Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 www.noatun.is www.noatun.is Pantaðu veisluna þína á eða í næstu Nóatúns verslun Grillveislur 1299 Á MANN VERÐ FRÁ MEÐ MEÐL ÆTI Grísahnakkasneiðar Lambalærissneiðar Kjúklingabringur Lambafille Þín samsetning Grillveislur Nóatúns Á sunnudag sl. rann upp stór stund hjá SKB, Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna, þegar hvíldar- heimilið Hetjulundur var vígt og formlega tekið í notkun. Heimilið er fyrst og fremst hugsað fyrir krabbameinssjúk börn og fjöl- skyldur þeirra á meðan á erfiðum meðferðum stendur. Það var góð- gerðarfélagið Á allra vörum sem stóð að landssöfnun fyrir húsið árið 2009 með sölu á glossi og beinni sjónvarpsútsendingu. Ár er síðan fyrsta skóflustungan var tekin að húsinu en það stendur í landi Ket- ilsstaða í Holta- og Landsveit. Hvíldarheimilið Hetjulundur tekið í notkun Fram til 1. júlí verður ferðamönn- um á Suðurlandi boðið ókeypis tjaldstæði á öllum tjaldsvæðum við og í kringum Kirkjubæj- arklaustur í Skaftárhreppi og Vík í Mýrdal. Tjaldsvæðin eru mörg hver staðsett við helstu náttúruperlur svæðisins. Fjölbreytt aðstaða og tækifæri til afþreyingar eru á svæðinu, svo sem gönguferðir, akstur inn á há- lendið, veiði eða sund. Í báðum þéttbýliskjörnunum eru góðar sundlaugar og íþrótta- aðstaða til allkyns íþróttaiðkunar. „Vestur-Skaftafellsýsla er róm- uð fyrir náttúrufegurð og fjöl- breytileika,“ segir í tilkynningu. Ókeypis fyrir ferða- menn á tjaldstæði á Suðurlandi Á morgun, fimmtudag kl. 16, stendur Háskólinn á Bifröst fyrir málstofu um „Vorið í Mið- Austurlöndum“ í húsnæði skólans við Hverfisgötu 4 og 6 (5. hæð). Gestur málstofunnar verður dr. Brenda Shaffer sem starfar við há- skólann í Haifa í Ísrael og hefur kennt sumarnámskeið við Háskól- ann á Bifröst síðan árið 2008. Í erindi sínu mun hún fjalla um óeirðirnar sem hafa orðið í Mið- Austurlöndum og reyna að varpa ljósi á hvaða áhrif þær muni hafa á lýðræðisþróun á svæðinu. Varpa ljósi á „vorið“ Dagur rabarbarans verður haldinn í Árbæjarsafni (Lækjargötu 4) fimmtudaginn 30. júní kl. 15-17. Dagur rabarbarans er haldinn til að minna á mikilvægi þess að við- halda ræktun rabarbarans og nýt- ingu hans sem hefur verið samofinn sögu okkar og menningu í 130 ár. Flutt verða þrjú erindi um rabar- barann og loks verður bökukeppni. Dagur rabarbarans STUTT Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Lögmönnum hefur fjölgað mikið á Íslandi undanfarin ár. Félagsmenn í Lögmannafélagi Íslands (LMFÍ) eru nú 892 talsins og hefur þeim fjölgað um 66 á þessu ári. Þetta kemur fram í Lögmanna- blaðinu sem LMFÍ gefur út. Brynjar Níels- son, formaður LMFÍ, segir aug- ljóst að sam- keppni muni aukast gríðarlega milli lögmanna á næstu árum. Hann hefur þó engar sérstakar áhyggjur af stöðu mála. Ungar konur í sókn Þess ber að geta að lögmönnum ber skylda til að vera í LMFÍ. Af fé- lagsmönnum eru 612 héraðsdóms- lögmenn og 280 hæstaréttar- lögmenn. Alls starfa um 45% lögmanna sjálfstætt, 21% starfar sem fulltrúar sjálfstætt starfandi lögmanna. Um 20% starfa hjá fyrir- tækjum eða félagasamtökum, 9% hjá ríki og sveitarfélögum og um 5% eru hætt störfum, flestir sökum aldurs. Mikil fjölgun kvenna í stéttinni vekur athygli. Það er í takt við aukna sókn kvenna í laganám. Nú eru 243 kvenkyns lögmenn á Íslandi en þar af eru 35 hæstaréttarlögmenn. Kon- ur eru sérstaklega áberandi í röðum yngri lögmanna. Nefna má að um 84% kvenkyns lögmanna eru 49 ára eða yngri. Brynjar Níelsson, formaður LMFÍ, segir atvinnuleysi blasa við meðal lögmanna á næstu árum. Engar fjöldatakmarkanir „Þegar menn lifa í frjálsu og opnu samfélagi getur svona gerst. Það verður bara meiri samkeppni milli manna og þeir verða að sanna sig.“ Brynjar segir LMFÍ ekki hafa neinar sérstakar fjöldatakmarkanir í huga. Fólk verði að fá að gera það sem það vill gera. Brynjar segir íslenskt samfélag þó aðeins bera ákveðinn fjölda lög- manna. Hann á hins vegar von á að möguleikarnir verði fleiri fyrir lög- menn framtíðarinnar. Sem dæmi nefnir hann að fjölmargir lögmenn og lögfræðingar muni fá vinnu hjá stofnunum Evrópusambandsins gangi Ísland þar inn. Þá sæki æ fleiri Íslendingar laganám erlendis. Brynjar segist hafa meiri áhyggjur af því hvernig laganám mun æxlast í framtíðinni. Það verði að gera ákveðnar kröfur til laga- náms svo skólarnir ráði sér ekki al- veg sjálfir. Lögmannsprófinu fylgi ákveðin réttindi sem almenningur verði að geta gengið að. „Á meðan námið er gott þá er okkur nokkuð sama um fjölda lögmanna.“ Aukin samkeppni blasir við meðal lögmanna á Íslandi Brynjar Níelsson hrl.  Lögmönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár Morgunblaðið/RAX Lögmenn Lögmönnum hefur fjölgað mikið sl. ár og samkeppni mun aukast. Stéttin er einnig að breytast en ungar konur eru í stöðugri sókn. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er með sjófugl sem ég skaut sjálfur og reykti og silung sem ég veiddi. Ef ég væri betri skytta þá væri önd á matseðlinum,“ segir Atli Ottesen, matreiðslumaður á Vagningum á Flateyri. Hann hef- ur keypt staðinn og hyggst byggja upp góðan matsölustað, ekki síst með því að bjóða mat úr hráefni af svæðinu. „Þetta stóð ekki til en þegar mér var boðið að kaupa staðinn, hugsaði ég mig um í tíu mínútur og sagði já,“ segir Atli. Hann réð sig sem matreiðslumann á Vagn- inn í fyrravor og honum og kær- ustu hans, Sunnu Dís Másdóttur, líkaði svo vel á Flateyri að þau sneru ekki aftur suður eins og sumargestirnir. Fyrsta fasteignin sem Atli kaupir er því ekki blokk- aríbúð í Reykjavík heldur gamalt hús á Flateyri, 600 fermetrar að gólfflatarmáli. „Okkur líður bara svo vel hérna. Maður hefur meiri tíma fyrir sjálf- an sig en í borginni,“ segir Atli um vistaskiptin. Hann fékk veiði- dellu eftir að hann flutti vestur og nýtir í þágu rekstursins. „Það eru ekki margir sem geta veitt silung í vinnunni,“ segir hann. Flateyri er sumarbær Vagninn er þekktastur sem krá og skemmtistaður. Atli ætlar að byggja ofan á þá starfsemi. Reyna að skapa kaffihúsastemningu og koma upp góðum matsölustað. Auk eigin bráðar eru réttir úr lambakjöti og fiski á matseðlinum. „Ég keypti 25 lambsskrokka af bónda hér í haust. Þá verður sá fiskur á borðum sem kemur af bátunum hverju sinni,“ segir Atli. Hann leggur áherslu á að hann sé ekki að fara út í samkeppni um skyndibitann, nóg sé að hafa eina hamborgarasjoppu á staðnum. Flateyri er orðin sumarbær, eins og Atli tekur til orða. Mörg íbúðarhús eru notuð til sum- ardvalar auk þess sem ferðaþjón- usta fer vaxandi, meðal annars með tilkomu erlendra ferðamanna sem veiða á smábátum. Sum- argestirnir skapa umsvif. Það dregur úr á haustin og Vagninn verður ekki opinn alla daga yfir veturinn, en böllin og kráar- kvöldin verða á sínum stað. Orðspor um góðan mat „Ég mun byggja upp matstað- inn af heilindum. Það tekur sinn tíma, ég hugsa fimm til tíu ár fram í tímann með það. Ef mat- argestirnir fara ánægðir heim verður til orðspor um góðan mat og fleiri koma,“ segir Atli. Væri með önd á matseðlin- um ef ég væri betri skytta  Atli Ottesen heillaðist af Flateyri eftir að hann réð sig þar í sumarvinnu  Keypti Vagninn og byggir upp matsölustað Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Nýr vagnstjóri Atli Ottesen ætlar að rífa upp reksturinn á hinum goðsagna- kennda skemmtistað, Vagninum. Áhersla er á mat úr vestfirsku hráefni. Vagninn » Guðbjartur Jónsson stofn- aði Vagninn sem söluturn á Flateyri 14. júní 1982. Rekst- urinn þróaðist, mynd- bandaleiga bættist við, krá og skemmtistaður. » Guðbjartur er þekktur fyrir ýmis ummæli sem flugu víða. „Staður á undan sinni framtíð“ voru einkunnarorð Vagnsins alla þá tíð sem hann rak stað- inn. Ferðin hefst 7. júlí Ranghermt var í frétt í laugardags- blaðinu að kvenhjólaklúbburinn Skutlurnar hefði lagt af stað í hring- ferð sl. föstudag. Hið rétta er að þær leggja af stað í hringferðina 7. júlí nk. Stofnandi Skutlanna er Ásthild- ur Einarsdóttir, oft kölluð Skutlu- mamma. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.