Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Sti l l ing hf. | Sími 520 8000 www.sti l l ing.is | sti l l ing@sti l l ing.is Sjá nánar á: www.stilling.is/ferdabox NÚMER HEITI LÍTRAR LITIR VERÐ ÁÐUR TILBOÐ ÞÚ SPARAR 631100 Pacific 100 370 grátt 59.900 49.900 10.000 631200 Pacific 200 460 grátt/svart 79.900 65.900 14.000 631500 Pacific 500 330 grátt/svart 69.900 55.900 14.000 631600 Pacific 600 340 grátt/svart 89.900 79.900 10.000 631700 Pacific 700 460 grátt/svart 97.900 85.900 12.000 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hörð átök brutust út í Aþenu í gær milli óeirðalögreglumanna og mörg þúsund borgara sem mótmæltu efnahagstillögum sósíalistastjórnar Georgs Papandereous forsætisráð- herra. Lögreglan beitti táragasi til að dreifa mann- fjöldanum en var svarað með bens- ínsprengjum, glerflöskum og grjóti sem kastað var í lögreglu- mennina. Tveggja sólar- hringa allsherjar- verkfall hófst í Grikklandi í gær og má segja að samfélagið hafi að mestu lamast, samgöngur, bankastarfsemi og margvísleg önnur þjónusta lá að mestu niðri. Aðeins lágmarksþjón- usta var veitt á spítölum. „Ríkisstjórnin hefur lýst yfir stríði og við munum svara með stríði,“ sagði verkalýðsforinginn Spyros Linardopoulos sem tók þátt í að loka höfninni í Píreus, einni mikilvægustu hafnarborg Grikklands. Starfsmenn jarðlestakerfisins í Aþenu lögðu þó ekki niður störf, þeir vildu tryggja að almenningur kæm- fram á við fyrir Grikki. Ella muni ríkið ekki eiga fyrir launagreiðslum eftir nokkrar vikur. Stjórnin hefur fimm sæta meirihluta á þingi en tveir af þingmönnum hennar hafa að sögn BBC sagt að þeir muni ekki styðja tillögurnar. ist að þinghúsinu við Syntagma-torg þar sem greidd verða atkvæði um til- lögurnar á morgun og fimmtudag. Um 5.000 lögreglumenn voru reiðu- búnir að verja þinghúsið en sumir mótmælendur hótuðu að koma í veg fyrir að þingmenn kæmust þangað. Meirihluti kjósenda á móti tillögunum Samþykki þingið áætlunina um niðurskurð og aðrar aðhaldsgerðir munu Grikkir fá síðasta hlutann af risaláni evruríkjanna og geta forðast greiðslufall í bili. Kannanir sýna að 70-80% kjósenda eru á móti tillögum stjórnarinnar. Einkum fer það fyrir brjóstið á fulltrúum stéttarfélaga að boðaðar hafa verið skattahækkanir sem lenda munu af fullum þunga á þeim tekjulægstu. Bent hefur auk þess verið á að útilokað sé að þjóðin muni geta staðið undir klyfjunum. Semja verði um betri kjör við hin evruríkin; ef það takist ekki sé skárra að sætta sig við greiðslufall. Ráðamenn Evrópusambandsins hvöttu Grikki eindregið í gær til að samþykkja áætlun Papandreous sem hefur sagt að hún sé eina leiðin Hörð átök í Grikk- landi  Andstæðingar efnahagstillagna Papandreous hóta stríði gegn ríkis- stjórn sósíalista Georg Papandreou Reuters Harka Óeirðalögreglumenn brjótast gegnum elda sem kviknuðu þegar bensínsprengjum var varpað að þeim í mið- borg Aþenu í gær. Minnst þrír lögreglumenn og einn mótmælandi höfðu særst í átökunum síðdegis í gær. Fátt um lausnir » Stjórn Papandreous vill fara að kröfum annarra evruríkja um að ríkisútgjöld verði minnk- uð um a.m.k. 28 milljarða evra. » Einnig vill stjórnin selja rík- isfyrirtæki og bæta allt að 120 milljörðum evra við skulda- baggann næsta árið. » Frakkar vilja að evrópskir bankar samþykki sjálfviljugir að veita Grikkjum 30 ára greiðslufrest á stórum hluta lána sinna. En bent er á að þá sé aðeins verið ýta vandanum á undan sér. Heift Mótmælandi í átökum við lög- reglumann í Aþenu. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur fellt úr gildi lög í Kali- forníu sem bönn- uðu sölu á of- beldisfullum tölvuleikjum fyr- ir börn. Álítur rétturinn að bannið stangist á við stjórnar- skrárákvæði um tjáningarfrelsi. Sekta átti verslanir fyrir að selja leiki af þessu tagi börnum og ung- lingum undir 18 ára aldri. Antonin Scalia ritaði greinargerð fyrir fimm af sjö dómurum sem vildu fella lögin, töldu þau of víðtæk. Hann sagði að yfirvöld hefðu aldrei sett reglur um ofbeldisfull verk. „Margt er til dæmis ljótt í Grimmsævintýrum,“ sagði hann og rifjaði upp nokkra hrottalegustu kaflana í Mjallhvíti, Öskubusku og Hans og Grétu. Mikið væri líka um ofbeldi í námsbókum fyrir fram- haldsskóla, einnig í teiknimyndum fyrir börn í sjónvarpi um helgar. kjon@mbl.is Segja ofbeldis- tölvuleiki varða af tjáningarfrelsinu Margir tölvuleikir eru ofbeldisfullir. Fjármálaráð- herra Frakk- lands, Christine Lagarde, varð í gær fram- kvæmdastjóri Al- þjóðagjaldeyr- issjóðsins, AGS, og er hún fyrsta konan sem hreppir það emb- ætti frá því að sjóðurinn var stofnaður 1944. Bandaríkjamenn lýstu í gær- morgun yfir stuðningi við Lagarde og voru úrslitin þá í reynd ráðin. Dominique Strauss-Kahn varð ný- verið að segja af sér embættinu vegna ásakana um kynferðislegt of- beldi. Auk Evrópuríkja og Banda- ríkjanna studdu Kína og Rússland Lagarde en Mexíkó og fleiri ríki gagnrýndu að framkvæmdastjór- inn kæmi ávallt úr röðum vest- rænna frambjóðenda. kjon@mbl.is Lagarde fram- kvæmdastjóri AGS Christine Lagarde Kristján Jónsson kjon@mbl.is Kínverjar tóku vel á móti Omar Hassan al-Bashir, forseta Súdans, í gær þótt gesturinn kæmi degi seinna en boðað hafði verið. Að sögn súdanskra stjórnvalda var orsökin breyting á flugáætlun. Al-Bashir er eftirlýstur af Alþjóðasakamála- dómstólnum í Haag vegna aðildar að glæpum í Darfur-héraði, en ráða- menn í Peking virðast staðáðnir í að gæta vel hagsmuna sinna í Súdan. Þeir kaupa megnið af olíunni sem þar er unnin og selja stjórn al- Bashirs vopn. „Þessi heimsókn mun ýta undir hefðbundin vinatengsl Kína og Súd- ans, einnig lausn á málefnum er varða norður- og suðurhluta Súdans og lausn vandamála í Darfur- héraði,“ sagði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins, Hong Lei. Al-Bashir sagði í viðtali við helsta blað Kína, Dagblað alþýð- unnar, að margt gæti truflað skiln- aðinn milli landshlutanna í Súdan, á þeirri leið væru „margar tíma- sprengjur“. Ekki væri hægt að úti- loka styrjöld á ný milli suðurs og norðurs. En Kínverjar eru þegar byrjaðir að efla tengslin við vænt- anlegt ríki Suður-Súdana. Tryggja vel olíuhags- muni sína í Súdan Vígreifir Liðsmenn SPLA, helsta uppreisnarhersins í Suður-Súdan.  Kínverjar fagna al-Bashir forseta Sprengihætta » Olíulindirnar eru að mestu leyti í Suður-Súdan en íbúar þar hafa ákveðið að stofna sjálfstætt Suður-Súdan í júlí. » Norðanmenn hafa sam- þykkt þá áætlun en margir ótt- ast að átök verði samt í tengslum við sjálfstæðið. » Nýlega hröktust um 100 þúsund manns frá heimilum sínum í umdeildu héraði eftir innrás herja norðanmanna. Skannaðu kóðann til að lesa um Grikki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.