Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Þriðjudaginn 28. júní halda Kitty Kovács píanóleikari og Balázs Stankowsky fiðluleikari tónleika í Selinu á Stokkalæk á Rangárvöllum. Þau eru ung- versk og menntuð í tónlist frá heimalandi sínu en fluttu til Ís- lands árið 2006. Kitty og Balázs hafa starfað sem tónlistarkennarar á Hvols- velli, Vík í Mýrdal og Garðabæ og haldið allmarga tónleika bæði hér á landi og erlendis. Á efnisskrá tón- leikanna eru verk eftir Bach, Brahms, Rachm- aninov og Elgar. Á tónleikunum verða veitingar og eru miða- pantanir í síma 8645870 og 4875512. Tónlist Kitty og Balázs í Selinu Edward Elgar Opið verður í Sveinshúsi í Krýsuvík nk. sunnudag, frá kl. 13:00-17:30. Þar stendur nú yf- ir sýningin Huldufólk og tal- andi steinar og lýkur henni í sumar. Sýningin lýsir mynd- heimi Sveins Björnssonar þeg- ar hann var í mótun um og upp úr 1960. Á sýningunni getur m.a. að líta portrettmyndir af þekktum Hafnfirðingum frá gamalli tíð auk málverksins Þjóðarhagur, sem hefur nýlega komist í eigu safnsins. Opið er í Sveinshúsi fyrsta sunnudag í mánuði á sumrin. Sveinshús blasir við, ljósblátt að lit, frá Krýsuvíkurvegi nálægt Gestsstaðavatni. Myndlist Huldufólk og talandi steinar Sveinn Björnsson Fimm íslenskar stuttmyndir hafa verið valdar til að taka þátt í alþjóðlegu stutt- myndakeppninni „Corti and cigarettes 2011“ sem fram fer í Róm í 22.-25. september. Myndirnar eru Kennitölur eft- ir Hall Örn Árnason, Uniform Sierra eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur, Permille (Prómill) eftir Martein Thorsson, Dolor eftir Ingvar E. Sigurðsson og Á Njáluslóð eftir Guðleif Rafn Einarsson. Á hátíðinni munu íslensku myndirnar keppa við aðrar myndir um verðlaun sem forseti Ítalíu af- hendir í lok hátíðarinnar. Einnig verða þær einu myndirnar í skandinavískum flokki. Stuttmyndir Íslenskar stutt- myndir í keppni Kynningarspjald hátíðarinnar. Sögufélag Eyfirðinga fagnar á þessu ári 40 ára afmæli og efnir af því tilefni til samkeppni um athygl- isverðar minningar. Þátttakendur þurfa ekki að vera Eyfirðingar, en atburðurinn sem sagt er frá verður að byggjast á persónulegri reynslu og hafa gerst á tuttugustu öldinni og í Eyjafirði, en reyndar er Siglu- fjörður talinn með að vestanverðu og Gjögur að austan. Þeim sem eiga í fórum sínum eldri frásagnir sem uppfylla fram- antalin skilyrði er velkomið að taka þátt í keppninni. Sögufélagið áskilur sér rétt til að birta innsendar greinar í Súlum, ársriti félagsins, sér að kostn- aðarlausu. Miðað er við að hver frásögn sé um þrjár blaðsíður, en má þó vera styttri eða lengri ef efnið krefst þess. Nafn höfundar fylgi með í lok- uðu umslagi. Seinasti skiladagur er 22. október næstkomandi og verða úrslit kunngerð í desember. Senda skal frásagnir til Hauks Ágústs- sonar, Galtalæk, 600 Akureyri. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Minnisverð Kirkjan á Grund er meðal merkishúsa í Eyjafirði. Athyglis- verðar minningar  Samkeppni Sögu- félags Eyfirðinga Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Útgáfan Dimma hefur gefið út tvær nýjar hljóðbækur: Skáldsöguna Ljósu eftir Kristínu Steinsdóttur í lestri höfundar og smásagnasafnið Milli trjánna eftir eftir Gyrði Elías- son í lestri Sigurðar Skúlasonar leik- ara. Þetta er annar miðill Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, eigandi Dimmu, segir það hafa verið í bígerð síðan í fyrra að gefa út Ljósu og Milli trjánna og bætir við að sumarbyrjun sé góður tími til að gefa út hljóðbækur. „Hljóðbækur eru góðar til að taka með í ferðalag- ið. Svo er þetta lítill markaður og það verður að sæta lagi og gefa út þegar það er pláss fyrir þær og ein- hver tekur eftir þeim.“ Hann bætir við að nauðsynlegt sé að gera greinarmun á hljóðbókum og venjulegum bókum. Þær séu mjög ólíkar og hljóðbækurnar í rauninni annar miðill. „Það er allt annað að hlusta á bók en lesa bók og mér finnst hljóðbækur vera mjög þörf viðbót við hefðbundnu bókina.“ Aðalsteinn segir að þrátt fyrir að markaðurinn sé lítill telji hann að hljóðbækur eigi sér framtíð. Hann bendir á að t.d. sé markaðurinn í bæði Þýskalandi og Bandaríkunum stór og þeir sem eyði miklum tíma í samgöngur nýti tímann til að hlusta. „Það er kannski ekki alveg raunin hér þannig að það var svolítið erfitt að koma þessu inn,“ segir hann. Er trú uppruna sínum Dimma var stofnuð árið 1992 í þeim tilgangi að gefa út tónlist og bókmenntir eins og kemur fram á heimasíðu. Gefnir hafa verið út tæp- lega 50 geisladiskar með tónlist og yfir 30 hljóðbækur auk ljóðabóka, nótnabóka og örfárra annarra bóka. Aðalsteinn segist hafa byrjað að gefa út hljóðbækur þar sem honum fannst skortur á þeim. „Mig langaði til að gera það svona samhliða tón- listarútgáfunni, fannst það fara vel saman. Það hefur alveg gengið ágætlega í þessum smáa stíl sem við höfum verið að vinna. Við höfum ein- beitt okkur að því sem við höfum áhuga á og áhuginn liggur mest í barnaefni og ljóðum og svo einstaka skáldverkum, hann liggur ekkert í glæpasögunum,“ segir Aðalsteinn og hlær. Samkvæmt heimasíðunni hefur Dimma verið uppruna sínum trú þrátt fyrir aukin umsvif og að sögn Aðalsteins hefur markmið hans aldr- ei verið að gefa aðeins út það sem er söluvænlegast. „Það verður að reyna að halda sig á sinni línu,“ segir hann. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Áhugi Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, eigandi Dimmu, segir að sumarbyrjun sé góður tími til að gefa út hljóðbækur. Allt annað að hlusta en lesa  Dimma gefur Ljósu og Milli trjánna út sem hljóðbækur Selma Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari eru í tónleikaferð um Kína þessa dagana. Fyrstu tónleikar þeirra voru sl. föstudag í tónleikahöll Ti- anjin-borgar, sem er hafnarborg í nágrenni við Peking, og á laug- ardagskvöld komu þær fram í Þú- saldarhöll Pekingháskóla fyrir fullu húsi. Næstu tónleikar þeirra verða í kvöld í tónlistarakademíunni í Tsjengdu, héraðshöfuðborg Sitsjú- an-héraðs í vesturhluta Kína, en þar munu þær einnig halda meist- aranámskeið fyrir nemendur aka- demíunnar. Þess má geta að í Tsjengdu er íslensk-kínverski- barnaskólinn Vonin, sem reistur var fyrir framlög íslenskra fyrirtækja í kjölfar jarðskjálfta sem reið yfir héraðið fyrir þremur árum. Frá Sitsjúan halda þær stöllur til Hangsjú, Ningbo og Husjú, en síð- ustu tónleikarnir í ferðinni verða í Peking 8. júlí þar sem þær leika í Al- þjóðlegri listamiðstöð borgarinnar, sem er kölluð „Eggið“ í daglegu tali kallað sökum hönnunar hússins. Sigrún og Selma fara víða í tónleikaferð um Kína Ljósmynd/Jeffrey Chen Eggið Þær Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir leika í tónlistar- húsinu Alþjóðlega listamiðstöðin í Peking í næstu viku.  Halda tónleika víða um land og ljúka ferðinni í Peking Síðastliðinn laugardag var opnuð í Ásgarði í Mosfellsbæ svonefnd Kjósar- stofa, en hún er á vegum áhugafélags um að efla samfélagið í Kjós og miðla upplýsingum um sögu og náttúru svæðisins. Í Ásgarði hefur einnig verið sett upp sýning um SÓL í Hvalfirði og þar er ný upplýsingamiðstöð. Kjósarstofa í Ásgarði Stjórn og varastjórn Kjósarstofu Bergþóra Andrésdóttir, Ólafur Oddsson, Katrín Cýrusdóttir, Sólveig Dagmar Þórisdóttir og Ólafur J. Engilbertsson. Við kynntumst í lengsta sándtjekki sögunnar. 32 »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.