Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 Núna ertu hjá mér … Eyfi Hallur Már hallurmar@mbl.is Á dögunum varð Eyjólfur Krist- jánsson fimmtugur. Í tilefni þess gaf Sena út veglegt safn 50 valinna laga úr hans smiðju. Eyjólfur hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi í rúm þrjátíu ár og samið mörg lög sem hafa stimplað sig rækilega inn í vitund íslensku þjóðarinnar. „Það var skemmtilegt að fara í gegn um allt þetta efni en það sem kom manni helst á óvart var hvað þetta hefur liðið fljótt. Það undirstrikar náttúrlega helst að þetta er búið að vera skemmtilegt tímabil. Ég hef verið svo lánsamur að fá að vinna með miklum fjölda af skemmtilegu og hæfileikaríku fólki,“ segir Eyfi. Tímalaus lög Tvö ný lög eru á plötunni, sem er þreföld, og lagið „Allt búið“, sem hann flytur ásamt Birni Jörundi Friðbjörnssyni, tók hann upp að nýju. „Ég var eiginlega aldrei ánægður með hvernig það hafði komið út og mig langaði til að gera meira úr því. Niðurstaðan varð sú að ég bætti við nýjum kafla í lagið. Þetta virðist hafa hitt í mark þar sem lagið hefur verið eitt vinsæl- asta lagið á Íslandi í vor.“ Þarna virðist sannast að góðar lagasmíðar eru algerlega óháðar tíma en Eyfi þekkir það vel enda samdi hann eitt vinsælasta íslenska lag allra tíma. Það er náttúrlega lagið Draumur um Nínu, sem var fram- lag Íslendinga í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva árið 1991 og Eyfi flutti ásamt Stefáni Hilm- arssyni. Engu skiptir þótt fólk hafi fæðst löngu eftir að þeir félagar fluttu lagið með eftirminnilegum hætti í Rómaborg, allir virðast geta sungið með af innlifun. „Það lag er eiginlega orðið að minni undirskrift í íslenskri tónlist. Á þessum tutt- ugu árum sem það hefur lifað er með ólíkindum hvað það hefur orð- ið vinsælt. Við erum báðir mjög stoltir af því, ég og Stefán. Lagið hefur orðið að svakalega stórum parti af mínum ferli og ég kemst ekkert upp með að sleppa því að spila lagið þegar ég sest niður með gítarinn.“ Fimmtíu tónleikar á árinu Í tilefni af afmælinu ákvað Eyfi líka að spila á 50 tónleikum víðs- vegar um landið á árinu. Nú hefur hann lokið 25 tónleikum en mun í september halda ferðalaginu áfram. „Það er mikil áskorun, mikil ferða- lög og þar frameftir götunum en þetta hefur heppnast vel. Þar er ég að spila í rúma tvo tíma, sem er mjög krefjandi þegar maður er bara einn með gítarinn.“ Eyfi segir að samskiptin við áhorfendur séu stór hluti af slíkum kvöldstundum þar sem ýmsar sögur séu látnar flakka. „Maður getur varla spillt ferlinum úr þessu svo maður lætur bara allt vaða,“ segir Eyjólfur og hlær. Hann mun þó ekki sitja að- gerðalaus þangað til og kemur fram með kassagítarinn í Húsafelli á hverju laugardagskvöldi í sumar. Í þessum tveimur tónleikaröðum mun Eyfi því alls flytja Drauminn um Nínu 63 sinnum og gera má ráð fyrir að vel verði tekið undir í hvert einasta skipti.  Eyfi fimmtugur  50 laga plata og 50 tónleikar  Spilar Drauminn um Nínu minnst 63 sinnum í ár Morgunblaðið/Frikki Fimmtugur Eyfi lítur yfir farinn veg og spilar vítt og breitt um landið. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Hljómsveitin Sudden Weather Change held- ur í hljóðver nú í júlí ásamt tónlistarmann- inum Ben Frost. Þar verður ný plata hennar tekin upp en hún er númer tvö í röðinni. Platan hefur hingað til borið titilinn Sculp- ture – Not a line but a circle en nafnið er þó ekki neglt eins og er. Ekki er enn ljóst hve- nær platan kemur út en félagarnir telja lík- legt að það verði snemma næsta ár. Þó er von á stuttskífu (EP-skífu) með sveitinni í samvinnu við Ben Frost. Skífan mun bera nafnið Varrior og á að vera nokkurs konar forréttur fyrir aðalstöffið. Í kvöld heldur sveitin stórtónleika á Bakk- us og frumflytur glænýtt efni sem verður á nýju plötunni. Einnig koma fram Skakka- manage og Kippi kaninus. Vildu þróa og þroska tónlistina Nýja platan verður frábrugðin frumburð- inum að sögn Loga Höskuldssonar, gítarleik- ara og söngvara sveitarinnar. „Já, þetta verður mjög mikið stökk. Þegar við unnum titilinn „Bjartasta vonin“ á Íslensku tónlist- arverðlaunahátíðinni 2010 fórum við að skoða tónlistina okkar betur. Við spurðum okkur hvort við vildum halda áfram í því sama eða þróast og þroskast. Þá fórum við að skoða okkar innri mann og spá mikið í hvað við vildum geta. Við drógum okkur í hlé hvað varðar tónleikaspilerí en við vorum marg- rómuð tónleikahljómsveit á tímabili. Það skiptir okkur ekki eins miklu máli núna að vera með eitthvert brjálað „liveshow“, heldur langar okkur að setja meiri metnað í tónlist- ina og gera eitthvað sem skilur meira eftir sig.“ Logi segir það mjög gaman að hlusta á gömlu plötuna og sjá hvað tónlistin hefur þróast. „Þegar maður hlustar á hana hugsar maður með sér: „Vá, þvílík gredda, rosalega ætluðum við mikið með þessu.“ Síðan platan kom út árið 2009 hefur maður þroskast mikið og það eru bara tvö ár síðan! Nú ætlum við að einbeita okkur að okkur,“ segir Logi. Hann segir þá félaga afar rólega yfir því hvort þeir nái frama erlendis. „Við erum mjög afslappaðir. Ef þetta er eitthvað sem myndi hleypa okkur lengra þá er það frá- bært, en fyrst og fremst langar okkur að gefa frá okkur eitthvað sem situr eftir í fólki.“ Menntaðir myndlistarmenn Strákarnir hafa nú unnið mikið með Ben Frost og tóku upp stuttskífuna Varrior með honum í Gróðurhúsinu, upptökustúdíói í Breiðholti. Spurður hvernig hafi verið að vinna með honum hingað til segir Logi það mikinn heiður. „Það er bara ótrúlegt. Við er- um allir myndlistarmenntaðir í hljómsveitinni og að vinna með honum, sem er líka mennt- aður í myndlist og tónlist, er frábært. Sam- starfið virkar ótrúlega vel og er auðvelt. Við erum að vinna með manni sem skilur okkur vel og veit hvað tónlistin okkar þarf. Þetta er það skemmtilegasta sem ég veit,“ segir Logi ánægður. „Hann er heimsklassatónlist- armaður og mikill heiður að fá að vinna með honum. Það má segja að hann hafi komið eins og himnasending.“ Flottir Hljómsveitina skipa þeir Bergur Thomas Anderson, Benjamin Mark Stacey, Dagur Sævarsson, Logi Höskuldsson og Oddur Guðmundsson. Forréttur á undan aðalrétti  Hljómsveitin Sudden Weather Change frumflytur splunkunýtt efni á Bakkus í kvöld  Gefur út stuttskífu ásamt Ben Frost í september  Aftur í stúdíó í júlí að taka upp nýju plötuna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.