Morgunblaðið - 29.06.2011, Page 21

Morgunblaðið - 29.06.2011, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 ✝ Einar ÓlafsStefánsson fæddist í Hafn- arfirði 22. sept- ember 1925. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 23. júní 2011. Foreldrar hans voru Kristín Sig- urðardóttir, húsfrú, f. 28. ágúst 1893 í Miðhúsum í Hvolhreppi, d. 21. mars 1962, og Stefán Jó- hann Jóhannsson, bílstjór- akennari og bifreiðasali, f. 22. júní 1896 á Gunnsteinsstöðum í Langadal, d. 27. júlí 1963. Hálfsystkin Einars, börn Krist- ínar og fyrri manns hennar Einars Ólafssonar, eru: Ólafur G. Einarsson, f. 25. apríl 1913, d. 14. september 1974, Þórunn Einarsdóttir, f. 24. mars 1916, d. 9. desember 1978 og Mar- grét G. Einarsdóttir, f. 20. maí 1918, d. 18. mars 2009. Al- systkin Einars eru: Ingibjörg, f. 20. ágúst 1923, d. 10. maí 1998 og Friðrik Jóhann, f. 9. desember 1927. Einar kvæntist 1. nóvember 1952 Ástu Krist- jánsdóttur, fulltrúa, f. 1. sept- ember 1931. Foreldrar hennar voru Sigríður Einarsdóttir, Þorkelsdóttur er Guðrún Berglind Einarsdóttir, sjúkra- liði á Heilbrigðisstofnun Suð- urlands, f. 9. júlí 1949. Einar ólst upp í Reykjavík og lauk sveinsprófi í húsgagnabólstrun með ágætiseinkunn árið 1947. Kennari hans var Ásgrímur P. Lúðvíksson. Einar fékk meist- araréttindi í iðn sinni 1950. Árið 1948 starfaði Einar hjá Nordiska kompaniet í Nyköp- ing í Svíþjóð. Hann nýtti sum- arlokun fyrirtækisins til þess að kynnast landi og þjóð og ferðast hundruð kílómetra á reiðhjóli með starfsfélaga sín- um Eggerti Ólafssyni. Einar stofnaði eigið verkstæði með Sigsteini Sigurbergssyni á Vitastíg árið 1951, verkstæðið fluttist síðan á Njálsgötu 49 og að lokum á Laugarnesveg 98, þar sem Einar rak verkstæðið einn. Einar vann jafnt fyrir einstaklinga sem fyrirtæki og stofnanir, m.a. Eimskip, Há- skóla Íslands og Þjóðminja- safnið. Einar var þekktur fyrir fagmennsku og vönduð vinnu- brögð og sögðu kunnugir að hendur hans gætu gert hvern gamlan stól að listaverki. Margir heimsóttu verkstæðið í miðborg Reykjavíkur og á Laugarnesveginn, mest í við- skiptaerindum með húsgögn en einnig til þess að þiggja kaffi og vínarbrauð og spjalla um daginn og veginn. Útför Einars fer fram frá Áskirkju í dag, 29. júní 2011, og hefst athöfnin kl. 13. húsfrú, f. 12. des- ember 1899 í Reykjavík, d. 10. júlí 1970, og Krist- ján Ebenezersson, sjómaður og beyk- ir, f. 27. apríl 1893 í Þernuvík, Ög- urhreppi, d. 23. júlí 1972. Börn Einars og Ástu eru: 1) Stefán, sér- fræðingur í um- hverfisráðuneytinu, f. 7. apríl 1953. Eiginkona hans er Inga Þórsdóttir, prófessor við Há- skóla Íslands. Börn þeirra eru: Ásta, lögfræðingur, f. 1978, Þór, menntaskólanemi, f. 1992 og Kolbeinn, mennta- skólanemi, f. 1994. 2) Sigríður, sjúkraliði á Heilbrigðisstofnun Suðurlands, f. 4. júní 1956. Eiginmaður hennar er Þorgeir Kristjánsson, bifreiðastjóri hjá MS Selfossi. Börn þeirra eru: a) Kristján Eldjárn, búfræð- ingur og rafveituvirki, f. 1978. Sambýliskona Kristjáns Eld- járns er Rósa Sif Jónsdóttir, skrifstofumaður. Sonur þeirra er Þorgeir, f. 2010. b) Einar, húsasmiður, f. 1982. Sambýlis- kona hans er Steinunn Erla Kolbeinsdóttir, lögfræðingur. Dóttir Einars og Guðrúnar Hörpu þinnar ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (ÁK) Við fráfall afa rifjast upp margar minningar um góðan mann og því ákváðum við bræðurnir, á Selfossi, að setjast niður saman og minnast hans í nokkrum orðum. Þegar við vorum litlir strák- ar áttum við gleðistundir hjá afa og ömmu. Það var alltaf stutt í glettnina hjá afa og þá flugu gjarnan á milli okkar brandarar og önnur gamanyrði, stundum var gengið helst til of langt að mati ömmu ef húm- orinn varð of svartur. Afa heimsóttum við stundum á bólstrunarverkstæðið hans inni á Laugarnesvegi á meðan mamma útréttaði í Reykjavík, þessar stundir voru okkur bræðrum ógleymanlegar. Í þessum heimsóknum okkar rölti afi oft með okkur í næstu sjoppu og keypti handa okkur Leo-súkkulaði og litla kók í gleri sem stundum fylgdi lakkr- ísrör. Afi var mikill sælkeri og hjá þeim afa og ömmu var yfirleitt alltaf boðið upp á kökur og annað sætabrauð með kaffinu. Ef afi hafði farið út í bakarí þá spurði hann okkur að því hvort okkur fyndist kaffimeðlætið ekki gott, ávallt voru svör okk- ar bræðra jákvæð, þá brosti afi og sagði að það væri vegna þess að það væri svo vel keypt. Hjá afa og ömmu fengum við líka alltaf eftirrétt ef við borð- uðum hádegis- eða kvöldmat hjá þeim. Eftir matinn spurði afi ömmu að því hvað væri í graut, en afi kallaði eftirréttinn alltaf graut, sama hvort það var ís eða annað. Þegar við vorum hjá afa og ömmu í Reykjavík var stundum farið með okkur í sund. Í Laugardalslauginni þekkti afi hvern einasta mann, fannst okkur, en hann var þar tíður gestur. Það var eins þeg- ar við fórum í Hagkaup, afi heilsaði nánast öllum og spjall- aði við suma. Við bræður héld- um að afi hlyti að þekkja alla í Reykjavík. Á sumrin fórum við stundum með afa og ömmu í bústaðinn í Fljótshlíðinni, þar gerðu afi og amma ýmislegt með okkur strákunum. Við kíktum eftir berjum niðri á Markarfljótsaurum, veiddum í Bleiksánni, fórum í gönguferðir og margt fleira. Í hlíðinni átt- um við margar góðar stundir með afa og ömmu. Afi var áhugasamur um það sem við höfðum fyrir stafni hverju sinni. Hann fylgdist vel með hvernig okkur gekk í námi og í íþróttum. Hin seinni ár spurði hann okkur alltaf út í ferðalög þegar við hittumst og hvort við ætluðum að fara á eitthvað flakk eins og hann orð- aði það. Afi hafði mikinn áhuga á ferðalögum og fannst gaman að fara til útlanda. Við gætum rifjað upp margar fleiri minn- ingar um hann afa okkar en lát- um staðar numið hér. Elsku afi, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt, þú munt ávallt eiga stað í hjörtum okk- ar. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Kristján Eldjárn og Einar Þorgeirssynir. Einar Ó. Stefánsson hús- gagnabólstrari er borinn til grafar í dag, en hann lést hinn 23.júní, þegar sól var í hádeg- isstað. Hann sofnaði inn í sól- skinið. Hann hafði hætt störf- um á verkstæði sínu við Laugarnesveg fyrir nokkrum árum, þegar hann taldi, að ellin færi að láta á sér kræla. Einar var í hópi hinna hóg- væru og sístarfandi iðnaðar- manna, sem um langt skeið hafa myndað fylkingu sér- menntaðra og sérþjálfaðra manna, sem hafa treyst sam- félagið og tryggt að hér á landi sé unnið með réttum aðferðum og af smekkvísi. Hann lauk iðn- námi hér í Reykjavík, meistari hans var Ásgrímur P. Lúðvíks- son. Einar hlaut meistararéttindi og vann um skeið í Svíþjóð. Síð- ar rak hann verkstæði í Reykjavík, fyrst með Sigsteini Sigurbergssyni og seinna á eig- in vegum. Verkstæðið var fyrst við Vitastíg, svo við Njálsgötu og loks við Laugarnesveg. Ein- ar naut mikils trausts og hafði oft samninga við stór fyrirtæki, sem þurftu að hafa náið eftirlit með húsgögnum sínum og láta halda þeim í hinu besta ástandi. Einstaklingar leituðu einnig til hans, ekki síst til að endurgera gamla vandaða hluti og tryggja sem best samræmi í efni og litum. Höfundur þessara kveðju- orða þekkti hannyrðakonu í gamla miðbænum, sem þurfti alloft að fá púða og sessur sett- ar upp, sem svo var kallað og kom þá ekki annað til greina en að skipta við Einar. Einar ólst upp í Reykjavík. Foreldrar hans voru Kristín Sigurðardóttir húsfrú og Stef- án Jóhann Jóhannsson bílstjór- akennari og bifreiðasali í Hafn- arfirði og Reykjavík. Kristín var fædd í Miðhúsum í Hvol- hreppi og Stefán á Gunnsteins- stöðum í Langadal. Nánir ætt- menn Einars voru margir, því að systkini hans voru fimm. Hann var gæfumaður í einkalífi sínu. Hann kvæntist hinni ágætustu konu, Ástu Kristjáns- dóttur, Ebeneserssonar frá Þernuvík í Mjóafirði við Ísa- fjarðardjúp. Voru þau einstak- lega samhent og höfðu góð áhrif í kringum sig. Þau voru áhugasöm um heilbrigða lífs- hætti og stunduðu sund dag- lega árum saman. Þau lögðu stund á gönguferðir með vina- hópi um Reykjavík og nágrenni og lengri ferðir víða um land. Enda unnu þau fegurð lands síns og náttúru. Þess nutu þau í ríkum mæli í áratugi er þau döldust í sumarbústað sínum í landi Háamúla í Fljótshlíð. Þar réð fegurðin ríkjum hvert sem litið var. Einar og Ásta ferðuðust einnig um önnur lönd. Hann naut þess nú í vor að komast til Spánar ásamt Ástu, en veiktist þar. Höfundur þessara minning- arorða þekkti Einar í hartnær fjörutíu ár vegna fjölskyldu- tengsla. Hann var hvers manns hugljúfi. Það og sameiginlegur áhugi okkar á mönnum og mál- efnum í Reykjavík þá rúmlega átta áratugi sem við höfum verið höfuðborgarbúar, gerði öll okkar samskipti ánægjuleg og bætti enn við þá gleði að sameiginlegir afkomendur okk- ar gáfu sig að gömlu körlunum. Með lífi sínu og starfi gaf Ein- ar unga fólkinu sínu gott for- dæmi. Minningarnar um hann munu hér eftir sem hingað til auka trúna á gildi þess að eiga tengsl við gott fólk. Blessuð sé minning hans. Þór Vilhjálmsson. Heima hjá mér standa þau og eru notuð alla daga, hús- gögn sem Einar afi minn lagaði og gerði falleg. Nettur stóll sem var hálfgert brak áður en afi kippti honum með sér, kom aftur undurfagur, með rauð- röndótt fínlegt áklæði við glansandi dökkan viðinn. Afi tengist kaffilykt og hádegis- fréttum, í frumbernsku minni þegar ég var á hverjum degi hjá ömmu. Ég sá hann vinna þegar ég var lítil. Þá sat ég við saumavélina sem var gömul en á hana mátti sauma hvað sem var. Þaðan horfði ég á hann líma, negla og hefta, pússa, nota pensil og blýant. Hann var nákvæmur og vann án þess að hika. Brosti og sýndi mér að það mátti hitta ljósaperu með heftibyssu, af nokkuð löngu færi, þannig að small í. Seinna tók ég eftir höndum hans, og að hann hafði afar næmt auga fyr- ir fegurðinni. Hann keyrði bíl af sömu leikni og hann gerði aðra hluti. Hann fór oft með okkur austur, inn fyrir Miðhús og Stórólfshvol í Fljótshlíð, þar sem mamma hans fæddist og ólst upp. Við fórum eftir gamla Fljóts- hlíðarveginum, í bústaðinn í miðri grösugri brekkunni. Ef ég væri sagnfræðingur sem hefði áhuga á sögu Reykjavíkur á síðustu öld myndi ég sjá eftir þekkingunni á fólki, húsum, stígum og strætum, sem glatast þegar menn eins og afi deyja. Mér skilst að pabba hans hafi einhvern tíma boðist að kaupa húsnæði, en heldur viljað leigja, og af þessum sökum fluttu þau oft. Afi virtist muna hverjir höfðu búið í flestum húsum og hvað hafði á daga þeirra drifið. Hann sagði helst sögurnar sem skemmtu okkur. Hann lýsti því þegar ítölsku flugmennirnir komu og vanga- veltum krakkanna í götunni um tengsl þessara manna við barn- ið sem fæddist um svipað leyti í næsta húsi. Minntist á hestafólk sem áði á Hlemmi, vínarbrauð sem fengust, og ég held að hann hafi munað hvernig húsin voru á litinn um árið 1930. Að eigin sögn var hann svo þægur að þegar hann fór út að leika sér gekk hann fram og aftur fyrir utan eldhúsgluggann hjá mömmu sinni. Vegna þess að ég heyrði hann stundum tala um hana, er mér ljóst að það er eitthvað til í þessu. – Og eld- húsin hennar, þau voru í húsum við Sólvallagötu og Grjótagötu, Lindargötu og Ránargötu, Frakkastíg, Grettisgötu og fleiri götur í borginni. Í staðinn fyrir að gráta þekkinguna sem hverfur á ég eftir að minnast hans með gleði og sakna þess að geta ekki drukkið með honum kaffi í eld- húsinu, eða úti í sólinni, eins og einhvern dag síðasta haust, þegar við sátum á svölunum og létum sólina skína framan í okkur. Við ræddum eitthvað, kannski sundlaugar, eða hjóla- ferð kringum Vänern. Einhvern tíma ræddum við jafnvel um guð, og ég, unglingurinn, fékk svör sem ég tók mark á. Ég minnist mildi og vandvirkni, léttleikans og ástarinnar hans og ömmu. Á síðustu dögum hans voru þau ástfangin eins og alltaf, og honum tókst enn að skemmta okkur hinum. Svo kvaddi hann, daginn fyrir Jóns- messunótt. Ég sé hann fyrir mér í sumarnóttinni, þar sem bjartar álfkonur fylgja honum. Hann hefur mætt þeim óhræddur, heilsað kurteislega og sagt eitthvað sem kom þeim til að hlæja. Ásta. Einar Ólafs Stefánsson Elsku Dídí langamma, það er erfitt að vita það að þú sért dáin. Þú varst alltaf svo glöð og kát og góð við alla og það var svo gott að koma í heimsókn til þín, það var alltaf eittvað gott á boðstólum og svo var auðvitað skál með nammi í, svona fyrir okkur yngri kyn- slóðina. Það var svo gaman að sjá þig sitja með hann Kol og lauma upp í hann ýmsu góðgæti, þú og Kolur voruð bestu vinir og við vitum að Kolur saknar þín líka alveg eins og við. Það verður skrýtið að geta Sigríður Hjálmars- dóttir Diego ✝ SigríðurHjálm- arsdóttir Diego fæddist í Unuhúsi í Reykjavík 30. júní 1920. Hún lést að Seljahlíð 15. júní 2011. Sigríður var jarðsungin frá Laugarneskirkju 23. júní 2011. ekki komið við hjá þér eftir skóla í vet- ur. Við viljum kveðja þig með broti af uppáhalds-sálmin- um þínum. Ó, faðir, gjör mig lítið ljós um lífs míns stutta skeið til hjálpar hverjum hal og drós, sem hefur villst af leið. Ó, faðir, gjör mig ljúflingslag, sem lífgar hug og sál og vekur sól og sumardag, en svæfir storm og bál. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (Matthías Jochumsson) Guð geymi þig. Íris Lind Sveinsdóttir, Kristján Páll Theodórsson og Sigríður Ásta Theodórsdóttir. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ JÓNSDÓTTIR, áður Sæfelli, Seltjarnarnesi, sem lést þriðjudaginn 14. júní, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 15.00. Guðni Sigþórsson, Helga Guðmundsdóttir, Guðrún J. Sigþórsdóttir, Guðmundur Ingi Jónsson, Sigþóra O. Sigþórsdóttir, Brynjar Sigtryggsson, Helga Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Föðursystir okkar, RAGNHEIÐUR HELGA VIGFÚSDÓTTIR, lést á Landspítalanum við Fossvog sunnu- daginn 19. júní. Útförin fer fram frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Dísa Sigfúsdóttir, Inga Jóna Sigfúsdóttir, Helgi Vigfús Karlsson, Lárus Jón Karlsson, Hallur Ólafur Karlsson, Þorgeir Bergsson, Halla Bergsdóttir. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFLIÐI ÞÓRÐUR MAGNÚSSON rithöfundur frá Bíldudal, lést á heimili sínu á Selfossi laugardaginn 25. júní. Minningarathöfn fer fram í Laugardælakirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 11.00. Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 16.00. Eva Þórarinsdóttir, Björk Hafliðadóttir, Magnús B. Óskarsson, Sóldögg Hafliðadóttir, Jónatan Hertel, Jóna Vigdís Evudóttir, Sigþór Þórarinsson, Una Rós Evudóttir og barnabörn. • Mikið úrval • Yfir 40 ára reynsla • Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.