Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 2011 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Músíkölsku mennirnir Pétur Þór Benediktsson og Einar Tönsberg, betur þekktir sem Pétur Ben og Eberg, eru tvö stór nöfn í íslenskri tónlist. Þeir tóku upp á því að gefa út plötu saman og hefur verkið, Numbers Game, nú litið dagsins ljós. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Péturs hafði hann rétt í því lent í smá umferðaróhappi. Hann lét það þó ekki á sig fá og var til í smá spjall. – Hvernig kom það til að þið fór- uð að gera plötu saman? „Við kynntumst í lengsta sánd- tjekki sögunnar. Við vorum á Air- waves, ég man ekki, kannski 2005 eða eitthvað og vorum að spila á sama stað og José Gonzales. Hann tók sér svo góðan tíma í sánd- tjékkið að við gáfum okkur tíma til að kynnast og svo kom upp ákveðið verkefni sem ég átti að vinna með einhverjum og þá datt mér hann í hug, sem varð síðan ekki að neinu. En við héldum bara áfram því það gekk svo vel og það kom plata úr því samstarfi“. Félagarnir byrjuðu að fikta við plötuna fyrir um tveimur árum en á síðasta ári ákváðu þeir að klára hana. Pétur segir það hafa verið auðvelt verk að semja plötuna og næstum því aðeins formsatriði að gera lögin. „Það var rosalega auð- velt að semja plötuna. Það kom alltaf eitthvað upp úr hverju ein- asta „sessjoni“ hjá okkur.“ – Getur það verið útaf því að þið hafið jafnvel svipaðan tónlistar- smekk? „Já og nei. Við erum bara með passlega ólíkar áherslur. Ég held að á sama tíma hafi það aldrei ver- ið neitt vandamál. Það var alltaf mjög auðvelt að vinna með Einari. Við eigum mjög gott skap saman.“ Allskonar kett- ir á plötunni Pétur hefur unnið mikið með Mugison í gegn- um tíðina. Að- spurður hvort hann hafi sett vin sinn á hilluna í kjölfar þessa samstarfs þver- tók hann fyrir það. „Nei, alls ekki. Ég heyrði bara í honum fyrir 2 mínútum. Við erum alltaf miklir vinir og svo sjanghæj- aði ég líka Mugison að gera eitt lag með okkur. Það koma allskonar kettir (e. cats) þarna inn. Einar vinnur í stúdíói sem er orðið ákveð- ið samfélag og það kemur svolítið af fólki þaðan við sögu á þessari plötu.“ Áfram viðloðandi verkefni hvor hjá öðrum Pétur útilokar ekki frekara sam- starf þeirra félaga enda mjög góðir vinir. „Það er aldrei að vita. Við er- um allavega mjög góðir vinir og eigum örugglega eftir að gera eitt- hvað meira og vera viðloðandi verkefni hvor hjá öðrum í framtíð- inni. Það get ég rétt ímyndað mér. Síðan ætlum við bara að fylgja þessari plötu eftir og einnig gefa hana út erlendis“. – Þið stefnið þá væntanlega á tónleikaríkt sumar saman? „Já, við erum með útgáfutónleika í Tjarnarbíói 21. júlí og spilum síð- an á Græna hattinum fyrir norðan daginn eftir. Svo kemur vonandi eitthvað gott í kjölfarið af því og með hækkandi sól þessarar plötu.“ Vinsælir Eberg og Pétur Ben eru góðir vinir og ná vel saman. Búast má við frekara samstarfi þeirra á milli í framtíðinni. Vinir í eilífri hljóðprufu  Pétur Ben og Eberg sameina krafta sína á plötunni Numbers Game  Ólíkar áherslur en eiga skap saman og samstarfið auðvelt og þægilegt Sirkus Íslands setur upp fjöl- skyldusýninguna Ö-Faktor í Tjarn- arbíói og verður hún frumsýnd 1. júlí. Þetta er í þriðja sinn sem sirk- usinn setur upp sýningu, en í fyrra fékk sýningin Sirkus Sóley góð við- brögð og um 6.000 manns sóttu sýn- inguna. Sýningin er sögð í anda hæfi- leikaþátta sem eru vinsælir í sjón- varpi. Listamenn Ö-Faktor keppast þar um að ná hylli dómara og áhorfenda sinna með ýmsum sirk- usbrögðum. Sýningin verður full af húmor, liprum loftfimleikum, áhættuatriðum, skrautlegum bún- ingum þar sem einstæðar mæður húlla, ofurhugar leika listir sínar og blindir dansa. Ekki X-Faktor heldur Ö-Faktor í Tjarnarbíói Pétur Ben gaf út fyrstu plötu sína, Wine For My Weakness, ár- ið 2006 og hefur unnið með fjölda tónlistarmanna í gegnum tíðina, þar á meðal Bubba Mort- hens og Ellen Kristjánsdóttur. Eberg hefur verið með samning erlendis í yfir áratug og hefur tónlist hans oft og tíðum ratað í stórar erlendar auglýsingar og þætti. Eberg er einnig helm- ingur dúettsins Feldberg. Numbers Game var unnin í Drekabælinu, Stúdíó Vofffff og Sundlauginni. Tónlist- armenn á borð við Mugi- son, Sigtrygg Baldursson, Gísla Galdur, Hildi og Mar- íu úr hljómsveitinni Ami- inu og fleiri koma við sögu á plötunni. Platan inni- heldur lagið „Come on come over“, sem margir kannast eflaust við úr Nova-auglýsingum. Gott teymi HÆFILEIKARÍKIR Hin árlega blúshátíð verður haldin í Ólafsfirði í tólfta sinn dagana 30. júní til 2. júlí. Það sem gerir þessa hátíð frábrugðna hinum er að tvær hljómsveitir gefa út blúsplötu þessa daga, Blúsmenn Andreu og Beggi Smári. Báðir þessir aðilar verða gestir hátíðarinnar í ár. Í fyrra var blússkóla komið á laggirnar með stuðningi Menningarráðs Eyþings við góðar undirtektir. Blússkólinn verður því í boði aftur í ár, föstudag og laugardag, og mun Andrea Gylfa ásamt blúsmönnum sjá um kennslu og fræðslu. Heimamenn munu stíga á svið á fimmtudeginum og meðal annars leika lög eftir KK og Magga Eiríks. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blúsaður Ólafs- fjörður býður upp á blús í bland Slæmi kennarinn er frábærunglingamynd. Kannski ekkiuppeldislega séð, en alveg ánvafa ef horft er á hana út frá skemmtanagildinu. Myndin fjallar um fullkomlega siðlausan kennara sem er leikinn af Cameron Diaz. Hún er ein- göngu í kennslustöðunni tímabundið á meðan hún reddar sér peningum fyrir brjóstastækkun og situr fyrir nýju fórnarlambi; karlmanni með stóra buddu til að halda uppi útgjaldamikl- um lífsstíl hennar. Hún hefur engan áhuga á krökkum eða vinnufélögum, eiginlega engan áhuga á neinu nema sjálfri sér og drekkur og dópar á meðan hún lætur nemendur sína horfa á bíómyndir í kennslustundum. Eða allt þangað til hún fréttir að það séu peningaverðlaun fyrir þann kenn- ara hvers bekkur er hæstur á próf- unum. Myndin fékk misjafna dóma vestanhafs þannig að ég bjóst ekki við miklu en hún var mun betri en ég bjóst við. Diaz getur verið slöpp á köflum og um miðbik myndarinnar verður þetta frekar þreytt efni áður en vel skrifað, klassískt formúlu- handritið kemur með tvist sem fang- ar athygli manns á ný. Auka- hlutverkin eru mjög vel leikin, sérstaklega lítil rulla Phyllis Smith sem fer með hlutverk feitlaginnar kennslukonu í sama skóla. Jason Se- gel fer vel með sitt en hann hefur ver- ið þokkalega vinsæll eftir frábæran leik í myndinni Forgetting Sarah Marshall. Justin Timberlake líður ekki vel í hlutverki sínu og virðist hafa verið valinn í það út á nafnið sitt, en hann nær ekki að eyðileggja mikið fyrir. Lucy Punch fer ágætlega með sitt sem andstæða Cameron Diaz í skólanum og á endanum harður keppinautur um karlmann og pen- ingaverðlaun skólans. Það er einstaklega vel til fundið hjá handritshöfundunum, sem eru Gene Stupnitsky og Lee Eisenstein og eru þekktastir fyrir aðkomu sína að The Office, að gera kennaraheim bíó- myndarinnar að unglingaheimi. Eng- inn kennaranna er fullorðinn, heldur láta þau öll eins og unglingar og öll samskipti þeirra á milli eru á sama plani og hjá óþroskuðum ungum krökkum. Þetta gerir myndina mjög aðgengilega fyrir þann aldurshóp enda er ég ekkert viss um að myndin sé ætluð neinum öðrum en þeim. Hún fer líka mátulega mikið yfir strikið í nekt og dónaskap til að kitla hlát- urstaugar unglinga. Þótt ekki sé hægt að mæla með henni fyrir krakka. Slæmur kennari en góð skemmtun Smárabíó, Háskólabíó, Laug- arásbíó og Borgarbíó Akureyri Bad Teacher bbbbn Leikstjóri: Jake Kasdan, Leikarar: Cameron Diaz, Jason Segel, Justin Tim- berlake, Lucy Punch og Phyllis Smith. 92 mínútur. Bandaríkin, 2011. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Siðlaus Diaz leikur kennara sem drekkur, dópar og líkar ekki við börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.