Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Starfsendurhæfing á vegum VIRK starfsendurhæfingarsjóðs mun væntanlega eflast til mikilla muna í kjölfar þess að Alþingi lögfesti á dögunum skyldu allra launagreið- enda til að greiða 0,13% iðgjald til sjóðsins. Jafnframt var lögfest skylda líf- eyrissjóða til að leggja sérstakt gjald á iðgjaldastofn til sjóðanna, sem rennur til VIRK frá og með næstu áramótum. Framlag lífeyris- sjóðanna nemur einnig 0,13% af ið- gjaldastofni frá 1. janúar næstkom- andi. Fjármálaeftirlitið telur að miðað við greidd iðgjöld sjóðanna í fyrra muni framlög sjóðanna nema um einum milljarði króna. Konur í meirihluta Markmiðið með starfsemi VIRK er að aðstoða fólk sem verður óvinnufært vegna veikinda eða slysa við að komast sem fyrst aftur út á vinnumarkaðinn í stað þess að fara á örorkubætur. Fram kom við um- fjöllun Alþingis um frumvarpið að sterkar vísbendingar væru um að þessi þjónusta sé þegar farin að skila góðum árangri ef litið er til minnkandi tíðni örorku. Ríflega 2.000 einstaklingar hafa leitað til VIRK frá því að þjónustan á sviði starfsendurhæfingar hófst haustið 2009, m.a. hjá ráðgjöfum um allt land. Töluverður meirihluti þeirra sem óska eftir þjónustunni eru konur eða um 63% á móti 37% hlutfalli karla. Atvinnurekendur sem bundnir eru af kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hafa greitt iðgjöld til sjóðsins en með lagabreytingunni á Alþingi á dögunum nær greiðslu- skyldan til allra launagreiðenda, einyrkja sem annarra. Vigdís Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri VIRK, segir að aukin framlög til sjóðsins geri VIRK kleift að þróast áfram og takast á við stærri hluta af verkefninu. „Við byrjuðum á því að einbeita okkur að fólki sem er á vinnumarkaði og hjá sjúkra- sjóðum stéttarfélaganna en segja má að einstaklingar sem komnir eru yfir á ör- orku, t.d. örorkuþegar líf- eyrissjóð- anna, hafi ekki komið til okkar í mjög miklum mæli.“ Reikna má með að sá hópur lang- tímaveikra og þeirra sem eru á ör- orkulífeyri hjá lífeyrissjóðum þurfi að jafnaði á meiri og kostnaðarsam- ari þjónustu að halda og vonast Vig- dís til þess að takast muni að ná bet- ur til þessa hóps. Spurð um árangur af starfinu segir Vigdís mjög merki- legt að við núverandi aðstæður hafi dregið úr nýgengi örorku, þvert á allar spár.Margt hafi eflaust stuðlað að því. Auk þjónustu VIRK og ann- arra starfsendurhæfingaraðila hafi t.d. úrræðum á vegum Vinnumála- stofnunar fjölgað og vinnuferlar Tryggingastofnunar o.fl. hafi breyst en starfsemi VIRK eigi örugglega sinn þátt í þessari þróun. Það segi sig sjálft að ef hægt er að hjálpa fólki sem glímir við alvarlegan heilsubrest fyrr í ferlinu þá stuðli það að því að færri fari á örorku. Mikil eftirspurn „Það er okkar hlutverk. Við höf- um tekið á móti ríflega 2.000 manns frá upphafi. Við byrjuðum að taka á móti fólki haustið 2009 og eftir- spurnin varð strax meiri en við átt- um von á,“ segir hún. „Árangurinn er margþættur. Við sjáum að meirihluti þeirra sem ljúka þjónustu hjá okkur fer aftur í vinnu. Það er það sem máli skiptir. Fjöldi fólks fær aðstoð við að gera líf sitt betra og það skiptir miklu máli að einstaklingarnir komist fyrr til vinnu á nýjan leik,“ segir hún. ,,Við þurfum að efla okkur á öllum svið- um. Það er mikilvægt að ná góðu samstarfi við hið opinbera, að starfs- endurhæfingarmál séu í heild sinni í góðum farvegi og að það vinni allir saman. Það hafa allir hag af því að vel takist til.“ Morgunblaðið/Ómar Dansað Þeim sem eru bundnir í hjólastól er ýmislegt til lista lagt. Hér sýnir forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, að vel er hægt að dansa í hjólastól. Hægir á nýgengi örorku  Á þriðja þúsund sem hættu störfum vegna sjúkdóma eða slysa hafa leitað til Starfsendurhæfingarsjóðs  Flestir sem luku endurhæfingu vinnufærir á ný Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Niðurstöður krufningar hvíta- björns er felldur var í Rekavík á Hornströndum 2. maí síðastliðinn liggja fyrir. Dýrið var fellt tæpum sex klukkustundum eftir að til þess sást í fjörunni í Hælavík. Samkvæmt aldursgreiningu sem gerð var á dýrinu og byggð á talningu árhringja á tannrótum bendir flest til að um hafi verið að ræða ríflega þriggja ára gamla birnu. Hún var 173 sentimetrar á hæð og 95 kílógrömm. Þyngd birn- unar telst lítil miðað við aldur og lengd og var gróflega áætlað að fituforði hennar hafi einungis num- ið fimm prósentum af líkams- þyngd. „Þetta dýr ætti við eðlileg- ar kringumstæður að vera með einhverja tugi prósentna af líkams- þyngdinni í formi fitu. Að vera komin niður í fimm prósent er ekki eðlilegt,“ segir Karl Skírnisson, dýrafræðingur á Tilraunastöð HÍ á Keldum. Samkvæmt niðurstöðum krufningar er talið útilokað að þessi fituforði hefði nægt birnunni til að tímgast. Jafnframt kom í ljós að birnan var ekki smituð af sníkjuorminum tríkínu, en mikilvægt er að hindra fótfestu tríkínu hér á landi, einkum sökum þess að slíkir sníkjuormar geta reynst mönnum hættulegir. Við athugun á meltingarvegi kom í ljós að birnan hafði ekki nærst áð- ur en hún var felld. Fundust þó leifar af fuglsfjöðrum og þykir slíkt benda til að hún hafi ekki verið ný- komin á land. „Hún hefur senni- lega komið daginn áður myndi ég halda,“ sagði Karl. Að krufning- unni komu, auk Karls, Ólöf Guðrún Sigurðardóttir, dýralæknir og dýrameinafræðingur á Keldum, og Þorvaldur Björnsson, hamskeri Náttúrufræðistofnunar Íslands. Birnan reyndist vannærð Var ekki nýkomin á land er hún var felld Morgunblaðið/RAX Bangsi Annar tveggja hvítabjarna sem felldir voru á Skaga 2008. Alls voru komnar 1.507 tillögur að nafni á foss, sem myndast hefur í Morsárjökli í Öræfum, síðdegis í gær. Nokkur nöfn njóta meiri vin- sælda en önnur, en sé hvert nafn tal- ið einungis einu sinni höfðu í gær borist tillögur um 884 nöfn. Hugmyndasamkeppni um nafn á fossinn, sem mæling benti til að sé sá hæsti á landinu, lýkur á hádegi á morgun, klukkan 12.00 fimmtudag- inn 30. júní. Morgunblaðið og mbl.is efndu til hugmyndasamkeppni hinn 17. júní síðastliðinn um nafn á foss- inum. Tekið er við hugmyndum í gegn- um mbl.is og er hnappur á forsíðu vefjarins. Lesendur Morgunblaðsins og mbl.is hófu strax að senda inn hugmyndir. fram úr. Niðurstaðan verður til- kynnt í Morgunblaðinu og á mbl.is laugardaginn 2. júlí næstkomandi. Tillögurnar verða síðan sendar til ör- nefnanefndar. gudni@mbl.is Ritstjórn Morgunblaðsins mun fara yfir tillögurnar og velja þær sem hún telur koma til greina. Veitt verða þrenn vegleg bókaverðlaun fyrir tillögurnar sem þykja skara 1.507 tillögur að nafni  Hugmyndasamkeppni Morgunblaðsins og mbl.is um nafn á ónefndan foss í Morsárjökli lýkur á hádegi á morgun Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson Morsárjökull Nýi hái fossinn er í klettabeltinu til hægri á myndinni. Hægt hefur á fjölgun öryrkja á milli ára. Frá þessu var greint á aðalfundi Tryggingastofnunar ríkisins í seinasta mánuði. Svo- kallað nýgengi örorku jókst á árunum 2008-2009 en síðan hafa orðið umskipti þar á. Sig- ríður L. Baldursdóttir, forstjóri TR, sagði frá því að á milli ár- anna 2009 og seinasta árs varð aukning milli ára einungis 1,4% eða um 200 manns í stað 400 til 800 manns um langt skeið. Líkleg- asta skýringin væri sú, að gripið hefur verið til marg- víslegra úr- ræða til að tryggja betur endurhæfingu og virkni í kjölfar atvinnumissis og heilsubrests. Öryrkjum fjölgar minna ENDURHÆFING OG AÐRAR AÐGERÐIR SKILA ÁRANGRI SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.