Morgunblaðið - 30.06.2011, Síða 6

Morgunblaðið - 30.06.2011, Síða 6
Uppskera Óvíst er að nýjar kartöflur verði á boðstólnum um miðjan ágúst. Morgunblaðið/Golli Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Þetta er alls staðar þremur vikum á eftir venjulegu sumri,“ sagði Berg- vin Jóhannsson, bóndi á Áshóli í Grýtubakkahreppi og formaður Landssambands kartöflubænda, þegar hann var spurður um kart- öflusprettuna. Ef veður verður gott í júlí, ágúst og september mun rætast úr, að mati Bergvins, en þó er fyr- irsjáanlegt að ekki verður mikil kartöfluuppskera í haust. Kalt hefur verið í Grýtubakkahreppi í sumar en spáð er hlýnandi veðri um helgina. Þar líkt og víðast hvar fyrir norðan hefur verið sífelld norðanátt og kuldi en í gær og í fyrradag var norðanátt og suddi í Grýtubakkahreppi. Bergvin hafði fréttir af því úr Hrunamannahreppi fyrir sunnan að þótt þar hefðu komið hlýir dagar inn á milli hefðu verið miklir kuldar um nætur. Ástandið er því svipað fyrir sunnan og norðan. Bergvin sagði að vel hefði horft í byrjun hjá þeim sem breiddu plast- dúka yfir akrana. Grösin komu upp en svo fraus allt saman. Hann sagði að grösin kæmu aftur en þetta ylli mikilli töf á sprettunni. Bergvin taldi að kartöfluuppskera yrði hvergi snemma á ferðinni í ár. Mikið þyrfti að gerast næstu daga til að nýjar kartöflur yrðu á boðstólum um eða eftir miðjan ágúst. Dæmi eru um næturfrost í júlí og ef kartöflugrösin eru orðin mjög þroskuð þegar frystir stöðvast vöxt- urinn. Bergvin sagði að dæmi væru um næturfrost seint í júní en grösin hefðu náð sér aftur eftir það, þótt það hefði þýtt töf á uppskerunni. Bergvin taldi að svipað hefði verið sett niður af kartöflum í vor og und- anfarin vor. Eftir því sem hann hafði heyrt hjá bændum í Eyjafirði höfðu þeir sett niður heldur minna en venjulega en einhverjir ætluðu að bæta við sig á Suðurlandinu. Berg- vin vissi ekki hvernig það hefði end- að því bændur á Suðurlandi komust seint í að setja niður vegna bleytu. Sjaldan hafi verið jafn samfeldir kuldar í júní síðan árið 1979 Kartöfluspretta 3 vikum eftir áætlun 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þessi harðindi hafa áhrif á alla sem lifa á landinu,“ segir Knútur Ósk- arsson, bóndi á Ósum á Vatnsnesi. Hann rekur farfuglaheimili og hefur orðið óþyrmilega var við áhrif kuld- ans á ferðaþjónustuna. Knútur hefur rekið farfuglaheim- ili í rúma tvo áratugi og gestafjöld- inn vaxið á hverju ári. Í fyrstunni var gamla íbúðarhúsið á bænum gert upp fyrir starfsemina og síðan hefur þremur gestahúsum verið bætt við. Farfuglaheimilið hefur fengið góða dóma og tvisvar komist á lista yfir þau farfuglaheimili heimsins sem gestir gefa bestu ein- kunnina. Bjartsýni hefur verið ríkjandi fyr- ir sumarið þar sem reiknað hefur verið með fjölgun ferðafólks til landsins. Það hefur að einhverju leyti gengið eftir – en þeir hafa ekki skilað sér á Vatnsnes. „Það kæmi mér ekki á óvart þótt hér yrði 30- 40% samdráttur,“ segir Knútur. Hann telur víst að veðráttan ráði þar miklu ásamt því að hátt eldsneyt- isverð dragi úr akstri og valdi því jafnvel að erlendir ferðamenn haldi sig meira í Reykjavík. „En sumarið er ekki búið og það gæti eitthvað ræst úr. Í þessari grein veit enginn niðurstöðuna fyrr en eftir sumarið,“ segir hann. Þeir sem leggja leið sína um Vatnsnes eru flestir að skoða landið og náttúruna. Selirnir hafa mesta aðdráttaraflið. Margir leggja leið sína niður að ósi Sigríðarstaðavatns þar sem yfirleitt má sjá seli flatmaga og Hvítserkur er þar skammt frá. Knútur segir að gestir farfuglaheim- ilisins komi flestir til að skoða nátt- úru landsins og selirnir séu liður í því. Eitt leiðir af öðru Knútur er með kúabúskap og nokkra hesta. Þá stundar hann ræktun og sinnir æðarvarpi. Hann lítur ekki á móttöku og þjónustu við gestina sem truflun frá búskapnum heldur hluta af honum og segist njóta þess engu síður en þegar hann hóf reksturinn. Sömuleiðis segir hann að ferðafólkið vilji sjá eðlilegt líf, þar sem það dvelji, búskap eða aðra starfsemi. Hann hefur þó orð á því að veðr- áttan setji strik í reikninginn hjá gestunum, erfitt geti verið að vera eins mikið útivið og þeir hefðu kosið. Hann segir að þótt allir leggi sig fram um að þjóna gestunum sé ekki víst að staðurinn skori hátt eftir þetta sumar, vegna veðursins. Nýting hlunnindanna hefur geng- ið illa í sumar sem og ræktunin. „Það eru harðindi til lands og sjávar,“ segir Knútur. Hann getur þess að mikill ágangur hafi verið af flugvargi í æðarvarpið í vor. Svo virðist sem mávarnir hafi lítið æti á sjónum og sæki þá í egg og unga æðarfuglsins. Þá hafi dúnninn ódrýgst í rokinu. „Það má búast við mun minni hey- feng í sumar en undanfarin ár. Sjálf- sagt verður ekki slegið nema einu sinni. Það hefur áhrif á ásetning í haust, eitt leiðir af öðru,“ segir Knútur og bætir því við að ekki sé nóg að eiga við náttúruna því hugs- anleg aðild landsins að Evrópusam- bandinu sé ógn við landbúnaðinn og aðildarviðræðurnar skapi óvissu fyr- ir mjólkurframleiðendur. Áhrif á alla sem lifa á landinu  Harðindi til lands og sjávar hafa áhrif á alla þætti búskaparins á Ósum á Vatnsnesi  Færra ferðafólk, minni dúnn og útlit fyrir minni heyfeng en á undanförnum árum Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Áhugamálið Knútur Óskarsson getur ekki leynt áhugamálinu því gulir repjuakrar við þjóðveginn koma upp um það. „Ef ræktunin gengur í ár, held ég að alltaf verði hægt að rækta repju,“ segir Knútur Óskarsson, bóndi á Ósum á Vatnsnesi. Hann er einn af þeim bændum sem hafa tekið þátt í ræktunartilraunum Sigl- ingastofnunar á repju til olíu- framleiðslu og náð ágætum árangri. „Mér finnst sjálfsagt að prófa þetta. Ef ræktunin gengur getur hún orðið góð viðbót við annan landbúnað. Þetta eru gjafir jarðar, ekki síst hratið því próteinið er dýrt í dag. Ekki er þó hægt að búast við mikilli uppskeru í svona ári sem manni virðist alltaf mega búast við á Ís- landi,“ segir Knútur. Repjan sem Knútur sáði fyrir síðasta haust kom ágæt- lega undan vetri. „Núna er það kuldinn sem dregur úr þessu. Það þarf hærra hita- stig en verið hefur til að repj- an vaxi vel. Repjuakrarnir á Ósum eru ágætlega þéttir en plönturnar eru lægri en á sama tíma undanfarin ár og þær hafa ekki náð að blómstra til fulls.“ „Þetta eru gjafir jarðar“ RÆKTUNARTILRAUNIR Andri Karl andri@mbl.is „Auðvitað er ég að fjalla um þetta svolítið eftir tilfinningu en það þarf enginn að segja mér að þrjú hundruð manns hafi brotið af sér í íslenska bankakerfinu,“ segir Brynjar Níels- son, formaður Lögmannafélags Ís- lands. Brynjar ritaði grein í Lög- mannablaðið þar sem hann gagn- rýnir þá aðferð embættis sérstaks saksóknara að gefa þeim sem kunna að búa yfir upplýsingum um við- skipti sem eru til rannsóknar rétt- arstöðu sakbornings við upphaf rannsóknar frekar en stöðu vitnis. Brynjar segir málin ganga þannig fyrir sig að Fjármálaeftirlitið eða slitastjórnir bankanna sendi mál til sérstaks saksóknara þar sem t.d. er um að ræða viðskipti sem þykja tor- tryggileg og brjóti gegn ákvæðum laga. Það sé hins vegar gert án þess að taka skýrslur af þeim sem kunna að búa yfir upplýsingum um málið. „Þá tekur embættið allan bunkann af mönnum sem þarna koma ein- hvers staðar við sögu, t.d. á viðkom- andi deild, og þegar maður kemur svo með eitthvert manngrey, t.d. millistjórnanda, og spyr hvaða verknað hann sé grunaður um að hafa framið er fátt um svör. Emb- ættið er með viðskipti til rannsóknar og til öryggis eru allir gerðir að sak- borningum.“ Þessi aðferð hugnast ekki Brynj- ari sökum þess að ákveðin vand- kvæði fylgja því að vera sakborning- ur, líkt og staðan í samfélaginu er í dag. „Því finnst mér embættið hafa farið offari í því að gera menn að sak- borningum.“ Tugir mála eru til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara en ekkert svar barst við fyrirspurn Morgunblaðsins um það hversu margir einstaklingar hefðu hlotið stöðu sakbornings. Víst þykir að þeir séu á þriðja hundrað. Rökstuðningur sérstaks saksókn- ara fyrir því að menn fái stöðu sak- bornings við upphaf rannsóknar, í stað vitnis, er sá að með því hafi menn aukin réttindi samkvæmt lög- um um meðferð sakamála. „Fiska í gruggugu vatni“ Að mati Brynjars er þetta öfug nálgun og menn ættu frekar að vera með stöðu vitnis í upphafi rannsókn- ar. Vísar hann í því samhengi í 3. mgr. 53. gr. laga um meðferð saka- mála. Þar segir: „Þeir sem rannsaka sakamál skulu gæta þess að mönnum verði ekki gert meira tjón, óhagræði eða miski en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur.“ Þá segir hann embættið ekki alltaf hafa almennilegan grun. „Menn eru að fiska í gruggugu vatni og skoða viðskiptin. Auðvitað eru sum mál mun skýrari en það getur ekki talist líklegt að allir starfsmenn bankanna hafi verið glæpamenn.“ Brynjar tekur dæmi um banda- ríska fjárfestingarbankann Lehman Brothers. „Í rannsókn hans eru ekki allir stjórnendur gerðir að sakborn- ingum. Menn vinna þetta ekki svona. Eflaust eru skoðuð afmörkuð efni varðandi Lehman en þeir taka ekki alla starfsmenn bankans á einu bretti og segjast ætla að rannsaka viðskipti fjögur ár aftur í tímann og þeir verði bara að sætta sig að vera sakborningar á meðan.“ Úthrópanir og einelti Brynjar tekur fram að hann telji embættið hafa staðið sig vel að mörgu leyti og Ólafur Þ. Hauksson, sérstakur saksóknari, einnig. „Hann er mikill sómamaður og ég veit að hann fer eins varlega að mönnum og hægt er, þrátt fyrir mikinn þrýsting í samfélaginu. Hann hefur staðist ákveðinn þrýsting og ég vil hrósa honum fyrir það.“ Þrátt fyrir það hefði Brynjar vilj- að sjá ráðist í málin með öðrum hætti. „Þetta er svo afdrifaríkt fyrir sakborninga. Það er krafist þess að þeir séu reknir úr vinnunni. Þeir eru svo úthrópaðir, verða fyrir einelti og eiginlega öll fjölskylda þeirra. Hún er einnig gerð sek fyrir því að, í sum- um tilvikum, viðkomandi starfsmað- ur tók kúlulán. Það eru þessi vanda- mál sem við erum að glíma við.“ Ennfremur bendir Brynjar á að sumir hafi verið sakborningar í rúm- lega tvö ár og samkvæmt yfirlýsing sé ekki von á ákærum fyrr en árin 2013 og 2014. „Það er ekki ásætt- anlegt að menn, sem flestir verða lík- lega ekki ákærðir, séu sakborningar árum saman með tilheyrandi fjár- hagstjóni og óbætanlegum miska.“ Afdrifaríkar aðgerðir sérstaks saksóknara Brynjar Níelsson Ólafur Þ. Hauksson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.