Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.06.2011, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 180. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Banaslys í Kverkfjöllum 2. Kristrún Ösp er byrjuð aftur … 3. 59 flugmönnum sagt upp 4. Gunnar hjólar í Óla Þórðar »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kreppukvöldin halda áfram á Bar 11 á fimmtudagskvöldum og nú heldur hljómsveitin Vicky uppi fjörinu. Sveit- in er um þessar mundir að taka upp aðra plötu sína en lag hennar Feel Good hefur vakið mikla lukku. Tón- leikarnir hefjast kl. 22 og er frítt inn. Morgunblaðið/Golli Krepputónleikar með Vicky annað kvöld  Miðasala á 60 ára afmælistón- leika Björgvins Halldórssonar hefst í dag kl. 10 á midi.is. Aðeins er selt í númeruð sæti og einungis 500 miðar eru í boði. Tónleikarnir fara fram í Menningarhúsi Hofsins á Akureyri laugardaginn 27. ágúst nk. klukkan 21.00 og kemur þar fram landslið listamanna. Miðasala hefst á afmælistónleika Bó  Eyþór Ingi og félagar koma saman eftir nokkurra mánaða hlé á Sódómu annað kvöld og halda tónleika. Stór- hljómsveitinni Deep Purple verður þar vottuð virðing og munu þeir leika lög eftir þessa sögu- frægu sveit. Húsið verð- ur opnað klukkan 21:00 og kostar 1200 krónur inn. Deep Purple minnst á Sódóma Reykjavík Á fimmtudag Breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað með köflum og skúrir, einkum sunnantil. Hiti 5 til 15 stig. Á föstudag Vaxandi austlæg átt, Rigning sunnanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðvestan 2-8 m/s. Skýjað með köflum vestantil, en bjartviðri á Suðurlandi. Hiti 4 til 16 stig, hlýjast SV-til. VEÐUR Þór/KA tókst að halda í við efstu lið Pepsideildar kvenna í knattspyrnu og sendi um leið Breiðablik í fallbaráttu með 4:2 sigri í Kópavogi. Íslandsmeistarar Vals eru áfram á toppnum eftir 3:1 sigur á nýliðum Þróttar, Stjarnan er stigi á eftir en hún vann 4:0 úti- sigur á Aftureldingu, og ÍBV vann dramatískan 2:1 sigur á Grindavík. Loks vann Fylk- ir KR á útivelli, 1:0. »3 Toppliðin fjögur unnu öll sigra Handknattleiksmaðurinn Einar Ingi Hrafnsson er genginn til liðs við danska liðið Mors-Thy en línumað- urinn samdi við félagið til tveggja ára í gær. Hann hefur leikið með Nord- horn í Þýskalandi und- anfarin tvö ár. »1 Einar Ingi frá Nordhorn til Mors-Thy í Danmörku Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, nýtur áfram trausts hjá knatt- spyrnudeild félagsins þrátt fyrir að fyrsti sigur liðsins í Pepsideildinni í sumar hafi enn ekki litið dagsins ljós eftir átta umferðir. Framarar ætla að styrkja lið sitt á næstunni og verða með tvo Breta til reynslu hjá sér næstu dagana. Ívar Björnsson verður tæplega meira með í sumar. »1 Þorvaldur unnið sér inn lengri tíma hjá Fram ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Sigur íslenskra íþróttamanna á bæði Norðmönnum og Dönum er vottur þess að okkar ungu menn hafa unnið kappsamlega að þjálfun sinni og eiga þá vegsemd skilið sem afrek þeirra hafa í för með sjer,“ var ritað í leiðara Morgunblaðsins hinn 1. júlí 1951 um sigur íslenskra frjálsíþróttamanna í þriggjalandakeppni Norðmanna, Dana og Íslendinga á Bislett- leikvanginum í Osló hinn 29. júní sama ár. Dagurinn hefur verið kall- aður „sigurdagurinn mikli“ en þenn- an sama föstudag vann íslenska karlalandsliðið óvæntan 4:3-sigur á Svíum á Melavellinum. Það var Ríkharður Jónsson sem skoraði öll fjögur mörk Íslendinga í leiknum og hann man vel þegar frétt- ist á knattspyrnuvellinum að íslenskir frjálsíþróttamenn hefðu borið sigur úr býtum í Noregi eftir tveggja daga keppni. „Baldur Jónsson vallarvörður til- kynnti það í hátalaranum í hálfleik að Íslendingar væru að vinna Norðmenn og Dani úti á Bislett, og hann sagði mér seinna að fagnaðarlætin hefðu verið þvílík að menn sem voru að veiða í Elliðaánum hefðu heyrt þau,“ segir Ríkharður. „Við vorum þarna að vinna allar Norðurlandaþjóðirnar á einu bretti og ég get alveg fullyrt að þetta skeður aldrei aftur. Að því leyt- inu til var þetta út af fyrir sig afrek fyrir alla.“ Óvænt úrslit Afrek Ríkharðs að skora fjögur mörk (mörkin voru raunar fimm en það fimmta var dæmt af vegna rangstöðu) á móti ólympíu- gullverðlaunahöfum Svía er ekki síst merkilegt í ljósi þess að hann mætti beint á Melavöll- inn eftir fullan vinnudag á Akranesi. „Ég mætti hálfátta í vinnuna vest- ur í slipp þar sem ég var að mála bát og vann fram að kaffi, fór síðan heim að skipta um föt og mætti í KR- heimilið klukkan hálffimm,“ segir hann. Móðir Ríkharðs tilheyrði afar fá- mennum hópi sem þóttu Íslendingar líklegir til sigurs en hún reyndist sannspá bæði um markamuninn og að sonur hennar myndi skora öll mörk íslenska liðsins. Svíarnir vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. „Þeir voru raunverulega bara værukærir að ég held og manni finnst, en við settum allt á fulla ferð. Mig minnir að staðan hafi verið 2-0 í hálfleik og þeir komust aldrei í gang karlagreyin.“ 60 ár frá sigurdeginum mikla  Lögðu Norð- menn, Dani og Svía sama dag Morgunblaðið/Golli Sigrar Ríkharður fremstur í hópi ÍA-manna. Um Ríkharð sagði Sam Hessel fararstjóri Svía 1951: „Það er enginn vafi á því, að ef ítalskur „veiðari“ hefði sjeð leik Ríkharðs, hefði hann á stundinni boðið í hann 150 þús kr. (sænskar).“ Eftir landskeppnina á Bis- lett-vellinum í júní 1951, aðeins sjö árum eftir að Íslendingar höfðu hlotið sjálfstæði, voru Norð- menn og Danir undrandi yfir getu íslenskra íþróttamanna. Fjölmiðlar í Danmörku spáðu Íslendingum algjör- um ósigri en sigurvissir Norðmennirnir töldu mögulegt að Íslendingarnir myndu hafa Dani. „Það er undrunarefni,“ stóð í Morgenposten eftir keppn- ina, „hve svo lítil þjóð á marga ágæta íþróttamenn.“ Meðal þeirra sem þar fóru fremstir í flokki voru Gunnar Huseby í kúluvarpi, Torfi Bryn- geirsson, sem var nálægt því að setja nýtt Evrópumet í stangar- stökki, Örn Clausen og Skúli Guð- mundsson. Íslenskir íþróttagarpar FRJÁLSÍÞRÓTTALANDSLIÐIÐ 1951

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.