Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 29
Saga Akraness I og II bbmnn Eftir Gunnlaug Haraldsson. Uppheimar Akranesi 2010. 240 bls. Bók I 604 bls. Bók II 500 bls. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Saga Akraness sem spannartímabilið frá upphafi dagatil ársins 1800 er tvö þykkbindi og með fangið fullt af fróðleik. Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur hefur undan- farin ár unnið að þessari sagnaritun og útkoman er einhver ítarlegasta byggðasaga sem út hefur komið. Á síðustu misserum hefur verið deilt um hve langan tíma bókaskrifin hafa tekið og hve miklu hefur verið til kostað. Sú umræða skiptir þó engu þegar lagður er dómur á bæk- urnar og starf höfundarins sem virðist hafa sótt í allar mögulegar uppsprettulindir heimilda svo verk hans gæti orðið sem ítarlegast. Þræðirnir fléttast saman Gagnrýnendur sögunnar hafa lagt út á verri veginn að höfundur noti til dæmis Íslenskan söguatlas og vefsetrið Wikipediu sem heimild. Segja slíkt ekki samræmast vísinda- legum kröfum. Gott og vel; en má ekki á móti spyrja hvort bækur með íslenskum neftóbaksfróðleik geti ekki líka verið ótraustar sem heim- ild og ekkert til að byggja á? Svari hver fyrir sig! Fyrri Akranesbókin spannar tímabilið frá landnámi til 1700 og hin öldina sem eftir fylgdi. Fjallað er um landnám, örnefni, og bú- setuminjar á svæðinu frá Skaga og norður fyrir Akrafjall þar sem hver ein laut og hjalli á sögu sem svo breytist í örnefni í máli manna. Ör- nefnin eru tíunduð og svo fléttast þræðirnir saman á Skipaskaga en skýring þéttbýlismyndunar þar var að hún „var fyrst og fremst afleið- ing útgerðarumsvifa Brynjólfs bisk- ups,“ segir höfundurinn og bætir við að frumkvæði hins göfuga manns við skiptingu jarðarinnar og stofnun nýbýla hafi lagt grunn að þéttbýli. Árbækur Ferðafélags Íslands þykja góð heimildarit. Þær byrja jafnan á því að fjallað er um jarð- fræði, flóru og fánu á þeim stöðum sem eru til umfjöllunar hverju sinni. Mér finnst slíka umfjöllun vanta í Akranessöguna; það er eitthvað um náttúrufarið. Einnig hefði betur far- ið á því, að í stað þess að fjalla t.d. um útgerð, landbúnað, jarðeig- endur, verslun, kirkjuhald og svo framvegis annars vegar fram til 1700 og svo með sambærilegum hætti á 18. öldinni í síðari bókinni, að steypa þessu saman – og rekja þráðinn alveg frá landnámi til nú- tímans. Taka þannig hvern efn- isflokk fyrir því þá hefði sagan orðið heildstæðari. Sagan verði veganesti Og höfundurinn hefði líka mátt vera gagnorðari – sleppa umfjöllun um ákveðin atriði og efni, stytta mál sitt. Yfirleitt verða bækur betri með því. Það er sömuleiðis umhugs- unarvert hvort efni bóka skilar sér til lesandans í langlokutexta. Lýs- ingar á örnefnum, sem eru færð inn á kort, eru áhugaverðar en betur hefði farið á því að efnið hefði t.d. verið fært inn á mynddisk eða gert aðgengilegt á netinu. Raunar má spyrja sig hvort heim- ildarrit sem taka heilu hillufaðmana eigi rétt á sér lengur – þegar öll miðlun upplýsinga er að færast í nýtt og hentugra form, en þannig verður sagan fólki veganesti á líð- andi stund. Almennt má hins vegar segja að þau tvö bindi Akranessög- unnar sem nú liggja á borðinu séu góð; enda þótt til staðar séu ágallar sem reifaðir eru hér að framan. Fangið fullt af fróðleik Fróðleikur Gunnlaugur Haralds- son, höfundur Sögu Akraness. MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Sýning á ljósmyndum og kvikmynd- um Vigfúsar Sigurgeirssonar frá 1936-1960 verður opnuð í Kirkju- hvoli á Akranesi á fimmtudag. Á sýningunni, sem hefur yfirskriftina Þjóðin, landið og lýðveldið, eru landslagsmyndir, myndir unnar fyr- ir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólki við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innan- lands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins. Vigfús Sigurgeirsson (1900-1984) var einn fremsti ljósmyndari Íslend- inga um miðbik 20. aldar og frum- kvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir hans voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmanna- höfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans, Ísland í myndum, var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmynd hans var sýnd á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Sýningin Þjóðin, landið og lýð- veldið var fyrst opnuð í Þjóðminja- safni Íslands í september 2008 og stóð fram í desember það ár. Sýn- ingin er unnin af Þjóðminjasafni Ís- lands. Höfundur hennar er Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljós- myndasafns Íslands. Í tengslum við sýninguna 2008 var gefin út bók um Vigfús Sigurgeirsson og ritstjóri bókarinnar er höfundur sýning- arinnar, Inga Lára Baldvinsdóttir. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Íslands – Þjóðminjasafn Brautryðjandi Ljósmyndarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Vigfús Sigurgeirsson. Myndir hans verða sýndar í Kirkjuhvoli á Akranesi. Sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.