Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Sumarhefti Þjóðmála er komið útog að vanda kennir þar margra grasa, meðal annars um vafasama beitingu valds. Páll Vilhjálmsson, kennari og blaðamaður, ritar þar til dæmis hugleiðingu út frá bók Björns Bjarnasonar, Rosa- baugi, og vekur at- hygli á því hvernig viðskiptaveldið Baugur „hafði í ná- inni samvinnu við Samfylkingu, Vinstrihreyfinguna - grænt fram- boð og forseta lýðveldisins lagt rík- isvaldið að velli“, en þar vísar hann til lykta fjölmiðlamálsins árið 2004.    Jón Magnússon hæstaréttar-lögmaður skrifar um ákæruna á hendur Geir H. Haarde og segir meðal annars: „Ákæran á hendur Geir er pólitískt uppgjör í búningi sakamáls. Saksóknari Alþingis hefði átt að segja sig frá málinu þegar hún hafði skoðað máls- gögnin, ekki síst þegar hún var skipuð ríkissaksóknari. Það sam- ræmist illa þeim störfum og gefur slæm fyrirheit þegar hún stendur að pólitískum réttarhöldum í upp- hafi starfsferilsins.“    Jón heldur áfram og bendir á af-skipti núverandi stjórnvalda af saksókn og meðferð brotamála. „Í öllum öðrum lýðræðisríkjum myndi slíkt kalla á rannsóknir og snörp viðbrögð þingmanna sem vilja vernda réttarríkið,“ segir Jón.    Loks er ástæða til að nefna um-fjöllun Vilhjálms Eyþórssonar rithöfundar um fjölmiðlalögin ný- samþykktu. Þau bera að hans sögn með sér „að þótt kalda stríðinu sé lokið, eru íslenskir alræðissinnar í fullu fjöri og þeir koma hér fram, að orwellskum sið eins og alltaf, undir formerkjum „lýðræðis“ og „mannréttinda“. Í þessu tilviki hyggjast þeir lögleiða ritskoðun í nafni „tjáningarfrelsis“.“ Umfjöllun um vafa- samt valdabrölt STAKSTEINAR Veður víða um heim 29.6., kl. 18.00 Reykjavík 12 heiðskírt Bolungarvík 9 léttskýjað Akureyri 7 alskýjað Kirkjubæjarkl. 14 skúrir Vestmannaeyjar 14 léttskýjað Nuuk 15 heiðskírt Þórshöfn 11 skýjað Ósló 22 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Stokkhólmur 25 heiðskírt Helsinki 22 heiðskírt Lúxemborg 16 skýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 12 skúrir Glasgow 16 léttskýjað London 18 léttskýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 23 skýjað Berlín 28 heiðskírt Vín 28 léttskýjað Moskva 27 skýjað Algarve 27 heiðskírt Madríd 35 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 31 léttskýjað Aþena 22 skýjað Winnipeg 22 skýjað Montreal 20 alskýjað New York 26 heiðskírt Chicago 25 léttskýjað Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 30. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:04 23:59 ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 1:20 25:20 DJÚPIVOGUR 2:20 23:43 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dýragarðurinn í Peking hefur reynt að fá frjóvguð lundaegg frá Íslandi en yfirvöld hafa ekki gefið útflutn- ingsleyfi. Sigtryggur Rósmar Ey- þórsson, fram- kvæmdastjóri XCO ehf. sem hefur átt við- skipti við Kína áratugum saman, sagði að versl- unarfulltrúi kín- verska sendiráðs- ins hefði leitað til sín fyrir fjórum árum fyrir hönd dýragarðsins og spurt hvort ekki væri hægt að fá hér lundapysjur. „Þeir höfðu heyrt að dýragarðar hefðu fengið pysjur héðan,“ sagði Sigtryggur og kvaðst vita að íslensk- ir lundar væru í dýragörðum í Evr- ópu, Bandaríkjunum og Asíu. Þegar beiðnin barst var ástand lunda- stofnsins ekki jafn slæmt og nú. Sig- tryggur heimsótti dýragarðinn í Peking 2009 og sá þar stórt kælt búr þar sem lundunum var ætlaður fé- lagsskapur við mörgæsir. Búrið er að helmingi laug með kældum sjó. Sigtryggur hafði samband við starfsmann Náttúrufræðistofnunar sem hafði reynslu af pysjuútflutn- ingi. Sá lagði til að senda frekar egg í hitakassa. Kínverjarnir vildu fyrst fá 300 lunda- egg en drógu svo úr og óskuðu eftir að fá 50 egg og að fuglafræð- ingur fylgdi sendingunni héðan. Sigtryggur sótti um leyfi til að flytja út eggin. „Þá rakst ég á þröskulda sem mér hefur ekki tekist að yfirstíga enn,“ sagði Sigtryggur. Hann hefur sótt um útflutningsleyfi á lundaeggjum til umhverfisráðuneytisins fjögur ár í röð og alltaf fengið neitun. Sig- tryggur gekk á fund umhverf- isráðherra í vetur og lagði fram beiðni. Um síðustu mánaðamót var beiðninni hafnað vegna slæms ástand lundans. Sigtryggur kvaðst vita af slæmu ástandi lunda á Suður- og Vest- urlandi en það væri betra fyrir norð- an. Hann hafði rætt við fuglafræð- ing sem þekkir vel til í lundabyggðum og taldi sá það ekki ógna stofninum þótt flutt yrðu út nokkur lundaegg frá svæði þar sem ástandið er gott. Sigtryggur sagði að hann hefði enga hagsmuni af þessu stússi. Hann væri einungis að liðsinna vin- um sínum í Kína eftir gott samstarf. Kínverjar vilja íslenska lunda í dýragarð í Peking  Ekki hefur fengist leyfi til að flytja út frjóvguð lundaegg fjögur ár í röð Morgunblaðið/RAX Lundar Dýragarðurinn í Peking hugðist fá héðan lundaegg til að unga út og setja lundana í búr með mörgæsum. Sigtryggur Rósmar Eyþórsson ræddi um að koma á samstarfi milli dýra- garðsins í Peking og Húsdýragarðsins. „Kínverski verslunarfulltrúinn kom með þá hugmynd að Húsdýragarðurinn fengi lánaðan pandabjörn í nokkra mánuði. Það myndi vekja mikla lukku hjá ungu kynslóðinni að sjá pandabjörn,“ sagði Sigtryggur. En fleiri birnir hafa verið nefndir í samskiptunum við Kínverja. „Ég fékk tölvupóst í vor þar sem þeir spurðu hvort hægt væri að fá hér hvítabjörn. Ég svaraði því að þeir kæmu ör- sjaldan og væntanlega væri betra að hafa samband við Danmörku vegna Grænlands. Svo var ég að bíða eftir samtali við tengilið í umhverfisráðuneytinu og minntist á þetta við ritara. Þá sagði hún: „Hvítabjörn? Hann var að ganga á land fyrir klukkutíma!““. „Hann var að ganga á land!“ KÍNVERJAR LÝSTU ÁHUGA Á AÐ FÁ HVÍTABJÖRN FRÁ ÍSLANDI Hvítabirna á Hornströndum. Sigtryggur R. Eyþórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.