Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Stórfjárfestingar í virkjunum og orkufrekum iðnaði skila sér ekki allt- af í raunverulegum hagvexti, heldur geta slíkar framkvæmdir verkað sem ruðningsáhrif á aðra atvinnustarf- semi. Sá slaki sem er þó nú fyrir hendi í íslensku efnahagslífi skapar kjörað- stæður fyrir hraða uppbyggingu orkufreks iðnaðar hér á landi, enda framleiðsluþættir hagkerfisins fjarri því að vera fullnýttir. Þetta er mat sérfræðinga GAM Management, sem unnið hafa skýrslu fyrir Landsvirkjun um stöðu fyrirtækisins eftir að fram- kvæmdaáætlun þess lýkur eftir ríf- lega tvo áratugi. Skýrslan var kynnt í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í gær. Umfangsmiklar fjárfestingar Landsvirkjun ráðgerir að fjárfesta fyrir um 3,5 milljarða Bandaríkjadala á næstu 10 árum. Miðað við opinbera gengisskráningu Seðlabanka Íslands samsvarar sú upphæð meira en 400 milljörðum króna. Á árunum 2021- 2025 áætlar Landsvirkjun að fjár- festa fyrir um 1,6 milljarð Banda- ríkjadala. Samfara fjárfestingum í virkjunum verður síðan að gera ráð fyrir samhliða fjárfestingum í iðnaði, sem mun nýta orkuna. Fjárfesting til ársins 2025 í virkjunum og orkufrek- um iðnaði gæti því numið meira en 1.000 milljörðum króna, samkvæmt mati GAM Management. Arð- greiðslugeta fyrirtækisins mun aukast mikið samfara þessu. Í skýrsl- unni segir að greiddur arður Lands- virkjunar til ríkissjóðs gæti numið á bilinu 30 til 112 milljörðum króna á ári hverju, háð því hvernig raforkuverð mun þróast og hvort sæstrengur verði lagður frá Íslandi til meginlands Evrópu. Gætu þurft að hægja á Ljóst er að svo umfangsmiklar fjár- festingar munu hafa veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf og ekki síst fjár- mál hins opinbera. Að samanlagðri fjárfestingu Landsvirkjunar í virkj- anamannvirkjum, fjárfestingu í orku- frekum iðnaði og afleiddri fjárfest- ingu gætu hagvaxtaráhrifin numið meira en tveimur prósentum á ári hverju. Dr. Ásgeir Jónsson, sem kom að samningu skýrslunnar, sagði að ef Landsvirkjun réðist í fjárfestingar nú, gæti tekið mun skemmri tíma en ella að vinna upp það tap sem sam- dráttur landsframleiðslu hefur orsak- að á síðustu árum. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði hins vegar að í ljósi niðurstöðu skýrslu GAM Management gæti Landsvirkj- un heldur þurft að hægja á heldur en hitt. „Það fer þó eftir því hver und- irliggjandi hagvöxtur verður. Ef framleiðsluslaki hverfur, gæti verið skynsamlegt að endurskoða fram- kvæmdaáætlunina. Landsvirkjun getur haft mikil áhrif á íslenskt efna- hagslíf,“ sagði hann við Morgunblaðið í gær. Ákjósanlegast að ráðast í stórframkvæmdir sem fyrst Árlegar arðgreiðslur Landsvirkjunar til ríkissjóðs allt að 112 milljarðar króna Ásgeir Jónsson Hörður Arnarson Áætlun Landsvirkjunar » Samkvæmt framkvæmda- áætlun Landsvirkjunar mun fyrirtækið fjárfesta fyrir ríflega 400 milljarða króna á næstu 10 árum. » Sökum þess að mikill fram- leiðsluslaki er í hagkerfinu segja sérfræðingar GAM Ma- nagement að rétt sé að ráðast í stórframkvæmdir nú. » Forstjóri Landsvirkjunar segir að fyrirtækið verði að horfa til undirliggjandi hag- vaxtar á Íslandi við ákvarðanir um stórar fjárfestingar. STUTTAR FRÉTTIR ● Bílaleiga Akureyrar – Höldur hefur keypt 80 nýjar Kia-bifreiðar. Af þess- um 80 Kia-bílum, sem bílaleigan kaupir, eru um 30 þeirra með inn- byggðu leiðsögukerfi frá Kia, sem meðal annars sýnir tæplega 30.000 km af merktum vegum, öll heim- ilisföng á Íslandi og hátt í 400 veit- ingastaði ásamt hundruðum annarra staða, samkvæmt fréttatilkynningu. Steingrímur Birgisson, forstjóri Bíla- leigu Akureyrar – Hölds, segir bílaleig- una þá stærstu á Íslandi, með rúm- lega tvö þúsund bíla í rekstri yfir sumarið. Bílaleiga Akureyrar kaupir 80 nýja bíla ● Miðað við maí 2010 hefur vísi- tala fram- leiðsluverðs hækkað um 6,3% en verðvísitala sjávarafurða um 11,4%. Á sama tíma hefur verð á afurðum stóriðju hækkað um 2,5% en matvælaverð hefur hækkað um 4,9%. Þetta kemur fram tölum frá Hagstofu Íslands. Vísitala framleiðsluverðs í maí 2011 var 216,9 stig (4. fjórðungur 2005 = 100) og hækkaði um 1,6% frá apríl 2011. Vísitala fram- leiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 249,3 stig, sem er hækkun um 0,8% (vísitöluáhrif 0,5%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 270,7 stig, hækkaði um 4,6% (1,7%). Vísi- talan fyrir matvæli hækkaði um 0,3% og vísitala fyrir annan iðnað lækkaði um 3,7% (-0,6%). Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 0,5% milli mánaða en vísitala fyrir útfluttar af- urðir hækkaði um 1,9% (1,6%). 6,3% árshækkun vísi- tölu framleiðsluverðs Vinna Framleiðslu- verð hækkar. ● Sænski bíla- framleiðandinn Saab hefur náð samkomulagi um sölu á eignum fyrir 28 milljónir evra, 4,6 milljarða króna. Mun Saab, sem á í verulegum fjár- hagserfiðleikum, leigja eignirnar aft- ur. Um er að ræða sölu á 50,1% hlut í fasteignafélaginu Saab Automobile Property en helstu lánardrottnar Saab eiga enn eftir að veita sölunni blessun sína. Um er að ræða verksmiðju Saab í Trollhättan í Svíþjóð, samkvæmt frétt Dagens Næringsliv. Saab selur eignir fyrir 4,6 milljarða króna Saab Á í fjárhags- erfiðleikum. Fyrirtæki og hagsmunaaðilar sem tengjast jarðvarmaiðnaði staðfestu í gær formlegt samstarf sitt. Sam- starfinu er ætlað að stuðla að framþróun og vexti íslenska jarð- varmaklasans, en alls koma um 60 aðilar að verkefninu. Kortlagning klasans hófst í október 2009, fyrir tilstuðlan ráðgjafarfyrirtækisins Gekon ehf. Í nóvember síðast- liðnum tók svokallað fagráð til starfa, sem skilaði síðan af sér skýrslu í gær. Skýrslan var kynnt á fundi í Arion banka, sem er helsti styrktaraðili verkefnisins. Banda- ríski prófessorinn Michael Porter, sem eignaðar eru kenningar um klasamyndun í atvinnugreinum, rit- ar formála skýrslunnar ásamt sam- starfsmanni sínum, Christian Ket- els. Samstarf í íslenska jarðvarma- klasanum er sagt tvenns konar í skýrslunni. Annars vegar rann- sóknadrifið og hins vegar fyrir- tækjadrifið. Ekki þykir tímabært að færa skilgreind verkefni inn á rannsóknadrifið klasasamstarf. Því verður áherslan nú lögð á samstarf fyrirtækja, en tilraun þar að lút- andi verður reynd á næstu 18 mán- uðum. thg@mbl.is Klasi innleiddur Formlegt samstarf fyrirtækja í jarð- varmaklasa reynt næstu 18 mánuði Morgunblaðið/ÞÖK Jarðvarmaklasi Á næstu 18 mánuðum verður unnið að ákveðnum verk- efnum innan íslenska jarðvarmaklasans. Að því loknu farið yfir árangur. Ekkert fæst upp í 100 milljóna króna almennar kröfur í þrotabú fé- lagsins X-75 ehf., sem áður hét Bókabúð Máls og menningar ehf. Skiptastjóri vonast hins vegar til þess að forgangskröfur – launa- greiðslur að mestu – fáist greiddar úr búinu. Þær nema 14 milljónum króna. X-75 ehf. var stofnað í ágúst 2009, þegar Kaupangur, eigandi húsnæð- isins að Laugavegi 18, keypti rekst- ur Bókabúðar Máls og menningar. Í marsmánuði síðastliðnum var til- kynnt að félagið hefði farið í þrot, en þá gerði skiptastjóri samkomulag við eigendur bókabúðarinnar Iðu við Lækjargötu um áframhaldandi rekstur. Félagið sem tók við rekstr- inum heitir Rúblan ehf. Stærstu kröfuhafar í búið eru fyrrnefndur Kaupangur ehf., sem gerir 20 milljóna króna kröfu vegna leigu og rafmagns og Múli ehf., sem gerir 14 milljóna kröfu. Þá gerir bókaforlagið Bjartur og Veröld rúmlega fimm milljóna kröfu í búið og Arion banki sjö milljóna. Súfistinn ehf., sem rak kaffihús á efri hæð búðarinnar, gerir fimm milljóna króna kröfu í þrotabúið. ivarpall@mbl.is 114 milljóna kröfur í þrotabú X-75 ehf. Laugavegur 18 X-75 ehf. var stofnað í ágúst 2009, þegar Kaupangur, eig- andi húsnæðisins að Laugavegi 18, keypti rekstur bókabúðarinnar. Forgangskröfur líklega greiddar Lítil breyting varð á vænt- ingum lands- manna til efna- hags- og atvinnu- ástandsins hér á landi nú í júní- mánuði frá fyrri mánuði. Þannig mældist Væntinga- vísitala Gallup 65,4 stig og var þróunin í þá átt að hún lækkaði lítillega frá því í maí, eða sem nemur um einu stigi. Er gildi hennar jafnframt lítið eitt hærra en það mældist í júní í fyrra þegar vísitalan mældist 61,2 stig. „Er því ljóst að landinn er enn töluvert tortrygginn á efnahags- ástandið hér á landi og þannig mun fleiri svartsýnir en bjartsýnir, en gildi vísitölunnar er undir 100 stigum þegar svo er raunin. Þetta má sjá í skýrslu sem Capacent Gallup sendi frá sér nú í morgun um væntingavísitölu sína fyrir júnímánuð,“ segir í Morgunkorni Íslandsbanka. Landsmenn svartsýnir                      !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +/0-./ ++1-+2 22-+21 2+-+., +1-/3+ +3/-14 +-035, +/3-4+ +.,-51 ++,-4. +/,-+3 ++1-0. 22-+42 2+-221 +1-//3 +34-+/ +-0301 +/0-0. +.,-,3 225-0351 ++.-20 +/,-,/ ++1-/ 22-2,1 2+-2/4 +1-43, +34-,1 +-03/4 +/,-5+ +.,-44 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.