Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Skólaskipið Eagle, sem um þessar mundir fagnar 75 ára afmæli sínu, lagði að bryggju í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Skipið, sem er í eigu bandarísku strandgæslunnar, mun halda heim á leið næstkomandi föstu- dag með viðkomu við strendur Snæ- fellsness. Skipið kom frá Evrópu þar sem það hafði viðkomu í Hamborg og London og Waterford á Írlandi. Við komuna til Reykjavíkur sigldu menn frá Landhelgisgæslunni og Slysa- varnafélaginu Landsbjörgu til móts við skipið og buðu skipverja vel- komna til landsins. Þegar blaðamann bar að garði voru skipverjar í óða önn að gera skipið tilbúið til sýningar. Það var opnað gestum og gangandi í gær og verður opið næstu tvo daga. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær er skipið „barkur“ en það er teg- und seglskipa sem hefur þrjú möstur. Skipið er veglegt að sjá enda um 1.900 tonn að þyngd. Tvíþættur tilgangur Að sögn Jeffs Janaro, sjóliðsfor- ingja um borð í Eagle, er tilgangur ferðarinnar tvíþættur. „Með ferð okkar til Íslands ætlum við annars- vegar að minnast þeirra bandarísku sjóliða sem fórust með Alexander Ha- milton, þegar þýskur kafbátur skaut á skipið við Faxaflóa. Hinsvegar ætl- um við að kynna okkur aðstæður hér á landi og reyna að læra eitthvað nýtt.“ Janaro segir skipverja bjóða fulltrúum íslenskra stjórnvalda ásamt fulltrúum bandaríska sendi- ráðsins til móttöku um borð í skipinu. Eftir viðkomuna á Snæfellsnesi mun skipið svo halda heim á leið til Halifax, þó með stuttum stoppum á leiðinni. Skipverjar minnast látinna félaga  Skólaskipið Eagle kom í Reykjavíkurhöfn í gærmorgun Morgunblaðið/Ernir Glæsilegt Bandaríska skólaskipið Eagle lagði við Reykjavíkurhöfn í gær og mun halda heim á leið nk. föstudag. Andri Karl andri@mbl.is „Tillögur lóðarhafa hugnuðust ekki skipulagsráði og var þeim því synjað í samræmi við ákvæði skipulags- og byggingarlaga með þeim leiðbein- ingum að ráðið er tilbúið að skoða til- lögur um aukna nýtingu á lóðinni, ef unnt er að fella steinbæ á lóðinni inn í hugmyndir um uppbyggingu.“ Svo segir í svari formanns skipulagsráðs Reykjavíkurborgar vegna fyrir- spurnar Morgunblaðsins um málefni eiganda lóðarinnar að Klapparstíg 19 sem fjallað var um í laugardags- útgáfu Morgunblaðsins. Í viðtali við talsmann eiganda gagnrýndi hann borgaryfirvöld fyrir að synja tillögu að deiliskipulagi á lóðinni auk þess sem hann sagði að engu líkara væri en að borgin beitti öllu kerfinu gegn lóðarhöfum. Páll Hjalti Hjaltason, formaður skipulagsráðs, segir að tillaga lóðar- hafa að breytingu á deiliskipulagi hafi verið unnin af þeim sjálfum og á þeirra ábyrgð. „Engin formleg já- kvæð afgreiðsla á erindi lóðarhafa liggur fyrir frá skipulagsráði Reykjavíkur né skipulagsstjóra. Í tillögunni var gert ráð fyrir breyt- ingu frá gildandi deiliskipulagi á þann hátt að nýting lóðarinnar hækkaði úr 0,69 í 1,56. Slík hækkun ein og sér telst vera veruleg breyting á deiliskipulagi svæðisins.“ Svör send til nefndar Þá bendir Páll á að lóðarhafi hafi aldrei sótt um að byggja upp á lóð- inni til samræmis við gildandi deili- skipulag, en vísar að öðru leyti í svör Reykjavíkurborgar til úrskurðar- nefndar skipulags- og bygginga- mála. Auk þess ítrekar hann að svör til nefndarinnar hafi verið send en það var eitt af því sem talsmaður lóð- arhafa gagnrýndi, þ.e. seinagang borgarinnar til að svara nefndinni en frestur til þess rann út í desember sl. Í greinargerð borgarinnar, sem dagsett er 16. júní sl., segir að ekki sé tekið undir fullyrðingar lóðarhafa um að tillagan að deiliskipulaginu hafi verið unnin í samstarfi við skipu- lagsyfirvöld, á annan hátt en að kynna fyrirætlanir sínar starfs- mönnum skipulags- og bygginga- sviðs og skipulagsráði. „Það er hlut- verk skipulagsyfirvalda að rýna í og leiðbeina borgurunum um tillögu- gerð í skipulagsmálum. Slík leiðsögn getur þó aldrei komið í stað lögbund- innar meðferðar skipulagsráðs og borgarráðs.“ Fullkunnugt um heimild Auk þess er vísað til bókunar skipulagsráðs við endanlega af- greiðslu málsins og að í henni sé ekki annað að finna en vilja til að vinna áfram með lóðarhöfum að uppbygg- ingu lóðarinnar „með það að leiðar- ljósi hvort unnt sé að fella steinbæ- inn inn í uppbygginguna.“ Segir að með þessum orðum sé ekki tekin lokaafstaða til þess hvort steinbær- inn verði rifinn eða ekki. Þá segir: „Skipulagsráði er full- komlega kunnugt um að heimilt er að rífa steinbæinn samkvæmt gild- andi deiliskipulagi, en vill setja það skilyrði fyrir mögulegum breyting- um að sú niðurrifsheimild verði felld niður. Minnt skal á að lóðarhafi hef- ur aldrei sótt um að fá að nýta sér uppbyggingarheimildir deiliskipu- lagsins, þ.m.t. heimild til að fjar- lægja umræddan steinbæ.“ Tillögurnar hugnuðust ekki skipulagsráði  Tilbúið að skoða aukna nýtingu á lóð Morgunblaðið/Árni Sæberg Steinbær Styr stendur um rústir steinbæjarins að Klapparstíg 19. Eagle var smíðað í Hamborg ár- ið 1936. Það er um 100 metra langt og tæplega 1.900 tonn á þyngd. Vél skipsins getur knúið það áfram á 10 hnúta hraða, en það getur náð allt að 17 hnúta hraða undir seglum. Að sögn Jeffs Janaros sjó- liðsforingja eru 235 manns um borð í skipinu. Þar af eru 15 sjó- liðsforingjar, 65 manna áhöfn og 135 upprennandi sjóliðsfor- ingjar í strandgæslu Bandaríkj- anna. Skipið er því gríðarlega stórt seglskip ef tekið er mið af seglskipum almennt. Gríðarlega stórt seglskip SKÓLASKIPIÐ ÖRNINN Das Auto. Metanlegur sparnaður Volkswagen Passat EcoFuelwww.volkswagen.is Volkswagen Passat Eldsneytiskostnaður Volkswagen Passat á hverja 1.000 km*. Metan 8.040 kr Dísil 12.095 kr Bensín 16.319 kr * Miðast við almennt verð á eldsneyti hjá Olís 11. maí 2011 Komdu og prófaðu metanbílinn sem allir eru að tala um!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.