Morgunblaðið - 29.06.2011, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.06.2011, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Skólagjöld í Verzlunarskóla Íslands eru orðin tæpar 100 þúsund krónur fyrir veturinn og hækkuðu um 14% milli ára. Sem fyrr er nám í Verzl- unarskólanum jafnframt margfalt dýrara en í ríkisreknu skólunum, en þetta kemur þó ekki í veg fyrir að Verzlunarskólinn sé vinsælasti fram- haldsskóli landsins. Það kostar að læra og hefur eins og allt annað orðið dýrara í krepp- unni. Sem dæmi námu skólagjöld í VÍ veturinn fyrir bankahrun 70.200 krónum. Þau hafa smám saman farið hækkandi, voru 85.700 kr. á liðnum vetri en verða um 98.000 kr. á næsta skólaári. Nám við skólann er því tæp- um 30% dýrara í dag en það var fyrir kreppu. Ingi Ólafsson, rektor Verzl- unarskólans, segir að gjöldin hafi alltaf fylgt vísitölu neysluverðs. „Fyrstu tvö árin eftir hrun ákváðum við að sýna lit og hækka gjöldin ekki eins mikið og vísitalan sagði til um, þess vegna hækkuðum við bara um 5% þá í staðinn fyrir 18-20%.“ Hækk- unin nú nemur hins vegar 14%. Þetta breytir engu um það að Verzlunarskólinn var, líkt og síðustu ár, sá skóli sem fékk flestar umsókn- ir frá nýnemum. 466 nýútskrifaðir 10. bekkingar völdu VÍ sem fyrsta val en aðeins 336 komust að. Alls fengu átta framhaldsskólar fleiri umsóknir en þeir gátu tekið við. Þeir skólar sem eru efstir á vin- sældalistanum auk VÍ eru Mennta- skólinn við Hamrahlíð, Menntaskól- inn í Reykjavík, Kvennaskólinn og Fjölbrautaskóli Suðurlands. Allir þessir skólar eru opinberir og mega því, skv. reglugerð frá 2009, rukka að hámarki 12.000 kr. innritunargjald. Önnur gjöld hafa hins vegar hækkað lítillega hjá sumum þessara skóla. Þannig rukkar MR t.d. 5.000 kr. í efniskostnað og hefur það gjald hækkað um 500 kr. síðan í fyrra. Í MH er efniskostnaður 2.000 kr., en í Kvennó er rukkað sk. skólasjóðs- gjald sem nemur 12.500 kr. og hefur hækkað um 1.500 kr. milli ára. Ástæðan er verðbólgan, að sögn skólameistara. Þetta árið fengu 87% nýnema inni í skólanum sem var þeirra fyrsta val. Í fyrra var hlutfallið 82%. Þetta má að sögn Þóris Ólafssonar, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, m.a. rekja til þess að reynt hefur verið að laga framboð námsplássa betur eftir eft- irspurninni. T.d. séu um 100 fleiri pláss í MR, VÍ og Kvennó núna en árið 2009. Einnig hjálpi það til að ár- gangur 10. bekkinga í ár er minni en í fyrra, og munar 130 á landsvísu. Alls sóttu 4.204 nemendur um skólavist og öllum var tryggt pláss. Engu að síður gætir enn óánægju með fyrirkomulagið sem tók gildi í fyrra og byggist á hverfaforgangi að hluta. 40% lausra plássa voru eyrna- merkt umsækjendum úr nágrenni skólanna en 2010 var hlutfallið 45%. Yngvi Pétursson, rektor MR, er þeirrar skoðunar að hlutfallið ætti að vera um þriðjungur. Skiptingin þýði að leikurinn geti verið ójafn milli nemenda, þar sem sú staða geti kom- ið upp að nemendur úr nágrenninu þurfi lægri einkunn til að komast inn en nemendur sem búi lengra í burtu. Skólastjóri VÍ segist hafa fengið kvartanir frá foreldrum og nemend- um sem eru óánægðir með hverfa- skiptinguna og að hafa ekki komist að þrátt fyrir háar einkunnir.  Átta framhaldsskólar þurftu að vísa umsóknum frá  30% dýrara að læra við VÍ en fyrir kreppu  Gjöld í öðrum skólum hækka líka vegna verðbólgu  Enn margir óánægðir með hverfaforganginn Vinsælasti skólinn líka sá dýrasti Morgunblaðið/Þorkell Nýstúdentar Allir sem sóttu um í framhaldsskólum hafa fengið pláss. Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Peter Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í gær, að hann hefði ákveðið að koma á fót óháðri rann- sóknarnefnd líkt og þjóðkirkjan gerði. Þetta gerir hann í ljósi ásak- ana sem komið hafa fram um kyn- ferðislegt ofbeldi og áreitni af hálfu vígðra þjóna kirkjunnar og starfs- manna stofnana hennar. Biskup hefur beðið Róbert Spanó lagaprófessor, sem fór með forsæti í sannleiksnefnd þjóðkirkjunnar, að skipa fulltrúa í nefnd sem hann hyggst koma á laggirnar. Jafnframt á Róbert að setja nefndinni starfs- reglur og markmið. Biskup leggur áherslu á að nefndin verði skipuð sem fyrst, að því er fram kemur í yf- irlýsingunni. Fleiri kennarar Þegar blaðamaður spurði Peter Bürcher biskup að því hvort hann teldi sig hafa staðið rétt að hlutum þegar hann fékk ábendingu um kyn- ferðisafbrot svaraði hann: „Það verður í hlutverki rannsóknarnefnd- arinnar að svara því.“ Aðspurður hvort samstarf kaþ- ólsku kirkjunnar og grunnskóla sé eðlilegt segir séra Jakob Rolland, kanslari kaþólska biskupsdæmisins: „Það er ekkert óeðlilegt við slíkt samstarf, það hefur tíðkast mjög lengi meðal kirkjunnar að starf- rækja skóla.“ Jafnframt bendir hann á að Landakotsskóli hafi verið einn af bestu skólum landsins samkvæmt því sem hann heyrði. „Það voru fleiri kennarar í Landakotsskóla en séra Georg og Margrét Müller,“ bætir hann við. Feta í fótspor páfa Peter Bürcher, biskup kaþólsku kirkjunnar, segist ætla að feta í fót- spor Benedikts páfa. Í yfirlýsing- unni segir orðrétt: „Að lokum vil ég, sem biskup kaþólsku kirkjunnar, feta í fótspor Benedikts páfa og biðja alla þá afsökunar og fyrirgefn- ingar sem kunna að hafa orðið fyrir kynferðislegum brotum af hálfu presta eða starfsmanna kirkjunnar.“ Rannsóknarnefndin verður skip- uð fyrir fyrsta september og verður innanríkisráðherra gerð grein fyrir skipun nefndarinnar og starfshátt- um hennar um leið og þess er kost- ur. Biskup kaþólskra biðst afsökunar  Kemur á fót rannsóknarnefnd úti læknanámi. Guðmundur segir kostnað við hvern læknanema í Nor- egi og Danmörku fjórar til fimm millj- ónir á ári sé litið til samantektar OECD. Það sé því ódýrara að búa til lækni á Íslandi. „Annars staðar á Norðurlöndunum eru miklu meiri peningar settir í rannsóknaraðstöðu, tækjabúnað og allt mögulegt svoleiðis sem háskólarnir búa betur að en við gerum.“ Fjárskortur í rannsóknum Guðmundur segir æ erfiðara að fjármagna rannsóknir og doktorsnám hér heima og dæmi sé um að ekki sé hægt að ljúka rannsóknum sökum fjárskorts. Þrátt fyrir allt segir Guðmundur ís- lenska læknanema hafa sannað sig vel í alþjóðlegum samanburði. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að íslensk- ir læknanemar taki allir samræmt próf sem sé lagt fyrir alla læknanema í Bandaríkjunum. Sá saman- burður hafi komið mjög vel út fyrir Háskóla Íslands. „Við birtum sömuleiðis heilmikið og það er vitnað í grein- arnar okkar. Það gef- ur þó kannski ranga mynd af því hvernig raun- verulega er að okkur búið,“ segir Guðmundur. „Nauðsynlegt að bæta aðstöðuna“  Ísland er minnsta málsvæði í heimi sem rekur læknadeild Morgunblaðið/Kristinn Háskólinn Það kostar íslenska ríkið um 10,2 milljónir að búa til einn lækni en æ fleiri halda svo utan strax að námi loknu án skuldbindingar. Forseti læknadeildar segir að bæta þurfi aðbúnað svo ungir læknar snúi aftur heim. Ekki verður áhugaleysi kennt um læknaskortinn því metfjöldi þreytti inntökupróf í læknadeild Háskóla Íslands nú í júní. Árlega komast um 48 manns í lækna- deild háskólans en valið er inn í deildina með inntökuprófi. Nú þreyttu 310 manns inntökupróf í læknisfræði. Þá þreyttu 72 inn- tökupróf í sjúkraþjálfun sem er efnislega sama próf en 25 munu komast að í sjúkraþjálfunarnám. Samkvæmt upplýsingum frá læknadeild er fjöldinn sem fær inngöngu miðaður við afkasta- getu sjúkrahúsanna varðandi verklega þjálfun stúdenta. Læknanemarnir skapa nokkurn kostnað fyr- ir spítalana, að- allega vegna hægari verkferla. Miðast við sjúkrahúsin 310 VILDU Í LÆKNADEILDBAKSVIÐ Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Það kostar íslenska ríkið um 10,2 milljónir að búa til einn lækni. Þá er litið til þess fjármagns sem lækna- deild Háskóla Íslands fær frá ríkinu auk kostnaðar við rekstur rannsókn- arstofa og annars aðbúnaðar sem til- heyrir náminu. Læknanámið er að lágmarki sex ár hér heima en árlega útskrifast að meðaltali 46 læknar samkvæmt tölum frá læknadeild. Flestir fara þeir svo út til fram- haldsnáms að sex árunum loknum en slakur aðbúnaður hér heima hefur gert það að verkum að fáir hafa snúið heim til Íslands aftur síðustu misseri. Guðmundur Þorgeirsson, forseti læknadeildar, segir mikilvægt að snúa vörn í sókn. Nauðsynlegt sé að bæta aðstöðuna svo auðveldara verði að fá unga lækna heim að loknu fram- haldsnámi. Norðurlöndin leggja mun meira fé í læknanám Guðmundur segir Ísland vera eft- irbát hinna Norðurlandaþjóðanna hvað varðar fjárframlög til lækna- kennslu og þá sérstaklega hvað varð- ar rannsóknir. Það sé að einhverju leyti skiljanlegt þar sem Ísland sé minnsta málsvæði í heimi sem heldur fyrst og fremst ódýr ÓDÝRT ALLA DAGA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.