Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2011 HHHH - BOX OFFICE MAGAZINE SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRÁBÆ FLOTTASTA HASARMYND SUMARSINS “Jaw-droppingly Amazing 3D!!!” Harry Knowles, AintItCool.com “The best 3D since ‘Avatar’” Scott Mantz, Access Hollywood SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI TRANSFORMERS 3 BEASTLY SUPER 8 KUNG FU PANDA 2 3D TRANSFORMERS 3D kl. 4:45 - 6:45 - 8 - 10 - 11:15 12 SUPER 8 kl. 8 - 10:30 12 MR. POPPER´S PENGUINS kl. 5:30 - 8 L THE HANGOVER 2 kl. 10:20 14 KUNG FU PANDA 2 3D ísl. tal kl. 4:45 L PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 5 10 / ÁLFABAKKA / EGILSHÖLL TRANSFORMERS 3 3D kl. 5 - 8 - 10 -11:10* 12 KUNG FU PANDA 2 3D Ísl. tal kl. 6 L TRANSFORMERS 3 kl. 5 - 8 - 11:10* VIP KUNG FU PANDA 2 M/ísl. tali kl. 6 L BEASTLY kl. 8 10 PIRATES OF THE CARIBBEAN kl. 5 - 8 - 10:40 10 SUPER 8 kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 THE HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 12 SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLL HHH - ÞÚ MUNT EKKI SJÁ FLOTTARI HASAR Í SUMAR, OG ÉG VERÐ MJÖG HISSA EF VIÐ SJÁUM BETRI BRELLUSÝNINGU ÞAÐ SEM EFTIR ER AF ÁRINU -T.V. KVIKMYNDIR.IS/SÉÐ OG HEYRT THE BEST 3D SINCE "AVATAR" - SCOTT MANTZ, ACCESS HOLLYWOOD HHHH - R.M. - BÍÓFILMAN.IS HHHH - TIME OUT NEW YORK - HOLLYWOOD REPORTER 80/100 H POWERSÝNING Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Undanfarin ár hafa verið haldnir skemmtilegir tónleikar í Langholts- kirkju með verkum Johanns Seb- astians Bach. Þeir sem hafa haldið tónleikana eru Tómas Guðni Egg- ertsson og Davíð Þór Jónsson. Skáldið Sigurbjörg Þrastardóttir hefur einnig komið fram á þeim og leikarinn Björn Hlynur Haraldsson séð um upplestur. Þessir tónleikar hafa verið einstaklega vel heppn- aðir og eins og tónlistarmaðurinn Halldór Hauksson skrifaði um Bach í síðustu tónleikaskrá var „Bach al- fræðiritasmiðurinn í tónlistarheimi 18. aldarinnar. Mörg stórfengleg- ustu verka hans eru í raun yfir- gripsmikil söfn tóndæma um hvern- ig leysa má hinar ýmsu tónsmíða- þrautir á tilteknu sviði. Hér má nefna Das Wohltemperierte Klav- ier, Goldberg-tilbrigðin og Fúgu- listina. Orgelbüchlein (lítil orgel- bók), sálmforleikjasafnið, fellur líka í þennan flokk. Er reyndar elst þessara verka og ófullgert. Á 92 blaðsíður handritsins hefur Bach skráð 164 titla. Sálmforleikirnir sem hann lauk við eru hins vegar aðeins 46. Vissulega má gráta það að 118 fyrirhugaðir sálmforleikir skyldu, af óþekktri ástæðu, aldrei verða meira en titlarnir, en þó er auðvitað meiri ástæða til að gleðj- ast yfir þeim óviðjafnanlegu perlum sem Bach festi á blað og handritið.“ Þeir Tómas Guðni, sem spilar á orgel, og Davíð Þór, sem spilar á flygil, hafa þróað áfram þetta sam- starf með Bach og munu sýna af- rakstur þeirrar vinnu í hádeginu í Hallgrímskirkju á morgun. Þá munu hljómar Bösendorfer og Kla- is fylla hvelfingar Hallgrímskirkju, eins og það er orðað í tilkynningu frá þeim, en um tegundanöfn flyg- ilsins og orgelsins er að ræða. Annar hljómur í orgelinu „Já við munum spila þessa sálm- forleiki eftir Bach,“ segir Tómas Guðni. „Við höfum haldið áfram að þróa þessa óvenjulegu samsetn- ingu, að skeyta orgeli og píanói saman, en þar sem bæði þessi hljóðfæri eru mjög hávær er það mjög óalgengt. En við erum mjög spenntir fyrir þessu enda um ann- ars konar hljóðfæri að ræða í Hall- grímskirkju en í Langholtskirkju. Það er allt annar hljómur í orgelinu þar, annar raddblær. Hann er meira í anda barokk og hentar því mjög vel tónlist Bachs. Núna ætl- um við líka að spila eigin tónlist. Það verður smáfrumflutningur á lítilli fantasíu hjá okkur Davíð Þór. Við settum hana saman fyrir þetta tilefni. Annars er þetta búið að vera mjög skemmtilegt. Það er gaman þegar stirður klassískur tónlistar- maður eins og ég mætir svona fjöl- breyttum píanóleikara eins og Dav- íð Þór. Hann spinnur og smyr og liðkar til þennan stífa klassíska gaur, sem ég er. Við spilum þessa forleiki í hefðbundnum stíl en síðan fær hann frelsi til að hreyfa við hlutunum. Þar nýtast hæfileikar hans hvað best, hann er algjör snill- ingur í því. Það koma í ljós nýir fletir á tónlistinni,“ segir Tómas Guðni. Píanó og orgel mætast í Hallgrímskirkju  Hljómar úr Bösendorfer og Klais munu fylla hvelfingar kirkjunnar á hádegistónleikum á morgun  Spila sálmforleiki eftir Bach  Á tónleikunum verður einnig frumflutt verk eftir flytjendurna Morgunblaðið/Ernir Hressir „Það er gaman þegar stirður klassískur tónlistarmaður eins og ég mætir svona fjölbreyttum píanóleikara eins og Davíð Þór. Hann spinnur og smyr og liðkar til þennan stífa klassíska gaur, sem ég er,“ segir Tómas Guðni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.