Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Janus Arn Guðmundsson janus@mbl.is Landsmót hestamanna á Vind- heimamelum í Skagafirði hófst sl. sunnudag. Mótið verður sett við formlega athöfn í kvöld klukkan 20:00. Búist er við um tíu þúsund há- tíðargestum, en um og yfir fimm þús- und manns hafa nú komið sér fyrir á svæðinu. Heimsmet var sett á mótinu þegar stóðhesturinn Spuni frá Vesturkoti hlaut hæstu aðal- einkunn sem stóðhesti hefur verið gefin. Mótinu lýkur svo á sunnudag- inn kemur, en búist er við góðu móti í ár. Að sögn Hildu Karenar Garð- arsdóttur, fjölmiðlafulltrúa Lands- móts hestamanna, hefur mótið farið vel af stað. Veðrið mætti vera betra, þótt það standi til bóta þar sem spáin sé með eindæmum góð fyrir helgina. „Gestir láta ekki veðrið aftra sér, enda um 5.000 manns á svæðinu,“ segir hún og bætir við: „Það er mikið af efnilegum hrossum og knöpum á svæðinu. Á þriðjudaginn sló stóð- hesturinn Spuni heimsmet sem ætti að gefa nokkuð glögga mynd af gæð- um íslenska hestsins. Mótið á því eft- ir að verða mjög spennandi í ár.“ Keppendur eru á öllum aldri og keppt er í öllum flokkum. Flokkarnir skiptast í A-flokk gæðinga, B-flokk gæðinga og síðast en ekki síst í þrjá flokka yngri knapa. 250-300 prúðklæddir knapar Hilda segir dagskrána í dag og næstu daga með glæsilegasta móti. „Í kvöld verður forkeppni í tölti og setningarathöfn. Hún verður mjög hátíðleg, þar sem fánar verða dregn- ir að húni og 250-300 prúðklæddir knapar í hópreið á hestum sínum.“ Í ár ættu allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi. „Við verðum með marga skemmtikrafta og má þar nefna skagfirska söngvarann Geir- mund Valtýsson, Álftagerðisbræður og karlakórinn Heimi,“ segir Hilda. Hún segir að Magni Ásgeirsson muni halda uppi stuðinu, en hann stýrir brekkusöng. „Börnunum ætti ekki að leiðast, í ár höfum við sett upp sér- stakan barnagarð þar sem Magni Ás- geirsson og Sigríður Beinteinsdóttir sjá um að skemmta yngri kynslóð- inni.“ Hilda segir mótinu víða veitt at- hygli úti í heimi. „Hér er fjöldinn all- ur af blaðamönnum og ljósmynd- urum frá erlendum tímaritum,“ segir hún, en fjölmiðlamenn hafa komið gagngert til landsins til að fjalla um íslenska hestinn. Um þúsund erlend- ir ferðamenn eru á svæðinu og búist við enn fleirum um helgina. Á sér langa sögu Landsmót hestamanna hefur skip- að sér í hóp helstu íþróttaviðburða landsins sem haldnir eru með reglu- bundnum hætti. Mótið á sér langa sögu, en mótið í ár er það 19. í röð- inni. Landsmótið nú er haldið á Vind- heimamelum í sjötta sinn. Að sögn Hildu var það fyrst haldið þar árið 1974 og segir hún það ánægjuefni að nú, 37 árum síðar, skuli það vera haldið á sama stað. Að lokum bendir Hilda fólki á, sem ekki kemst á mótið, að hægt sé að horfa á það í gegnum heimasíðu þeirra, www.landsmot.is, gegn vægu gjaldi. „Gestir láta ekki veðrið aftra sér“  Búist við um tíu þúsund hátíðargestum á Vindheimamelum  Stóðhesturinn Spuni setur heimsmet á landsmóti  Um þúsund erlendir ferðamenn eru á svæðinu og búist er við enn fleirum um helgina Ljósmynd/Hilda Karen Garðarsdóttir Kuldi Gestir á landsmóti hestamanna á Vindheimamelum í Skagafirði láta ekki veðrið á sig fá, en búist er við hlýindum í aðdraganda helgarinnar. Stóðhesturinn Spuni frá Vesturkoti sló heimsmet þegar hann hlaut einkunn sem enginn stóðhestur hefur fengið áður. Spuni fékk 9,17 fyrir hæfileika og var með 8,43 fyrir sköpulag sem þykir ótrúlegur árangur hjá stóðhesti. Aðaleinkunn hans er því 8,87, sem er sú hæsta í heimi meðal stóðhesta. Spuni, sem er fimm vetra gamall, er undan Álfa- steini frá Selfossi og Stelpu frá Meðalfelli. Eigandi Spuna er Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra, en hann kveðst mjög ánægður með árangurinn. „Hann er undan meri sem konan mín gaf mér, en hún hefur gefið gríðarlega vel,“ segir Finnur og bætir við að hann sé jafnstoltur af Spuna og börn- unum sínum þegar þau gera vel. „Það er mikill áhugi fyrir hestinum og ég hef fengið töluverð við- brögð.“ Finnur segir Spuna þannig hest að hann viti aldrei hverju hann taki upp á. „Hann er til alls líklegur.“ Jafnstoltur af Spuna og börnunum sínum STÓÐHESTURINN SPUNI FÆR HÆSTU EINKUNN SEM GEFIN HEFUR VERIÐ Ljósmynd/Eiðfaxi.is/Óðinn Örn Andri Karl andri@mbl.is Niðurstaða Héraðsdóms Suður- lands í máli Íslandsbanka gegn hjónum sem tóku hjá bankanum lán er staðfesting á túlkun Alþing- is á dómi Hæstaréttar frá því í júní á síðasta ári og öðrum sem féll í september sama ár, segir Álf- heiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður efnahags- og skattanefndar. Líkt og greint hefur verið frá komst dómurinn að þeirri nið- urstöðu að vexti Seðlabanka Ís- lands bæri að reikna á end- urútreiknuðum gengistryggðum lánum frá útborgunardegi þeirra. Lögmaður hjónanna í málinu taldi þetta ganga gegn eignarrétt- arákvæði stjórnarskrárinnar enda hefðu hjónin greitt af láninu á gjalddögum og fengið útgefnar fyr- irvaralausar kvittanir vegna þeirra afborgana. Dómurinn taldi að Alþingi hefði með lagasetningu í desember sl. breytt samn- ingnum efnislega bæði hvað varð- ar verðtryggingu og vexti. Meðal annars var vísað í greinargerð með frumvarpinu þar sem segir að ef annað hvort ákvæði samninga um vexti eða verðtryggingu eru ógildanleg á grundvelli laganna verði að koma til heildarendurskoðunar og litið svo á að ekki hefði verið samið um tiltekna vexti eða verðtryggingu. Ákvæði sem ekki fór hátt Álfheiður var formaður efna- hags- og skattanefndar þegar frumvarpið var til meðferðar í nefndinni. Var það sökum þess að Helgi Hjörvar, formaður nefnd- arinnar, steig til hliðar í málinu. Álfheiður segir dóminn staðfest- ingu á lögum en tekur þó fram að enn eigi Hæstiréttur eftir að skera úr um. „Þarna hefur Héraðsdómur Suðurlands staðfest þá túlkun á dómi Hæstaréttar frá því í júní á síðasta ári og september á sama ári, að gengisviðmiðunin hafi gert skilmála lánsins hvað varðar verð- tryggingu og vexti ólögmæta frá fyrsta degi.“ Hvað varðar kröfur lögmanns hjónanna um að endurútreikningur gilti frá dómsuppsögu eða síðustu útgefnu greiðslukvittun bendir Álf- heiður á, að í lögunum frá desem- ber sé gert ráð fyrir að ef fólk komi verr út úr endurútreikn- ingum geti það valið að nota áfram upphaflegu kjörin. „Þannig að menn verða að velja hvort þeir vilja upphaflegu gengistrygg- inguna sem þeir sömdu um og vextina sem því fylgdu. Bráða- birgðaákvæði í lögunum frá því í desember í vetur tryggir fólki það.“ Ákvæðið sem Álfheiður nefnir hefur ekki farið hátt og hún telur það væntanlega vegna þess að krónan féll gríðarlega og þó svo hún sé nokkuð stöðug um þessar mundir sé hún langt frá því að vera á sama róli og þegar fólk tók lánin í erlendum gjaldmiðlum. Valið enn til staðar Hún segir þetta úrræði þó enn í boði og það þó að um bráðabirgða- ákvæði hafi verið að ræða sem sé runnið út. „Fólk fær endurútreikn- inga frá bankanum og getur í kjöl- farið farið til umboðsmanns skuld- ara eða til eigin endurskoðanda og farið yfir hvort þeir séu réttir, og í samræmi við lög og reglur. Svo getur fólk valið hvort það vilji halda sig við upphafleg kjör í er- lendum myntum eða taka vexti Seðlabankans frá fyrsta degi.“ Lagaákvæðið var bundið við 90 daga frá lagasetningunni en Álf- heiður, sem er formaður viðskipta- nefndar, segist ekki hafa fengið upplýsingar um að það hafi verið stoppað. „Við höfum kallað eftir því að það verði ekki látið bitna á fólki því þeir hafa tekið miklu lengri tíma en þeim var gefinn.“ Túlkun Alþingis staðfest Álfheiður Ingadóttir  Þingmaður segir nýlegan dóm staðfesta þá túlkun að gengisviðmiðunin hafi gert skilmála lána hvað varðar verðtryggingu og vexti ólögmæta frá fyrsta degi Fjármálafyrirtækjunum voru gefnir sextíu dagar frá gild- istöku laganna um endur- útreikning 18. desember sl. til að senda skuldara útreikning á nýjum höfuðstól og/eða endur- greiðslu ofgreidds fjár sem af uppgjörinu leiðir. Þá segir: „Ef í lánssamningi er kveðið á um ólögmæta verð- tryggingu í formi gengistrygg- ingar skal með samningi kröfu- hafa og skuldara vera heimilt að færa höfuðstól lánsins í er- lendar myntir eins og um gilt erlent lán hafi verið að ræða frá stofntíma kröfunnar. Falla þá niður heimildir til leiðrétt- ingar greiðslna og höfuðstóls samkvæmt öðrum ákvæðum laganna. Heimild þessi gildir í 90 daga frá gildistöku laga þessara og skal staðfest með skriflegum og sannanlegum hætti.“ Enn eru fjármálastofnanir þó að endurreikna og því eiga skuldarar enn að geta valið. Máttu velja skilmála TIL BRÁÐABIRGÐA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.