Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 26
26 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Sudoku Frumstig 4 1 9 8 9 8 6 1 1 3 2 3 6 5 8 2 2 4 5 6 8 5 3 1 9 7 4 1 2 6 8 4 7 8 4 1 7 9 8 6 7 1 4 5 1 5 6 9 2 8 9 7 4 4 3 6 2 4 2 9 6 8 3 7 1 8 5 2 6 3 6 9 5 3 7 2 5 9 1 4 6 8 8 9 6 4 7 2 1 3 5 4 5 1 8 6 3 9 7 2 7 2 8 6 5 4 3 1 9 1 4 5 9 3 7 2 8 6 9 6 3 1 2 8 5 4 7 5 8 4 7 1 9 6 2 3 2 1 9 3 8 6 7 5 4 6 3 7 2 4 5 8 9 1 7 8 5 2 3 6 4 9 1 1 3 9 8 5 4 6 7 2 6 2 4 7 9 1 3 8 5 9 5 6 4 1 3 7 2 8 2 7 1 9 6 8 5 4 3 8 4 3 5 7 2 1 6 9 4 9 7 1 2 5 8 3 6 5 6 2 3 8 7 9 1 4 3 1 8 6 4 9 2 5 7 1 9 6 8 5 7 3 4 2 8 3 4 1 6 2 7 9 5 2 5 7 9 4 3 6 1 8 7 2 1 5 8 9 4 6 3 5 6 9 2 3 4 1 8 7 3 4 8 7 1 6 2 5 9 9 1 3 4 7 5 8 2 6 6 8 5 3 2 1 9 7 4 4 7 2 6 9 8 5 3 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er miðvikudagur 29. júní, 180. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra, þá mun og faðir yð- ar himneskur fyrirgefa yður. (Matt. 6, 14.) Víkverji las fyrir skömmu ævi-sögu Pols Pots, hins broshýra þjóðarmorðingja sem leiddi Kamb- ódíumenn (í glötun) á árunum 1976- 1979. Sú bók er löng og ítarleg og höfundurinn, Philip Short, kemst mjög nálægt viðfangsefninu með viðtölum við háttsetta menn í stjórn- kerfi rauðu kmeranna. Um leið og höfundur gætir hlutleysis eftir fremsta megni og hefur heiðarlega nálgun við efnið er bókin of fjarlæg þeim harmleik sem þar varð. Langir kaflar fjalla um stöðu Kambódíu í al- þjóðakerfinu og sturlaða hugmynda- fræði kmeranna, en líðan fólks gleymist langtímum saman. Eftir innrás Víetnama í landið árið 1979 þegar Pol hrekst aftur frá Phnom Penh út í skóg er mikið fjallað um samskiptaleiðir og skipt- ingu landsvæða. Eftir langa mæðu er svo minnst á hörmulegar að- stæður liðsmanna Pols og hnýtt við: „Cannibalism was rampant.“ Á ís- lensku: „Mannát var hömlulaust.“ Vissulega má segja að ekki þurfi að eyða mörgum orðum í lífsgæði fólks þegar þau eru svona hörmuleg, les- andanum verði fullkunnugt um að- stæðurnar af stuttum athugasemd- um. En það er röng nálgun. Maður vill jú vita meira og bókin er þrátt fyrir allt ævisaga og ætti því að hafa manneskjur í forgrunni. Þar að auki virðist höfundur hafa lagt upp með að sýna heildstæða mynd af Pol Pot, en hvernig er hægt að gera það án þess að lýsa óskapn- aðinum sem hann kallaði yfir eigin þjóð, vissi vel af og hélt samt áfram að framkvæma. Þetta upplegg end- urspeglast meira að segja í undirtitli bókarinnar: „Saga skrímslis.“ Að sama skapi er myndin af Pol ungum skrýtin. Fyrst er hann slakur námsmaður, áhugalaus um pólitík og hugmyndafræði. Skyndilega rís hann svo upp sem foringi þeirra án útskýringa á því af hverju hann velst í það hlutverk. Útkoman er fróðleg og vandlega skrifuð bók, sem skilur lesandann samt eftir án sterkra tengsla við voðaverk Pols Pots en ágætan og þó gloppóttan skilning á persónunni sjálfri. Víkverji mælir samt með henni. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 eftirlátt, 8 kvelur, 9 starfið, 10 reið, 11 bælir sig, 13 afferma, 15 gljái, 18 mynt, 21 guð, 22 skjálfi, 23 forföðurinn, 24 ungæðis- hátt. Lóðrétt | 2 alda, 3 eggjar, 4 gestagangur, 5 pinna, 6 fita, 7 venda, 12 greinir, 14 leðja, 15 hrogn, 16 koma í veg fyr- ir, 17 stíf, 18 klór, 19 viljuga, 20 hófdýr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 armur, 4 þokar, 7 vífni, 8 kulið, 9 tík, 11 kurt, 13 auðn, 14 eðlur 15 holl, 17 týnd, 20 óms, 22 pokar, 23 páfar, 24 rómað, 25 rýrar. Lóðrétt: 1 atvik, 2 máfur, 3 reit, 4 þökk, 5 keldu, 6 rúðan, 10 ísl- am, 12 tel, 13 art, 15 hópur, 16 líkum, 18 ýlfur, 19 dárar, 20 óræð, 21 spor. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Kostakona. Norður ♠Á7 ♥1062 ♦K765 ♣ÁG102 Vestur Austur ♠D865 ♠1092 ♥DG53 ♥84 ♦G108 ♦Á9432 ♣75 ♣964 Suður ♠KG43 ♥ÁK97 ♦D ♣KD83 Suður spilar 6♣. Í blönduðu sveitakeppninni í Pozn- an spilaði Giorgio Duboin við Mariu Teresu Lavazza, kaffikonuna og kost- arann, sem hefur verið bakhjarl ítalska landsliðsins um langt árabil. Frú Lavazza spilar ekki oft, en hún kann ágætlega til verka. Hér var hún í norður og leiddi Duboin af vand- virkni upp í laufslemmu, sem reyndar er nokkuð hörð, en frúin er vön góðu úrspili. Vestur kom út með ♦G, austur tók á ♦Á og spilaði ♥8. Duboin drap með ás, fór síðan tvisvar inn í borð á lauf til að trompa tvo tígla. Hann yfirdrap þriðja trompið, tók það síðasta ásamt ♦K og henti hjörtum. Þá átti hann heima ♠KGxx og ♥K, en vestur var þvingaður með ♠Dxxx og ♥DG. Vest- ur henti spaða og Duboin trompaði út drottninguna: 12 slagir. 29. júní 1919 Kona varð fyrir bifreið í Bankastræti í Reykjavík. „Meiddist konan svo mjög að hún beið bana af,“ sagði Ísa- fold. Þetta er talið fyrsta bana- slys af bifreiðaakstri hér á landi. 29. júní 1944 Leyndardómar Snæfellsjökuls, skáldsaga Jules Verne, kom út í íslenskri þýðingu, einni öld eftir að hún var samin. 29. júní 1980 Vigdís Finnbogadóttir, 50 ára leikhússtjóri, var kjörin forseti Íslands. Hún hlaut 34% at- kvæða, Guðlaugur Þorvalds- son 32%, Albert Guðmundsson 20% og Pétur J. Thorsteinsson 14%. Vigdís var fyrsta konan í heiminum sem kosin var þjóð- höfðingi í lýðræðislegum kosn- ingum. Hún var forseti í sex- tán ár. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Þorbjörn Rúnarsson, áfangastjóri og tenór, er fer- tugur í dag. Hann segist ætla að taka því rólega með fjölskyldunni og fagna því að dóttir hans sé komin af spítala. „Það verður mjög rólegur dagur hjá mér í dag og lítið skipulagt,“ segir hann. Þor- björn kveðst mjög ánægður með bata dóttur sinn- ar og segir það bestu afmælisgjöfina. Þorbjörn, sem búsettur er á Egilsstöðum, hafði áður planað að halda upp á afmæli sitt með stórtónleikum. Hann segist ekki vera hættur við þá, en þeir verða haldnir í ágúst og hvetur hann alla sem verða á Egilsstöðum á þeim tíma til að mæta. Þorbjörn er giftur Helgu Magnúsdóttur og eiga þau tvær dætur, þrettán og sextán ára. Spurður hvað hann ætli sér að gera í sumar segist hann vera í óða- önn að pakka ásamt fjölskyldunni. „Við erum að flytja á þær forn- frægu slóðir Vancouver í Kanada,“ segir hann. Þangað munu þau flytjast í lok sumars þar sem Þorbjörn er á leiðinni í nám í skólastjórn- un. Hann segir mikla tilhlökkun í þeim að flytjast til fyrirheitna lands- ins. Að lokum vill Þorbjörn auglýsa eftir atvinnu handa duglegri konu sinni í Vancouver. janus@mbl.is Þorbjörn Rúnarsson er fertugur í dag Heima með fjölskyldunni Hlutavelta  Nokkrir nemendur í 5. bekk í Borgaskóla í Graf- arvogi tóku sig til og söfn- uðu flöskum og seldu kök- ur sem þau bökuðu sjálf. Á myndina vantar þrjár stelpur og tvo stráka sem einnig tóku þátt í verkefn- inu. Þau söfnuðu 51.500 krónum sem þau gáfu Styrktarfélagi krabba- meinssjúkra barna. Flóðogfjara 29. júní Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 5.03 3,2 11.09 0,9 17.24 3,6 23.42 0,9 3.03 24.01 Ísafjörður 1.13 0,7 7.08 1,8 13.15 0,5 19.27 2,1 1.37 25.37 Siglufjörður 3.20 0,4 9.43 1,1 15.25 0,4 21.44 1,2 1.20 25.20 Djúpivogur 2.10 1,7 8.12 0,6 14.40 2,0 20.55 0,7 2.18 23.44 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það er sótt að þér úr öllum áttum svo þú mátt hafa þig allan við að verja þig og þína. Þú hefur nægan þokka til þess að eyða orðum í fólk sem hefur arfavitlausar skoðanir. (20. apríl - 20. maí)  Naut Taktu mikla áhættu í listinni en farðu varlega þegar kemur að þinni eigin velferð. Seinna kemur sá tími sem þú getur blandað geði við aðra. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þér mun farnast vel í viðræðum sem þú getur þurft að eiga við embættis- menn og forstjóra í dag. Forðastu að taka að þér fleiri verkefni. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ættir að setjast niður og gera þér grein fyrir þeim takmörkum sem þú stefnir að. Gleymdu ekki að hugsa um eigin velferð. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Í dag eru miklar líkur á að þú kaupir eitt- hvað skemmtilegt handa þér eða einhverjum sem þér er kær. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Þú finnur til sívaxandi þarfar fyrir að leggjast í ferðalög og víkka sjóndeildarhring- inn á einhvern hátt. Með lagni og léttri lund hefst þetta allt. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert full/ur hluttekningar og vænt- umþykju í dag og það væri synd að leyfa ekki öðrum að njóta þess. Líttu á nána vini og maka sem spegil á hegðun þína. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Sérðu pappírshrúguna á borðinu þínu? Þig vantar ekki fleiri verkefni heldur klukkutíma í einrúmi og bunka af góða skap- inu. Einhver léttir þér lund í kvöld. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú þarfnast mikillar umhyggju og af henni færðu nóg. Eru ættingjar að halda einhverju leyndu, eða er það bara ímyndun? Talaðu af hreinskilni um tilfinningar. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þú ættir að nota daginn til að skipuleggja þig betur. Viltu hafa geðstirða manneskju í kringum þig? Ef ekki gerðu þá eitthvað í málunum. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Gefðu eftir í litlu málunum, og vertu sterk/ur í þeim stóru. Ræddu hagnýtar lausnir við fjölskyldumeðlimi. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú gætir uppgötvað alveg nýja tekju- möguleika í dag. Þjóð veit þá þrír vita. Þú gætir dottið í lukkupottinn á morgun. Stjörnuspá Í dag, 29. júní 2011, eiga 60 ára brúðkaupsafmæli heiðurshjónin og fyrrum vitaverðir á Siglunesi og Dalatanga, Elfríð Pálsdóttir og Er- lendur Magnússon, bæði fædd 1930. Hjónin búa á Egilsstöðum og ætla að fagna þessum merka áfanga með afkomendum sínum. Demantsbrúðkaup 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. f3 axb5 6. e4 Da5+ 7. Bd2 b4 8. Ra3 d6 9. Rc4 Dd8 10. a3 e6 11. Re3 exd5 12. exd5 bxa3 13. Hxa3 Hxa3 14. bxa3 g6 15. Bb5+ Bd7 16. Bc4 Bg7 17. Re2 O-O 18. Db3 De8 19. Kf2 Ba4 20. Db6 Rfd7 21. Dc7 Re5 22. Dxd6 Bb5 23. Bxb5 Dxb5 24. Rg4 He8 25. Be3 Staðan kom upp í stórmeistaraflokki fyrstu laugardagsmótaraðarinnar í júní sem lauk fyrir skömmu í Búdapest í Ungverjalandi. Sigurvegari mótsins, ungverski alþjóðlegi meistarinn Oliver Mihok (2454), hafði svart gegn Daniel Siedentopf (2291) frá Þýskalandi. 25… Rd3+! 26. Kg3 Hxe3! 27. a4 svartur hefði einnig unnið eftir 27. Rxe3 Be5+. 27…De8 28. Hb1 Rd7 29. Hb7 He7 30. Da6 Rb4 31. Db5 Rxd5 32. a5 h5 33. a6 hxg4 34. a7 R7b6 35. Hb8 Be5+ og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.