Morgunblaðið - 29.06.2011, Page 27

Morgunblaðið - 29.06.2011, Page 27
DAGBÓK 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG OG LÍSA ÆTLUM ÚT AÐ BORÐA ÞÁ VERÐ ÉG BARA EINN HEIMA MEÐ SKINKUNNI HVAÐ ER ÞETTA Í AFTURSÆTINU? ÉG ÆTLA AÐ HAFA ÞETTA Í MATINN Á MORGUN BEETHOVEN VAR FYRIR STELPUR! DESEMBER ER FRÁBÆR MÁNUÐUR, JÓLAANDINN ER ALLSRÁÐANDI SAMA HVAR MAÐUR ER Í HEIMINUM ÉG ER SAM- MÁLA! ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ SKREYTA TRÉÐ? SJÁÐU, ÞAÐ SNJÓAÐI Í NÓTT! ÞAÐ ER ALLT Á KAFI Í SNJÓ! VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ FARA Í SKÓLANN! VIÐ ÞURFUM EKKI AÐ FARA Í SKÓLANN! EN... VIÐ ÞURFUM HVORT SEM ER EKKI AÐ FARA Í SKÓLA JÁ... ÞAÐ ER REYNDAR GÓÐUR PUNKTUR AF HVERJU ER EKKERT HIP-HOP Á PLÖTUSNÚÐS- LISTANUM ÞÍNUM? ÉG HELD AÐ ÞETTA FÓLK MYNDI EKKI FÍLA HIP-HOP EN PABBI, ÞETTA ER TUTTUGASTA OF FYRSTA ÖLDIN, ÞAÐ FÍLA ALLIR HIP-HOP ÞETTA ER LJÓSAHÁTÍÐAR- BALL, ÉG GET EKKI SPILAÐ NEITT MEÐ VAFASÖMUM TEXTA ÞÚ GETUR BARA RAPPAÐ YFIR ÞÁ KAFLA SJÁLFUR HÉR KOMA KÓNGULÓAR- MAÐURINN OG SANDMAN, ERU ÞEIR AÐ VINNA SAMAN? EINS GOTT AÐ ÞÚ TÓKST TRYGGINGUNA OKKAR MEÐ HVAR ER PABBI!? EKKI ÆTLARÐU AÐ MEIÐA HANA? ÉG ER KOMINN TIL AÐ SÆKJA HANA! JÁ, ÞÚ HELDUR ÞAÐ! Bromma Sumarið 1946 leigði Flugfélag Íslands Liber- ator-sprengjuflugvél sem búið var að breyta í farþegavél. Vélin flaug m.a. milli Stokkhólms og Reykjavíkur. Ytra lenti hún á Bromma-flugvelli sem er 8 km fyrir norð- vestan miðborg Stokk- hólms. Fyrir nokkrum árum kvartaði þýskt flugfélag vegna þess að það fékk ekki að fljúga milli Berlínar og Bromma. Stjórnarnefnd EB úrskurðaði á þann veg, að þar sem Bromma-flugvöllur væri fyrir innanlandsflug (regional airport) væri heimilt að fljúga þangað frá öll- um flugvöllum innan EES. Sam- kvæmt þessum úrskurði er öllum flugfélögum heimilt að fljúga milli Reykjavíkur og annarra borga og bæja í Evrópu ef þar finnst nothæfur flugvöllur. Þetta eru góðar fréttir fyr- ir þá sem eiga erindi til Evrópu, það að vakna síðla nætur til þess eins að fara til Keflavíkur og hanga þar virð- ist því úr sögunni. Við Reykjavíkurflugvöll þarf að reisa nothæfa flugstöð. Fyrir mörg- um árum var talað um að nota Um- ferðarmiðstöðina fyrir innanlands- flugið samhliða afgreiðslu langferðabíla. Við Njarðargötu gegnt Öskju er svæði sem hæglega má nýta fyrir flugstöð, N-S flugbraut- inni verður lokað ekki seinna en árið 2016, þá má nota norðurendann á henni fyrir flugvéla- stæði, og hluta sem akstursbraut út á A-V brautina sem yrði lengd til vesturs. Nú er Harpa komin í rekstur, milljarðar sem þarf að borga af, það þýðir að afla þarf tón- leikagesta utan úr heimi, leið til þess er að selja tónleikapakka með beinu flugi til Reykjavíkur. Frá flugstöð á horni Hringbrautar og Njarðargötu er Harpa í göngufæri og ekki hægt að villast. Gestur Gunnarsson tæknifræðingur, Flókagötu 8. Týndar grifflur Grifflur týndust, gullitað garn, á Ak- ureyri, hugsanlega við Hagkaup. Vin- samlega hringið í síma 893-8366. Ást er… … þegar hann lætur þér líða eins og prinsessu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Árskógar 4 | Handavinna, smíði, út- skurður kl. 9. Heilsugæsla kl. 10-11.30. Op- inn púttvöllur. Bólstaðarhlíð 43 | Tískusýning, sölusýn- ing 30. júní kl. 13. Uppl. í s. 535-2760 Dalbraut 18-20 | Handavinna kl. 9, versl- unarferð í Bónus kl. 14.40. Dalbraut 27 | Opin handavinnustofa kl. 8- 16. Eftirlaunadeild símamanna | Sumarferð verður 13.-17. ágúst. Ekið um Sprengisand til Goðafoss, gist á Stöng í Mývatnssveit. Mývatn, Dettifoss, Hljóðaklettar, Ásbyrgi, Húsavík, Akureyri (2 nætur). Hringferð um Eyjafjarðarsveit, könnunarferð um Ak- ureyri. Svarfaðardalur, Dalvík, Ólafsfjörður, Héðinsfjörður, Siglufjörður, Skagafjörður, gist á Bakkaflöt í Tungusveit. Ekið til Reykjavíkur. Nánari upplýsingar gefur Ragnhildur í síma 551-1137 eða 898-4437. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin, félagsvist kl. 13 og við- talstími FEBK kl. 15-16. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Jónshús opnað kl. 9.30, brids kl. 13. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Molasopi og spjall í Króknum kl. 10.30. Opinn handavinnud. án leiðbein- anda. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Púttvöllur. Félagsstarf Gerðubergi | Opið kl. 9- 16.30, vinnustofur opnar, m.a. fjölbreytt handavinna og tréútskurður. Spilasalur opinn frá hádegi. Frá og með 1. júlí verður lokað v/sumarleyfa starfsfólks. Uppl. um starfsemina á staðnum og í s. 575-7720. Háteigskirkja - starf eldri borgara | Kaffi og rabb kl. 10. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 11. Brids kl. 13, kaffi og samvera. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, Helga fótafræðingur er á staðnum, tímapantanir í síma 698-4938. Púttvöllur er opinn alla daga. Lokað verður vegna sumarleyfa frá 4. júlí, opnum aftur 8. ágúst, en við verð- um með kaffi og blöðin liggja frammi á meðan sumarleyfið er. Hraunsel | Bingó kl. 13.30, vatnsleikfimi kl. 14.40. Hvassaleiti 56-58 | Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16. Matur kl. 11.30. Gönguferð um nágrennið kl. 14, kaffi kl. 14.30. Böðun f. hádegi, hársnyrting, fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50. Listasmiðjan opin. Hádegisverður og síðdegiskaffi. Fótaaðgerðastofa og hár- greiðslustofa. Hæðargarður er lokaður frá og með 4. júlí til 3. ágúst. Íþróttafélagið Glóð | Ringó á æf- ingasvæðinu við Kópavogslæk kl. 13. Norðurbrún 1 | Félagsvist kl. 14-16. Skemmtifélag eldri borgara | Ferð um niðursveitir Árnessýslu. Leiðsögumaður Guðjón R. Jónasson. Farið frá Aflagranda kl. 8.30, Vesturgötu kl. 8.35, Lækjartorgi kl. 8.40, Mjódd kl. 8.55, Hraunbæ kl. 9. Pantanir og upplýsingar í s. 775-1340. Vitatorg, félagsmiðstöð | Fé- lagsmiðstöðin opin, hárgreiðslu- og fóta- aðgerðastofan opnuð. Dansað við undir- leik Vitatorgsbandsins kl. 14. Opið fyrir alla. Atli Harðarson sendi Vísnahorn-inu kveðju í gær: „Þegar ég las vísnaþáttinn í Morgunblaðinu áðan rifjaðist upp vísnagáta sem ég setti einu sinni saman (hún er, ásamt fleiri gátum, á vefsíðunni http:// this.is/atli/gatur.htm). Gátan er svona: Í vist er oftast vont að fá, veður kennd við elritré, langir og með ljósin á, leita þeir að týndu fé.“ Lausnina á gátunni er að finna í lok þáttarins. Þættinum barst limra Sigurðar Jónssonar tannlæknis með yfirskriftinni „Náttúruskoðarinn“: Ef gangandi um fjöruna fer ég, fátt sé ég markvert, það sver ég. Veit ekkert um þara, en það sýnir bara, að þvílíkur þöngulhaus er ég. Og Sigurður orti að morgni: Ég vaknaði sjálfsagt um sjöleytið sænginni undir hlýju. Ætlaði að hlýja mér örlítið en áttaði mig klukkan tíu. Kristján Eiríksson réð gátu Atla í upphafi þessa pistils með svofelld- um orðum: Af hundum spila hef ei not, hundar elris þeyta vindum, hundar lýsa horn og skot, hundar smala bóndans kindum. Úr því talið berst að hundum þekkja vinir Vísnahornsins Elvis, hagmæltan hund Sigurðar Ingólfs- sonar. Segir enn af ferðum hans í kveðju Sigurðar: „Elvis stundi þessu upp rétt í þessu: Í fjöllunum hanga þeir huganum nær, þessir helhvítu draugar og rumar sem lúra á öllu sem Ísland ei fær, sem er alþjóðadraumur um sumar. Hann tók það fram að þetta ætti bæði við snjóinn í fjöllunum og þingmenn. En ég skildi ekki neitt og fór barasta í bað.“ Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af vísnagátu og náttúruskoðara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.