Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.06.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚNÍ 179. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Guðmundur og Áslaug settu … 2. Cameron miður sín 3. Dó úr hræðslu í eigin jarðarför 4. Gunnar hjólar í Óla Þórðar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nýjasta afurð Weird Girls, sem var unnin með hinni virtu tónlistarkonu Imogen Heap, hefur verið sett inn á alnetið. Myndbandið, sem gerist í Þórsmörk, má nálgast á vimeo-vefn- um. Kitty von Sometime er höfundur. Skrítnar stelpur sýna myndband á netinu  Innrásarvíking- arnir Beggi blindi, Óskar P og Rökkvi Véssreinsson munu ferðast um landið í sumar og bjóða áhugasöm- um upp á eins og hálfs tíma grín- sýningu. Innreið víkinganna í þetta sinnið hefst á Só- dómu og er um að ræða „einn og hálfan tíma af einstökum húmor með þremur gerólíkum grínistum“. Uppistand á Sódómu á morgun  Bjartmar og Bergrisarnir blása til tónleika í tilefni goslokaafmælis og verða í Höllinni, Vestmannaeyjum, næsta fimmtudagskvöld. Bjartmar Guðlaugsson hefur að sönnu verið á fullu stími undanfarið ár og vann m.a. til íslensku tón- listarverð- launanna í ár fyrir kjarn- yrta texta sína. Bjartmar og Berg- risarnir í Eyjum Á miðvikudag Norðlæg átt, 8-13 m/s, en lægir þegar líður á dag- inn. Rigning með köflum, en stöku skúrir S-lands. Hiti 5 til 15 stig. Á fimmtudag Austlæg átt, skýjað með köflum og skúrir. SPÁ KL. 12.00 Í DAG N og NA 2-9 m/s. Rigning með köflum um norðan- og austanvert landið, skýjað og dálítil væta norðvestantil, en annars skýjað með köflum eða bjartviðri. Hiti 6 til 16 stig. VEÐUR Ragnar Bragi Sveinsson er 16 ára piltur úr Fylki sem er í þann veginn að gerast leik- maður þýska knattspyrnu- liðsins Kaiserslautern. Hann hefur í nógu að snú- ast því þessa dagana er Ragnar jafnframt á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna og komst áfram í keppni unglinga í gær. „Nú verður maður að leggja þetta til hliðar í bili,“ segir Ragnar Bragi. »1 Úr hestamennsku í atvinnumennsku Lið Íþróttabandalags Reykjanesbæjar sigraði á Aldursflokkameistara- mótinu í sundi sem haldið var á Ak- ureyri um síðustu helgi. ÍRB hafði betur í stigakeppni mótsins en Ægir úr Reykjavík kom skammt á eftir. Tvö Íslandsmet fullorðinna féllu á mótinu og mörg met í yngri aldursflokkum. Í Morgunblaðinu í dag er að finna umfjöllun og myndir frá mótinu á Akureyri. »4 Reykjanesbær fékk flest stig á Akureyri Íslandsmeistarar Breiðabliks og bik- armeistarar FH náðu að jafna sig eft- ir áföll í bikarkeppninni um síðustu helgi og unnu sína leiki í Pepsi- deildinni í fótbolta í gærkvöld. Blikar lentu undir gegn Keflvíkingum á heimavelli en sigruðu 2:1 og FH lagði Framara á Laugardalsvellinum, 2:1, þó Hannes Þ. Sigurðsson væri rekinn af velli seint í leiknum. »2-3 Blikar og FH-ingar hristu af sér bikartöp ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Guðmundur Ásgeirsson, fyrrum stjórnarformaður Nesskips, hefur unnið að því að endurbyggja eina af elstu vörðum Íslands, sem stendur í Suðurnesi á Seltjarnarnesi. Guð- mundur, sem er mikill áhugamaður um þessar minjar, vonast til að hún verði tilbúin sem fyrst. Varðan var ein af stærri hlöðnum leiðarmerkj- um fyrir sjófarendur á Íslandi áður en ljósvitar komu til sögunnar. Guð- mundur hefur greitt fyrir vörðuna úr eigin vasa, og eru íbúar á Sel- tjarnarnesi mjög ánægðir með fram- takið. Skemmdist í aftakaveðri Heimildir um vörðuna má rekja til ársins 1776, en danskur sjómæl- ingamaður skrifaði þá um leiðar- merki á Suðurnesinu. Þess ber þó að geta að varðan sem nú er verið að endurreisa var byggð árið 1930, á kreppuárunum. Árið 1990 var hún endurbætt og átti Guðmundur stór- an þátt í því. Varðan stóð allt til febr- úarmánaðar 1996 en þá varð hún fyrir miklum skemmdum í aftaka- veðri. Guðmundur segir að nú sé bú- ið að byggja sterkbyggða varn- argarða. „Varðan sem ég hef látið reisa nú, er miklu sterkbyggðari en sú gamla.“ Að sögn Guðmundar er varðan honum mjög hugleikin. „Það er mjög mikilvægt að varðveita sögulega hluti sem minna á fyrri tíð. Áður fyrr bar mikið á vörðunni á meðan hún var og hét og vildi ég gjarnan að hún stæði áfram. Ég hugsaði með mér að það þyrfti að ráðast í þess- ar framkvæmdir og lét slag standa.“ Hann segir vörð- una eitt af því fáa sem eftir eigi að varðveita á Sel- tjarnarnesi. „Sjómennskan hefur verið hluti af mér frá því að ég man eftir mér,“ segir Guð- mundur, sem á langan feril að baki á sjó. Forfeður hans voru skipstjórar og hóf hann að gera út aðeins 11 ára gamall, þá á grásleppu. Afrakstur fyrstu vertíðarinnar segist Guð- mundur svo hafa notað til þess að kaupa segl á bátinn. Fór 14 ára á togara 14 ára réð hann sig á síðutogarann Geir sem var einn af svokölluðum nýsköpunartogurum. Það var svo árið 1974 að Guð- mundur festi kaup á flutningaskipi og stofnaði Nesskip ásamt öðrum hluthöfum. Árið 2010 ákvað Guð- mundur svo að einbeita sér að öðr- um hlutum, en hann segist þó hvergi nærri hættur að vinna. Endurbyggði vörðu á Nesinu  Heimildir um vörðuna má rekja til ársins 1776 Morgunblaðið/Sigurgeir S. Guðmundur og varðan Guðmundur vinnur hörðum höndum að því að endurbyggja eina af elstu vörðum Íslands á Suðurnesi á Seltjarnarnesi. Hann segir að þessi nýja verði miklu sterkbyggðari en sú gamla. „Þetta er kærkomin viðbót við sögu bæjarfélagsins og frábært framtak,“ segir Ásgerður Hall- dórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarn- arnesbæjar. Hún segir framkvæmdina hafa tekið fimm mánuði. Verkefnið þurfti að fara í gegnum stjórnsýsluna og var þetta unnið í fullu samstarfi við bæinn. „Bæjarráð fór yfir gögnin og undirbjó jarðveginn en Guð- mundur stóð straum að öllum kostnaði,“ segir hún og bætir við: „Bæjarbúar á Seltjarnarnesi eru sérstaklega ánægðir með fram- takið og stöndum við í þakk- arskuld við Guðmund.“ Hún segir alltaf gaman að endurheimta gömul kennileiti. „Frágangurinn á verkefninu er nú í höndum sumarátaksins sem vinnur að því að mála vörðuna.“ Kærkomin viðbót ÁSGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR BÆJARSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.