það sé strax orðin þó nokkur aðsókn í þetta og að áhug- inn sé augljóslega mestur í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Norðurlöndum. „Það eru komnir meira en þúsund skráð- ir notendur nú þegar,“ segir Sunna. „Það hafa verið um 40.000 flettingar á síðunni og eru 2/3 af heimsóknum á síðuna erlendis frá og það verður að teljast frábær ár- angur á svo stuttum tíma. Sér- staklega þar sem við höfum ekki enn farið í neina markaðssetningu erlendis að ráði. Við höfum þó vak- ið athygli erlendis og greinar birst um okkur í erlendum fjölmiðlum og finnst mörgum aðilum það mjög merkilegt að slíkt verkefni sé ekki stutt. Í því samhengi má nefna að svipuð verkefni í Evrópu sem ein- blína á evrópska kvikmyndagerð eru styrkt af Evrópusambandinu en svipaðir opinberir aðilar hér á landi hafa því miður ekki séð það sem hlutverk sitt að styðja við verkefnið. Í ljósi þessa er alveg furðulega erfitt að fá fjárhagslegan stuðning frá hinu opinbera við verkefnið. Við erum sannfærðar um að vefurinn nái að standa undir sér en eins og með öll sprotafyr- irtæki þá er nauðsynlegt að fá ein- hverja innspýtingu fyrstu 2 árin til að ná að þróa það áfram. Aðgangur að lánsfé fyrir sprotafyrirtæki er afar takmarkað í dag og við höfum því reynt að sækja í alla helstu sjóði sem styðja við sprotafyrirtæki og atvinnuuppbyggingu en við afar dræmar undirtektir. Það er hrein- lega eins og það sé ekki skilningur á mikilvægi verkefnis sem þessa. Það er afar sorglegt ef viðhorfið er svoleiðis. Þetta verkefni nýtist ekki bara kvikmyndagerðarmönnum til að ná til markaða sem erfitt er að ná með hefbundnum dreifileiðum heldur er þetta líka stórkostlegt tækifæri til að kynna Ísland á er- lendri grundu. Erlendar rann- sóknir hafa sýnt að allt að 10-15% ferðamanna fá hugmyndir að áfangastað eftir að hafa séð kvik- myndir þaðan,“ segir Sunna. Morgunblaðið/Ernir Frumkvöðlar Sunna Guðnadóttir og Stefanía Thors stofnuðu Iceland Cinema Now fyrir allar íslenskar kvikmyndir. Allar íslenskar bíómyndir á einn stað  Stefnt að því að hægt verði að nálgast allar íslenskar bíómyndir á vef Icelandic Online Now  Síðan hefur þegar fengið um 40.000 flettingar First Price haframjöl, 1 kg 239kr.pk. fyrst og fremst ódýr Krónan er lágvöruverðs- verslunin þín þar sem þú sparar alltaf við innkaupin. Þar er mesta vöruúrvalið af lágvöruverðsverslununum þannig að þar getur þú valið þér þína sparnaðarleið. Viltu þekktar merkjavörur á lágu verði eða viltu First Price vöru á ennþá lægra verði? Hvort sem valið er, þá er alltaf öruggt að þú færð gæðavöru á lágu verði. Ota haframjöl, 950 g 378kr.pk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.