Morgunblaðið - 30.06.2011, Side 14

Morgunblaðið - 30.06.2011, Side 14
Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Sumarið hefur farið hægt af stað á Norður- landi eystra og íbúar þurft að sitja af sér hryssingslegan júnímánuð þar sem hitinn skreið sjaldnast upp í tveggja stafa tölu. Júlímánuður virðist ætla að verða Norðlend- ingum blíðari og nú ber svo við að Norðaust- urland er sá landshluti sem kemur best út í veðurspá helgarinnar. Í ofanálag er sérlega mikið um að vera á þeim slóðum um helgina og því óhætt að mæla með því að ferðalangar sem vilja elta sólina og menningarlífið á lands- byggðinni taki stefnuna norður. Sólin mun að vísu aðeins brosa við Norðlendingum á milli léttra skýja en útlit er fyrir blíðskaparveður Sólin verður í liði með fót- boltastrákum á öllum aldri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson FH-ingar fagna Fótboltastrákar láta veðrið ekki skipta máli þegar kemur að því að fagna innilega, en hlýindin spilla eflaust ekki fyrir. Mótið er umfangsmikið því alls eru 168 lið skráð til leiks. með sæmilegum hlýindum, allt að 15° hita, suð- austan 5 m/sek og engri úrkomu. Hlýjast verð- ur í innsveitum norðanlands. Á sama tíma má búast við rigningu og hvassviðri á Suðurlandi og alskýjuðum himni víðast hvar annars staðar á landinu. Brosa hringinn í hækkandi hita „Það er þvílík gleði að sjá hitastigið fara hækkandi með hverjum degi. Við sjáum fram á indælisveður um helgina,“ segir Hlynur Birg- isson í Pollamótsnefnd Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri. Pollamót Þórs, sem í reynd er ætlað „lávörðum“, „öðlingum“ og öðrum sem komnir eru af pollaaldri, hefst á föstudagsmorgun. Í gær hófst hinsvegar N1-mót KA, fyrir drengi í 5. flokki. Óskar Þór Halldórsson fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar KA fagnar einnig góða veðrinu. „Þetta byrjar mjög vel, helsti andstæðingur okkar í þessu er rignin en það hætti að dropa í dag og spáin er bara góð aldrei þessu vant. Ég get ekki annað sagt en að ég brosi hringinn yfir því, við áttum það orðið alveg inni finnst mér,“ segir Óskar Þór. Knattspyrnan verður því áberandi norð- an heiða um helgina en alls ekki allsráð- andi, því fjöldi fjölbreyttra viðburða verð- ur á seyði, m.a. fjölmargir tónleikar, lista- og náttúrulífssýningar og safnasýningar. Sagt er frá nokkrum spennandi við- burðum hér en það er hvergi nærri tæm- andi því Norðurland eystra hefur upp á margt að bjóða. 14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Ungir fótboltakappar fylla nú götur Akureyrarbæjar því þar hófst N1-mót Þórs fyrir 5. flokk í gær. Um er að ræða stærsta árlega knattspyrnumót landsins, sem tæp- lega 1.500 drengir frá 37 félögum víðs- vegar um landið taka þátt í auk tæplega 400 liðsstjóra og þjálfara, að ótöldum þeim aðstandendum sem fylgjast með. Þetta er afmælismót því 25 ár eru liðin síðan mótið var haldið fyrst, árið 1987. Þá voru þátttakendur 160 talsins og hefur um- fang mótsins því margfaldast. Boltanum sparkað af kappi STÆRSTA ÁRLEGA KNATTSPYRNUMÓT LANDSINS Loksins hillir undir betri tíð á Norðurlandi eystra með hlýindum og ekki ólíklegt að sólin láti aðeins sjá sig. Morgunblaðið ætlar að fylgjast vel með ferðaveðrinu í sumar og segja frá spennandi atburðum og áfanga- stöðum í hverjum landshluta. Langþráð blíða norð- austanlands 77° 511° 415° 515° 611° 710°514° 214° 210° Veðurspá kl. 12 á laugardaginn Grímsey Raufarhöfn Ásbyrgi Húsavík Ólafsfjörður Öxnadalsheiði Akureyri Mývatn Möðrudalsöræfi Heimild: vedur.is G ru nn ko rt :L M ÍSkannaðu kóðann fyrir ferðavef um Norðurland eystra Helgarferðin – eltum sólina í sumar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.