Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Taugaveiklunin er mikil í her- búðum ESB. Finninn Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórninni, þykir vera mikið prúðmenni. En að sögn Financial Times réðst hann harkalega á gríska fjár- málaráðherrann er hann vildi ræða möguleika á að end- ursemja um aðstoð ESB. Þýska fjármálaráðuneytið sagðist vera að velta fyrir sér nýrri áætlun, „plan B“, ef Grikkir segðu nei. „Við þá sem velta fyrir sér öðum lausn- um vil ég segja: Það er ekkert plan B,“ sagði Rehn á þriðjudag. „Ekkert plan B“ ESB EF GRIKKIR SEGÐU NEI Kristján Jónsson kjon@mbl.is Gríska þingið samþykkti umdeilda aðgerðaáætlun ríkisstjórnar Georgs Papandreous forsætisráðherra í gær þrátt fyrir hávær mótmæli og alls- herjarverkfall sem stóð í tvo sólar- hringa og lamaði landið. Atkvæði féllu 155 gegn 138, sósíalistar for- sætisráðherrans stóðu vel saman, aðeins einn þeirra sveik lit. Evran hækkaði á mörkuðum og víða önd- uðu menn léttar enda hafði verið spáð miklum hörmungum fyrir Grikki og evrusvæðið allt ef áætlunin yrði ekki samþykkt. Papandreou hyggst mæta kröf- um hinna evruríkjanna með því að skera ríkisútgjöld niður um minnst 28 milljarða evra 2011-2015. Einnig á að útvega um 50 milljarða evra í rík- iskassann með því að einkavæða hafnir, flugvelli, hraðbrautir, land- svæði, námuvinnslu, ríkissímafélagið Hellenic Telecom og selja fasteignir. Skattafrádráttur verður lækkaður um þriðjung, skattasmugum lokað og ýmsir skattar hækkaðir. Talað um gálgafrest Ólíklegt er samt talið að að- haldsaðgerðirnar dugi til, margir hagfræðingar segja að einvörðungu séu um gálgafrest að ræða. Gríska ríkið verður að vísu fært um að greiða laun opinberra starfsmanna og afborganir af lánum vegna þess að það fær ný milljarðalán frá öðrum evruríkjum og Alþjóðagjald- eyrissjóðnum. En skulda- baggi ríkisins er sem fyrr himinhár og hækkar enn með nýjum lán- tökum. Og niðurskurð- urinn mun rýra kjör almenn- ings og auka at- vinnuleysið. Þorri kjósenda hefur í skoðanakönnunum lýst mik- illi andstöðu við aðgerðirnar. Hörðum mótmælum var haldið áfram eftir atkvæðagreiðsluna, reykur sást stíga til himins frá eldum mótmælenda við anddyri fjármála- ráðuneytisins í Aþenu síðdegis í gær. Slökkvilið komst ekki að eldinum vegna mótmælanna. Um þúsund ungmenni, mörg grímuklædd, réð- ust gegn óeirðalögreglumönnum en var svarað með táragasi. Meiri harka færðist stöðugt í aðgerðir mótmæl- enda, að sögn AFP-fréttastofunnar. Höfðu 72 verið fluttir á spítala, þar af 26 lögreglumenn. Efnahagstillögur Papand- reous samþykktar á þingi  Gengi evrunnar hækkaði og almennt önduðu menn léttar á mörkuðum Hótelkeðjan Crowne Plaza hefur nú kynnt herbergi sem eru sér- staklega hönnuð fyrir gesti sem hrjóta mikið og vilja gera maka sínum lífið léttara á ferðalögum, að sögn breska Independent. Beitt er margvíslegri tækni til að deyfa hávaðann. Veggir og rúmstokkar eru úr efni sem drekkur í sig hljóð. Einnig er í herberginu sérstakur vélbúnaður sem á að kæfa hávaðann í hrotu- görpum og geta þá rúmnautar þeirra sofnað. Sérstök lögun rúmsins á að tryggja að þeir sem hrjóta sofi í stellingu sem minnkar hættuna á hrotum. Segulsvið er í koddunum og á það að opna betur öndunar- veginn og gera efri hluta gómsins stífari en hann titrar annars hjá hrjótandi fólki. kjon@mbl.is Hávaði Háværar og stöðugar hrotur geta reynt mjög á þolinmæði makans. Hrotur gesta kæfðar með ýms- um brögðum Benedikt páfi sextándi er nú byrjaður að „tísta“, hann setti inn sína fyrstu færslu á Twitter í vikunni og studdist þá við iPad- spjaldtölvu. Markmið Páfa- garðs er einkum að beita þessari samskiptatækni til að breiða út fagnaðarboðskapinn meðal ungs fólks. Páfi er 84 ára gamall, hann virt- ist skemmta sér vel við að vafra um veraldarvefinn. „Kæru vinir, ég var að byrja hér með news.va. Lofaður sé herra vor, Jesús Kristur. Með bænum mínum og blessunum, Benedikt sextándi.“ Á vefsetrinu eru upplýsingar um margvíslega útgáfustarfsemi Páfa- garðs, sem notar Facebook og You- Tube en einnig Twitter-uppfærslur og myndir. kjon@mbl.is Benedikt páfi notar Twitter og skoðar vefinn Benedikt páfi 16. Breska blaðið Guardian hefur kom- ist yfir plögg sem sýna að Loftslags- nefnd Sameinuðu þjóðanna, IPCC, hefur beðið vísindamenn að leggja mat á ýmiss konar verkfræðilegar aðgerðir á hnattræna vísu sem gætu dregið úr hlýnun. Eitt af því sem rætt hefur verið um er „manngerð“ eldgos sem myndu auka magn brennisteinsagna í andrúmsloftinu. Agnirnar endurvarpa sólargeislum og lækka þannig hitastigið. Einnig er rætt um að dreifa járn- ögnum í hafið sem myndi auka þör- ungavöxt, þeir soga í sig CO2 áður en þeir sökkva dauðir niður á hafsbotn. Stungið hefur líka verið upp á að breyta uppleystu koldíoxíði í sjónum í kalk sem myndi einnig sökkva; haf- ið gæti þá tekið við meira af CO2. Aðrar hugmyndir eru m.a. að erfða- breyta ýmsum gróðri, gera hann ljósari til að hann endurvarpi betur sólarljósi, sömu- leiðis mætti mála götur og húsaþök hvít og loks mætti reyna að „veiða“ CO2 úr andrúmsloftinu og koma efninu fyrir á öruggum stað. Viðbrögð margra umhverf- issinna voru hörð, að sögn Aften- posten. Bent var á að lítið væri vitað hvaða aukaverkanir margar af þess- um aðgerðum myndu hafa í för með sér. Norski prófessorinn Helge Drange sagði að eina aðgerðin sem hann gæti stutt væri að veiða kol- díoxíðið úr loftinu. En mikilvægara væri að ráðast að rótum vandans og draga úr losun koldíoxíðs. kjon@mbl.is Gervieldgos til að minnka hlýnun?  Loftslagsnefnd spyr vísindamenn álits Gos Náttúrulegt eldgos á Íslandi. Frakkar hafa afhent uppreisnar- mönnum í fjallahéruðum Líbíu eld- flaugar og önnur vopn til að berjast gegn herjum Muammars Gaddafis Líbíuleiðtoga, að sögn franska blaðs- ins Le Figaro. Talsmaður franska herráðsins sagði að í fyrstu hefði að- eins verið um að ræða mat, drykkjarvatn og lyf sem varpað var úr lofti. „Við vörpuðum [síðar] til þeirra vopnum og búnaði til sjálfs- varnar, aðallega skotfærum,“ sagði talsmaðurinn, Thierry Burkhard. Rússar og Kínverjar hafa gagn- rýnt Atlantshafsbandalagið fyrir að mistúlka ályktun öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna um aðstoð við óbreytta borgara í Líbíu. Þykir ljóst að sú gagnrýni verði nú enn hert. kjon@mbl.is Stoltir Uppreisnarmenn hafa hér klófest vopn og skotfæri stjórnarherliðs. Styðja uppreisnina í Líbíu með vopnum Reuters Meirihluti Þjóðverja, 60%, trúir því að evran og myntbandalag Evrópu muni lifa af, ef marka má niður- stöður nýrrar könnunar sem Forsa vann fyrir vikuritið Stern. Margir eða 37% aðspurðra álíta að einhver evruríki eigi eftir að taka upp sinn fyrri gjaldmiðil. 23% segj- ast vera reiðubúin til að greiða sér- stakan skatt til þess að aðstoða Grikki. Skiptar skoðanir eru hins vegar um hvort Þýskaland eigi að taka þátt í að aðstoða Grikki í annað sinn, 49% eru fylgjandi stuðningi en 47% á móti. Meirihluti aðspurðra segist ánægður með ESB, 40% eru ánægð með völd sambandsins en 33% segja að ríki eigi að fá til baka eitthvað af þeim völdum sem færst hafa til stjórnar ESB. kjon@mbl.is Eru sáttir við ESB Helmingur Þjóðverja vill hjálpa Grikkjum í efnahagsvandanum Skannaðu kóðann til að lesa meira um Grikki. Þátttakandi í mótmælum sem efnt hefur verið til í tvo sólarhringa á Tahrir-torgi í Kaíró gefur sigurmerkið í gær. Óeirðalögregla beitti tára- gasi og öðrum búnaði gegn mörg hundruð manns sem heimtuðu að bráðabirgðastjórnin léti embættismenn sem bera ábyrgð á dauða um 850 manna í mótmælunum gegn Hosni Mubarak svara til saka. Um 1.000 manns munu hafa særst í aðgerðunum. Mótmæli á Tahrir-torgi barin niður Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.