Morgunblaðið - 29.06.2011, Page 28

Morgunblaðið - 29.06.2011, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Erna Björk Antonsdóttir opn- ar sýningu á mósaíkmyndum á Hólmavík á föstudag. Sýn- ingin, sem ber yfirskriftina „Undir áhrifum náttúrunnar“, verður haldin á jarðhæð Þró- unarseturs á Höfðagötu 3, í sama húsnæði og Stranda- kúnst. Hamingjudagar á Hólmavík eru haldnir sömu helgi og verður sýningin liður í þeirri hátíð. Erna Björk vinnur myndverk á sýningarstaðnum. Í kynningu á sýn- ingunni segist hún hafa Hólmavík sem sýning- arstað því hún vildi hafa fallegt sjávarpláss sem umgjörð, enda efniviður og hugmyndir sprottnar úr umhverfi náttúrunnar, bæði til sjávar og sveita. Myndlist Erna Björk sýnir mósaík á Hólmavík Erna Björk Antonsdóttir Í dag kl. 18:00 verður opnuð ljósmyndasýning í Hans Pet- ersen í tilefni af bókinni Ljós og náttúra Skagafjarðar og geisladisknum Aðeins þú. Ljósmyndirnar eru eftir Jón R. Hilmarsson, sem hefur tek- ið myndir í Skagafirði síðast- liðin fjögur ár, en á disknum syngur sópransöngkonan Alexandra Chernyshova lög sem hún útsetti. Diskur Alex- öndru fylgir bókinni og hún mun syngja við opn- unina. Jón hélt sína fyrstu ljósmyndasýningu árið 2009 á Jónsmessuhátíðinni á Hofsósi og hefur sýnt nokkrum sinnum síðan. Alexandra hefur starfað við tónlist á Norðurlandi undanfarin ár. Ljósmyndun Ljós og náttúra Skagafjarðar Alexandra Chernyshova Á föstudagskvöld kl. 21:00 opn- ar ástralski listamaðurinn Adam Geczy sýningu sína Du- et-Duet í Boxinu, Gilinu á Ak- ureyri. Adam Geczy er lista- maður, listsagnfræðingur og gagnrýnandi. Hann lauk dokt- orsgráðu frá Háskólanum í Sidney 1996. Hann hefur skrif- að hundruð greina um mynd- list og gefið út fjórar bækur. Hann lauk nýverið vinnustofu- dvöl í Hrísey. Geczy frumsýnir tvö myndbandsverk sem hann hefur unnið í samvinnu við tónskáldið ástralska Peter Sculthorpe og þýska tónskáldið Thomas Gerwin. Sýningin stendur til 17. júlí. Myndlist Duet-Duet í Boxinu, Gilinu Adam Geczy Díana Rós A. Rivera diana@mbl.is Komin er út hjá Uppheimum bókin Hús eru aldrei ein/Black sky með ljósmyndum af eyðibýlum eftir Nökkva Elíasson og ljóðum eftir Aðalstein Ás- berg Sigurðsson. Er þetta endurskoðuð og aukin útgáfa af bók þeirra Eyðibýli/Abandoned Farms frá 2004. Myndirnar eru teknar á árunum 1985- 2010 og eru ljóðin að mestu frá árunum 2002-2004 auk viðbótarljóða sem samin voru 2009-2010. All- ur texti í bókinni er bæði á íslensku og ensku. Nökkvi Elíasson segir að þegar bókin frá 2004 seldist upp hafi verið ráðist í að endurútgefa hana. Í kjölfarið hafi komið í ljós að Aðalsteinn átti mik- ið af ljóðum og hann sjálfur heilmikið af myndum sem hefðu vel dugað í aðra bók. Frekar endurbætt útgáfa en endurútgáfa „Í stað þess að gera nýja bók ákváðum við að sameina þetta í eitt verkefni og er bókin í raun endurbót á þeirri gömlu. Það má segja að við höf- um ákveðið að gera góða bók betri og varla hægt að tala um endurútgáfu, frekar endurbætta út- gáfu,“ segir Nökkvi. Íslenski titill bókarinnar, Hús eru aldrei ein, vísar í samnefnt fyrsta ljóð bókarinnar og enski titillinn, Black sky, í það síðasta að sögn Nökkva. Hann segist vera sammála Aðalsteini um það að hús séu í raun og veru aldrei ein. „Það er nátt- úrlega alltaf eitthvert dýralíf í kring eftir að mannfólkið er farið. Þá koma rollurnar og fugl- arnir og setjast að svo húsin eru aldrei ein.“ Nökkvi hefur tekið myndir af eyðibýlum síðan upp úr 1980. „Það var bara eitthvað sem gerðist í rauninni,“ segir hann og bætir við að sig hafi vant- að verkefni og hafi dottið eyðibýlin í hug. „Það var enginn búinn að gera þetta að neinu marki svo ég ákvað bara að hella mér í þetta og varð alveg hug- fanginn af eyðibýlunum,“ segir Nökkvi. Hann segir ákveðna sorg fylgja eyðibýlum sem getur vakið óþægilega tilfinningu sem þó er heillandi á sama tíma. Þegar hann taki myndir af þeim reyni hann að fanga dapurleikann sem um- kringir þau eða nokkurs konar skuggahlið þeirra. „Mig langar líka að vekja fólk til umhugsunar og fá það til að leyfa húsunum að vera. Þessi gömlu hús eru ákveðinn minnisvarði um það sem var og fólkið sem bjó þarna. Þegar jarðýtan er búin að keyra þetta niður, er ekkert eftir. Kannski ekki einu sinni tóftir. Eftir 20-30 ár er ekkert sem minnir á að það hafi einu sinni verið mannlíf þarna. Það finnst mér sorglegt.“ Nökkvi segist þó skilja sjónarmið þeirra sem vilja rífa húsin, lausar þakplötur og slíkt geti vald- ið skaða og sumum finnist húsin hreinlega ljót. „Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig en ég er algjörlega ósammála því,“ segir hann og hlær. Ljósmynd/Nökkvi Elíasson. Dapurleiki Grund í Selárdal í Arnarfirði er eitt eyðibýlanna sem Nökkvi myndaði og Aðalsteinn Ásberg orti um eins og sjá má í Hús eru aldrei ein. Húsin eru minnisvarði um það sem var  Uppheimar gefa út Hús eru aldrei ein með ljósmyndum af eyðibýlum og ljóðum Í kvöld kl. 20:00 heldur Tríó Vadims Fyodorovs tónleika í menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Tríóið skipa þeir Vadim Fyodorov á harm- oniku, Leifur Gunnarsson á kontra- bassa og Gunnar Hilmarsson á gítar. Hljómsveitin spilar franskættaða musette- og djasstónlist, en á tón- leikunum verður flutt bæði ný og eldri tónlist. Vadim Fyodorov fæddist í Péturs- borg í Rússlandi árið 1969. Hann byrjaði að læra á harmoniku sex ára gamall og stundaði framhaldsnám í Rússlandi og Þýskalandi. Vadim hefur verið búsettur í nær áratug á Íslandi og stofnaði tríó sitt 2007. Það hefur haldið tónleika víða um land og meðal annars leikið í Gerðubergi áður. Gunnar Hilmarsson lauk burtfar- arprófi frá tónlistarskóla FÍH vorið 2009 og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum og tónlistarmönnum, til að mynda hefur hann komið fram vítt og breitt um allt Bretland með fiðluleikaranum Dan Cassidy og kvartett hans. Leifur Gunnarsson lauk burtfar- arprófi frá Tónlistarskóla FÍH vorið 2009. Hann stundar nú nám í tónlist- arháskólanum Rytmisk Musikkons- ervatorium í Kaupmannahöfn. Auk þess að leika djasstónlist með ýms- um hljómsveitum semur Leifur tón- list fyrir eigin hljómsveit. Musette- tónar í Gerðubergi Tríó Vadims Fyodo- rovs heldur tónleika Musette-tónlist Tríó Vadims Fyodorovs leikur í Gerðubergi. Maður getur varla spillt ferlinum úr þessu svo maður lætur bara allt vaða. 30 » Í samtali við Kristínu Þorkels- dóttur fyrir stuttu mátti skilja svo að myndlistarferill Kristínar hefði hafist 1984, en rétt er að vatns- litaferill hennar hófst þá, því myndlistarferill- inn hófst þegar hún tók þátt í sam- sýningu í Listamannaskálanum, sem var á Alþingisreitnum, árið 1955, þá átján ára gömul. Upp frá því starfaði hún við grafíska hönnun á eigin veg- um í tíu ár en síðan á Auglýs- ingastofu Kristínar, Auk hf., frá 1967. Fyrstu vatnslitamyndina mál- aði hún síðan á Þingvöllum 1984. Vatnslitaferill Kristínar hófst á Þingvöllum Kristín Þorkelsdóttir Fuglinn svífur hátt yfir. Húsið smátt í augum hans. Fjallið rís eins og brimskafl. Hásvif AÐALSTEINN ÁSBERG SIGURÐSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.