Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 17
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Töluvert hefur verið af pollum í bænum undanfarnar vikur, vegna rigninga. Næstu daga er spáð miklu betra veðri en samt verða mun fleiri pollar í höfuðstað Norðurlands en upp á síðkastið.  Pollar eru nefnilega alls ekki það sama og pollar.  KA-menn halda í vikunni Polla- mót sitt í 25. skipti og það hefur aldrei verið fjölmennara. Keppendur eru nú um 1.500, fyrir utan þjálfara, fararstjóra og foreldra.  Mótið var fyrst kennt við Esso, en nú N1, eftir að nafni fyrirtækisins var breytt. Nú er sem sagt haldið enn eins mót. Enn einu sinni.  Auðvitað er haldið enn eins mót. Engin ástæða er til þess að breyta því sem er vel heppnað.  Heldri pollar verða svo á ferðinni norðan Glerár á föstudag og laug- ardag þar sem árlegt Pollamót fer fram á félagssvæði Þórs. Þar spreyta sig þeir sem komnir eru af léttasta skeiði … Þórsmótið er kennt við Icelandair – og þar verða örugglega einhverjir í fluggír. Von- andi fljúgast menn þó ekki á.  Hópur Slóvena gróðursetti tré í Kjarnaskógi fyrir nokkrum dögum. Þeir komu til Akureyrar í beinu flugi á vegum Helenu Dejak á ferðaskrif- stofunni Nonna. Trén vildu þeir gróðursetja til að minnast þess að í fyrra vou 20 ár síðan Íslendingar voru á meðal þeirra fyrstu til að við- urkenna sjálfstæði Slóveníu.  Rúmlega 80 krakkar á aldrinum 10-17 ára voru alla síðustu viku í handboltaskóla Greifans, sem þjálf- ararnir Jóhannes Bjarnason og Sævar Árnason stjórnuðu í KA- heimilinu.  Vonandi verður um árlegan við- burð að ræða, jafnvel fyrir alla ald- urshópa. Hefði yngstu aldursflokk- unum verið boðin skólavist nú hefðu eflaust tvöfalt fleiri krakkar mætt.  Nokkrir „strákanna okkar“ í landsliðinu komu í heimsókn á föstu- deginum; Guðjón Valur Sigurðsson, Björgvin Páll Gústavsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Oddur Gret- arsson. Þá tóku Heimir Örn Árna- son, fyrirliði Akureyrar, Stefán Guðnason og Jóhann G. Jóhannsson, fv. fyrirliði KA, þátt í kennslunni.  Landsliðskapparnir komu ekki einungis til bæjarins til kennslu- starfa, heldur var skólinn einmitt starfræktur vegna þess að þeir voru hér staddir. Þeir komu til að vera við brúðkaup landsliðsfélagans Arnórs Atlasonar og Guðrúnar Jónu Guð- mundsdóttur. Fleiri „strákar“ voru í brúðkaupinu en komu ekki til bæj- arins fyrr en á laugardeginum.  Arnór var á Akureyri dagana fyr- ir brúðkaupið eins og gefur að skilja og hafði örugglega í nógu að snúast. Hann gaf sér þó tíma til að líta inn í skóla þeirra Jóhannesar og Sævars.  „Það sér í bláan himin,“ var sagt heima hjá mér kl. 19.29 í gærkvöldi! Söguleg stund. Svo braust sólin fram. Það má sem sagt treysta veð- urspánni.  Hljómsveitin Gus Gus verður með tónleika í Sjallanum á laug- ardagskvöldið. Húsið verður opnað kl. 12 og sveitin stígur á svið á mið- nætti.  Það var í fréttum að Gus Gus ákvað að spila ekki í tónlistarhúsinu Hörpu því ekki mátti nota eigið hljóðkerfi. „Ekkert verður til sparað í hljóði og ljósum til að uppfylla kröf- ur sveitarinnar um að tónlistin skili sér í fullum gæðum til aðdáenda,“ segir í tilkynningu frá Sjallanum … Enn (er haldið) eins mót Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hetjur Björgvin Páll Gústafsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gefur ungum handboltamönnum eiginhandaráritun í Greifa-skólanum. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Sti l l ing hf. | Sími 520 8000 www.sti l l ing.is | sti l l ing@sti l l ing.is Sjá nánar á: www.stilling.is/ferdabox NÚMER HEITI LÍTRAR LITIR VERÐ ÁÐUR TILBOÐ ÞÚ SPARAR 631100 Pacific 100 370 grátt 59.900 49.900 10.000 631200 Pacific 200 460 grátt/svart 79.900 65.900 14.000 631500 Pacific 500 330 grátt/svart 69.900 55.900 14.000 631600 Pacific 600 340 grátt/svart 89.900 79.900 10.000 631700 Pacific 700 460 grátt/svart 97.900 85.900 12.000 Meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) hefst við Háskólann í Reykjavík í haust. Um er að ræða hagnýtt stjórnendanám sem hentar einkum þeim sem vilja stýra flókn- um og krefjandi verkefnum hér á landi eða erlendis. Forstöðumenn námsins eru dr. Helgi Þór Ingason og dr. Haukur Ingi Jónasson. Þeir sem ljúka náminu fá alþjóðlega vottun. Opnað var fyrir umsóknir í gær, en umsóknarfresturinn renn- ur út þann 1. ágúst nk. Nýtt meistaranám Í tilefni af 60 ára afmæli Krabba- meinsfélags Íslands þann 27. júní sl. var ákveðið á hátíðarfundi stjórnar félagsins að kjósa þrjá nýja heið- ursfélaga til setu í heiðursráði fé- lagsins. Þetta eru Guðrún Sigur- jónsdóttir, Jóhannes Tómasson og Steinunn Friðriksdóttir. Í ráðinu voru níu heiðursfélagar fyrir. Guðrún Sigurjónsdóttir var for- maður Samhjálpar kvenna frá 2000-2010. Hún var í stjórn Krabba- meinsfélags Íslands frá 2005-2011, síðast sem varaformaður. Jóhannes Tómasson var í stjórn Krabbameinsfélags Reykjavíkur frá 1996-2007, þar af formaður í 9 ár. Hann var í stjórn Krabbameins- félags Íslands frá 1999-2007, lengst af sem varaformaður. Steinunn Friðriksdóttir hefur verið formaður Styrks síðan 1989 og átti mikinn þátt í því að fyrstu íbúðirnar fyrir krabbameinssjúkl- inga og aðstandendur voru keyptar fyrir 20 árum og hefur alla tíð verið tengiliður Krabbameinsfélagsins við Landspítalann vegna þeirra. Heiður Hinir nýju heiðursfélagar ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, en hún tók fyrst allra sæti í heiðursráði fyrir aldarfjórðungi. Nú sitja 12 manns í ráðinu. Krabbameinsfélag Íslands 60 ára - nýir félagar valdir í heiðursráð félagsins Verðlaunin „Framúrskarandi ung- ir Íslendingar“ voru í ár veitt þeim Freyju Haraldsdóttur, fram- kvæmdastjóra og nema, fyrir ein- staklingssigra og afrek og Magn- úsi Geir Þórðarsyni leikhússtjóra fyrir störf og afrek á sviði menn- ingar. Verðlaunin voru afhent af Ólafi Ragnari Grímssyni, verndara verðlaunanna. Verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ eru veitt ár- lega af JCI Íslandi og eru fyrst og fremst hvatningarverðlaun til ungs fólks á aldrinum 18-40 ára sem hefur fengist við krefjandi verkefni. Lögð er áhersla á að verðlauna ungt fólk sem hefur skarað fram úr og gefið af sér til samfélagsins. Jafnframt eiga þess- ir einstaklingar það sameiginlegt að vera góðar fyrirmyndir ann- arra. JCI er alþjóðlegur félagsskapur ungs fólks á aldrinum 18-40 ára sem vill sjá jákvæðar breytingar hjá sjálfu sér og í umhverfi sínu. Samtökin starfa í yfir 100 löndum og eru með yfir 200.000 meðlimi. Framúrskarandi ungir Íslendingar Á morgun, föstudag, verður embætti ríkissaksóknara 50 ára og af því tilefni stendur embættið fyrir ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 13-17. Innanríkisráðherra Ögmundur Jónasson flytur ávarp og sérstakur gestur embættisins, ríkissaksóknari Eist- lands, Norman Aas, fjallar um þróun ákæruvalds þar í landi fyrir og eftir sjálfstæði landsins. Fleiri ræðumenn munu flytja áhugaverð erindi um efni sem varðar ákæruvaldið. Þá munu ríkissaksóknarar alstaðar af Norðurlöndum sitja ráðstefnuna og taka þátt í pan- elumræðum, en þeir eru staddir hér á landi til að taka þátt í árlegum fundi norrænna ríkissaksóknara. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds. Hann er skipaður af ráð- herra ótímabundið og skal fullnægja lagaskilyrðum til skipunar í dómara- embætti við Hæstarétt. Ríkissaksóknara til aðstoðar eru vararíkissaksókn- ari og saksóknarar. Skrifstofa ríkissaksóknara er að Hverfisgötu 6. Afmælisráðstefna ríkissaksóknara Ögmundur Jónasson Íslandsbanki hefur opnað nýtt útibú að Suðurlandsbraut 14 í Reykjavík. Þar sameinast útibú bankans á Háaleitisbraut og Suður- landsbraut 30, auk þess sem Ís- landsbanki Fjármögnun mun flytja starfsemi sína í húsnæðið þann 11. júlí nk. Í nýja útibúinu verður einnig geymsluhólfamiðstöð fyrir höfuð- borgarsvæðið. Öll reikningsnúmer útibúanna beggja munu halda sér við samein- inguna. Þá verður engum starfs- mönnum sagt upp. Útibússtjóri nýja útibúsins verð- ur Vilborg Þórarinsdóttir og að- stoðarútibússtjóri verður Guð- mundur Kristjánsson. Nýtt útibú opnað STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.