Morgunblaðið - 30.06.2011, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.06.2011, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 ✝ Georg GuðniHauksson fæddist í Reykja- vík 1. janúar 1961. Hann varð bráð- kvaddur á Rang- árvöllum 18. júní 2011. Foreldrar hans eru Karitas Bjarn- ey Jónsdóttir kjólameistari frá Bolungarvík, f. 15. nóvember 1937, og Haukur Sigurður Tómasson jarðfræð- ingur, fæddur í Reykjavík 14. febrúar 1932. Systkini Georgs Guðna voru Sigrún, þróun- arstjóri bókasafna, f. 30. ágúst 1959, gift Lofti Atla Eiríkssyni menningarfræðingi, og Tómas Kolbeinn, vélstjórnarnemi, f. 20. júlí 1964, látinn 22. mars 1987. Hinn 11. nóvember 1988 kvæntist Georg Guðni Sigrúnu Jónasdóttur, lífeindafræðingi, f. 10. október 1961. Börn þeirra eru: 1) Elísabet Hugrún, f. 11. janúar 1988, nemi í arki- tektúr, unnusti hennar er Björn Pálmi Pálmason, nemi í og vakti hún mikla athygli, enda birtist þar sérstök sýn á íslenskt landslag í fjallamynd- um hans og markaði upphaf að ferli hans sem frumkvöðuls í endurreisn landslagsmálverks- ins með nýstárlegri túlkun formrænt og hugmyndalega. Hann hélt fjölmargar mál- verkasýningar víða um heim og hlaut margvíslega við- urkenningu fyrir verk sín. Hann hlaut menning- arverðlaun DV árið 1988, var tilefndur til virtra finnskra verðlauna, Ars Fennica, árið 2000 og þrívegis var hann til- nefndur til Carnegie- verðlaunanna. Verk hans eru í eigu margra listasafna á Ís- landi og erlendis. Listasafn Ís- lands hélt yfirlitssýningu á verkum hans árið 2003 er hann var einungis 42 ára. Nokkrar bækur hafa verið gefnar út um list hans, hér á landi og erlend- is. Georg Guðni sat í stjórn sjóðs Richards Serra 1993-1995 og í safnráði Listasafns Íslands 1997-2001. Þá starfaði hann í ýmsum nefndum að málefnum tengdum myndlistinni. Hann fékkst við kennslu í Myndlista- og handíðaskólanum, Listahá- skóla Íslands og víðar. Útför Georgs Guðna verður gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag, 30. júní 2011, og hefst hún kl. 15. tónsmíðum, f. 7. febrúar 1988. 2) Guðrún Gígja, f. 17. ágúst 1993, verslunarskóla- nemi. 3) Tómas Kolbeinn, f. 7. júlí 1997. 4) Hrafnkell Tumi, f. 13. júlí 1999. 5) Jón Guðni, f. 23. júlí 2002. Georg Guðni ólst upp í Reykja- vík, lengst af í Árbæjarhverf- inu. Hann var efnilegur íþróttamaður, lék handbolta með Fylki og unglingalands- liði, en hætti þeirri iðkun er hann hóf myndlistarnám. Hann gekk í Fjölbrautaskólann í Breiðholti en fékk síðan inn- göngu í Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands í Reykjavík ár- ið 1980 og brautskráðist þaðan árið 1985. Leiðin lá næst til Hollands, þar sem hann stund- aði nám við Jan Van Eyck Aca- demie í Maastricht árin 1985 til 1987. Georg Guðni hélt fyrstu einkasýningu sína í Ný- listasafninu í Reykjavík 1985 Nú þegar ég kveð Guðna bróð- ur minn, sem varð bráðkvaddur langt um aldur fram frá yndis- legri eiginkonu og fimm frábær- um börnum, hverfur hugurinn til lítillar stúlku. Stúlku sem átti tvo yngri bræður, bræður sem hún vakti yfir og passaði og fannst að hún bæri alla ábyrgð á. Bræður hennar Guðni og Tommi voru skemmtilegir félagar og þau léku sér saman og uxu og döfnuðu undir handleiðslu foreldra sinna, en umfram allt voru þau góð systkini. Æskan var þeirra en nú kveður þessi litla stúlka bræður sína tvo, Tómas Kolbein sem var rétt að feta sín fyrstu skref sem fullorðin maður þegar hann varð bráðkvaddur aðeins 22 ára og Guðna sem fékk að þroska hæfi- leika sína, elska og njóta alls þess besta sem lífið getur fært einum manni. Við systkinin nutum þeirrar gæfu í æsku að eyða mörgum sumrum uppi á öræfum þar sem faðir okkar jarðfræðingurinn vann. Hálendið var hulduheimur sem var óaðgengilegur flestum á þessum tíma. Þetta var okkar óskaveröld og í þessari veröld voru lón, fossar og pollar nefnd eftir okkur, Guðnavatn, Sigrún- arlón og Tommafoss. Guðni var litli bróðir minn, 16 mánuðum yngri en ég. Hann var stór en ég lítil svo við vorum oft- ast eins. Ég man ekki eftir mér nema með hann mér við hlið og þótt hann væri stór og sterkur lét hann ímyndunaraflið oft hlaupa með sig í gönur og þá var gott að eiga stóra systur til þess að halda í höndina á og láta hughreysta sig og passa. Sem barn og unglingur var Guðni góður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur en sleppti hinu. Hann var góður í íþróttum og þá sérstaklega í handbolta og auðvitað var hann góður í teikn- ingu og myndlist. En þegar ég horfi til baka var hann bestur í að eignast góða vini og félaga en af öllu góðu var hans mesta afrek að eignast hana Sigrúnu sína. Þeirra samleið hófst þegar þau voru ný- byrjuð í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti aðeins 16 ára gömul. Líf þeirra var samtvinnað á svo margvíslegan hátt, það má segja að þau hafi spunnið sér vef úr líf- inu, ljósinu og listinni. Úr þeim vef spruttu börnin. Mínar kær- ustu minningar eru þegar Guðni tilkynnti mér með stolti og gleði um fæðingu barnanna, þeirra El- ísabetar Hugrúnar, Guðrúnar Gígju, Tómasar Kolbeins, Hrafn- kels Tuma og Jóns Guðna. Því- líkur fjársjóður að eiga fimm yndisleg, falleg, góð og gáfuð börn. Guðni var einstakur pabbi sem passaði og ræktaði fjársjóð- inn sinn – fjölskylduna sína. Það er ekki í mínu valdi að skýra það né skilja að Guðni hafi verið kallaður héðan fyrirvara- laust. Hann sem átti svo mikið eftir ógert en var samt sem áður búinn að skila svo miklu af sér og gefa okkur svo mikið. Þótt erfitt sé að skilja kveð ég þig, bróðir minn, með þakklæti og þá fullvissu að þú hafir verið kallaður burt frá þeim sem þig elska til annarra og mikilvægari starfa. Það er margt sem þarf að biðja um á kveðjustund. Ég bið algóð- an góðan Guð að styðja og styrkja Sigrúnu mágkonu mín og börnin og vaka yfir farsæld þeirra. Einnig bið ég um styrk fyrir móður mína og föður sem nú sjá á eftir seinni syni sínum. Sigrún systir. Ég heyrði það á tóninum í rödd Lilju systur, þegar hún hringdi í mig – að hún var að undirbúa mig fyrir erfiðar fréttir. Tómarúmið, frjálsa fallið var hræðilegt. Ótal skelfilegir mögu- leikar og mörg náin andlit birtust í huga mér í þessar fáu sekúndur, en aldrei Georg Guðni, aldrei. Það var ekki fræðilegur mögu- leiki – Georg Guðni var maður sem átti ekki að geta horfið úr lífi okkar. Guðni var maður framtíð- arinnar, hugmyndanna, viskunn- ar, hann var kletturinn. Hann var fjallið. Fjall er fjall, það er ekkert annað – það er það sem það er. Það hefur óendanlega fjöl- breytni, það er nýtt fjall á hverj- um degi, eftir því hvernig vindar blása og sólin skín. Það þolir regn og snjókomu, það breytist rólega í tímans rás. Það hefur orku og það hefur blíðu. Fjall er ekki til- gerðarlegt, það bara er. Fjall á ekki að geta horfið í einu vetfangi. Samt gerðist það. Af hverju er jörðinni kippt svona undan okkur? Guðni kom inn í líf mitt þegar ég var 14 ára. Hann var 16 ára, kærasti Sigrúnar systur minnar. Við Guðni vorum samferða í gegnum myndlistarnámið og vor- um síðan mjög nánir í framhaldi af því – við upplifðum heiminn saman. Hann var minn besti vin- ur. Lilja sagði að hann hefði orðið bráðkvaddur á hlaupum. Lækn- irinn sagði að hann hefði að öllum líkindum misst meðvitund sam- stundis. Guðni skipti um tilveru- stig á meðan líkaminn sveif til jarðar og sameinaðist moldinni. Líkaminn verður grafinn í dag, en Guðni er áfram á meðal okkar – í þessu stóra og í þessu smáa. Allt það sem hann stóð fyrir, allt það sem hann kenndi okkur á sinn hógværa og látlausa hátt. Georg Guðni er ekki horfinn. Við getum minnst hans með því að horfa inn í málverkin hans og skynja eilífðina, orkuna, blíð- una … – og með því að sameinast fjallinu. Vertu sæll að eilífu, elsku vin- ur. Óskar Jónasson Það var mikið lán að eiga sam- leið með Guðna frá því þau Sig- rún felldu hugi saman fyrir um 33 árum. Hann var hæglátur, hæv- erskur, hreinn og beinn, ævinlega glaður í bragði er við hittumst, skemmtilegur, íhugull, en um- fram allt góður drengur. Við sem þetta ritum, mágkona hans og svili, fylgdumst með hon- um álengdar á vegi myndlistar- innar og höfum með tímanum þroskast sem listunnendur fyrir hans tilstilli. Við sáum hvernig listsköpun hans þróaðist með markvissum vinnubrögðum og mikilli ástundun. Samræður við hann opnuðu augu okkar fyrir öðrum listamönnum, straumum og stefnum. Allt var það áhuga- vert og ánægjulegt. En það eru fyrst og fremst kostir hans sem fjölskylduföður sem efst eru í huga okkar á kveðjustundu. Þau Sigrún voru óaðskiljanleg og eftir að börnun- um fjölgaði og Sigrún hætti að vinna utan heimilis var öll fjöl- skyldan samferða í daglegum önnum. Þótt Guðni væri lista- maður af lífi og sál hafði fjöl- skyldan alltaf forgang. Hann var félagi barnanna í leik og lærdómi og gekk í störfin með Sigrúnu ef með þurfti. Þau hjónin fóru til dæmis oft saman í matarinnkaup og aðrar útréttingar og báru allar ákvarðanir, stórar og smáar, hvort undir annað ef kostur var. Það var mikið gæfuspor er þau ákváðu að reisa vinnustofu við heimili sitt á Rafstöðvarvegi, því þaðan í frá var Guðni alltaf heima við og dyr vinnustofunnar stóðu fjölskyldunni ætíð opnar. Börnin voru óbeinir þátttakendur í list- sköpun hans, sögðu álit sitt og það kom jafnvel fyrir að þau reyndu í einfeldni sinni að hressa upp á myndir hans með blýanti eða pensli. Guðni hvatti þau til að spreyta sig og skapa. Myndverk barnanna eiga jafnstóran sess á heimilinu og verk frægra lista- manna sem fjölskyldunni áskotn- uðust. Guðni var íþrótta- og keppn- ismaður að eðlisfari. Hann studdi börnin með ráðum og dáð í keppni og leikjum, var manna æstastur þegar Gígja keppti í handbolta og hvatti drengina á frjálsíþróttamótum eins og rödd- in leyfði. Í seinni tíð lék hann oft borðtennis á Berangri og fór létt með að sigra gesti, enda góður spilari. En þegar börnin hans áttu í hlut varð viðureignin afar jöfn og þurfti gjarnan úrslitaleik í lokin. Velgengni barnanna var honum ætíð mikils virði og þau fundu svo sannarlega stuðning hans á öllum sviðum. Samstarf þeirra Sigrúnar var miklu nánara en algengt er með- al hjóna. Þau áttu sameiginlegt líf í flestum efnum, unnu saman að undirbúningi, ákvörðunum og samskiptum í listheiminum og annars staðar, hún stóð honum við hlið í öllu því sem máli skipti. Við fundum þetta svo sterkt að í tali okkar voru þau alltaf nefnd í sömu andránni, Sigrún og Guðni. Við hjónin eigum eingöngu ljúfar og hlýjar minningar um Guðna og ánægjuleg samskipti. Þau einkenndust af rólyndi hans og nærandi nærveru, hann hafði alltaf tíma fyrir okkur og var bóngóður ef til hans var leitað. Minningarnar verma okkur, þótt söknuðurinn sé sár. Elsku Sigrún og börn: Missir ykkar er meiri en við fáum lýst í orðum. Megi góður Guð fylgja ykkur og styðja í þeirri erfiðu vegferð sem framundan er. Lilja og Stefán. Orðin og skilningarvitin ná ekki utan um þann harm sem þyrmir yfir þegar mágur minn, Georg Guðni Hauksson, kveður þennan heim fyrirvaralaust í þann mund sem náttúran og landið sem hann unni svo heitt eru að vakna af vetrardvalanum. Hringrás lífsins er stórbrotin og nú er Guðni kominn fram úr sam- ferðamönnum sínum eina ferðina enn og inn á nýja sporbraut. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að feta lífsbrautina með Guðna í rúma þrjá áratugi en samheldnin hjá tengdafjölskyldu minni er meiri og sterkari en ég hef orðið vitni að í öðrum fjöl- skyldum. Sérstakur áhrifavaldur í lífi fjölskyldunnar var þegar Tómas, litli bróðir Guðna og Sig- rúnar minnar, varð bráðkvaddur aðeins 22 ára að aldri fyrir 24 ár- um. Systkinin voru mjög náin en fjölskyldan tók þessu áfalli af nánast yfirskilvitlegri yfirvegun, auðmýkt og kærleika. Lát Tóm- asar varð til þess að þrýsta okkur saman og upp frá því leit ég á Guðna sem bróður minn. Kær- leikurinn okkar á milli var ósvik- inn og við heilsuðumst og kvödd- umst gjarnan með faðmlagi og kossi á kinn. Mörkin á milli lífs og listar í lífi listamanna eru oft óljós og listin var fullkomlega samofin lífi Guðna. Persónuleikinn endur- speglaðist í verkum hans og verkin í persónuleika hans. Ein fyrsta minning Guðna úr frumbernsku var að hlaupa frjáls úti í víðáttunni einhvers staðar á miðhálendi Íslands þar sem lög- mál tíma og rúms virtust óra- fjarri. Guðni drakk í sig fegurð landsins með móðurmjólkinni því fjölskyldan eyddi lunganum úr sumrinu í rannsóknarferðum á miðhálendinu. Þetta var löngu áður en hálendið var komið í vegasamband við byggðir lands- ins og kyrrðin því fullkomin. Ljóst er að fyrsta lagið í marg- laga málaralist Guðna varð til í þessum ferðum og fjölskyldan minntist þessara stunda sem sumra bestu sem hún fékk að njóta saman í lífinu. Á menntaskólaárunum ferðað- ist Guðni um land allt og vann við að mæla aurburð í vatnsföllum landsins ásamt Gunnari Jónssyni vini sínum. Þeir fóru um á Georg Guðni Hauksson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, TORFI ÞORKELL TORFASON, Þverholti 24, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 28. júní. Útförin verður auglýst síðar. Guðrún M. Torfadóttir, Björn Sævar Einarsson, Ólafur D. S. Torfason, Rósa S. Þórhallsdóttir, Ingigerður Torfadóttir, Jón Óttarr Karlsson, Kristín Torfadóttir, Gísli Sveinsson, Torfi Þ. Torfason, María S. Reynisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg konan mín, móðir okkar, tengda- móðir, systir, amma og langamma, SIGRÚN SIGURJÓNSDÓTTIR, Dalhúsum 51, Reykjavík, sem lést föstudaginn 24. júní, verður jarð- sungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 1. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Á rás fyrir Grensás, reikning nr. 311-26-3110, kt. 670406-1210. Björgvin Magnússon, Hafdís Guðrún Sveinsdóttir, Eiríkur Ómar Sveinsson, Ingibjörg Sandholt, Sigrún Elínborg Sveinsdóttir, Sverrir Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL BIRGIR SÍMONARSON, Borgarheiði 10 H, Hveragerði, sem lést mánudaginn 13. júní, verður jarð- sunginn frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 14.00. Jarðsett verður í Selfosskirkjugarði. Axel Pálsson, Ingveldur Birgisdóttir, Símon Pálsson, Lilja Guðmundsdóttir, Guðmundur Pálsson, Sigurbjörg Pálsdóttir, Jóhann Þorsteinsson, Herbert Pálsson, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, afa- og langafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ þriðjudaginn 28. júní. Útför verður auglýst síðar. Sigurður Þorkelsson, Þorkell Sigurðsson, Sigríður Ólafsdóttir, Guðbrandur Sigurðsson, Ásdís Þórbjarnardóttir, Árni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGMUNDUR SIGURGEIRSSON, lést í faðmi fjölskyldu sinnar þriðjudaginn 28. júní. Guðný Guðnadóttir, Ingigerður Sigmundsdóttir, Sighvatur Kristjánsson, Sigurgeir Sigmundsson, Kristín Arnarsdóttir, Ólafur Þór Sigmundsson, Assefash Beharnu, Margrét Sigmundsdóttir, Helgi Ásgeir Harðarson, Guðni Markús Sigmundsson, Sólveig Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.