Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 18
Biðröðin lengist við dyr umboðsmanns FRÉTTASKÝRING Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is H inn 1. júlí næstkomandi rennur tímabundin viðbót við lög um greiðsluaðlögun út. Viðbótin felur í sér að umsækjandi um greiðsluaðlögun komist í greiðsluskjól þangað til um- sókn hefur verið afgreidd og/eða samningur um greiðsluaðlögun kemst á. Þessari heimild var bætt við í lögin á liðnu haustþingi. Í frumvarpi sem fylgdi breytingarlögunum sagði að starfsemi umboðsmanns skuldara væri ekki komin í „fullan rekstur“ og af þeim sökum gæti myndast biðtími frá því að umsókn um greiðsluaðlög- un væri lögð inn þar til umsókn væri tekin fyrir og greiðslufrestur veittur. Því var gildistími ákvæðisins ákveð- inn til 1. júlí 2011 og í frumvarpinu sagði jafnframt að reiknað væri með því að á þeim tímapunkti myndi bið- tími eftir afgreiðslu umsókna hafa styst í það sem „eðlilegt [geti] talist“. Tíu daga flýtimeðferð Þessi biðtími getur í dag verið allt að því fimm mánuðir að sögn Svanborgar Sigmarsdóttur, sviðs- stjóra kynningarsviðs hjá embætti umboðsmanns skuldara. Það er umtalsverður tími fyrir fólk í skuldavandræðum og umsóknir halda jafnframt áfram að streyma til embættis umboðsmanns skuldara. Að jafnaði berast um 40-50 umsóknir á viku en í síðustu viku bárust um 80 umsóknir. „Við bjuggumst alltaf við því að umsóknum myndi fjölga núna veru- lega eftir því sem 1. júlí nálgaðist. Við reiknuðum með því að fólk sem var að íhuga að leita sér aðstoðar myndi núna stökkva til og það er kannski ágætt að þeir sem þurfa á þessu úr- ræði að halda komi til okkar fyrr frekar en síðar.“ Hún segir jafnframt að nú þegar greiðsluskjólið verði ekki tryggt um leið og umsókn berist verði hægt að grípa til flýtimeðferðar umsókna sem geti tekið um tíu virka daga. „Við þurfum tíu daga til að taka fyrir um- sókn í flýtimeðferð og henni verður hægt að beita í neyðartilfellum.“ Aðspurð segir hún að fulltrúar embættis umboðsmanns skuldara hafi rætt við félags- og trygging- armálanefnd um að framlengja frest- inn. Það var hins vegar ekki gert. Guðbjartur Hannesson, velferð- arráðherra, segir fyrirkomulag þess- ara mála vera hluta af þings- samþykkt. „Ég held að staðan hafi verið metin þannig að fólk myndi sjá hvort það væri í erfiðleikum eða ekki fyrir þennan tíma. Þeir sem eru í greiðsluskjóli munu ekki missa af því, það er ekki hætt við það 1. júlí.“ Hann segir jafnframt að fram- tíðarfyrirkomulagið varðandi greiðsluaðlögun sé miðað við að fólk komist ekki í greiðsluskjól fyrr en eftir að umsókn þeirra um greiðslu- aðlögun hefur verið afgreidd. „Þingið mat það sem svo að það væri mik- ilvægt að átta sig á því hverjir væru í þessum vandræðum, vinna svo úr þeim pakka og málin færu svo í eðli- legan farveg í framhaldinu.“ Guðbjartur segir jafnframt að greiðsluaðlögunarferlið hjá umboðs- manni skuldara hafi gengið mun hægar en reiknað hafi verið með. „Þeir eru afar fáir sem hafa lokið samningum. Það er í raun lög- fræðivinna sem fer fram hjá umsjón- armönnum. Umboðsmaður skuldara er að reyna að hraða því ferli og koma því í auknum mæli inn á borð til sín. Úrræðið hefur í sjálfu sér virkað en gengið allt of hægt.“ Um eitthundrað umsjónarmenn starfa nú að því að ná samningum fyrir fólk um greiðsluaðlögun og 32 málum er lokið. Morgunblaðið/Ómar Raðir Umsóknum um greiðsluaðlögun til umboðsmanns skuldara fjölgaði mikið í síðustu viku. Biðtími eftir afgreiðslu getur verið fimm mánuðir. 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ný skoð-anakönn-un sýnir að aðeins um 19 pró- sent Þjóðverja eru hallir undir evru eftir að hafa búið við hana sem mynt í rúman áratug en yfir 70 prósent hafa illan bifur á henni. Það hlýtur að grafa mjög und- an trúverðugleika myntarinnar að afstaða öflugustu þjóðar- innar á svæði hennar sé svo blendin, svo ekki sé sagt fjand- samleg. Danir hafa formlega undan- þágu frá myntsamstarfinu, en hafa þó í raun hengt sig aftan í evruna með sáralitlu fráviki. Lars Lökke Rasmussen for- sætisráðherra Dana tilkynnti í ársbyrjun að hann myndi stofna til þjóðaratkvæða- greiðslu um upptöku evru á þessu ári. Nú hefur Lökke fall- ið frá þeim áformum sínum. Ástæðan er sú að skoðanakann- anir sýna að Danir myndu kol- fella upptöku evrunnar í slíkri atkvæðagreiðslu. Og þá eru viðbrögðin þau að láta hana ekki fara fram. Svíar hafa reyndar ekki und- anþágu frá því að falla undir myntsamstarfið. En þeir höfðu lofað því heima fyrir að kasta ekki krónunni fyrir evru nema þjóðin samþykkti það í al- mennri atkvæðagreiðslu. Slík atkvæðagreiðsla hefur farið fram og evrunni var hafnað. En samkvæmt umgengnisreglum evrópuvaldsins við almenning í evrópulöndum þá er þjóðarat- kvæðagreiðsla ekki endanleg nema þjóðirnar kjósi eins og elítan segir þeim. Ella verður viðkomandi þjóð neydd til að kjósa aftur og aftur þar til hún gefst upp. En skoðana- kannanir í Svíþjóð benda ótvírætt til þess að brussel- sinnar verði að bíða um hríð og kannski lengi þar til næst verð- ur reynt að hræða Svía til að kjósa sig inn í evruna. Og nú eru Grikkir með verklega út- tekt á því hvernig áratugs evruvæðing hefur reynst þeim. Og ekki er upplitið gott. Nú myndu margir ætla að reynsla Grikkja væri reyndar þyngri en tárum taki. En það er ekki skoðun allra, því ríkisstjórn sósíalista er þessa dagana að láta skjóta táragassprengjum á mótmælafund sem gríska verkalýðshreyfingin boðaði til. Skilaboðin frá Brussel til Aþenu eru þau að kokgleypi hún ekki tilskipanirnar þaðan muni engin lánafyrirgreiðsla berast frá ESB og AGS til Grikklands og landið verði strax í næsta mánuði ófært um að standa skil á ríkisskuldum. Ekki er það endilega sennileg hótun. Ástæðan er sú að lána- fyrirgreiðslan sem í boði er beinist ekki í raun að Grikkj- um. Hún gerir það aðeins að formi til. Hún er hugsuð til þess að bjarga evrópskum bönkum, en þó einkum til að forða evrunni frá því að lenda í hremmingum í stærri hag- kerfum en hinu írska, portú- galska og gríska. Því standa miklar líkur til þess að reynt verði að fleyta grísku efna- hagslífi áfram hvernig svo sem þingið í Aþenu heldur á málinu, í þeirri von að úrræði finnist í tæka tíð til að bjarga evrunni. Orrustan í Aþenu snýst um evruna en ekki Grikkland} Það hriktir í Ríkisstjórnlands verður stundum að gera fleira en gott þyk- ir. Forsendan er þá jafnan sú að miklir hagsmunir geti réttlætt aðgerðir sem í sjálfu sér orka tvímælis og séu jafnvel stjórnskipulega á gráu svæði eins og kallað er. Þekkt er þegar ríkisstjórn beinir því til löggjafans eða bráðabirgða- löggjafans að löglega boðað verkfall sé stöðvað. Á slíkt hefur reynt þegar verkfalls- réttur fámennrar stéttar hefur haft mun meira afl en í öðrum tilvikum þar sem verkfall hennar veldur öðrum hópum og þjóðinni allri verulegum og jafnvel varanlegum skaða. Dæmi um þetta eru verkföll stuttu áður en skammvinn loðnuvertíð gengur í garð. Eins er um lyk- ilstöðu fámennra stétta í samgöngu- málum, ekki síst um hásumartíð. En jafnvel fá- mennar stéttir í lykilstöðu eiga sinn rétt, sem virða þarf vel, en þær komast á hinn bóginn ekki hjá að sýna meiri varúð í beitingu verk- fallsheimilda en aðrir, ella missa þær fljótt alla samúð. Og ríkisvaldið þarf að vera mjög seinþreytt til lagasetn- ingar í vinnudeilum. Því komu mjög á óvart furðulegar yf- irlýsingar iðnaðarráðherrans, Katrínar Júlíusdóttur, sem hóf að hóta lagasetningu gegn verkfalli sem enn hefur ekki verið boðað. Í venjulegri rík- isstjórn þyrfti forsætisráð- herrann að gefa skýringar á slíkri framgöngu. Hótun iðnaðarráð- herra um lög gegn yfirvinnubanni var sérkennileg} Hjákátleg hótun É g sé í anda er flokkur manna er að róta í rústum New York-borgar eftir nokkur hundruð ár, og kem- ur niður á skjalasafn Mannrétt- indaráðs Sameinuðu þjóðanna. Sjáðu! kallar einn fornleifafræðingurinn til annars (hann kallar reyndar , en það er annað mál). Þegar menn svo fara að grafa sig í gegnum þessa merku heimild munu þeir örugglega hissa sig yfir því hve mikið af froðu flæddi um sali Sameinuðu þjóðanna, hve oft menn sögðu eitt en gerðu annað og því hve skýrt kom í ljós á hverjum degi að þjóðir eiga enga vini, þær eiga bara hagsmuna að gæta. Út úr öllum samþykktum mannréttindaráðsins munu menn svo lesa eina staðreynd óhrekj- andi, það að ein þjóð var öðrum verri þegar mannrétindi og mannréttindabrot voru annars vegar, ein þjóð var verst af öllum – Ísrael. Málið er nefnilega að um enga þjóð hefur verið eins oft ályktað og eins harkalega í mannréttindaráðinu og Ísr- aelsmenn og framferði þeirra, síðast á síðasta fundi ráðs- ins 17. júní sl. Ísrael hefur verið fordæmt í á fjórða tug samþykkta mannréttindaráðsins, sem er víst ríflega helm- ingur samþykkta þess frá því það var stofnað 2006. Reyndar er Ísrael eina landið sem hefur verið fordæmt sérstaklega, meira að segja Súdan var ekki fordæmt þeg- ar stjórnvöld þar stóðu að fjöldamorðum, fjöldanauðg- unum og þjóðernishreinsunum í Darfur-héraði; menn létu nægja að lýsa áhyggjum sínum. Hamas-samtökin, sem hafa á stefnuskrá sinni að eyða Ísrael og þá helst með því að drepa alla sem eru gyðingatrúar, ráða ríkjum á Gaza-ströndinni, landskika við landamæri Egyptalands og Ísraels. Hamas ræður ríkjum á Gaza, hrifsaði til sín völdin í kjölfar þess að samtökin sigruðu í kosningum í janúar 2006. Í framhaldi af því settu Ísraelsmenn hafnbann á Gaza og Egyptar einnig, þótt enginn hafi veist að Egyptalandi fyrir vikið. Margir minnast þess eflaust að mikill floti sigldi frá Tyrklandi til Gaza í lok maí á síðasta ári og lyktaði með blóðsúthellingum þegar Ísr- aelsmenn stöðvuðu skipin. Tilgangur sigling- arinnar þá var að koma hjálpargögnum til íbúa Gaza, matvælum, lyfjum, fatnaði og álíka, enda íbúarnir aðþrengdir eftir fimm ára hafnbann. Nú er annar slíkur floti að búa sig til siglingar til Gaza, heldur af stað frá Grikklandi á næstu dögum ef verkfallsaðgerðir koma ekki í veg fyrir það. Sá floti siglir þó að áhöld séu um hversu mikið vanti af hjálpargögnum á Gaza, enda má ekki gleyma því að af- kastamiklir smyglarar hafa starfað á landamærum Gaza og Egyptalands á síðustu árum og flutt alls kyns varning um neðanjarðargöng. Þá má ekki heldur gleyma því að í lok maí sl. afléttu Egyptar ferðatakmörkunum yfir landa- mærin að Gaza-ströndinni og von að menn spyrji: Til hvers er siglt? Ég geri ráð fyrir að svarið verði: Til þess að klekkja á verstu þjóð allra tíma, mestu mannréttinda- illmennum okkar tíma, Ísraelsmönnum. Árni Matthíasson Pistill Mestu illmenni vorra tíma STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon 3.039 Umsóknir sem hafa borist um greiðsluaðlögun 1.112 Mál sem hafa verið afgreidd 32 Mál sem hefur tekist að ljúka með samningum ‹ GREIÐSLUAÐLÖGUN › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.