Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 María Ólafsdóttir maria@mbl.is V eitingastaðurinn Mini- lik er rekinn í húsnæði sem áður hýsti ferða- miðstöð bæjarins. Inn- andyra getur að líta eþíópískar skreytingar á borðum og veggjum. Staðurinn er heim- ilislegur og vel tekið á móti gest- um með bros á vör. Yirga segir hugmyndina að staðnum komna frá eiginkonu sinni og systur hennar. Prófa sig áfram „Í hugum flestra er Eþíópía þekkt fyrir hungur, slæma stjórn- skipun og annað slíkt. Því langaði okkur til að nota tækifærið til að sýna fólki aðra hlið á landinu. Eþí- ópía er til að mynda eina landið sem hefur sitt eigið dagatal og stafróf og þar hafa nýlenduherrar aldrei ráðið ríkjum,“ segir Yirga, en Eþíópía er í Austur-Afríku og er næstþéttbýlasta land Afríku á eftir Nígeríu. „Í Eþíópíu er upprunnið kaffið arabica en það kemur frá Kaffa-héraðinu í vesturhluta Eþí- ópíu. Þar í landi er hefð fyrir því að halda sérstaka kaffiathöfn og okkur langaði að kynna hana. Okkur langaði líka að sýna fram á að allir geti borðað eþíópískan mat. Það eru slíkir veitingastaðir í öllum stórum borgum Evrópu og hvers vegna ekki á Íslandi? Við erum núna að prófa okkur áfram með reksturinn og byggja staðinn enn frekar upp með aukinni reynslu,“ segir Yirga. Kaffilyktin lokkar Kaffiathöfnin er gjarnan framkvæmd nokkrum sinnum á dag og hana er sérstaklega mik- ilvægt að framkvæma þegar tekið er á móti gestum. Athöfnin er til marks um gestrisni og vinahót en Yirga segir að ef fólki sé boðið í kaffi í Eþíópíu geti það verið öruggt um að fólk langi að hafa það lengur í heimsókn og spjalla meira. Athöfnin tekur nefnilega sinn tíma og getur jafnvel tekið nokkra klukkutíma. Hefðin er sú að konurnar sjá um athöfnina. Hún hefst á því að kaffibaunirnar eru ristaðar á pönnu sem sett er yfir eld. Við þetta breiðir lokkandi Eþíópísk matar- menning á Flúðum Eþíópíski veitingastaðurinn Minilik á Flúðum hefur vakið athygli gesti. Þar er borið fram sérstakt eþíópískt kaffi og þjóðlegir réttir frá Eþíópíu. Staðinn reka systurnar Azeb Kahssay og Lemien Kahssay og eiginmaður hennar, Yirga Meicon- nen. Þau eru öll búsett á Flúðum og kunna vel við sig í þorpinu. ljósmynd tag with 6 point dummy text. Athöfn Hefðin í Eþíópíu er sú að konurnar sjá um sérstaka kaffiathöfn. Þeir sem komast á netið í símanum sínum ættu ekki að hika við að fá sér M-ið hjá Símanum. Sérstaklega ef þeir eru að ferðast um landið. Til að fá síðuna í símann á að senda smáskilaboð úr farsímanum með textanum M í númerið 1900, kemur þá M-síðan beint í símann. Á henni er yfirlit yfir ýmislegt sem tengist ferðalögum innanlands. Hægt er að sjá á einum stað hvar næsta sundlaug er, hvað er helst í fréttum, hvernig veðurspáin er í hverjum landshluta og hvernig færð á vegum er. Meira Ísland er hluti af m.siminn.is og er sérstaklega hugsað fyrir fólk á ferð um landið. Þar er hægt að skoða áhugaverða staði og náttúruminjar, skipt eftir landshlutum, ásamt helstu þjónustu og viðburðum. Vefsíðan www.m.siminn.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Seljalandsfoss Fallegur áfangastaður á leið um landið. Hvar kemstu í sund og sjoppu? Írskir dagar eru árviss bæjarhátíð á Akranesi. Hátíðin fer fram nú um helgina, 1. til 3. júlí. Þar er fjölbreytt skemmtun í boði, meðal annars verð- ur rauðhærðasti Íslendingurinn val- inn. Það er boðið upp á dorg- veiðikeppni, mýrarbolta, sandkastalakeppni, kökuskreyt- ingakeppni, hjólreiðamót og hittn- ustu ömmurnar kasta bolta í körfu. Þá eru dansleikir, tónleikar, listasýn- ingar og margt fleira. Upplýsingar má finna á: www.irsk- irdagar.is. Endilega … … kíkið á Írska daga á Akranesi Morgunblaðið/RAX Írskir dagar Það er mikið að gerast á hátíðinni sem er haldin á Akranesi. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Neytendasamtökin taka viðmjög mörgum kvörtunumþessa dagana vegna ófull- nægjandi verðmerkinga á kjötvörum í verslunum. Frá og með 1. júní síð- astliðnum voru forverðmerkingar á kjötvörum bannaðar. Þær mega ekki koma verðmerktar í verslanir frá kjötiðnaðarstöðvum heldur eiga verslanirnar að sjá um að verð- merkja sjálfar. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir tvennt vera aðallega að hjá versl- ununum. „Í fyrsta lagi er skylda að upplýsa um kílóverð og lítraverð á öllum vörum í verslunum. Við fáum mikið af kvörtunum út af því að kíló- averð vanti eða að vörurnar séu þannig settar upp að það sé mjög erf- itt fyrir neytendur að átta sig á því við hvaða vöru er átt. En í reglunum segir að það skuli vera alveg greini- legt við hvaða vöru er átt varðandi hvert kílóverð. Í öðru lagi vantar of margar verslanir skanna sem þýðir að neyt- andinn fær ekkert að vita um verð vörunnar fyrr en komið er að kassa og það er með öllu óásættanlegt og er einnig brot á reglum sem Neyt- endastofa hefur sett varðandi verð- upplýsingar. Þeir sem hringja inn til okkar segja að þeir kaupi ekki vör- urnar vegna þess að þeir vita ekki hvað þær kosta,“ segir Jóhannes. Verðmerking og skannar Það var Samkeppniseftirlitið sem bannaði forverðmerkingar á vörum og segir Jóhannes Neytenda- samtökin ætlast til þess að þar verði þessu komið í lag. „Það var mat Sam- keppniseftirlitsins að forverðmerk- ingar væru brot á samkeppnislögum. Í kjölfar þess breytti Neytendastofa sínum reglum til þess að koma til móts við þetta bann. Við ætlumst til að Samkeppniseftirlitið og Neyt- endastofa, sem gefur út reglur um verðmerkingar og á að fylgja þeim eftir, sjái til þess að það sé farið eftir þeim. Þessir aðilar eiga að fylgjast mjög vel með þessari þróun og grípa til nauðsynlegra aðgerða þegar þörf krefur. Ég tel fulla þörf á að Neyt- endastofa og Samkeppniseftirlitið, miðað við þann mikla urg sem er úti í samfélaginu, fari yfir þetta mál og kanni hvaða leiðir eru til úrbóta þannig að það sé komið til móts við eðlilegar kröfur neytenda, að þeir viti nákvæmlega hvað varan kostar. Ef verslanir eru gagngert að sniðganga þessar nýju reglur á Neytendastofa hreinlega að byrja að sekta verslanir sem eru ekki búnar að koma þessu í lag því aðlög- unartíminn var alveg nægjanlegur.“ Spurður hvað sé til ráða svarar Jóhannes að verslanir geti meðal annars tekið upp á því að nýju að verðmerkja vörur sínar. Skannar sem sýna hversu mikið hver vara kostar hafa líka verið settir upp víða í verslunum. Margir neytendur hafa kvartað undan þessu fyrirkomulagi og þykir óþægilegt að geta ekki séð á einfaldan hátt hvert verðið er. „Sam- kvæmt nýjum reglum Neyt- endastofu eiga skannarnir að vera þar sem kjötvörurnar eru. Það á ekki að þurfa að labba nema nokkur skref í mesta lagi að skannanum. Þar sem er mikil traffík eiga að vera fleiri en einn skanni,“ segir Jóhannes. Neytendur Ófullnægjandi verðmerkingar á kjötvörum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Álegg Erfitt er að átta sig á verði áleggsbréfa í verslunum í dag. www.ns.is Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Dagur rabarbarans verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafninu í dag og hefjast hátíðahöld klukkan 15. Dagurinn er haldinn í samstarfi Landbúnaðarháskóla Íslands og Árbæjarsafnsins. Er honum ætlað að minna á mikilvægi þess að við- halda ræktun rabarbarans og nýt- ingu hans sem hefur verið samofin sögu okkar og menningu í 130 ár. Þá er nú einnig í bígerð að koma upp svokölluðum sögulegum görð- um við húsin á Árbæjarsafni. Í þeim verður að finna plöntur sem eru af- komendur þeirra plantna sem rækt- aðar voru á ákveðnum tímabilum í Reykjavík. Rabarbarinn mikið nýttur „Erfðalindasetur Landbúnaðarhá- skóla Íslands er að vinna að því að styrkja sambandið á milli grasa- garða og minjasafna einmitt með því að vernda gamlar nytjaplöntur og reyna að draga saman sögu þeirra og nýtingu,“ segir Birna Kristín Baldursdóttir, starfsmaður Erfðalindaseturs. Hún segir það helst vera áhugafólk um að nýta sér það sem í garðinum þeirra er sem prófi sig áfram með nýtingu rabarbarans. „Rabarbari barst fyrst til landins í kringum 1880. Hann var mikið nýttur enda er auðvelt að rækta hann og hann er góður í alls kyns rétti. Ræturnar voru til að mynda niðursoðnar og kallaðar perur. Ég hef hitt fólk sem man eftir að hafa borðað slíkt á jólunum þegar ekkert var til af neinu,“ segir Birna Kristín. Á dagskrá í dag verða þrjú erindi; Erfðaauðlindir og gildi flutt af Ás- laugu Helgadóttur, Saga rabarbar- ans flutt af Vilmundi Hansen og Nýting rabarbarans flutt af Bryn- hildi Bergþórsdóttur. Að loknum fyrirlestrum fer síðan fram böku- keppni og eru allir hvattir til að láta hendur standa fram úr ermum og baka. Valin verður besta rabarbar- abakan. Dagur rabarbarans Undirbúningur Rabarbari hefur löngum verið vinsæll í sultur, bökur og fleira. Þótti jafngómsætur og perur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.