Morgunblaðið - 29.06.2011, Síða 2

Morgunblaðið - 29.06.2011, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 ums.is SÍÐASTI DAGUR FYRIR GREIÐSLUSKJÓL NÝRRA UMSÓKNA UM GREIÐSLUAÐLÖGUN ER 30. JÚNÍ 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Freydís Vigfúsdóttir segir að ennþá sé of snemmt að segja til um hver varpsárangur kríu verður á Mel- rakkasléttu í ár. „Við fundum fyrstu ungana hérna í morgun [í gær]. Tveir þeirra voru við Blikalón og einn við Harðbak. Þeir voru í það minnsta lifandi og nú er bara að sjá hvort það er til einhver fæða handa þeim.“ Freydís er doktorsnemi í dýravist- fræði við University of East Anglia á Englandi og hefur ásamt samstarfs- mönnum sínum við Háskólasetur Snæfellsness og Náttúrufræðistofn- un Íslands rannsakað kríuvarp á Ís- landi síðustu sumur. „Varpið er allavega hafið hér á Melrakkasléttu og þetta er skárra hér en það sem við höfum mælt á Snæfellsnesi. Varpið er samt alls ekki gott miðað við það sem venju- legt má teljast. Fuglarnir eru seint á ferð og í sumum vörpum eru aðeins örfáir fuglar og þau láta verulega á sjá,“ segir Freydís. „Næstu tvær til þrjár vikurnar munu ráða úrslitum í varpinu.“ Lítur ekki vel út Hún segir að mælingar muni standa yfir á meðan varp stendur yf- ir en svo fari hópurinn aftur á Snæ- fellsnes. „Aðalrannsóknarstöðin er á Melrakkasléttu í ár og við munum fylgjast með þangað til yfir lýkur. Vonandi verður eitthvað fleygt að lokum en þetta lítur ekki vel út í augnablikinu.“ Freydís segir jafnframt að heima- menn segi sér að vörpin séu óvenju- lega dreifð og gisin í ár. Hún bætir við að tilfinnanlega vanti mælingar frá góðum varpárum til viðmiðunar. „Við Íslendingar hýsum stóran hluta af ýmsum tegundum á heims- vísu og það er nokkuð sem hafa ber í huga þegar litið er til vöktunar, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi hér á landi undanfarna áratugi. Það hef- ur ekkert verið fylgst með sumum tegundum og við berum ákveðnar skyldur gagnvart þessum fuglum. Þegar svona árar verður að rann- saka þessa fuglastofna til að geta átt- að sig á því hver raunveruleikinn er.“ Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir jafnframt að ekki hafi enn fengist yfirsýn yfir fálkavarp í ár. „Fálkastofninn helst í hendur við rjúpuna og síðasti rjúpuárgangur var ekki stór. Það má því segja að fálkastofninn sé í sinni náttúrulegu sveiflu.“ Fækkun í rjúpustofni var um 26% milli 2010 og 2011 á öllum talningarstöðum. „Vonandi eitthvað fleygt“  Kríuvarp lítur betur út á Melrakkasléttu en Snæfellsnesi en ástandið er slæmt  Fyrstu ungarnir fundnir  „Næstu tvær til þrjár vikur ráða úrslitum“ Morgunblaðið/Ómar Kría Harður heimur bíður kríu- unganna þegar eggin klekjast. Börn eru flest afar orkumikil og þegar veður er gott vilja þau helst vera úti að leika og ærslast, t.d. í knatt- spyrnu. Hinir fullorðnu eru ekki síður spennir fyrir útiveru í blíðviðri en eru öllu rólegri en þeir yngri og finnst gott að slaka á, t.a.m. með góða bók í höndunum. Ólíkt hafast menn að í Nauthólsvíkinni Morgunblaðið/Ómar Ferðafélag Íslands hefur tekið yfir samninga um leigu á rekstri Horn- bjargsvita. Gengið var frá sam- komulagi um þetta í gær. Ævar Sig- dórsson og Una Lilja Eiríksdóttir, sem leigt hafa vitann í Hornvík og önnur hús þar af Siglingastofnun sl. ár og starfrækt þar ferðaþjónustu, ákváðu að draga sig í hlé og leituðu því til FÍ, en Hornstrandir eru eitt þeirra svæða sem félagið hefur helg- að sér og er það með fjölmargar skipulagðar ferðir um þær slóðir. Hornbjargsviti var byggður árið 1930 og hafði vitavörður, sem jafn- framt annaðist veðurathuganir, þar aðsetur til ársins 1995, en þeim verk- efnum hefur síðan verið sinnt með sjálfvirkum hætti. „Við tókum húsin á leigu árið 2004 og höfum síðan gert heilmiklar endurbætur á þeim öllum. Nú eru þær aðstæður hins vegar komnar upp að við viljum eiga meiri tíma fyrir okkur sjálf,“ segir Ævar. Bætir við að í samkomulaginu við FÍ sé gert ráð fyrir að þau verði áfram viðloðandi staðinn en laus við þær bindandi skyldur sem hafi verið. Möguleikar og ferðum fjölgað „Þessi staður býður upp á mikla möguleika,“ segir Páll Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Hann segir að á næsta ári verði ferðum FÍ um svæðið fjölgað, fleiri gönguleiðir markaðar og fræðslustarf aukið. Hundruð ferða- manna gangi um Hornstrandir á hverju sumri og fari þeim fjölgandi. Í vitanum góða sé rúm fyrir fimm- tíu næturgesti, en margir sem um svæðið fara gera út frá vitanum í dagsferðir lengri sem skemmri. sbs@mbl.is Leigir vitann við Hornbjarg FÍ ætlar að efla starf- ið á Hornströndum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hornbjargsviti Fimmtíu gistipláss og Ferðafélagið tekið við staðnum. Seðlabanki Íslands borgaði fjárfest- um 210 krónur fyrir hverja evru í gjaldeyrisútboði sem fór fram í gær. Alls keypti Seðlabankinn 61,7 millj- ónir evra. Tilboð bárust alls fyrir 71,8 millj- ónir evra, að því er kemur fram í til- kynningu frá Seðlabankanum. Þeir sem seldu bankanum evrur fengu verðtryggt ríkisskuldabréf til 30 ára í staðinn fyrir gjaldeyrinn. Samkvæmt frétt frá Seðlabankanum eru útboð sem þessi liður í losun gjaldeyris- hafta. Fyrir skömmu lauk Seðlabankinn við gjaldeyrisútboð, þar sem bankinn keypti svokallaðar aflandskrónur gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri í reiðufé. Í því útboði var miðað við lág- marksverðið 215 krónur á evru, en meðalverð í því tilboði var 218 krónur á hverja evru. Heildarupphæð þess útboðs var litlu lægri en í útboðinu sem lauk í dag, eða 61,1 milljón evra. Samkvæmt gengisskráningu Seðlabanka Íslands er gengi evrunn- ar 165 krónur á evru. Þeir fjárfestar sem seldu Seðlabankanum erlendan gjaldeyri í dag fengu því fleiri krónur fyrir sínar evrur en tíðkast í gjaldeyr- isviðskiptum almennings. Evrur fyrir ríkis- tryggð skuldabréf Morgunblaðið/Ómar Ákveðið hefur verið að loka verslun BYKO í Kauptúni í Garðabæ 30. september og hefur ríflega 20 starfs- mönnum verslunarinnar verið sagt upp störfum. Sigurður E. Ragn- arsson, forstjóri BYKO, lætur af þeim störfum og hverfur til annarra starfa á vegum Norvíkursam- stæðunnar. Guðmundur H. Jónsson tekur við sem forstjóri BYKO, en hann hefur verið forstjóri Smára- garðs og í stjórn Norvíkur og dótt- urfélaga. Iðunn Jónsdóttir er stjórn- arformaður BYKO. Í fréttatilkynningu segir meðal annars: „Um ástæður þessara að- gerða þarf vart að fjölyrða. Að- stæður í íslensku efnahagsumhverfi hafa í langan tíma verið slæmar með tilheyrandi samdrætti í verslun með byggingarvörur. Þá hafa samkeppn- isaðstæður á þeim markaði gjör- breyst með eignarhaldi og af- skriftum banka á skuldum og síðar yfirtöku lífeyrissjóða á einu þeirra fyrirtækja sem starfrækt er á þessu sviði. BYKO er því nauðugur einn kostur að rifa seglin og laga sig þannig að breyttum aðstæðum.“ Byko segir upp yfir 20 manns Fyrirtækið lokar verslun í Kauptúni Maðurinn sem lést síðdegis á mánu- dag við íshellinn í Kverkfjöllum hét Jesus Martinez Barja, fæddur árið 1959 og var því 52 ára. Hann var spænskur ríkisborgari sem bjó í Hafnarfirði og lætur eftir sig þrjú börn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði fer með rannsókn málsins. Maðurinn var að skoða hellinn ásamt sex samlöndum sínum, en þá sakaði ekki er íshröngl féll úr hell- inum. Hann var fararstjóri hópsins. Lést í Kverkfjöllum Skemmtiferðaskipið AIDAluna átti að leggjast að Skarfabakka í gær- kvöldi til að taka á móti farþegum sem komu til landsins með flugi. Vegna hvassviðris gat skipið ekki lagst að og senda þurfti 52 farþega út að skipinu með hvalaskoðunar- skipinu Hafsúlunni. Skv. upplýs- ingum frá hafnsögumanni gerist það ekki oft á þessum árstíma að skemmtiferðaskipin komist ekki að bryggju sökum hvassviðris. Gat ekki lagst upp að vegna veðurs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.