Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 ✝ Sveinn Sæ-mundsson fæddist í Fagrabæ í Höfðahverfi, Grýtubakkahr., S- Þing. 22. nóvember 1939. Hann lést á krabbameinslækn- ingadeild Landspít- alans 19. júní 2011. Foreldrar Sveins voru Sæmundur Reykjalín Guð- mundsson, bóndi í Fagrabæ, f. 27. nóv. 1899, d. 2. apríl 1974 og kona hans Guðrún Jóns- dóttir, húsfreyja, f. 18. ágúst 1902, d. 27. ágúst 1993. Systkini Sveins eru: Guðbjörg f. 1929, d. 1986, Valgerður f. 1931, d. 2000, Guðmundur f. 1932, d. 2005, Jón f. 1934, Hallur f. 1935, d. 1984, Anna, f. 1937, d. 1979, Tómas, f. 1943, Sigrún, f. Hannes, f. 1932, d. 2007, Jó- hannssynir. Stjúpdóttir Sveins og dóttir Sigríðar er Gyða Þor- geirsdóttir, hjúkrunarfræð- ingur, f. 20. nóvember 1957. Maki hennar er Hallur Karls- son, framhaldsskólakennari, f. 28. ágúst 1950. Börn þeirra: Ragnheiður, f. 1983 og Jóhann Karl, f. 1994. Dóttir Ragnheið- ar: Hafdís Svava, f. 2006. Sveinn varð stúdent frá MA 1962 og útskrifaðist sem við- skiptafræðingur frá HÍ 1968. Löggiltur endurskoðandi 1975. Hóf nám og störf á Endurskoð- unarskrifstofu Svavars Páls- sonar í Reykjavík 1968 og rak þá skrifstofu ásamt fleirum 1976-86. Hefur rekið Endur- skoðun Sveins Sæmundssonar ehf., Suðurlandsbraut 10, frá 1987 og gerði það til dauða- dags. Sveinn gekk til liðs við Oddfellowhreyfinguna árið 1999 og starfaði í stúkunni Þor- keli mána. Útför Sveins verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, miðviku- daginn 29. júní 2011, og hefst athöfnin klukkan 15. 1944 og Baldur, f. 1946, Sæmund- arbörn. Sveinn kvæntist 27. nóvember 1965 Sigríði Hafdísi Jó- hannsdóttur, grunnskólakenn- ara, f. 16. júní 1936. Foreldrar hennar voru Jó- hann J. Krist- jánsson, héraðs- læknir á Grenivík og í Ólafsfirði, f. 7. júní 1898, d. 3. október 1974 og kona hans Inga Guðmundsdóttir, húsfreyja, f. 30. mars 1896, d. 22. október 1970. Bræður Sigríðar eru: Haraldur Kristófer, f. 1921, d. 2004, Guðmundur Kristján, f. 1922, d. 2008, Hannes, f. 1926, d. 1931, Birgir Jóhann, f. 1929, Heimir Brynjúlfur, f. 1930, Í dag kveð ég ástkæran stjúp- föður minn, hann Svein. Hann kom inn í líf mitt þegar ég var 7 ára svo samfylgdin er orðin næstum 47 ár. Genginn er einkar heiðvirður maður, greindur og samviskusamur. Hörkuduglegur og greiðvikinn. Geðprúður og fór ekki um með hávaða. Kunni til verka hvort sem var við smíðar eða endurskoðun og uppgjör reikninga. Skipulagður og snyrtilegur, hver hlutur á sínum stað. Geymdi aldrei til morguns það sem hann gat gert í dag. Kunni líka að slappa af með góða bók og njóta lífsins lystisemda á sinn hógværa hátt. Hafði gaman af ferðalögum og að renna fyrir fisk. Sannkallað náttúrubarn. Ráðagóður og réttsýnn, réð mér og mínum alltaf heilt í gegnum tíðina. Skemmtilegur með góða nærveru og hnyttna frásagnar- gáfu. Í 17 ár bjuggum við Hallur undir sama þaki og mamma og Sveinn í Grafarvoginum og var ekki amalegt fyrir Ragnheiði og Jóhann Karl að ganga að afa og ömmu vísum á efri hæðinni. Stuðningur stjúpföður míns við okkur í gegnum tíðina er okkur ómetanlegur og verður aldrei fullþakkaður. Lokarorrustan við sjúkdóm- inn var snörp og hörð og háði stjúpi minn hana af miklu æðru- leysi. Minningin um einstakan mann lifir. Lífsganga Sveins stjúpa míns var svo sannarlega eftirbreytniverð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gyða. Látinn er okkar kæri mágur, Sveinn Sæmundsson endurskoð- andi, langt um aldur fram. Það var okkur fimm bræðrum Sigríð- ar systur okkar mikil eftirvænt- ing hver yrði nú mágur okkar, og ekki urðum við fyrir vonbrigðum þegar við litum augum glæsileg- an öðlingspilt frá Fagrabæ við Eyjafjörð, sömu sveit og við fæddumst í. Sveinn féll mjög vel að fjölskyldu okkar og var hvers manns hugljúfi. Aðallega voru það ferðir okk- ar í sumarhús okkar í Ólafsfirði er urðu okkur minnisstæðar, því Sveinn var dugnaðarforkur og var ætíð sívinnandi við betrum- bætur húss og lóðar. Gamansam- ur var Sveinn og á síðkvöldum flugu oft snjallar gamansögur af hans vörum. Félagslyndur var Sveinn og tók hann m.a. þátt í félagsskap Lionsmanna til margra ára, en starf hans í Oddfellowreglunni átti hug hans allan síðustu árin. Dysta og Sveinn voru einnig fé- lagar í Korpúlfunum, félagsskap eldri borgara í Grafarvogi. Dysta og Sveinn nutu þess að ferðast, bæði hér innanlands og utan og var Sveinn óspar að segja frá þessum ferðum. Dysta og Sveinn reistu sér glæsilegt einbýlishús í Grafar- voginum og þangað var gott að koma, enda ekkert til sparað í mat og drykk. Síðustu árin nutu þau lífsins í fallegri íbúð í Sóltúni 10. Við færum Dystu systur og allri fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Sveins. Guð veri með ykkur. Birgir Jóh. Jóhannsson. Heimir Br. Jóhannsson. Elsku afi minn, nú er þessari baráttu lokið og þetta var sann- kölluð barátta því þú gafst aldrei upp. Þú ætlaðir að standa upp aftur og talaðir um ferðina til Kanada og hvað þig langaði mik- ið að kaupa fellihýsi og ferðast um landið í sumar. Þú hafðir svo mikinn lífsvilja og það var svo gott að vera í kringum þig. Ég gat alltaf treyst á þig til að vera til staðar og á ég þér svo margt að þakka, elsku afi minn. Ég hugsaði lítið um það með- an þú lifðir en þú varst svo laus við dómhörku og naust alltaf að gera góðverk fyrir aðra. Ég tek svo margt með mér inn í lífið frá þér og ég get nú ekki annað en brosað þegar ég er að segja við Dísu að hún verði að borða svo hún verði stór, feit og falleg, eða hvort við ættum að fá okkur eitt- hvað í gogginn. Elsku afi minn, ég trúi að þú sért á betri stað núna. Þín, Ragnheiður. Elsku afi, ég kveð þig með söknuði, virðingu og brosi í huga. Takk fyrir allt og megi guðs englar geyma þig. Áfram – og alltaf heim, inn gegnum sundin blá. Guðirnir gefa þeim gleði, sem landið sjá. Loks eftir langan dag leit ég þig, helga jörð. Seiddur um sólarlag sigli eg inn Eyjafjörð. (Davíð Stefánsson) Þinn Jóhann. Sú harmafregn barst okkur seint að kvöldi 19. júní að einn nánasti vinur okkar, Sveinn Sæ- mundsson frá Fagrabæ, hefði látist fyrr um kvöldið. Fregnin var þó ekki óvænt því það sem við vissum um heilsu hans gaf ekki tilefni til bjartsýni. Það var fyrir 53 árum, haustið 1958, að við settumst saman í Mennta- skólann á Akureyri, bjuggum saman á gangi í heimavistinni og borðuðum þar saman. Í þessu umhverfi tókst með okkur náin vinátta og átti hún eftir að eflast og dafna allar götur síðan. Við stofnuðum fjölskyldur og fórum saman í útilegur og ferða- lög sem við minnumst með ánægju. Um tíma spiluðum við félagarnir bridge og þar kom keppnisskapið vel fram hjá Sveini, honum líkaði betur að vinna en tapa. Þá eru ógleym- anleg þorrablótin og aðrar veisl- ur, þar sem Sveinn var hrókur alls fagnaðar. Sveinn gekk í Lionsklúbbinn Baldur og starfaði þar með okk- ur Baldri og Karli, þar sinnti hann störfum sínum af dugnaði og samviskusemi, hvort sem það var á formannsstóli eða í grasa- ferð í Baldurshaga. Sveinn gekk síðar í Oddfellow-stúkuna Þor- kel mána nr. 7 og starfaði þar með Grétari. Sveinn var ákaf- lega traustur og góður maður og það var mikill fengur fyrir Odd- fellowregluna þegar hann kom þar til starfa. Einlægnin var honum í blóð borin, enda voru honum fljótt falin ábyrgðarmikil trúnaðarstörf í stúkunni. Áhrifa uppeldisins í sveitinni gætti alla tíð hjá Sveini, hann var svipmikill og íhaldssamur og mat gömul gildi. Sveinn vann fyrir sér á sumrin í síld á Rauf- arhöfn og við bústörf í heima- högum. Að loknum menntaskóla hóf Sveinn nám í læknisfræði en staldraði stutt við og sneri sér að viðskiptafræði og varð síðan lög- giltur endurskoðandi, sem var hans starfsvettvangur alla tíð og fram í rauðan dauðann, svo hart lagði hann að sér undir það síð- asta að sinna starfi sínu þrátt fyrir erfið og ill veikindi, vísast vildi hann bjóða veikindunum byrginn þótt við ofurefli væri að etja. Enn kvarnast úr hópnum sem útskrifaðist frá Menntaskólan- um á Akureyri 1962, sem kom saman á Súðavík um síðustu helgi m.a. til þess að undirbúa 50 ára stúdentsafmæli á næsta ári. Þar var Sveins sárt saknað. Góður drengur hefur lokið lífsgöngu sinni eftir ærið dags- verk og við félagarnir og fjöl- skyldur okkar erum öll þakklát fyrir að hafa kynnst honum. Við vottum vinkonu okkar Sigríði og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minn- ing góðs vinar. Baldur Árnason, Grétar Jónsson og Karl Ragnars. Sveinn Sæmundsson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Garðar Er mosinn að eyðileggja grasflötinn? Erum með góðar lausnir við því. Eiríkur, s. 774-5775. Garðaþjónusta Reykjavíkur 20% afsláttur fyrir eldri borgara Öll almenn garðvinna á einum stað fyrir garðinn þinn. Trjáklippingar, beðahreinsanir, trjáfellingar, garða- úðun, þökulagnir, sláttur, hellulagnir o.fl. Fagleg vinnubrögð og sanngjarnt verð. Eiríkur, s. 774-5775. Þórhallur, s. 772 0864. Sumarhús Sumarhúsalóðir í Kjósinni Til sölu eignarlóðir í landi Möðruvalla 1 (Norðurnes) í Kjós. Upplýsingar í símum 892 1938 og 561 6521. Eignarlóðir undir sumarhús til sölu Í landi Kílhrauns á Skeiðum. 50 mín. akstur frá Reykjavík. Landið er einkar hentugt til skógræktar og útivistar. Falleg fjallasýn. Upplýsingar í símum 824 3040 og 893 4609 Festu þér þinn sælureit í dag. Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu MIELE þurrkari til sölu Nokkurra ára gamall, með barka. Uppl. í s. 865-7346. Ódýr gæðablekhylki og tonerar í prentarann þinn. Öll blekhylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517 0150. Málarar Íslandsmálarar ehf. Húsfélög - Húseigendur Þarf að huga að viðhaldi á húsinu? Er kominn tími á að mála? Við tökum að okkur málun, múrviðgerðir, flotun og flísalagnir. Gerum tilboð ykkur að kostnaðar- lausu. Elías Raben múrarameistari, s. 899 2008 eliasraben@gmail.com Bílar Til sölu Lexus IS250 sport Árg. 2008, ekinn 37 þ. km, hvítur. Skipti möguleg á ódýrari bíl. Ásett verð 5.390.000, fæst á tilboði 4.990.000. Uppl. í síma 860 0761. Bílaþjónusta Ökukennsla Bilaskoli.is Bókleg námskeið - ökukennsla - akstursmat - kennsla fatlaðra Sverrir Björnsson Volkswagen Passat '11. 8924449/5572940. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '06. 8637493/5572493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza '08. 6960042/5666442. Snorri Bjarnason BMW 116i. 8921451/5574975. Visa/Euro. Bílaleiga HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU með eða án bílstjóra. --------16 manna-------- --------9 manna--------- Fast verð eða tilboð CC.BÍLALEIGA S: 8612319 Vespur Suzuki utanborðsmótor 4 hö lítið notaður á sanngjörnu verði. Vönduð Peugeot Vespa Vökvakældur mótor, sem endist miklu lengur. Eyðsla 3 lítrar á 100 km. Sanngjarnt verð (1/3 af nýverði) Uppl. í síma 551 7678 eða 898 8577. Húsviðhald Glerjun og gluggaviðgerðir Lása- og hurðaviðgerðir ásamt öðrum smíðaverkefnum. Glugga- og hurða-þjónustan, s. 895 5511, smidi.is. Þak- og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti og allt húsaviðhald. Ragnar V. Sigurðsson ehf. Sími 892 8647. Stigateppi Strönd ehf. Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, s. 533 5800, www.strond.is 3 herbergja íbúð óskast 1. ágúst Óska eftir 3 herbergja íbúð í 101, 103, 104, 105 eða 108. Frá 1. ágúst með 1 árs samningi. Bankaábyrgð eða trygging engin fyrirstaða. Hafið samband í síma 894-7678, Helgi. Húsnæði óskast Dýrahald Merktu gæludýrið Fyrir gæludýr. Merki með hlekk, nafni dýrsins og símanúmeri eiganda. Verð 2000 kr. Fannar, Smiðjuvegi 6, Kóp. Rauð gata. Sími 551-6488. fannar@fannar.is - nýr auglýsingamiðill 569-1100 Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.