Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Kristel Finnbogadóttir kristel@mbl.is „Þetta var kaldur mánuður yfir allt landið en kuldinn er mismunandi eft- ir landshlutum,“ segir Sigurður Þór Guðjónsson, áhugamaður um veður- far, spurður um veður í júnímánuði. Á vefsíðu sinni, www.nimbus.blog.is, skrifar Sigurður meðal annars um veðurfar á Íslandi. Hann bendir á að mánuðinum sé ekki enn lokið þótt síðustu dagar hans séu ólíklegir til að hafa áhrif á heildarmyndina. „Hér í Reykjavík er hitinn í júní við meðallag og jafnvel aðeins fyrir ofan það. Svipað má segja um Suður- land en á Suðausturlandi og Vest- urlandi er kaldara. Það er aðallega fyrir norðan og austan, sérstaklega inni í sveitunum, þar sem hitinn er tveimur til þremur stigum undir meðallagi. Þessi munur á milli lands- hluta er mjög óvenjulegur,“ segir Sigurður Þór. Hann nefnir sem dæmi samanburð á meðalhita í Reykjavík og á Egilsstöðum í júní en mismunurinn er nú í kringum þrjú stig. „Í meðalárferði er mismunurinn á milli þessara staða innan við hálft stig en auðvitað er það breytilegt eft- ir árum,“ segir Sigurður Þór. Miðað er við meðaltal frá 1961 til 1990 eða 30 ár í senn. Oft verið verra veður í júní Sigurður Þór segir að veður á landinu hafi oft verið verra í júní- mánuði. Veður á Norður- og Austur- landi sé hins vegar óvanalegt. „Þetta er kaldasti júní á Akureyri síðan árið 1952 en þá var nokkru kaldara. Þetta er fjórði eða fimmti kaldasti júní- mánuðurinn frá upphafi mælinga en á Akureyri hófust þær árið 1882,“ segir hann. Sigurður Þór segir sérstakt að kvartað sé yfir veðrinu í Reykjavík þennan mánuð. Fyrstu daga júní var kuldi í borginni en frá 11. júní hefur verið þurrt, sólríkt og hiti vel yfir meðallagi. „Það hafa verið margir góðir dagar í Reykjavík núna í júní. Hér er ekki hægt að kvarta,“ segir Sigurður Þór. Ekki aðeins vekur kuldi eða fjöldi sólardaga athygli veðuráhugamanna en merkilegt er að skoða tölur úr mælingum um úrkomu í júnímánuði. „Þetta er kaldur og þurr mánuður nema einna helst við norðaustur- ströndina. Í maí mældist mesta úr- koma í Vopnafjarðarhéraði í 80 ár. Júní ætlar líka að verða einn af allra úrkomusömustu júnímánuðum þar en í Vopnafirði og út við sjó á norð- anverðum Austfjörðum mælist nú um það bil tvöföld meðalúrkoma,“ segir Sigurður Þór. „Þetta er afbrigðilegur kuldi og sjaldgæft ástand sem lýkur vonandi fljótlega,“ segir Sigurður Þór um veðrið á Norður- og Austurlandi þessa dagana en telur júnímánuð annars þokkalegan á sunnanverðu landinu. Óvanalegur júnímánuður  Kuldi hefur verið mismikill eftir landshlutum í sumar  Kaldasti júnímánuður á Akureyri frá árinu 1952  Ekki er hægt að kvarta yfir veðurfarinu í Reykjavík Þessi munur á milli landshluta er mjög óvenjulegur. Sigurður Þór Guðjónsson. Grillmarkaðurinn verður opnaður í dag. „Allt aðalhráefnið er keypt frá bónda, við treystum bændunum til að velja fyrir okkur bestu vörurnar og munum fá það besta hverju sinni,“ segir Hrefna Rósa Sætran, einn eigenda Grillmarkaðarins. Íslensk náttúra er þema á nýja staðnum. Á Grillmarkaðnum verður stuðla- bergsveggur, mosaveggur og íslenskt hlýraroð til skreytingar. mep@mbl.is „Munum fá það besta frá bónda hverju sinni“ Morgunblaðið/Ómar „Þetta er eins og seglskip, stendur hátt upp úr sjónum og tekur mikinn vind á sig. Við ákveðin mörk ráða bógskrúf- urnar ekki við að halda skipinu,“ segir Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóahafna, um ástæður þess að skemmtiferðaskipið AIDAluna gat ekki lagt að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík á þriðjudag. Að sögn Ágústs var vindhraði 13 til 16 metrar á sekúndu þegar skipið kom í lóðs en eftir því sem leið á daginn bætti í vindinn. Skipið AIDAluna er um 69 þúsund tonn að stærð. Um 3.400 manns voru um borð í skipinu og því vildi skipstjór- inn enga áhættu taka. „Það er ekki oft sem þetta gerist og þá er það frekar á haustin,“ segir Ágúst. Missir að skipinu fyrir ferðaþjónustu „Þegar skip af þessari stærðargráðu kemst ekki upp að bryggju verður auðvitað tekjumissir og tekjutap,“ segir Yngvi Örn Stefánsson, framkvæmdastjóri Iceland Travel Assistance, ITA, en fyrirtækið rekur upplýsinga- og þjónustumiðstöð á Skarfabakka sem sniðin er að þörf- um farþega skemmtiferðaskipa. Skipið AIDAluna kemur nokkrum sinnum á ári og hefur gert undanfarin ár. Kom- ur skemmtiferðaskipa skipta máli fyrir íslenska ferða- þjónustu en von er á AIDAluna aftur til landsins síðar í sumar og í haust. „Það er leiðinlegt þegar þetta gerist en við búum við að vera háð ytri aðstæðum,“ segir Yngvi um atvik mála á þriðjudag og nefnir veður og vinda, eldgos og aðrar náttúruhamfarir. kristel@mbl.is Skemmtiferðaskip í vand- ræðum vegna veðurs Morgunblaðið/Kristinn Skip Yfir sumartímann leggja stór skemmtiferðaskip gjarnan leið sína til Reykjavíkur eða Akureyrar.  Von var á fjölda ferða- manna til Reykjavíkur Póstburðargjald fyrir bréf undir 50 g hækkaði úr 75 krónum í 90 krónur hinn 15. júní síðastliðinn samkvæmt upp- lýsingum frá Ís- landspósti. Einn- ig hækkuðu aðrir verðflokkar bréfa að meðaltali um 20%. Fram kemur á heimasíðu fyr- irtækisins að umræddar verðhækk- anir séu nauðsynlegar til þess að „mæta magnminnkun og auknum kostnaði við dreifingu á bréfapósti“. Þá segir einnig að rafræn þróun og efnahagssamdrátturinn hér á landi sem og erlendis hafi leitt til verulegs samdráttar í póstsend- ingum. Ennfremur er minnst á þá skyldu Íslandspósts að þjónusta allt landið og bera út í öll hús alla virka daga ársins sem hafi mikinn kostnað í för með sér. Frekari samdráttur „Útlit er fyrir að bréfamagn minnki enn frekar á næstu árum og spáð er að einkaréttarbréfum fækki til muna á næstu árum. Slíkri magn- minnkun verður að mæta með að- gerðum á ýmsum sviðum, bæði með því að auka tekjur eftir því sem við verður komið, þar sem vænta má vaxtar, en einnig með hagræðingu í rekstri póstþjónustunnar,“ segir á heimasíðu Íslandspósts. hjorturjg@mbl.is Kostar meira að senda póst  Um 20% hækkun á póstburðargjöldum Samningaviðræður flugmanna og Icelandair stóðu enn yfir í Karphús- inu þegar Morgunblaðið fór í prent- un í gærkvöldi. Þær höfðu þá staðið yfir frá klukkan ellefu í gærmorgun. Ef deilan leysist ekki heldur yf- irvinnubann flugmanna Icelandair áfram. Engir flugmenn verða á bak- vakt meðan á banninu stendur. Af þeim sökum má búast við einhverju raski á flugferðum. Ekkert flug raskaðist þó í gær vegna yf- irvinnubannsins. Icelandair hafði fyrirhugað að fella niður tvær flug- ferðir til Parísar í dag vegna yf- irvinnubannsins. Félagið biður far- þega þó að fylgjast grannt með. Langir fund- ir flugmanna Fimleikafélag Selfoss mun fara vandlega yfir slys sem varð síðdegis á þriðjudag þegar fjórtán ára stúlka fótbrotnaði á báð- um fótum eftir að hafa leikið sér á trampólíni ásamt þremur öðrum stúlkum. Stúlkan þurfti að fara í stóra aðgerð í kjölfar- ið og dvelur á Landspítalanum. Líðan hennar er eftir atvikum góð. Stúlkurnar æfa allar fimleika með félaginu og léku sér á trampólíninu fyrir æfingu, og því án eftirlits kenn- ara. Um er að ræða kraftmeira tram- pólín en finnast í görðum og voru þær fjórar á því saman. Stukku þrjár samtímis á trampólínið og skutu þeirri fjórðu hátt í loft upp. Svo mikill var krafturinn þegar ein þeirra stóð að hún hlaut opið bein- brot á báðum fótum. Stúlkurnar sem með henni voru fengu áfallahjálp frá þjálfurum, foreldrum og sérfræð- ingum. Brutu reglur með leik sínum Samkvæmt upplýsingum frá þjálf- ara Fimleikafélags Selfoss brutu stúlkurnar með leik sínum nokkrar reglur. Verður brýnt fyrir öllum iðk- endum í kjölfarið hvernig nota skuli trampólín og farið yfir allar reglur. Þjálfarinn segir þetta ekki einsdæmi því sambærilegt mál hafi komið upp hjá fimleikafélagi á höfuðborg- arsvæðinu þar sem stúlka hlaut bein- brot eftir svipaðan leik. Þjálfarinn vonast einnig til að þetta hörmulega slys verði öðrum víti til varnaðar, enda trampólín í mörg- um húsgörðum. Sama gildi um þau, stórhættulegt sé þegar fleiri en einni hoppi í einu. Fara yfir reglur  14 ára stúlka hlaut opin beinbrot á báðum fótum við leik á trampólíni Á trampólíni Þau geta verið hættuleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.