Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 ✝ Þuríður SvavaKjartansdóttir fæddist að Rifs- halakoti í Rang- árvallasýslu 9. maí 1933. Hún lést á líknardeild Land- spítala í Kópavogi 18. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru hjónin Anna Guðmunds- dóttir, f. 14. janúar 1892, d. 5. október 1974 frá Núpi í Fljótshlíð og Kjartan Magn- ússon, f. 30. september 1898, d. 29. mars 1975 frá Brekkum á Rangárvöllum. Systir hennar er María, f. 25. febrúar 1930, búsett á Selfossi. Þuríður Svava ólst upp með foreldrum sínum á ýmsum bæj- um í Rangárþingi. Þau bjuggu í Ölversholti 1934-1938, Móeið- arhvolshjáleigu 1938-1939, í Vatnsdal í Fljótshlíð 1939-1946 og á Torfastöðum í sömu sveit 1946-1962. Að loknu barna- Bjarnadóttur kennara. Dætur þeirra eru Melkorka og Elín Svava. Synir Kjartans frá fyrra sambandi eru Haraldur Óli og Hjalti Þór, d. 12. júní 2009. Anna María f. 16. september 1964, launafulltrúi. Sambýlismaður hennar er Jóhann M. Lenharðs- son lyfjafræðingur. Guðbjartur, f. 31. júlí 1969, skólastjóri, kvæntur Margréti Sverrisdóttur kennara. Börn þeirra eru Þór- unn Anna og Óli Þorbjörn. Þur- íður Svava fluttist að Selfossi vorið 1955. Þá hóf hún störf við símstöðina á Selfossi og vann þar óslitið til ársins 1989 eða í 34 ár að undanskildu árinu 1979- 1980 er fjölskyldan var í náms- dvöl í Flórida í Bandaríkjunum. Auk starfa við talsímaþjónustu helgaði Þuríður Svava fjölskyldu sinni starfskrafta sína og alúð. Hún tók virkan þátt í fé- lagsstörfum á fyrri hluta ævinn- ar, lék með Leikfélagi Selfoss fyrstu 13 árin í starfi þess 1956- 1969 og var formaður þess í nokkur ár. Einnig var hún for- seti Inner Wheel á Selfossi um skeið. Útför Þuríðar Svövu verður gerð frá Selfosskirkju í dag, 29. júní 2011 og hefst athöfnin kl. 13.30. skólanámi í Fljóts- hlíðinni stundaði Þuríður Svava nám við Héraðsskólann að Laugarvatni í tvo vetur. Að því loknu nam hún við Húsmæðraskólann í Hveragerði. Þá vann hún um skeið við karlmannafata- saum hjá Andrési Andréssyni í Reykjavík. Löngu síðar stundaði hún nám við Póst- og símaskól- ann í Reykjavík og enn síðar við fræðslusetrið Mirror Lake í St. Petersburg, Flórida. Hún giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Óla Þ. Guðbjarts- syni, fyrrverandi skólastjóra, 24. mars 1962. Þau hófu búskap að Kirkjuvegi 5 á Selfossi en fluttu 1964 í nýbyggt hús sitt að Sól- völlum 7 þar sem þau bjuggu síð- an. Börn þeirra eru: Kjartan f. 26. ágúst 1961, framhaldsskóla- kennari, í sambúð með Valgerði En nú var ég kominn á hauðrið mitt heim og heilsaði dölum og fjöllum. Ég sagði það hróðugur þjóðum og þeim að þú værir fegurst af öllum. Og svo var ég einn með þeim, ástkæra Hlíð, og armana um gestinn þau lögðu; þau voru svo náttúrleg, voru svo fríð, og vorkvöldin eggjuðu og þögðu. Og oft sleit ég nauðugur augu mín frá þeim indælu brekkum og hæðum, sem litu á mig brosandi og liðu svo hjá á léttum og angandi klæðum. (Þorsteinn Erlingsson.) Komin eru tímamótin sem enginn fær umflúið. Brotthvarfi úr jarðnesku lífi fylgir förin til hins óþekkta og í þá för lagði móðir okkar hiklaus og sannfærð í trú sinni. Á tímamótunum lítum við til baka og sjáum í skýrara ljósi en nokkru sinni fyrr hve mikið er skilið eftir. Í sérhverju okkar sjást þessa skýr merki og vefurinn allur þéttofinn þótt hver um sig hafi að sjálfsögðu unnið með sínum hætti úr því sem gefið var. Nú örlar líka á skilningi barnanna á trú móðurinnar. Trúnni sem fólst í því að sérhver maður skyldi takast á við áraun lífsins, stælast af mótlæti og gæta auðmýktar við sigrum. Við ævi- lok stendur maðurinn nakinn frammi fyrir skapara sínum og hlýtur dóm. Síðasta spölinn horfði móðir okkar órög og æðrulaus fram til gerðarmannsins, tilbúin að hlíta dómi hans. Þegar dregin er upp mynd af þeim sem er okkur svo mjög í merg og bein runninn og næst okkur stendur er örðugt að skilja milli manns sjálfs og fyr- irmyndarinnar. Hvar liggja mörkin? Hvar endar persónuleiki móðurinnar og hvar hefst vitund barnsins? Sú lína verður aldrei dregin. Staðfestan er okkur efst í huga er við minnumst móður okkar. Staðfestan gagnvart okkur systk- inunum, bjargfastur áreiðanleiki og traust sem endurómaði trúar- sannfæringu hennar. Arfi for- feðranna, gildum þjóðarinnar, skilaði hún til okkar. Koma skyldi fram við alla sem jafningja og meta hið góða í fari sérhvers manns; „vera aldrei hortugur við þá sem eru litlir fyrir sér og hrekkja aldrei nokkurt dýr“ svo vitnað sé í Sjálfstætt fólk nóbels- skáldsins. Við systkinin urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að alast upp á heimili þar sem jafnvægi var milli aðhalds og frelsis. Foreldrar okk- ar voru samrýmdir og mótuðu andrúmsloft sem hvatti til skoð- ana, og skoðanaskipta. Móðir okkar lá sjaldan á skoðunum sín- um og kenndi okkur að hafa skyldi í hávegum hreinskiptni og orðheldni. Ábyrgð fylgdi athöfn- um og orð höfðu afleiðingar. Betra veganesti er vandfundið. Móðir okkar reyndist þannig börnum sínum hollráð í hvívetna og góð fyrirmynd. Að leiðarlokum kveðjum við með söknuði en eftir standa minningarnar, bjartar og fagrar. Guð blessi minningu móður okk- ar, Svövu Kjartansdóttur. Kjartan, Anna María og Guðbjartur. Ég veit hestinn minn traustan og mig heimvonin gleður það er bjart fyrir austan þar er blíðskaparveður. (Eíríkur Einarsson.) Í dag er til grafar borin tengdamóðir mín, Svava Kjart- ansdóttir. Förinni er lokið, síð- asta símtalið að baki og ekki verð- ur oftar spurt í glettni: „Hvað er í pottunum?“ Fljótlega eftir fyrstu kynni okkar Svövu varð mér ljóst að þar fór gáfuð og kjarkmikil kona, áræðin og fylgin sér. Sterkur persónuleiki og rík í lund, skjót í tilsvörum og fyndin, en hvöss ef því var að skipta. Trúuð kona með sterka réttlætiskennd. Fjölskyld- an var ávallt í fyrirrúmi og tryggð við fólkið hennar órofa. Gjafmildi og rausnarskapur, næmi og smekkvísi á jafnt hið smáa sem stóra í lífi mannanna. Svava gat verið dul og sannarlega var hún ekki gjörn á að flíka tilfinningum sínum en þeir sem til þekktu vissu að undir þunnri skel sló stórt hjarta. Í röska hálfa öld var Svava eiginmanni sínum stoð og stytta. Mikil samkennd og trúnaðar- traust ríkti milli þeirra. Þau nutu félagsskapar hvort annars og í samtölum þeirra var Svava gjarna í hlutverki þess sem hlust- ar, greinir og ráðleggur og lá þá ekki á skoðunum sínum. Við Anna María dvöldum iðu- lega á Sólvöllum 7, ekki hvað síst um jól og áramót. Þá kynntist ég öllu hinu besta í fari Svövu og það gleymist seint. Á ferðalögum með Óla og Svövu kom glöggt í ljós hve sterkar taugar Svava, sveita- stúlkan úr Hlíðinni, hafði til nátt- úrunnar og sveitalífsins. Hest- arnir skipuðu ríkan sess í huga hennar og ekki brást að hún hefði orð á ef fyrir augu bar litfagra hesta sem minntu á hestana heima. Ferðalögin urðu upp- spretta minninga um glaðværa konu sem naut lífsins hvort sem leiðin lá um framandi slóðir eða Fljótshlíðina. Betri ferðafélagi er vandfundinn. Þegar ég hitti Svövu fyrst var að mestu að baki sá kafli ævi hennar sem var virk þátttaka í fé- lagsstörfum, ekki hvað síst með Leikfélagi Selfoss. Hún lék í mörgum þeirra sjónleikja sem settir voru á svið á Selfossi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og rómuð var túlkun henn- ar á sterkum persónuleikum í þeim verkum, t.d. Höllu í „Fjalla- Eyvindi“ og Helgu í Bræðra- tungu í „Skálholti“. Svövu var einkar lagið að flytja ljóð af smekkvísi og eftirminnilegum næmleik og var oft fengin til þess á vegum ýmissa félagasamtaka, auk þess að koma fram í hlutverki fjallkonunnar. Ást Svövu á ljóðum og gleði hennar við flutning þeirra hélst óbreytt þótt félagsstörfunum lyki og á ferðunum fyrrnefndu nutu ferðafélagarnir iðulega náðar- gáfu hennar á því sviði. Hinsti spölurinn var langur og erfiður. Mjög var af Svövu dregið síðustu æviárin en hún gerði ávallt lítið úr veikindum sínum og naut hverrar stundar sem gafst, til ferða eða með fjölskyldunni. Æðrulaus mætti hún örlögum sínum. Undir lokin leitaði hugur- inn sterkt til átthaganna í Fljóts- hlíð. Minningar þaðan stóðu ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum, daglega lífið í sveitinni heima; sveitinni sem ævilangt átti sinn stað í huga hennar og hjarta. Sveitinni fyrir austan. Að leiðarlokum minnist ég Svövu með mikilli hlýju og þökk. Jóhann M. Lenharðsson. Þegar við hugsum um ömmu minnumst við þess að hún var alltaf til staðar fyrir okkur. Hún var alltaf til staðar fyrir okkur barnabörnin, í blíðu og stríðu og þörfnuðumst við einhvers vissum við að við gætum alltaf leitað til hennar. Hún var sú sem við viss- um að stæði alltaf við bakið á okk- ur. Amma passaði sko alveg upp á sína og við vitum að það gerir hún enn. Og það sem amma var örlát, það var ekkert venjulegt. Mann átti sko ekki að vanta nokkurn hlut og alls ekki að sitja heima þegar maður gat verið úti að skemmta sér. Hún hafði líka gaman af því þegar maður kom og sagði henni hvað maður hefði tekið upp á að gera og alveg sama hvað það var, þá var amma aldrei neitt hneyksluð, heldur hló bara með manni. Amma bjó á Sólvöllum með afa og það var alltaf notalegt að koma í heimsókn til þeirra. Þar áttum við góðar stundir í stofunni með ömmu þar sem hún og afi sögðu okkur sögur og við hlustuðum á tónlist saman, því amma átti marga skemmtilega geisladiska. Á sumrin sat amma úti í sólbaði og okkur þótti gaman að vera þar með henni. Hún leyfði okkur að tína rifsber og sulla með vatn. Amma hafði gaman af því að sitja úti og njóta sólarinnar og á sumr- in þegar maður gisti hjá ömmu og afa þá var hún oftast komin út í garð þegar maður vaknaði. Þess vegna er birta og heið- ríkja yfir minningunni um ömmu. Núna eru minningarnar allt sem við eigum um ömmu og þess vegna erum við þakklát fyrir hvað þær eru margar og góðar. Guð blessi minningu ömmu. Melkorka, Elín Svava, Haraldur Óli, Þórunn Anna og Óli Þorbjörn. Í dag fylgjum við mágkonu okkar, Þuríði Svövu Kjartans- dóttur, til grafar. Lokið er erfiðu stríði við illvígan sjúkdóm sem hún tókst á við af miklu æðru- leysi. Hún og Óli, bróðir okkar, bjuggu alla sína búskapartíð á Selfossi. Þar uxu börn þeirra úr grasi. Á þeim árum þegar börnin okkar og þeirra voru að alast upp var mjög vinsælt að koma á heim- ili þeirra við Sólvelli. Þá var gjarnan keyrður Þing- vallahringurinn og komið við hjá þeim hjónum á Selfossi. Þangað var gott að koma. Svava, eins og við kölluðum hana ætíð, naut sín vel í góðra vina hópi. Hún var hrókur alls fagnaðar, höfðingi heim að sækja, söngelsk og hafði lag á að halda uppi góðri stemmn- ingu. Við og fjölskyldur okkar minnumst öll margra gleðistunda frá þessum árum. Á sínum yngri árum stundaði Svava mikið leiklist og reyndar Óli einnig. Hún var glæsileg á sviði, þar sem sópaði að henni og flutningur hennar þótti sérstak- lega glæsilegur, enda voru henni falin mörg stór hlutverk á sviði leiklistarinnar. Á starfsvettvangi sínum vann Svava hjá Pósti og síma á Selfossi um áratugabil, þar sem hún sinnti óeigingjörnu starfi af dugnaði og skyldurækni. Eftir að Óli hóf að taka þátt í op- inberum störfum fyrir samfélagið var ekki hjá því komist að við slík- ar aðstæður yrði mikið um áreiti á heimili þeirra. Þar stóð Svava ávallt þétt við hlið hans og studdi hann með ráðum og dáð. Við, sem þekkjum til á heimili þeirra hjóna, vitum að þau voru mjög náin í leik og starfi. Bæði á þetta við þegar þau á yngri árum tóku þátt í starfi Leikfélagsins á Selfossi og ekki síst hin síðari ár eftir að þau settust í helgan stein. Þá ferðuðust þau mikið saman, bæði tvö ein og einnig með börn- um sínum. Ávallt var heimili þeirra opið vinum og vandamönn- um. Við, systkini Óla og fjölskyld- ur, viljum nú þegar við kveðjum mágkonu okkar í hinsta sinn senda honum, börnum, tengda- börnum og barnabörnum þeirra okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við minnumst góðra stunda í samvistum með Svövu af söknuði og alúð. Sigrún, Hjörtur, Fjóla, Guðríður, Ruth og fjölskyldur. Þuríður Svava Kjartansdóttir Mætur vinur Hans Ploder hef- ur kvatt. Það var mikið lán fyrir Lúðra- sveit Hafnarfjarðar þegar Plo- der tók að sér að stjórna sveit- inni árið 1965 og gerði það samfellt í 25 ár. Strax gerðu menn sér ljóst að hér var á ferð mikill tónlistarmaður, vandaður og nákvæmur og horft var fram á bjart tónlistarvor í firðinum. Hans Ploder sem bjó á Seltjarn- arnesinu ók ekki bifreið sjálfur en þurfti að koma sér suður eftir vikulega ár eftir ár. Fyrstu árin var það eiginkonan Hanna sem skutlaði bóndanum og á meðan pössuðu börnin fimm hvert ann- að. Þegar þau komust á legg voru Bryndísi og Björgvini af- hentir lúðrar og svo þegar þau höfðu aldur til tóku þau við af mömmu sinni við að koma stjórn- andanum á æfingar og LH flokk- urinn naut góðs af traustum fjöl- skylduböndum. Með starfi sínu sem stjórnandi hlúði Ploder að hljóðfæraleikur- um og gerði til þeirra kröfur. Tónninn skyldi vera hreinn og intónasjónin nákvæm, ekkert „vúlí vúll“. Á haustin vissi hann hvað hann vildi vinna um vet- Hans Ploder ✝ Hans Plodervar fæddur 21. ágúst 1927 í Bruck an der Mur, Aust- urríki. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi á hvíta- sunnudag 12. júní 2011. Útför Hans Plod- ers fór fram frá Dómkirkju Krists konungs, Landa- koti, mánudaginn 27. júní 2011. urinn, pantaði nótur og skrifaði út svo hentaði sveitinni og frumritin færu ekki á flakk. Vandvirkn- in var í fyrirrúmi, hvergi strokað út enda alltaf skrifað með bleki. Ploder afhenti svo Frið- þjófi nótnabunkann til fjölföldunar og eftir það þurfti ekki að ljósrita meira þann veturinn, nóturnar voru klárar og í réttri röð í möppunum. Á hverja einustu æfingu mætti hann vel undirbúinn. Æf- ingarnar voru nýttar til hins ýtr- asta en átakalaust. Margir fé- lagar í Lúðrasveit Hafnarfjarðar sem nutu leiðsagnar Ploders hafa gert tónlistina að ævistarfi á einn eða annan hátt. Ploder á sinn hlýja og kurteisa hátt hlúði að, hvatti og kenndi. Hann var og verður okkur fyrirmynd. Plo- der bjó til alveg sérstakan hljóm í lúðrasveitina, skarpan, tæran og fylltan og ekki var verra ef menn gátu spilað stutt! Stjórn- andinn var líka afbragðs félagi og mikill húmoristi. Hann gerði grín að íslenskunni enda spila menn enn „Öxar við brúnna“ og „Vífilbrekku“ í Lúðrasveit Hafn- arfjarðar. Margar góðar minn- ingar ylja og gleðja; fagnaðir eft- ir góða tónleika, Germaníuböllin, Lúðrasveitarlandsmót og ekki síst utanlandsferðir á heimaslóð- ir Ploders. Kæra Hanna og fjölskylda, fé- lagar í Lúðrasveit Hafnarfjarðar senda ykkur innilegar samúðar- kveðjur. Hildur, Þorleikur og Halla Margrét.             ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, bróður og vinar, GUÐMUNDAR ANDRÉSSONAR, Galtarlæk 2, Hvalfjarðarsveit. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Guðrún Jónsdóttir, Guðbjörg Guðmundsdóttir og fjölskyldur hins látna, Galtarlæk og Galtarlæk 2. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns, bróður, föður, tengdaföður, afa og langafa, RAGNARS BORG fyrrum ræðismanns og framkvæmdastjóra, sem lést á dvalarheimilinu Grund miðvikudaginn 15. júní. Starfsfólki V3 á Grund viljum við þakka sérstaklega fyrir einstaka umönnun og kærleiksríka framkomu. Ingigerður Þóranna Melsteð Borg, Anna Borg, Anna Elísabet Borg, Rein Norberg, Elín Borg, Benedikt Hjartarson, Óskar Borg, Berglind Hilmarsdóttir, Páll Borg, Ingunn Ingimarsdóttir, Eva, Rakel, Thelma, Inga, Hildur Emma og Elín Ósk. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlý- hug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru SOFFÍU S. Ó. AXELSDÓTTUR, Diddu, fyrrv. bankamanns. Pétur Axel Pétursson, Þuríður Elísabet Pétursdóttir, Pétur Jökull Pétursson, Guðmundur Ketill Guðfinnsson, Stefán Pétursson, Védís Guðjónsdóttir, María Pétursdóttir, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Ásta Soffía Pétursdóttir og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.