Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 12
FRÉTTASKÝRING Önundur Páll Ragnarsson onundur@mbl.is Framlenging á fresti til að taka út séreignarlífeyrissparnað gleymdist ekki í þinginu í vor. Málið komst einfaldlega ekki að vegna mikillar umræðu um einstök önnur mál og að stórum hluta til vegna fastheldni stjórnarandstöðunnar á tiltekinn lista þingmála sem þyrftu að fá um- ræðu. Þetta segir Þuríður Backman, þingflokksformaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. For- menn þingflokka semja á lokavikum hvers þings um það hvaða mál eigi að fá forgang þegar takmarkaður tími er til stefnu. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að forsvarsmenn Landssam- taka lífeyrissjóða telja mjög slysa- legt að málið hafi ekki farið í gegn á vorþingi, enda enginn ágreiningur um það. Ákvæði um málið var sett inn í frumvarp um lífeyrissjóði, sem síðan strandaði vegna ágreinings um allt önnur atriði. Hefði auðveld- lega mátt færa það yfir í eitthvert annað frumvarp, svo sem eins og bandorm um aðgerðir í ríkisfjármál- um. Framlengingin gleymdist ekki Þuríður segir að upphaflega hafi verið lagður fram listi yfir mál sem ættu að vera í forgangi. Framleng- ing frestsins til að taka út séreign- arsparnað hafi sannarlega verið á þeim lista og málið því hvorki verið gleymt né grafið. „En í lokin var það þannig að stjórnarandstaðan festi sig eða batt sig við ákveðinn lista sem var settur fram á ákveðnum tímapunkti og síðasta hálfa mánuðinn var bara mjög erfitt að breyta nokkru eða koma fleiri málum þar inn. Það voru fleiri mál sem fullur einhugur var um og hefðu að öllu jöfnu átt að geta geng- ið.“ Hún segir það vopn stjórnarand- stöðunnar að geta beitt sér í samn- ingum um það hvaða mál fái að komast á dagskrá, því ef ekki sé farið eftir neinu samkomulagi um það geti komið til málþófs. Það sé hluti af lýðræðinu að stjórnarandstaðan hafi sín áhrif. Haldið hafi verið við þann lista til að forðast málþófið. Segir hún að bæði hafi stóra kvóta- frumvarpið og önnur mál þurft mikla umræðu. „Það voru miklu fleiri mál sem hefðu getað verið afgreidd undir eðlilegum kringumstæðum, en það var bara ekki. Það er alveg hægt að sjá hvaða tími fór í umræðu um mál sem eng- um hafði dottið í hug að yrði einhver umræða um, en varð til þess að hafa áhrif á það hvaða mál komust inn á dagskrána,“ segir Þuríður. Verklagið er ekki í lagi Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis, segir formenn nefnda eiga að halda utan um hvaða mál séu ágreiningslaus í nefndum og vilji til að ljúka. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefnd- ar, hefði átt að fylgjast með því hvort heimildin kæmist í gegn. „Var það vilji stjórnarmeirihlut- ans og alþingismanna almennt að framlengja þetta? Hefur ekki verið áhugi á því hjá nefndinni og þetta þar af leiðandi ekki lagt fyrir? Eða hitt, sem mér þykir líklegra, að hamagangurinn á þessum síðustu dögum þingsins hafi verið svo mikill að þetta hafi einfaldlega fallið á milli skips og bryggju.“ Hún segir al- gjörlega óásættanlegt að svona mál þurfi að bíða til haustsins. Hún leggur til að forsætisnefnd breyti vinnulagi sínu og fundi bæði fyrr og oftar með formönnum nefnda til að hafa betri yfirsýn. „Forseti þingsins hefur fundað með formönnum nefnda til að leggja áherslu á þetta. En þarf ekki að gera það fyrr og oftar? Verklagið hjá okkur er ekki í lagi,“ segir Ragnheiður. Helgi Hjörvar segir að hann hafi einfaldlega klárað málið frá sinni nefnd og komið því inn í frumvarp. Það hafi svo verið formenn þing- flokka sem sömdu um hvað kæmist á dagskrá og hvað ekki. Ekki náðist í formenn annarra þingflokka í gær. Kvótamál yfirtók þingstörfin  Óumdeildar réttarbætur urðu ekki að lögum vegna einstakra plássfrekra mála á lokametrum þingsins  Stjórnarandstaðan hélt sig við ákveðna dagskrá  Stórbreytt þingsköp sögð munu bæta starfshætti Morgunblaðið/Heiddi Í þinglok Þingmenn voru ósammála um margt, en því sem þeir voru þó á eitt sáttir um slepptu þeir að afgreiða. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, segir það ekki úti- lokað að fyrir gleymsku hafi frest- urinn ekki verið framlengdur. Það hafi hins vegar verið á forræði þingflokksformanna að semja um mál fyrir þinglok. Hún segir að með nýsam- þykktum lögum um þing- sköp Alþingis verði fjöl- margar nýjungar til þess að bæta vinnubrögð þingsins strax í haust. „Það verður hafður annar háttur á mörgu strax í haust, vegna þess að það er verið að breyta þingsköpunum mjög mik- ið,“ segir Ásta Ragnheiður. „Ég geri ráð fyrir að við það eitt að nefndum mun fækka úr tólf nið- ur í átta þá hafi menn betri yfirsýn yfir þau mál sem eru til umfjöll- unar. Þingmenn munu þá verða bara í einni nefnd, í mesta lagi tveimur, en eru nú í allt að fjórum nefndum. Ég geri ráð fyrir að með þessum breytingum muni allt verklag batna til muna.“ Annar háttur á strax í haust NÝ LÖG UM ÞINGSKÖP BÆTA VERKLAG ALÞINGIS TIL MUNA Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Hjalti Geir Erlendsson hjaltigeir@mbl.is Bjarni Bene- diktsson, formað- ur Sjálfstæðis- flokksins, vill að þing verði kallað saman hið fyrsta. Hann segir sífelt bætast í sarpinn af nýjum málum sem valdi tjóni fyrir borgarana og hagsmuni Ís- lendinga. Nýjasta klúðrið séu vandamál við að tryggja þeim sem eigi rétt á hluta- atvinnuleysisbótum greiðslur í haust. Þá þurfi að tryggja að útboðs- málin á Drekasvæðinu geti hafist sem fyrst og sömuleiðis telur Bjarni fullt tilefni til að ræða aðildarviður Íslands við Evrópusambandið í þinginu. Óvissa um atvinnuleysisbætur Ekki tókst að afgreiða frumvarp um framkvæmd atvinnuleysistrygg- inga fyrir þinglok í vor vegna mikilla anna í þinginu. Málið hafði verið rætt í tvær umræður en var ekki vísað til nefndar milli annarrar og þriðju um- ræðu vegna samkomulags í félags- og tryggingamálanefnd. Málið var hins vegar aldrei afgreitt og því hef- ur skapast óvissa um greiðslur, til einstaklinga sem eiga rétt á atvinnu- leysisbótum en eru í hlutastarfi, í ágúst og byrjun september. Þing- menn hafa bent á að með því að kalla saman þing sé hægt að klára málið auðveldlega. Einnig megi setja bráðabirgðalög sem tryggi greiðsl- urnar. „Ég tel ekki tilefni til að setja bráðabirgðalög, það er augljóst að það væri eðlilegra að kalla þingið saman til þess að ljúka þessu máli og ekki síður hinu málinu, sem er ekki síður mikilvægt, sem eru útboðsmál- in á Drekasvæðinu sem hafa tafist vegna klúðurs,“ segir Bjarni Bene- diktsson í samtali við Morgunblaðið. Útboðsmálin á Drekasvæðinu komist í almennilegan farveg Huganlega þarf að fresta útboði á olíuleit á Drekasvæðinu þar sem ekki tókst að afgreiða nauðsynleg frumvörp fyrir þinglok. Samkvæmt áætlunum áttu útboð að hefjast 1. ágúst en gildandi lög samræmast ekki útboðsskilmálum sem búið er að kynna. Með því að kalla saman þing gæf- ist tækifæri að mati Bjarna til að bæta úr klúðri stjórnarinnar í fjölda mála. Hann segir útboðsmálin á Drekasvæðinu mikið hagsmunamál sem þurfi nauðsynlega að koma í al- mennilegan farveg í sumar. „Orkumálastjóri hefur sagt að málið sé að frestast á versta mögu- lega tíma. Þá eiga menn bara að bretta upp ermar og kippa því í lið- inn,“ segir Bjarni. Hann telur einnig eðlilegt að ræða þá stöðu sem uppi er í aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið. „Síðan þinginu var frestað í vor hafa þau tímamót orðið að viðræð- urnar um aðild Íslands að ESB hafa farið af stað og ef þingið kæmi sam- an þætti mér eðlilegt að menn gæfu sér tíma í að ræða þá stöðu sem uppi er í því máli. Bjarni telur lítið mál að kalla þing- ið saman. Hann leggur til að fulltrú- ar allra þingflokka komi saman og ákveði tímaramma sem þingið gæti starfað eftir í sumar. „Bætist í sarpinn af nýjum málum sem valda tjóni“ Bjarni Benediktsson Morgunblaðið/Golli Alþingi Formaður Sjálfstæðisflokksins vill þingið til starfa. „Bráðabirgðalög eru ekkert sér- staklega á dag- skrá en við höfum auðvitað skoðað þann möguleika,“ segir Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra. Verið sé að vinna að því hvernig megi koma til móts við fólk sem eigi rétt á hluta- atvinnuleysisbótum. Ákveðin óvissa ríkir um greiðslu atvinnuleysisbóta til bótaþega í hlutastarfi þar sem ekki náðist að afgreiða lög þess efnis fyrir þinglok. Guðbjartur segir óvss- una einungis lúta að því hvort það verði greitt akkúrat 1. ágúst eða mánuði seinna. „Það sem við erum að reyna að leita úrræða að er með hvaða hætti við getum brúað þetta bil. Við höfum leitað allra leiða í sam- bandi við það.“ Guðbjartur segir þrennt í stöðunni: Að kalla þingið saman, setja bráðabirgðalög eða tryggja fólki einhverja aðstoð til að brúa bilið ef á þurfi að halda. Hann segir síðastnefnda kostinn líkleg- astan. Guðbjartur segir málið varla gefa tilefni til setningar bráðabirgða- laga og þá sé of viðurhlutamikið að kalla þingið saman út af þessu einu. Hann ítrekar þó að umræddir bóta- þegar muni að lokum fá allar greiðslur. „Þetta er í raun frestun á greiðslu um að hámarki 30 til 40 þús- und krónur um fimm vikur.“ Óþarfi að kalla sam- an þing  Vinna að lausn Guðbjartur Hannesson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.