Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Þó að Steingrímur J. Sigfússonmæti örþreyttur í hvert viðtalið á fætur öðru eftir langar vinnutarnir í ólíklegustu húsakynnum langt fram á nótt og lýsi mögnuðu fram- lagi sínu fyrir land og þjóð dugar það ekki til.  Landsmenn hafaþrátt fyrir næt- urvinnu Steingríms ekki orðið varir við að ástandið í at- vinnu- og efnahags- málum fari batn- andi. Þeir hafa ekki orðið varir við að landið sé farið að rísa þó að Stein- grímur hafi lýst því hátíðlega yfir fyrir nokkrum misserum og ítreki það nú í sí- fellu.  Og það hefur ekkert hjálpað þó aðJóhanna Sigurðardóttir flytji sömu ræðu í hverjum firðinum á fæt- ur öðrum. Þjóðin finnur á eigin buddu og skinni að ráðherrarnir eru báðir jafn ráðvilltir og áttavilltir.  Nýjasta vísbendingin um þetta ermæling á væntingum þjóðar- innar með svokallaðri væntinga- vísitölu.  Hún sýnir að landsmenn teljaástandið lítið sem ekkert breyst til batnaðar þrátt fyrir að Steingrímur og Jóhanna hafi haft tvö og hálft ár til að taka til hendinni og bæta ástandið. Ástæðan er vita- skuld sú að þó að þau tvö hafi haft langan tíma til að gera eitthvað þá hefur lítið sem ekkert gerst.  Og vandinn er ekki síst sá að þaðsem þó hefur verið gert hefur að stærstum hluta verið stórkostlega skaðlegt. Það skyldi þó ekki vera að betur gengi ef Steingrímur mundi ekki vaka um allar nætur. Hann væri þá síður móður er að morgni kæmi. Steingrímur J. Sigfússon Allt er víl sem var STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 28.6., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 5 súld Akureyri 7 alskýjað Kirkjubæjarkl. 17 léttskýjað Vestmannaeyjar 15 skýjað Nuuk 10 skýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Stokkhólmur 27 heiðskírt Helsinki 25 heiðskírt Lúxemborg 32 heiðskírt Brussel 32 léttskýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 17 skýjað París 28 þrumuveður Amsterdam 31 heiðskírt Hamborg 28 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 26 léttskýjað Moskva 27 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 36 heiðskírt Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 heiðskírt Róm 31 heiðskírt Aþena 25 skýjað Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 25 alskýjað New York 26 léttskýjað Chicago 22 heiðskírt Orlando 29 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:03 24:01 ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20 DJÚPIVOGUR 2:18 23:44 VIÐTAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Sigmúnd Jóhannsson, teiknara og uppfinningamann, þarf ekki að kynna fyrir lesendum Morgunblaðsins. Skopmyndir hans glöddu lesendur blaðsins flesta daga í 44 ár. Yfir- litssýning með verkum Sigmúnds frá meira en hálfrar aldar ferli hans sem teiknara verður opnuð almenningi í Akóges í Vestmannaeyjum á morgun klukkan 17.30. Sýningin verður opin yfir goslokahátíðina og jafnvel leng- ur. En hvað verður til sýnis? „Það verður allt milli himins og jarðar,“ sagði Sigmúnd. „Ég verð með blýantsteikningar, pennateikn- ingar – sumar þeirra litaðar, vatns- litamyndir, olíumálverk og Morgun- blaðssyrpu. Það er litrófið í þessu.“ Sigmúnd sagði að sýningin ein- kennist hvorki af einhverjum „isma“ né þema. Hann taldi að sýningunni yrði best lýst með nafninu á einni af níu bókum sem geyma teikningar hans en sú heitir Sigmúnd í súpunni. „Olíumálverkin eru svona konfekt- kassamyndir, náttúran í original án breytinga,“ sagði Sigmúnd. Myndefni margra málverka og vatnslitamynda hefur Sigmúnd sótt aðallega til Vest- mannaeyja og Noregs – tveggja fastra punkta í tilveru hans. Elstu myndirnar eru málaðar fyrir árið 1960 en alls verða um 120 verk á sýn- ingunni. Sigmúnd sýnir meðal annars tals- vert af manna- myndum, blýants- teikningum, sem eru frumgerðir að lituðum manna- myndum sem hann hefur verið beðinn að gera af sérstök- um tilefnum í tímans rás, til dæmis þegar fyrirmyndin átti afmæli eða annað slíkt. „Byrjunin var alltaf að gera mjög nákvæma blýantsteikn- ingu áður en farið var í vatnsliti á pappír,“ sagði Sigmúnd. Ein elsta blýantsteikningin er fermingarmynd af Önnu Englandsprinessu og sú yngsta er líklega af Reyni Pétri Ingv- arssyni þegar hann hljóp hringinn í kringum landið. Sigmúnd kvaðst hafa stigið upp frá trönunum og teiknibrettinu þegar honum var sagt upp hjá Morgun- blaðinu 19. október 2008. „Ég var bú- inn að teikna fyrir Moggann í 44 ár og þessum kafla var lokið,“ sagði Sig- múnd. „Allt milli himins og jarð- ar“ á sýningu Sigmúnds Sigmúnd Jóhannsson teiknari heldur yfirlitssýningu á myndverkum sínum frá meira en 50 ára ferli Sýningin verður opnuð í Akóges í Vestmannaeyjum á morgun Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Sýning Sigmúnd Jóhannsson var í óða önn að hengja upp myndir í Akóges í Vestmannaeyjum í gær. Nafnið á sýningu Sigmúnds Jóhannssonar í Akóges í Vestmann- eyjum, „Sigmúnd the Only One“, er komið frá Páli Helgasyni, hinum víðförula ferðafrömuði í Vestmannaeyjum. Hann lét ekki hjá líða að senda vini sínum Sigmúndi póstkort hvaðan- æva að úr heiminum. Áletrunin var einungis „Sigmund the Only One, Iceland“. „Og þau skiluðu sér alltaf,“ sagði Sig- múnd. „Ég ákvað að sýningin skyldi heita þetta og bæta við í 50 ár því þetta er 50 ára teikniferill. Svona er lífið.“ Hægt er að skoða teikningar Sigmúnds á vefsíðunni sigmund.is og lesa ýmsan fróðleik um teiknarann. „Sigmund the Only One“ PÓSTKORT SEM SIGMÚND VORU SEND ÚR ÖLLUM HEIMS- HORNUM KOMUST TIL SKILA ÞÓTT ÁRITUNIN VÆRI EINFÖLD Málverk úr Eyjum eftir Sigmúnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.