Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Sum börn eiga engan besta vin eða vinkonu og heldur enga vini. Sum börn hafa aldrei átt góð- an vin á meðan önnur hafa átt vin en eiga ekki lengur. Stundum hefur góður vinur flutt í burtu en í öðrum tilvikum hafa tengslin rofnað og „gamli vinurinn“ fundið sér nýja vini. Enda þótt barn sé hluti af stórum bekk getur það verið einmana í skólanum og þegar skóladegi lýkur hefur það jafnvel engan til að leika við. Í frí- stundum er heldur ekki sjálfgefið að börn myndi vinatengsl. Börnum sem eiga enga vini líður oft illa yf- ir því. Eðlilega kenna foreldrar í brjósti um þau og langar til að hjálpa þeim að eignast vini. Erfiðustu stundirnar eru frjálsu tímarnir, frí- mínútur eða tíminn í matsalnum. Þar vita þau oft ekki hvar þau eiga að vera, t.d. hvort þau eiga að reyna að tala við einhvern eða setjast hjá ein- hverjum sérstökum. Allflestum börnum finnst það mik- ilvægt að eiga vin eða vini. Barni sem er feimið og óframfærið finnst það ekki síður mikilvægt að eiga vin en barni sem er félagslynt. Mikilvægi vináttu er greypt í eðli okkar flestra sem og í samfélagsmenningu. Mörg börn, líkt og fullorðnir, gera grein- armun á að eiga vin og síðan að eiga besta vin. Jafnvel þótt barn eigi fé- laga nægir það oft ekki. Það er þessi „besti vinur“ sem flest börn þrá að eiga. Einhver sem þeim finnst þau geta treyst og er skilgreindur per- sónulegur einkavinur. Fyrir þau börn sem hafa átt í erfið- leikum með að mynda slík tengsl get- ur vanlíðan gert vart við sig. Það er ekki einungis einmanaleikinn sem er kvíðvænlegur heldur spyrja þau sig af hverju þau eigi ekki vini eins og svo mörg önnur börn. Sjálfs- myndinni er ógnað og sjálfsmatið í uppnámi. Vinslit Vinslit eiga sér stað á öllum aldursskeiðum. Vinslit verða oft meira áberandi þegar nær dregur unglingsárunum en á því aldursskeiði skipta einmitt vinirnir oft hvað mestu máli. Ein birtingarmynd gæti t.d. verið stúlkur sem hafa verið óaðskiljanlegar frá leikskólaaldri en hætta að vera vinkonur að frumkvæði annarrar þeirra. Hin upplifir höfnun og einmana- leika. Söknuðurinn eftir vinkonunni getur varað lengi ásamt því að leit hefst að nýrri vinkonu, helst nýrri bestu vin- konu. Óháð aðdraganda eða ástæðum vinslita er ekkert óeðlilegt að krakkar sem hafa verið mikið saman vaxi hvort frá öðru eða finni á einhverjum tímapunkti að þeir eiga ekki lengur samleið sem vinir. Það er einnig ofur- eðlilegt að barn sem vill hætta að vera vinur viti ekki hvernig best er að bera sig að. Þá er stundum gripið til þess ráðs að sniðganga hinn gamla vin, hætta jafnvel skyndilega að tala við hann/hana. Hlutverk foreldra og skóla, hvernig er hægt að hjálpa? Það er verkefni bæði kennara og foreldra að reyna að milda vanlíðan barns sem kvartar yfir vinaleysi eða upplifir að hafa verið hafnað af vini. Þegar mál hafa þróast með þessum hætti liggja lausnir ekki alltaf á borð- inu þar sem það er hægara sagt en gert að skipa einhvern í vinarhlutverk fyrir barnið. Engu að síður er eitt og annað sem hægt er að gera til að hjálpa börnum að takast á við vinslit hvernig svo sem þau eru tilkomin. Hægt er að leiðbeina krökkunum í þessum aðstæðum, t.d. að þau ræði saman með einhverjum fullorðnum um þá þróun og breytingar sem orðið hafa á vinasambandinu. Val á vinum er vissulega eitthvað sem ber að virða. Ef börnin geta útskýrt sín sjónarmið og líðan er stundum hægt að koma í veg fyrir misskilning og milda sársauka þess barns sem finn- ur til höfnunar. Öllum samböndum fylgir ákveðið samspil beggja aðila sem tekur gjarnan breytingum eftir því sem krakkar þroskast og að- stæður breytast. Í þessum málum er enginn sökudólgur. Hvort sem um er að ræða vinslit eða breytingar á vinasambandi geta foreldrar og kennarar ekki einungis hvatt þau til að ræða saman heldur einnig sjálf átt samræður við börnin um góða samskiptahætti. Best er ef sú umræða byrjar snemma í lífi barnsins. Foreldrar geta líka hjálpað barni sínu að skapa aðstæður þar sem það getur byrjað að mynda ný tengsl. Þetta má gera með því að bjóða bekkjarfélaga barnsins heim svo börnin geti kynnst nánar. Að hvetja barnið til að fara á stúfana og leita að vinum skilar oft ekki árangri, sérstaklega ef barnið er ungt og jafn- vel óframfærið. Í leikskólanum og skólanum er hægt að stuðla með markvissum hætti að tengslum innbyrðis, t.d. með því að skapa aðstæður þar sem börn- unum gefst kostur á að tala við sem flesta í hópnum/bekknum. Með því að velja í smærri hópa af handahófi lær- ir barnið að vinna með hinum börn- unum. Kennarar geta einnig rætt með reglubundnum hætti um gildi já- kvæðra samskipta. Skilaboðin eru að koma ávallt vel fram hvert við annað, hver svo sem á í hlut. Það eiga ekki allir vin/vini eða einhvern besta vin en það eru heldur engir óvinir. Öll eru börnin leikskólafélagar, bekkjar- félagar, skólafélagar sem eiga það sameiginlegt að langa til að líða vel í hópnum sínum. Hjálpum þeim til þess. Ég á engan vin Eftir Kolbrúnu Baldursdóttur Kolbrún Baldursdóttir » Að hvetja barnið til að fara á stúfana og leita að vin- um skilar oft ekki árangri, sérstaklega ef barnið er ungt og jafnvel óframfærið. Höfundur er sálfræðingur. Félagsmiðstöðvar Íþrótta- og tóm- stundarráðs Reykja- víkur eru starfræktar nú þriðja sumarið í röð. Vorið 2009 var ákveðið að blása lífi í gamla hugmynd starfsmanna fé- lagsmiðstöðva og hafa sumaropnun fyrir 13- 16 ára unglinga í félagsmiðstöðvum um alla borg og hefur sumaropnun verið á dagskrá félagsmið- stöðvanna síðan. Þjónustan er þó að- eins breytt frá vetaropnun þar sem opið er á öllum stöðum tvö til þrjú kvöld í viku auk dagopnunar, en yfir sumarið eru færri staðir opnir og í styttri tíma, en aftur á móti er ung- lingum sérstaklega boðið að taka þátt á öllum stöðum óháð búsetu eða skólahverfi. Þátttakan var upp og of- an fyrsta sumarið en hefur farið stigvaxandi með hverju sumri og í ár hefur fjöldi unglinga sótt fé- lagsmiðstöðvarnar heim og eru að átta sig betur á þessari þjónustu sem stendur þeim til boða. En hvers vegna hefur það verið baráttumál að hafa félagsmiðstöðvar opnar á sumrin? Sumarið er tíminn þegar unglingar hafa meiri frítíma og engar skyldur gagnvart skólum eru til staðar. Vinnutími nemenda hefur skerst töluvert að undanförnu árum hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og unglingar hafa meiri frítíma en áður. Rannsóknir sýna að skipulagð- ur frítími er mikilvæg forvörn og þátttaka í skipulögðu félagsstarfi í umsjá fagfólks í öruggu umhverfi hefur mikið forvarnargildi. Með því að bjóða ungu fólki upp á jákvæð viðfangsefni í frítímanum með sterk- um fyrirmyndum aukast líkur á því að þau kjósi heilbrigðan lífsstíl og forðist áhættuhegðun. Að auki er bara svo skemmtilegt að hafa að- gang að góðum félagahópi í fé- lagsmiðstöðinni sinni sem og ein- hverju skemmtilegu að fást við. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagsmiðstöðvar opnar og hægt að nálgast dagskrána á heimasíðum þeirra. Við hvetjum foreldra sem og unglinga að kynna sér nánar það starf sem er í boði og skella sér á staðinn. Búum til góðar stundir saman í sumar. DAGBJÖRT ÁSBJÖRNSDÓTTIR, deildarstjóri unglingasviðs í frístundamiðstöðinni Kampi ÞÓRHILDUR RAFNS JÓNSDÓTTIR, deildarstjóri unglingasviðs í frí- stundamiðstöðinni Kringlumýri Sumarið er tíminn – þeg- ar gott er að hafa fé- lagsmiðstöðina þína opna Frá Dagbjörtu Ás- björnsdóttur og Þór- hildi Rafns Jónsdóttur Búum til góðar stundir saman í sumar. Unglingar við félagsmiðstöðina 105 Þann 4. júlí nk. verður sýndur hjá RÚV fyrsti þátturinn af sex sem fólk með þroskahömlun hefur unnið undir heitinu „Með okkar augum“. Þættir þessir eru með blönduðu efni og hafa að leiðarljósi að vera bæði fræðandi og skemmtilegir. Fólk með þroskahömlun sá um þáttagerðina, bæði tæknivinnu, að stórum hluta, svo og efnisöflun og viðtöl, undir leiðsögn fagfólks. Þátt- unum er ætlað að sýna að í þessum hópi eru margir hæfileikaríkir ein- staklingar. Annar tilgangur með þáttagerðinni er að stuðla að aukn- um fjölbreytileika í gerð sjónvarps- efnis þar sem efnistökum og umfjöll- un er stýrt af fólki sem hefur ef til vill aðra lífsreynslu, áhugamál og sýn á samfélag sitt. Í nýjum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk eru mörg ákvæði um skyldur þjóðríkja til að vinna gegn staðalímyndum og fordómum gagnvart fólki með fötl- un, svo og skyldur fjölmiðla í þeim efnum. Lands- samtökin Þroskahjálp telja að gerð þessara þátta sé áhrifarík aðferð til að upp- fylla þau ákvæði. Vonandi verður því framhald á þessari þátta- gerð. Landssam- tökin Þroskahjálp hafa að unda- förnu unnið í samvinnu við fleiri að- ila að nokkrum verkefnum sem stuðla að þátttöku og sýnileika fólks með þroskahömlun. Samtökin telja að með því móti stuðli þau að betra og skemmtilegra samfélagi fyrir alla. Góða skemmtun með þeim Andra Frey, Bjarna, Eiði, Katrínu Guð- rúnu, Richard, Skúla Steinari og Steinunni Ásu í sumar. FRIÐRIK SIGURÐSSON, framkvæmdastjóri Landssamtak- anna Þroskahjálpar. Með okkar augum Frá Friðriki Sigurðssyni Friðrik Sigurðsson Vegna greinar Alberts Jensens um Sem-hús langar mig að koma eft- irfarandi á framfæri. Velferðarsvið borgarinnar er að auka þjónustu í Sem-húsi, Sléttuvegi 3, Oddshúsi, Sléttuvegi 7 og Sléttuvegi 9. Allt tek- ur þetta tíma og þolimæði, á meðan þjónustan er hægt og bítandi aukin, á sama tíma er annars staðar verið að draga saman seglin. Með því að hafa þjónustu innanhúss er hægt að spara heilmikið í bíla- og aksturs- kostnaði á vegum borgarinnar sem er hægt að nýta í fjölgun starfsfólks. Soffía er stjórnandi og sér um mannahald og daglega stjórnun. Ég hef átt afar gott samstarf við Soffíu. Oft erum við ekki sammála, þá eru málin rædd, það heitir að vera mál- efnalegur. Einbeittu þér frekar að því að íbúar Sem-húss borgi í hús- sjóð, það virðist allt vera í lamasessi hjá ykkur, lyfta biluð, þak lekur, málun á húsi, loftræsting á göngum o.fl. Eitt getum við verið sammála um, Davíð er besti borgarstjóri sem Reykjavík hefur haft. Undirritaður er í nefnd á vegum Reykjavíkur- borgar um Sléttuveg 3-7-9. INGI ST. AGNARSSON í nefnd á vegum velferðarsviðs. Ragnari Albert Reykás svarað Frá Inga St. Agnarssyni Herra borgarstjóri Jón G. Kristinsson. Um skeið hef ég ver- ið að velta fyrir mér hvort ekki megi taka til umræðu nokkur mál sem fara í taugarnar á okkur íbúum borg- arinnar. Þetta eru smá- mál í þínum stóra verkahring og varla hægt að ætlast til að þú ljáir þeim hugsun, en ég vil þó reyna. Þú lést gera Suðurgötuna að ein- stefnuakstursgötu frá Vonarstræti að Skothúsvegi til að hliðra til fyrir hjól- reiðafólki sem þarf að hjóla úr 107 niður í ráðhús m.a. Ég hef Gísla Mar- tein grunaðan um að hafa ruglað dómgreind þína í þessu tilviki. Sárafáir nota þessa velvild þína, en margir líða fyrir. Öll bílaumferð vestan að og niður í bæ fer nú um Hofsvallagötu og Tún- götu og ærir óstöðuga. Við Túngöt- una er barnaskóli, sjúkrahús og kirkja. Margir á gangi þvers og kruss. Verða fjölmargir fyrir miklu ónæði af þessu ráðslagi þínu og eiga þátt í þverrandi vinsældum þínum á stóli borgarstjóra. Við Suðurgötuna hinsvegar eru fá íbúðarhús, en fjöl- mennur kirkjugarður. Þar ríkir graf- arþögn og enginn hrósar þér. Viltu nú ekki vera svo góður að breyta þessu aftur við fyrstu hent- ugleika svo lífshættan minnki við Hofsvallagötu og Túngötu, næg er hún samt. Annað mál sem mig langar að benda þér á er taxaskýlið við Hafn- arstræti og Tryggvagötu. Þar sést aldrei sála, nema hvað er- lendir ferðamenn bíða þar stundum eftir leigubíl sem aldrei getur stoppað því svo þung er umferðin um gatnamótin framundan. Væri ekki ráð að færa skýlið á stað þar sem það kemur að notum? Hafa þá samráð við Hreyfil/ Bæjarleiðir en þar hafa menn talsvert vit á þörf- um almennings. Þriðja og síðasta at- hugasemd mín varðar umgengni við snarlstaði miðborgarinnar um helgar. Þar virðast þeir fáu sorpdallar sem í boði eru ekki eða lítt notaðir og sóða- skapurinn og mávagerið með ólík- indum þegar hallar undir morgun. Væri ekki ráð að gera þær kröfur til eigenda snarlstaðanna að þeir geri hreint fyrir sínum dyrum? Má þá not- ast við svo sem 15 metra regluna vel- þekktu úr öðru samhengi, eða miðl- ínu. Annars finnst mér að uppgjöf liggi í loftinu hjá þér og samherjum þínum og þætti mér vænt um að þú skoðaðir þessi atriði með jákvæðum huga áður en þú afhendir veldissprotann Degi Beggu. Í mestu vinsemd Eftir Heimi L. Fjeldsted Heimir Fjeldsted » Við Suðurgötuna hinsvegar eru fá íbúðarhús, en fjölmenn- ur kirkjugarður. Þar ríkir grafarþögn og eng- inn hrósar þér. Höfundur er fv. kaupmaður og áhugamaður um betri borg. Morgunblaðið birtir alla útgáfu- daga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni eða í bréfum til blaðs- ins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráð- stefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Formið má m.a. finna undir Morgunblaðs- hausnum efst t.h. á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvu- pósti og greinar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.