Morgunblaðið - 29.06.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 29.06.2011, Síða 11
Morgunblaðið/Ernir Náttúra Borðin á Grillmarkaðinum eru öðruvísi, náttúruleg og falleg. Einnig er notað mikið af stuðlabergi í innréttingunum. Guðlaugur, sem höfðu bæði unnið á Fiskmarkaðnum frá stofnun, hafi náð að telja þeim trú um að taka stökkið með sér. „Þau voru búin að hugsa mikið um þetta og vinna vel heima- vinnuna sína. Þau náðu alveg að selja okkur að gera þetta og við ákváðum að kýla á þetta. Við vildum hins vegar ekki gera neitt fyrr en við fengjum húsnæði sem við værum mjög ánægð með. Við biðum því í dálítinn tíma, þar til við vorum svo heppin að fá þetta fallega hús,“ segir Hrefna Rósa. Léttari stemning Guðlaugur verður yfirkokkur á Grillmarkaðnum og segir Hrefna Rósa að hún verði þar eftir þörfum en annars muni hún mestmegnis vinna á Fiskmarkaðnum. Hún við- urkennir að það hafi verið erfitt að ákveða matseðilinn fyrir Grillmark- aðinn en það hafi orðið auðveldara eftir að þau ákváðu stefnu staðarins. „Grillmarkaðurinn verður ódýrari en Fiskmarkaðurinn og fólk þarf ekki að plana með löngum fyrirvara að koma. Við ætlum t.d. að hafa ham- borgara í hádeginu þannig að það verður léttari stemning. Þegar búið er að ákveða svona hluti þá er auðvelt að vinna matseðilinn út frá því,“ segir hún. Ekki vön rólegheitum Hrefna Rósa hefur haft í nógu að snúast undanfarin ár. Afrekaskrá hennar er löng, því auk þess að reka veitingastaði hefur hún gefið út mat- reiðslubók, keppt með íslenska kokkalandsliðinu og verið með mat- reiðsluþætti í sjónvarpi. Hún þarf hins vegar að hægja á sér í haust þegar frumburðurinn er vænt- anlegur í heiminn en Hrefna Rósa viðurkennir að hún viti ekki hvernig rólegheitin heima við muni leggjast í sig. „Ég er ekki vön því en hugsa að ég verði komin á fullt um leið og ég get. Kærastinn minn er í skóla þann- ig að ég hugsa að hann verði meiri mamma en ég.“ Morgunblaðið/Ernir Mosaveggur Innréttingarnar eiga að vísa í íslenska náttúru. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Fyrir 4 500 g úrbeinuð kjúklingalæri 2 dl sechuan-paste 1 dl ólívuolía 1 rauður chili-pipar 6 stk. vorlaukur 1 haus romain-salat 1 haus lollo rosso- salat 20 g basillauf fersk 1 skallottlaukur 1 box kirsuberjatómatar 1 poki baby mosarella 5 radísur Aðferð: 1. Kjúklingalærin eru skorin í bita og elduð í ofni á 150°C í 15 mín. 2. Chili og græni parturinn af vorlauknum er saxað smátt og bætt út í sechuan-paste ásamt ólívuolíunni. Bragðbætt með salti. Kjúklingabitarnir settir út í sechuan-sósuna og geymt í kæli fram að notkun. (Hægt að hita kjúklinginn aftur upp í ofni rétt fyrir framsetningu ef vill). 3. Salötin eru skoluð vandlega og síðan skorin í strimla. 4. Kirsuberjatómötum er velt upp úr 3/4 dl olíu og salti og settir inn í ofn í 2-3 mín. á 150°C. 5. Basillaufin eru fínsöxuð ásamt skalottlauknum og blandað saman við kirsu- berjatómatana þegar þeir eru eldaðir. Passa að hafa olíuna með. 6. Baby mos- arella blandað saman við kirsuberja- og basilblönduna. 7. Radísur skornar í báta. Þá eru öllu raðað á disk, salatið fyrst, síðan tómatar og mosa- rella og seinast kjúklingur og radísur. Síðan er hægt að skreyta með þunnt skornum vorlauk og chili-skífum. Gott er að hafa afgangssósuna af kjúk- lingnum yfir eða bara með til hliðar. Sumarkjúk- lingasalat UPPSKRIFT FRÁ GRILLMARKAÐINUM „Það er mjög fjölbreytt tónlist sem hefur verið í uppáhaldi hjá mér í gegn um tíðina. Sum tón- list fer þó aldrei langt frá mér og er mér ávallt kær eins og gömlu tónskáldin Mr. De Sainte Colombe Le Fils og Marin Marais. Þeir voru gömbuleikarar og sömdu mikið af tónlist fyrir gömbu. Ég spila sjálf á gömbu, auk sellósins,“ segir Kristín Lárusdóttir sellóleik- ari. „Eitt það notalegasta sem ég geri í skammdeginu er að liggja í baði með ljósin slökkt, kveikt á kertum og hlusta á þessa tónlist. Sellósvíturnar eftir Johann Sebast- ian Bach held ég mikið upp á og spila þær reglulega. Ég held líka mikið upp á gott þungarokk en get ekki nefnt neitt ákveðið uppáhald í þeim efnum. Á tímabili var finnskt þungarokk í miklu uppáhaldi hjá mér, ekki þó bara þungarokkið heldur líka þjóðlögin þeirra, klassík og tangótónlist. Það sem er þó raunverulega mín uppáhaldstónlist er að hlusta á lífið í kringum mig, bæði í borginni og kyrrðina í sveit- inni. Ekkert jafnast þó á við malið í kettinum mínum sáluga. Núna er ég síðan í tangóbandi sem heitir Fimm í Tangó og við spilum finnska tangóa auk þess sem við spilum nýja íslenska tangóa sem hafa verið samdir fyrir okkur. Á föstudaginn næstkomandi verðum við einmitt með tangó- hlöðuball á Stokkalæk og þangað eru allir velkomnir.“ Uppáhaldstónlist Kristínar Lárusdóttur Bach og finnskt þungarokk í bland Morgunblaðið/Ómar Ljúft Mal í ketti er ósköp notalegt og að sumum finnst eins og fögur tónlist. Kristín Lárusdóttir Nú hefur þú aðgang að enn fleiri sjónvarpsstöðvum í Grímsnesinu. Kynntu þér Vodafone Sjónvarp gegnum Digital Ísland í 1414 eða á vodafone.is. Vodafone – með þér í sumar Ertu á leið í Grímsnesið? vodafone.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.