Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Bros Lundin léttist í góðu veðri og auðvelt að hlæja í góðra vina hópi. Maðurinn á myndunum á vegg Verslunar Guðsteins er hinsvegar alltaf alvarlegur í bragði, sama hvernig viðrar. RAX Fram að þessu hafa gæði íslenskrar heil- brigðisþjónustu verið í fremstu röð í heiminum og langtum meiri en bú- ast mætti við hjá lítilli og afskekktri þjóð. Gæðin hafa byggst fyrst og fremst á mjög hæfu starfsfólki. Ís- lendingar hafa notið þess að íslenskir læknar hafa sótt sérnám til bestu há- skólasjúkrahúsa heims og í flestum tilvikum kosið að snúa heim til Ís- lands til starfa, þrátt fyrir lakari kjör og aðstæður. Góð læknismenntun við Háskóla Íslands og gott orðspor ís- lenskra lækna hefur að auki tryggt að íslenskir læknar komist að á bestu háskólaspítölum heims, kynslóð eftir kynslóð. Þetta ferli er að riðlast. Ungir ís- lenskir læknar eru hættir að leita heim eftir sérfræðiþjálfun og setjast frekar að erlendis, oftast þar sem þeir hafa þegar búið í nokkur ár. Ungir Íslendingar víla ekki fyrir sér að búa og starfa erlendis. Ferðalög eru ódýrari og auðveldari en áður, síma- og tölvusamskipti sömuleiðis, og miklu algengara að fólk búi er- lendis, en haldi samt sambandi við ættingja og vini á Íslandi. Sú ramma taug, sem rekka dregur föðurtúna til, er veikari en áður var og dugar vart lengur til að toga á móti gríðarlegum mun í kjörum og starfsaðstöðu. Launamunur lækna á Íslandi og þeim löndum sem íslenskir læknar starfa í er orðinn margfaldur, tvö- til fimmfaldur og þaðan af meira. Út- lærðir sérfræðingar velja milli þess að halda áfram störfum erlendis við góðar aðstæður og kjör eða flytja til Íslands við margfalt verri kjör og að- stæður. Samanburðurinn er ekki ein- göngu milli landa heldur líka á hlut- fallslegum launum í hverju landi. Íslenskir læknar eru nefnilega ekki bara illa launaðir í evrópskum og am- erískum samanburði, heldur líka í ís- lensku samhengi. Hálffertugur sér- fræðingur sem flyst til Íslands til að starfa á sjúkrahúsi hefur u.þ.b. hálfa milljón í mán- aðarlaun. Þótt hann/ hún geti bætt launin eitthvað með yfirvinnu og vöktum, eru þetta ekki vænleg kjör til að kaupa húsnæði, borga námslán og koma undir sig fótunum, áratug á eftir jafnöldrum. Í Morgunblaðinu 28. júní sl. mátti lesa að leysa eigi lækna- skortinn á Íslandi með innflutningi erlendra lækna. Það þýðir í raun að íslensk heilbrigðisþjónusta leitar inn á alþjóðlegan vinnumarkað lækna um starfsmenn. Á þessum markaði ráða laun og önnur kjör. Læknar leita til þeirra landa sem bjóða bestu kjörin – bestu læknarnir fara þangað sem best er boðið og þeir lakari til þeirra landa sem bjóða verr. Þetta er einfalt markaðskerfi. Þetta mun sömuleiðis flýta þeirri þróun að íslenskir læknar líti á sig sem hluta af alþjóðlegum vinnumarkaði lækna og leiti starfa á þeim grundvelli. Íslensk heilbrigðisþjónusta hefur verið miklu betri en búast mætti við, ef tekið er tillit til mannfæðar, stöðu landsins og tilkostnaðar. Áratugum saman hefur tekist að viðhalda mikl- um gæðum á heimsmælikvarða. Nú stefnir í að Ísland tapi þessari sér- stöðu sinni og gæði íslensks heil- brigðiskerfis verði þau sem búast mætti við hjá fámennri og afskekktri þjóð. Eftir Einar Stefánsson » Launamunur lækna á Íslandi og þeim löndum sem íslenskir læknar starfa í er orðinn margfaldur, tvö- til fimmfaldur og þaðan af meira. Einar Stefánsson Höfundur er prófessor og yfirlæknir á Landspítala. Gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu eru í hættu Stjórnmálamenn í Evrópu, sem harðast verja evruna, nota orð eins og „hjálp“ og „samstöðu“, þegar samþykkja á ný, risa- vaxin neyðarlán til þjóða ESB sem komn- ar eru í greiðsluþrot. Peningarnir skila sér þó engan veginn til al- mennings, því „neyðin“ sem þarf að leysa er afborganir lána, fyrst og fremst til franskra og þýskra banka. Ríkisstjórn viðkomandi lands á jafn- framt að stórhækka skattaálögur á þegna sína, skera í fjárlög og höggva niður velferðarþjónustu. Dugi það ekki til á ríkið að láta hluta af landi sínu ganga upp í „skuldirnar“. Seðlabanki Evrópu hefur dælt milljörðum evra í ónýt grísk skulda- bréf og með því aukið skuldakrepp- una. Vandamálið er stærra en Grikkland og því markar þessi að- ferð einungis upphafið að endalok- um tilraunarinnar með Evruland. Prentun nýrra evruseðla mun ekki leysa vandamálið en í staðinn skapa óðaverðbólgu sem gengisfellir evr- una gagnvart öðrum myntum. Eina skjólið sem eftir verður fyrir aðild- arríkin er því að segja sig frá evr- unni og ESB. Óróleikinn á stjórnarheimilinu hjá ESB breiðist hratt út en reynt er að sporna við almennri ringulreið og úttektaráhlaupi almennings á banka, sem fáir trúa að lifi mikið lengur. Með „Icesave“-leiðinni eru emb- ættismenn ESB að koma gjaldþroti ábyrgðarlausrar útlánastefnu bank- anna yfir á skattgreiðendur með kunnum afleiðingum: Réttarfarið fær ekki tækifæri til að dæma fjár- glæframenn, löggjafinn fær ekki svigrúm til að laga vankantana á fjármálaregluverkinu. Aðildarríki Evrulands leggja fram veð í löndum sínum og gera eigin landsmenn um komandi kynslóðir að skuldaþrælum ESB og þeirra banka sem lifa af hrunið. Er hér að mínu viti um eina stærstu og gegndarlausustu eigna- tilfærslu nútímans að ræða, sem breyta mun mörgum ríkjum ESB í tann- lausa dverga. Eftir sitja Þýskaland og Frakkland sem risar Evrópu og geta á mun hrárri hátt en áður gert það sem þeim sýn- ist. Má þá við búast að Þýskaland setji fram kröfu um að bæki- stöðvar ESB verði fluttar nær land- fræðilegri miðju Evr- ópu til Berlínar frá Brussel. Margir vöruðu við í upphafi en ekki var á hlustað, að tilraunin með Evruland gæti ekki gengið eftir og gæti allt eins endað með ófyrir- sjáanlegu tjóni fyrir íbúa Evrópu. Herör var þá skorin upp gegn gagn- rýninni og gagnrýnendur í besta sovétstíl flokkaðir sem „anti- Evrópu“-sinnar. Áróðurinn fyrir draumaríki ESB hefur á hinn bóg- inn kantast af dómsdagshótunum um að löndin hafi verra af, ef þau gangi ekki með í sæluríkið. En á daginn er komið að Brussel er að íklæðast frakkanum sem tók Sovét 70 ár að klæða sig úr með miklum mannlegum hörmungum. Sæluríkið Evruland mætir nú þeim raunveru- leika, sem það hefur sjálft skapað og margir óttuðust og bentu á að gæti gerst. Spurningin er, hversu lengi ráðamenn ESB ætla að berja hausn- um við steininn og hversu stórar fórnir íbúar Evrópu þurfa að færa á altari draumsins um Alríki Evrópu. Til að bæta gráu ofan á svart sam- þykkti Evrópuþingið nýverið að ESB taki upp eigin tekjuöflun ofan á áskriftargjöld aðildarríkjanna til að fjármagna sífellt stækkandi hóp hungraðra möppudýra og lúxuslíf ráðamanna. Ekki má kalla þetta skatta, þótt það sé einmitt rétta orð- ið, enda á almenningur ekki að skilja hvað hann borgar fyrir, þegar hann kaupir vörur, lyf og flugferðir í framtíðinni. Í staðinn verða þessar nýju, auknu álögur kynntar sem „lækkun áskriftargjaldsins“. Þau lönd, sem dælt hafa mestum pen- ingum frá skattgreiðendum sínum til ESB, eru farin að spyrna við fót- unum. En ráðamenn ESB, sem sjálf- ir bera ábyrgð á hinu óseðjandi og sístækkandi svartholi, finna stöðugt nýjar leiðir til að blekkja almenning. Undir þessum kringumstæðum glansa jafnaðarmenn íslensku rík- isstjórnarinnar með ráðherrum ESB og semja um inngöngu Íslands í sæluríkið. Er það eins með valda- fíkla jafnaðarstefnunnar og aðra fíkla, að fíknin hefur forgang um- fram staðreyndir. En þegar myrkrið fellur á munu menn ekki lengur trúa að sólin skíni, bara vegna þess að jafnaðarmenn ganga um með sól- gleraugu. Plágur Íslands eru nokkrar og á íslenskan mælikvarða stórar. Á eftir bankaráni, alheimsskuldakreppu, misbeitingu hryðjuverkalaga og gallaðri fjármálalöggjöf fengu Ís- lendingar sína fimmtu plágu: fyrstu vinstristjórnina undir leiðsögn jafn- aðarmanna að „norrænni velferð- arfyrirmynd“. Þessi stjórn, sem hamast við að jarða lýðveldið með útför í Brussel, er þegar í hópi verstu stjórna Íslendinga – ef ekki sú versta frá landnámi. Sennilega hafa fáir lengur trú á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur nema heilaþvegnustu meðlimir Sam- spillingarinnar. Jafnaðarstefnunnar bíður skipbrot á Íslandi líkt og gerð- ist í Svíþjóð og þá munu möguleikar skapast til að byggja aftur upp allt það, sem verið er að rústa. Tilvistarkreppa ESB er með sanni tilvistarkreppa þeirra sem ekkert vilja sjá né heyra nema hörputóna sæluríkisins. Fyrir jafnaðarmenn nútímans er ESB sami draumurinn og Sovét var fyrir kommúnista áður fyrr. Hversu miklar þjáningar mega íbúar Evrópu þola, áður en Brussel kastar Moskvufrakkanum? Eftir Gústaf Adolf Skúlason »Er hér að mínu viti um eina stærstu og gegndarlausustu eigna- tilfærslu nútímans að ræða, sem breyta mun mörgum ríkjum ESB í tannlausa dverga. Gústaf Adolf Skúlason Höfundur er fyrrv. ritari Smáfyrir- tækjabandalags Evrópu. Tilvistarkreppa ESB og jafnaðarmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.