Morgunblaðið - 30.06.2011, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.06.2011, Qupperneq 20
FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Tveir árgangar stúlkna, fæddar 1998 og 1999, verða næsta skólavetur bólusettar gegn HPV-sýkingum (human papillomavirus) og legháls- krabbameini og hefst bólusetningin í september. Í framhaldi af því er gert ráð fyrir að 12 ára stúlkur verði bólu- settar árlega en bólusetningin á að vernda þær það sem eftir er ævinn- ar. Bólusetningin er á ábyrgð heilsu- gæslunnar og mun fara fram í skól- um landsins, en fræðsluefni til stúlkna og foreldra þeirra verður dreift í byrjun næsta skólaárs. Samningur var undirritaður á dög- unum um kaup á bóluefni í þessu skyni en í kjölfar útboðs var samið við GlaxoSmithKline Íslandi um kaup á bóluefninu Cervarix en full bólusetning felur í sér þrjár sprautur af efninu á ári. Yfir 300 greiningar hér Hér á landi greinast að jafnaði um 17 konur á ári með legháls- krabbamein samkvæmt upplýs- ingum frá Landlæknisembættinu og þrjár látast af völdum þess. Með- alaldur þeirra sem greinst hafa er um 45 ár. Um 300 konur hérlendis greinast hins vegar árlega með al- varlegar forstigsbreytingar legháls- krabbameins. „Með bólusetningunni verður komið í veg fyrir sýkingar af völdum HPV sem valdið geta legháls- krabbameini. Talið er að með al- mennri bólusetningu megi koma í veg fyrir 60-70% leghálskrabba- meins og um 40% alvarlega forstigs- breytinga þess,“ segir í frétt á heimasíðu Landlæknisembættisins í vikunni. 274 þúsund deyja árlega Leghálskrabbamein er næst- algengasta krabbamein hjá konum á heimsvísu samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Landlæknisemb- ættisins. Yfir 493 þúsund ný tilfelli greinast í heiminum árlega og um 274 þúsund konur deyja af völdum leghálskrabbameins á ári hverju. Fram kemur að leghálskrabba- mein sé sérstaklega algengt í þróun- arríkjum þar sem ekki er fyrir að fara skipulagðri krabbameinsleit, en þar er leghálskrabbamein í efsta sæti yfir dánarorsakir af völdum krabba- meins. Um 80% allra einstaklinga sem greinast með leghálskrabba- mein sé að finna í þróunarlöndunum. Ennfremur kemur fram að HPV sé aðalorsakavaldur krabbameins í leg- hálsi og áætlað sé að yfir 11% alls krabbameins hjá konum í heiminum orsakist af þessum veirum. Smitast við kynmök HPV, sem einnig nefnist vörtu- veira, veldur einnig kynfæravörtum og rannsóknir hafa leitt í ljós að hún berst á milli fólks við kynmök. Fram kemur í skýrslu á vegum Landlækn- isembættisins sem kom út árið 2008 að sýking á kynfærum sé algengasta sýking HPV hjá bæði konum og körl- um. Ennfremur að helstu áhættu- þættir HPV-sýkinga tengist kyn- hegðun fólks og þá einkum aldri við fyrstu kynmök sem og fjölda rekkju- nauta. „Áætlað hefur verið að a.m.k. 40- 50% kvenna sem stunda kynlíf sýk- ist af HPV innan 2-3 ára eftir fyrstu kynmök og flest verði þau á 8-14 mánaða tímabili. Þannig er talið að a.m.k. helmingur kvenna og karla sem stunda kynlíf sýkist af HPV á lífsleið- inni og sumar rannsóknir leiða í ljós að allt að 80% kvenna smitist,“ segir ennfremur í skýrslu Land- læknisembætt- isins. Taldar koma í veg fyrir 60-70% tilfella Morgunblaðið/Eggert Krabbamein Hérlendis greinast að jafnaði um 17 konur árlega með legháls- krabbamein og um 300 með alvarlegar forstigsbreytingar þess. 20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar rúm-lega þrí-tugur sóknarprestur kvaddi Hall- grímssöfnuð í ársbyrjun 1945 lagði hann út frá orðum Jesú Krists: Mín kenning er ekki mín, heldur þess sem sendi mig. Og þeg- ar sjálfur Kristur flytur ekki eigin kenningu, heldur er sendur, hversu fjarri munu þá ekki jarðneskir prestar hans vera því að fara með ráðstöfunarrétt yfir krist- indómnum eða eiga með það að snúa honum, toga hann og teygja eins og tíðarandinn hverju sinni er grunaður um að heimta? Þetta skildi Sig- urbjörn Einarsson mætavel. Hann vissi að það „er jafn fjarstætt að flytja boðskap um sjálfan Guð án þess að vera sendur til þess, eins og hitt að þegja um slíkan boð- skap, ef maður þekkir hann. Af þessum rökum lifir kirkj- an enn í dag. Rök hennar eru þessi: Mín kenning er ekki mín, ég er send, kenn- ingin er hans sem sendi mig. Það liggur í augum uppi, að þetta er eina hugsanlega heimild dauðlegra manna til þess að flytja boðskap um sannan Guð, um viðhorf hans til mannanna, um vilja hans þeim til handa.“ En hvaða kröfur eru gerð- ar til kirkjunnar manna í dag? Heyrist oft gerð sú krafa til hennar að hún gleymi aldrei að hún sé send til að flytja kenningu sem ekki er hennar eigin, eða er henni kannski fremur legið á hálsi fyrir að vera ekki nægi- lega fljót að hlýða, hvenær sem nútíminn telur þörf á að laga kristindóminn að nýj- ustu uppgötvunum sínum? Og hvaða kröfur gera prest- arnir sjálfir? Getur verið að þar á bæ þyki sumum brýnna að vera í takti við tíðarandann en þann helga? En „hver er ég eða hver ert þú, að við tækjum okkur fyr- ir hendur að flytja kenningu um Guð og eilífan veruleik hans af eigin efnum, sem eigin uppgötvun og sjálfs- eign! Getgátur geta menn flutt í eigin umboði, hug- myndir og skoðanir. En kirkjan þekkir þann Guð, sem vildi ekki láta mennina sitja uppi með getgátur ein- ar um sjálfan sig, hugboð og óljósan grun um hið eina í tilverunni, sem raunverulega skiptir máli. Guð hefur talað og talar til vor fyrir Soninn.“ Sá ungi prestur, sem kvaddi söfnuð sinn í árs- byrjun 1945, átti þá eftir að skrifa, tala og predika yfir sístækkandi hluta þjóðar sinn- ar í meira en sex- tíu ár. Starfsferill Sigur- björns Einarssonar varð einstakur eins og maðurinn sjálfur. Það blésu um hann vindar og sumir hvorki mild- ir né sérstaklega sann- gjarnir þegar fast var tekist á um hvaða leiðir væru far- sælastar til að tryggja ör- yggi landsins. En þótt Sig- urbjörn hafi skipt sér af þeirri baráttu um skeið þá var æviverk hans öðru helg- að, vitnisburðinum um Jes- úm Krist og útbreiðslu orðs hans. Því hlutverki sinnti Sigurbjörn öll sín fullorð- insár, sem urðu mörg, og gerði það þannig að fáir munu hafa séð ástæðu til samanburðar við aðra menn. Jafnvel rammir trúleys- ingjar áttu erfitt með að neita sér um að hlusta þegar biskupinn yfir Íslandi talaði. Með orðfæri og málsmekk sem hæfði einum helsta and- ans manni landsins var þar talað um dýpstu sannindi af trúarsannfæringu sem eng- um gat dulist. Þó að biskup léti af emb- ætti sínu sjötugur eins og ósveigjanlegar reglur bjóða lét hann hvergi deigan síga. Í tæpa þrjá áratugi eftir það hélt hann sínu striki. Sína síðustu predikun flutti hann í Reykholti sumarið 2008 og minnti viðstadda á að hvað sem öðru liði þá væri Jesús Kristur í gær og í dag hinn sami og um aldir. Og kominn hátt á tíræðisaldur brýndi hann landa sína: „Það kemur fyrir að mennirnir blindast og krossfesta sína eigin gæfu, hjálp og blessun. Verst fer þeim ævinlega, þegar þeir blindast af ímynduðum glansi af sjálfum sér – ég er ekki viss nema einhverjir sperrtir hanar á tildurshaugum samtímans mættu taka þetta til sín. Og það er ekki hættulaust að seljast undir framandi íhlut- anir og yfirráð. Hákon kon- ungur reyndist Íslandi óheillavaldur. En verri en Hákon eru þau máttarvöld sum, sem menn eru svo aum- lega flatir fyrir nú á dögum. Ég nefni aðeins það sjúka yfirlæti, sem þykist upp úr því vaxið að gera ráð fyrir neinu æðra sjálfu sér í al- heimi, og þann gráðuga Mammon, sem virðir ekkert, enga helgidóma, engar hug- sjónir, engin gildi.“ Í dag eru 100 ár liðin frá fæðingu Sigurbjörns biskups} Sigurbjörn Einarsson A tvinnurekendur hljóta ekki ein- ungis að gera þá sjálfsögðu kröfu til starfsmanna sinna að þeir nenni að vinna heldur einnig að þeir vandi vinnubrögð sín. Þjóðin hlýtur að gera þessa sömu kröfu til ríkis- stjórnar Íslands, en jafnvel umburðarlynd- ustu og mildustu menn hljóta að vera við það að missa þolinmæðina, því ríkisstjórnin verð- ur uppvís að fúski í hverju málinu á fætur öðru. Nú síðast í kvótamálinu. Reyndar er kvótamálið eitt af þeim málum sem maður hefur fram að þessu fagnað því að þurfa ekki að hafa skoðun á. Maður hefur hugsað með sér að sennilega sé best að láta stjórnmálamennina um að útkljá það mál. Þeir séu einmitt kosnir til þess að taka upp- lýsta afstöðu og skynsama ákvörðun í þessu flókna máli. En svo hallar maður sér aftur, fylgist með ríkisstjórninni að störfum og ekki líður á löngu áður en manni er gjör- samlega ofboðið. Um leið er enginn annar kostur í boði en að rétta upp hönd og segja: Augnablik, þetta er nú ekki í lagi hjá ykkur! Það er sérstakt baráttumál þessarar ríkisstjórnar að breyta kvótakerfinu. Þar hefur ríkisstjórnin meirihluta landsmanna á bak við sig. Fátt er þjóðinni nefnilega verr við en „útgerðarauðvaldið“ svokallaða, en þá er átt við þá sem hagnast hafa á kvótakerfinu. Reyndar minnir þetta viðhorf um of á gamaldags kommúnisma, en látum það liggja á milli hluta að þessu sinni. Aðalatriðið er að flumbrugangurinn í þessari ríkisstjórn er svo mikill að hún sendir frá sér kvótafrumvarp sem allir sérfræðingar eru sammála um að sé ekki bara óbrúklegt heldur beinlínis skaðlegt. Getur einhver haldið því fram að þetta verk- lag ríkisstjórnarinnar sé í lagi? Ef ríkisstjórnin vill breyta kvótakerfinu, og vel má vera að þess þurfi nauðsynlega, þá verður að gera þá lágmarkskröfu að hún vandi vinnubrögð sín og komi saman frum- varpi sem sæmileg skynsemi er í. En það er greinilega óvinnandi vegur þegar þessi ríkis- stjórn á í hlut. Hún veit nákvæmlega ekkert hvað hún er að gera. Þess vegna væri skást fyrir þegnana að hún gerði sem minnst. Hún ylli þá ekki alvarlegum skaða á meðan. Það þýðir ekki fyrir ríkisstjórnina að gala stöðugt að það sé brýnt mannréttindamál að kvótakerfinu verði breytt! Það verður að vera sýnilegt að breyting sé til bóta, en stuðli ekki að kollsteypu í sjávar- útvegi, kalli ógæfu yfir sum byggðarlög og skaði fyrir- tæki sem nú eru vel rekin. Innan ríkisstjórnarinnar eru menn sem sjá að betur hefði verið heima setið en af stað farið í þessu máli. Klúðrið blasir við. Skynsamir menn innan ríkisstjórn- arinnar – já þeir finnast víst nokkrir, halelúja! – verða að standa fast á sínu og andmæla hástöfum. Þeim verður kannski gefið afar illt auga við ríkisstjórnarborðið vikum saman en geta huggað sig við að þeir eru að tala máli skynseminnar. Og það er sannarlega þörf á dágóðum skammti af skynsemi í ríkisstjórn sem er á endalausum villigötum. kolbrun@mbl.is Pistill Endalausar villigötur Kolbrún Bergþórsdóttir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon „Ætli það séu ekki um tíu ár síð- an farið var að rannsaka þetta og við tókum nú þátt í slíkum rannsóknum. En það hefur stað- ið svolítið í þjóðum heims að taka þessar bólusetningar upp vegna kostnaðar en svo hafa þær ein af annarri verið að byrja að gera það. Við ætluðum að taka þær upp fyrir nokkrum ár- um en við bankahrunið breyttist það allt. Kostnaðurinn af þessu snarhækkaði,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Síðan hafi vaknað vilji til þess að koma þessu á og fjárveiting hafi fengist til þess frá Alþingi. Í framhald- inu hafi síðan verið farið í útboð og út úr því hafi komið mjög hagstætt tilboð í bóluefni við leg- hálskrabba- meini. Tregða vegna kostnaðar HARALDUR BRIEM

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.