Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 15
Textílfélag Íslands opnar umfangs- mikla sýningu á Akureyri laugardag- inn 2. júlí. Sýnt verður á þremur stöð- um: Í Mjólkurbúðinni, í Ketilhúsinu og menningarhúsinu Hofi. Fyrrum vagga textíliðnaðar Fjölbreytni sýningarinnar gefur til kynna þá miklu breidd sem þráðlistir spanna á Íslandi í dag, en m.a. verður sýnd prjóna- og fatahönnun, vef- listaverk, tauþrykk, þæfing, útsaum- Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hof Sýning Textílfélags Íslands í menningarhúsinu Hofi stendur frá 2. júlí til 17. júlí og er opin alla daga. Textílverk 39 kvenna sýnd á Listasumri Morgunblaðið/Sverrir Handverk Sýningin er fjölbreytt. ur, pappírsverk, ljósmyndaverk, ljósahönnun og margskonar óhefð- bundin þráðlistaverk unnin í bland- aða tækni. Alls tekur um helmingur félagskvenna, eða 39 konur, þátt í sýningunni, sem er liður í Listasumri á Akureyri 2011. Þetta er í fyrsta sinn sem Textíl- félag Íslands sýnir norðan heiða en það er sannarlega viðeigandi enda var vagga textíliðnaðar á Íslandi á Akureyri lungann úr 20. öldinni. 15 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Í Ólafsfirði er starfræktur öfl- ugur djassklúbbur sem árlega blæs til Blúshátíðar Ólafs- fjarðar. Þetta er elsta blúshá- tíðin á Íslandi og hún verður haldin í 12. skipti í ár. Heimamenn í Blúsbandi Fjallabyggðar troða upp á tón- leikum í Tjarnarborg en það gerir einnig fjöldi gesta og má þar m.a. nefna Ragnheiði Gröndal auk Andreu Gylfadótt- ur með Blúsmönnum Andreu. Hátíðin hefst í dag, 30. júní, og stendur til laugardagsins 2. júlí en þann dag verður einnig opnaður útimarkaður þar sem heimamenn verða með sölu- borð. Á markaðnum verður spiluð lifandi tónlist, sem skap- ar skemmtilega stemningu. Morgunblaðið/hag Gestur Ragnheiður Gröndal syngur blús. Ólafsfirðingar blúsa á árlegri blúshátíð Skemmtanalífið á Akureyri verður í fullum blóma um helgina eins og endranær. Margir munu án efa leggja leið sína á tónleikastaðinn vinsæla Græna hattinn enda stíga þar á svið gleðipinnarnir í Bagga- lút, sem er ein vinsælasta hljóm- sveit landsins. Baggalútur spilar bæði á föstudags- og laugardags- kvöldi frá klukkan 22 til 1 eftir mið- nætti og „tryllir köntrí- og létt- poppþyrsta Norðlendinga með hljóðfæraslætti og söng“. Að tón- leikunum loknum er ekki úr vegi að skella sér yfir á Götubarinn þar sem má spreyta sig á flyglinum og þenja raddböndin ef Baggalútur hefur kveikt í sönggleðinni. Morgunblaðið/Eyþór Baggalútur blæs til hásumartónleikaÍ Náttúrusetrinu á Húsabakka íSvarfaðardal verður um helgina opnuð sýningin „Friðland fuglanna“ þar sem fjallað er um fugla og vist- kerfi votlendis. Sýningin er sett upp sérstaklega með börn í huga en er þó fyrir alla aldurshópa. Að sögn Náttúrusetursins felst sér- staða sýningarinnar m.a. í óhefð- bundnum og myndrænum fram- setningum auk þess sem sýningargestir taka verklega þátt. Út frá sýningunni er vísað til gönguleiða um friðland Svarfdæla, sem er rómað fyrir fjölskrúðugt fuglalíf. Sýningin verður opnuð kl. 16:00 föstudaginn 1. júlí og stendur í allt sumar. Fallegur Jaðrakan er vaðfugl sem verpir aldrei langt frá vatni. Friðland fuglanna í svarfdælskum fjallahring Morgunblaðið/Ómar Lummuilmur berst út bæjargöngin fram á hlað og fyllir vit vinnufólks- ins sem hamast í heyskap með orfi og ljá og bindur í bagga. Þessi heimur sem kenndur er við gamla Ísland er flestum fjarlægur, en á laugardaginn gefst tækifæri til að upplifa daglegt líf eins og það var í burstabæ á 19. öld, því þá verður boðið til starfsdags í gamla bænum Laufási við Eyjafjörð. Börnum boðið á bak Mikið verður um að vera á Lauf- ásbænum en dagskráin hefst kl. 13:30 með fjölskyldusamveru í kirkjunni, enda hefur Laufaás verið kirkjujörð frá upphafi kristni á Ís- landi. Í gamla bænum verður fólk að störfum við osta- og skyrgerð með gamla laginu og mun gestum bjóðast að smakka á nýgerðri smjörklípu á heimabökuðu rúg- brauði, fjallagrasabrauði og auðvit- að lummum. Boðið verður upp á fróðleik um íslenskar nytjajurtir og kl. 15 síð- degis munu fagrir tónar óma um sveitina þegar danshópurinn Vef- arinn stígur taktfastan dans við eigin söng. Þá verður sérstök sýn- ing á reiðfatnaði og reiðtygjum frá fyrri tíð, í tilefni af Landsmóti hestamanna í Skagafirði sem stend- ur sem hæst um helgina, auk þess sem börnum verður boðið upp á reiðtúr á hlaðinu. Íslensk sveitarómantík mun því svífa yfir vötnum í Laufási og að sjálfsögðu eru gestir hvattir til að mæta í þjóðbúningi og greiða þeir sem það gera engan aðgangseyri. Ljósmynd/Minjasafnið á Akureyri Dansað Á Laufási er enn búseta en í kirkjunni og gamla torfbænum er Minjasafnið á Akureyri með starfsemi. Horfið aftur til gömlu daganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.