Morgunblaðið - 30.06.2011, Side 25

Morgunblaðið - 30.06.2011, Side 25
stórum jeppa sem komst yfir flestar fyrirstöður. Guðni var ekkert sérstaklega áhugasamur um bíla en á næstu árum eyddi hann ómældum tíma við að byggja sér farartæki sem hent- uðu á fjöllum. Minnist ég ferða um sumar sem hávetur í Lappl- ander-bifreiðum með haganlega útfærðum innréttingum. Guðni lét sig ekki muna um að saga slíka vagna í sundur, lengja þá og koma þeim saman aftur til að upplifa landið og náttúruna bet- ur. Dýpt landslagsins var því ekki einungis takmarkalaus í verkum Guðna heldur byggðist hún á traustri reynslu höfundar- ins. Guðni málaði eftir minni, eng- an ákveðinn stað, engan ákveð- inn tíma, ekkert ákveðið veður en þó allt í senn. Þráðurinn hefur verið slitinn en engu að síður lifir Guðni áfram í verkum sínum og við fáum að njóta kyrrðar þeirra og friðsældar um ókomna tíð. Ég bið góðan Guð að styrkja Sigrúnu, eiginkonu hans og börn- in fimm í þessari miklu sorg um leið og ég kveð kæran vin með þakklæti í hjarta. Blessun Guðs fylgi foreldrum Guðna og systur; Kaju, Hauki og Sigrúnu. Loftur Atli Eiríksson. Á öræfunum við Tungnaá og Köldukvísl er eyðilegra en víðast annarsstaðar á hálendi Íslands. Sandurinn er alls staðar nema þar sem móbergsfjöllin rísa eða gróðurlaus hraun þekja landið. Eigi að síður búa þessar auðnir yfir fegurð sem erfitt er að skil- greina. Hún er ekki augljós við fyrstu sýn. Litbrigðin í eyði- mörkinni ráðast af veðri og birtu: Gráminn í súldinni, morgunþoka sem eyðist í sólinni, rykmistur á hlýjum sumardegi, sólarlag yfir Kerlingarfjöllum. Á þessar slóðir fór Guðni oft sem ungur drengur með föður sínum, Hauki Tómas- syni jarðfræðingi. Þar liggja ræt- ur þeirrar listar sem Georg Guðni hefur gefið þjóð sinni og heiminum öllum og mun halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Við Guðni vorum systkinasyn- ir og jafnaldrar og höfðum svipuð áhugamál. Samvistir voru miklar og við fengum oft að gista hvor hjá öðrum. Leikfangabílar brunuðu um moldarflögin, í Ár- bænum eða Kleppsholtinu, allt eftir því hvor var í heimsókn hjá hinum. Í leiknum vorum við oft komnir inn að Tungnaá og fórum slóðir sem hann hafði komið á en ekki ég. Mikið langaði mig í fjalla- ferðir eins og frændi minn fór með pabba sínum! Þau tækifæri gáfust síðar. Landið heillaði okk- ur og leiddi inn á þær brautir sem við höfum fetað síðan, hvor með sínum hætti. Guðni var mikill ferðamaður. Hann hafði þörf fyr- ir að fara um landið á öllum árs- tímum og skissubókin var jafnan með í för. Hann þekkti alla firði og dali, flestar slóðir á hálendinu hafði hann farið og nokkrar ferðir fórum við saman á Vatnajökul og Mýrdalsjökul. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Guðni var gæfumaður. Að hon- um stóð gott og traust fólk og á fáa staði fannst mér betra að koma í æsku en til Kæju og Hauks. Þau Sigrún kynntust ung og fylgdust að alla tíð síðan. Þau eignuðust fallegt heimili og fimm myndarleg börn. Guðni hafði gott skapferli og átti auðvelt með að lynda við fólk. Hann hafði enga þörf fyrir að láta á sér bera, en naut þess að vera með fjölskyld- unni eða í litlum hópi vina. Hon- um fylgdu aldrei vandamál enda einhver besti og heilsteyptasti maður sem ég hef kynnst á lífs- leiðinni. En lífið kemur og það fer og enginn veit hvenær kallið kemur. Þjóðin verður fátækari þegar mikilhæfur listamaður fellur frá í blóma lífsins. Slíkt er þó hjóm eitt hjá þeim missi sem Sigrún og börnin verða fyrir. Fátækleg orð breyta þar engu. En þegar frá líður mun minningin standa eftir. Sjaldan verður birtan yfir land- inu fallegri en á kyrrum og heið- um haustmorgni á öræfum. Þannig er birtan yfir minning- unni um Georg Guðna. Magnús Tumi Guðmundsson. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri; sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalladölum, grátþögull harmafugl hnípir á húsgafli hvurjum. (Jónas Hallgrímsson) Leiðir okkar systrunganna, Guðna og mín, hafa legið saman frá því hann fæddist, fjórum ár- um á eftir mér, fyrstu árin á Bræðraborgarstíg 19 þar sem fjölskyldur okkar bjuggu þegar við fæddumst. Samheldni í móð- urfjölskyldu okkar hefur ævin- lega verið mikil og góð, systkinin frá Sólbergi hafa kunnað að rækta fjölskyldutengslin og hlúa að þeim. Guðni var enginn eftir- bátur þeirra. Það kom snemma í ljós að Guðni vissi hvað hann ætlaði sér í lífinu, hann valdi myndlistina og myndefnið hafði hann drukkið í sig með móðurmjólkinni er hann ferðaðist með foreldrum sínum og systkinum um hálendi Íslands frá unga aldri. Og hann hélt áfram að ferðast um landið eftir að hann eignaðist sína eigin fjöl- skyldu og var hafsjór af fróðleik um landið sitt. Guðni og Sigrún voru aðeins 16 ára þegar þau kynntust og saman hafa þau verið síðan þá. Það hefur verið einstakt að fylgjast með hversu samstillt þau hafa alltaf verið, í einu og öllu. Því hvort sem um var að ræða hana Sigrúnu eða myndlistina þá vissi Guðni hvað hann vildi og hann hvikaði ekki frá því sem hann hafði valið. Ótal minningar tengdar Guðna koma í hugann. Hvernig hann ræktaði fjölskylduböndin af alúð, hvernig hann hafði alltaf tíma til að taka þátt í því sem var að ger- ast hjá okkur og alltaf tíma til að hlusta og spjalla. Hlý og vökul augun, góð og þýð nærvera hans er sterk í minningunni. Við erum stolt af því hve vel og fallega hann lifði lífinu, bæði sem fjölskyldufaðir og eiginmaður og svo sem listamaður. Fyrst hann þurfti að fara svo fljótt var það við hæfi að hann skyldi kveðja í nánd við Berang- ur, þar sem honum leið svo vel, umvafinn fjallahringnum og nátt- úrunni sem hann var samofinn. Hugur okkar er hjá Sigrúnu og börnunum, Kæju og Hauki og Sigrúnu, systur Guðna. Harmur þeirra er mikill en það er huggun hve miklu ævistarfi hann skilaði þrátt fyrir allt of stutta ævi því vinnusemi hans var einstök. Hvað er langlífi? Lífsnautnin frjóva, alefling andans og athöfn þörf. (Jónas Hallgrímsson) Guð blessi minningu einstaks drengs. Jón Ingi og Sigríður Helga. Kveðja frá frændsystkinum og fjölskyldum Í dag kveðjum við Guðna, elskulegan frænda okkar og vin. Guðna sem var svo margt gefið og kunni svo vel að njóta og spila úr því sem lífið býður. Hann var mikið náttúrubarn, kunni best við sig í faðmi íslenskrar náttúru og fór ófáar ferðirnar á fjöll og jökla á skrýtna Lapplander-jeppanum sínum. Hann var einnig íþrótta- maður, á yngri árum var það að- allega handboltinn en á seinni ár- um fór hann að stunda hlaup af kappi og var gaman að fylgjast með framgangi hans í þeirri íþrótt. Guðni fæddist með náðar- göf, það var snemma ljóst; enginn var eins flinkur að teikna og hann og það var alltaf spennandi að láta Guðna lita í litabækurnar okkar því í handbragði hans leyndist strax einhver galdur. Hann fór vel með þessa gjöf, hlúði að henni af auðmýkt og alúð og skapaði þannig einstök lista- verk sem munu halda nafni hans á lofti og auðga líf okkar hinna um ókomna tíð. En auðmýkt og alúð voru ekki síður sterkir þætt- ir í persónuleika hans og það var alltaf gaman og gefandi að hitta Guðna og erfitt að sætta sig við að þær stundir verði ekki fleiri. Síðast en ekki síst var Guðni fjöl- skyldumaður og mikill gæfumað- ur í einkalífi. Hann eignaðist fimm mannvænleg börn og hann átti hana Sigrúnu, lífsförunaut sinn, vin og sálufélaga. Þeirra er missirinn mestur og orð mega sín lítils í þeirri miklu sorg sem þau standa nú frammi fyrir. Elsku fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur nú á þessum erfiðu tímum og hjá ykkur, elsku Kaja, Haukur og Sigrún sem sjáið nú á eftir syni og bróður í annað sinn. Við syrgjum góðan frænda og góðan dreng og komum til með að sakna þægilegrar nærveru hans, strákslega fassins, skemmtilega skopskynsins og fallega brossins. Minning hans lifir og við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Sverrir, Unnur, Birgir, Eiríkur, Kolbrún og börn. „Megi minning um góðan dreng og mikinn listamann lifa með þjóðinni um ókomin ár.“ Þessa kveðju frá stjórn Lista- safns Ísafjarðar má meðal ann- arra líta í gestabók í Safnahúsinu á Ísafirði. Þetta var ritað á fyrsta degi er yfirlitssýningu á verkum Georgs Guðna Haukssonar var fram haldið eftir að harmafregnir bárust af andláti hans. Því er þetta nefnt hér að ég var viðstaddur opnun þessarar sýn- ingar í heimabæ mínum á Ísafirði aðeins viku áður og átti góðar stundir með Guðna, Sigrúnu og sonum þeirra þremur þá helgi. Margt hefur verið rætt og rit- að af þar til lærðum mönnum um hæfni og einstakt næmi Guðna sem myndlistarmanns og náði Guðni að skila því í þann búning að allir nutu. Fyrir leikmönnum þvældist það ekki að skynja og njóta allt að því áþreifanlegrar nálgunar við íslenska náttúru í því myndefni sem hann túlkaði. Ég hika ekki við að fullyrða að með honum er ég að kveðja minn eftirlætislistmálara eins átakan- legt og það má vera í ljósi hæfni hans og ónuminna landa. Þeir sem þekktu Guðna sjá hæglega persónueinkenni hans í verkun- um. Fyrir mér er þó fyrst og fremst genginn góður frændi og vinur, ljúfur og skemmtilegur. Einstaklega náið samband Guðna og Sigrúnar hafði varað í 34 ár og eflaust getur sú nánd varað langt fram í þann draum- kennda og dulmagnaða sjóndeild- arhring sem Guðni birti okkur í myndefni sínu. Sigrún mun áfram skila því hlutverki sem hún höndlar svo vel, að vera börnun- um sínum, þeim Elísabetu, Gígju, Tomma, Tuma og Jóni Guðna frá- bær móðir, studd af minningum um það hvernig þau Guðni byggðu upp einstaklega ham- ingjusama fjölskyldu. Aðstand- endur og vinir munu ekki láta sitt eftir liggja við að rétta hjálpar- hönd. Í uppvexti mínum í Reykjavík var náinn samgangur með börn- um þriggja systra frá Bolungar- vík, þeim Imbu, mömmu og Kæju, móður Guðna. Við vorum 11 börnin og nutum þess að hitt- ast á heimilum okkar og vorum svo jafnan í samvistum við frænd- fólk okkar í Bolungarvík á sumr- in. Ég minnist góðra stunda á heimili Kæju og Hauks á Bræðraborgarstíg og síðar í Hraunbæ með börnunum þrem- ur, Sigrúnu, Guðna og Tomma. Það voru þung spor fyrir litla fjöl- skyldu að kveðja þann einstaka dáðadreng Tómas Kolbein sem varð bráðkvaddur árið 1987, rétt liðlega tvítugur að aldri. Fjöl- skyldan hefur lifað með þeirri sorg síðan og þjappað sér saman og notið minninganna um Tomma. Það sem lagt hefur verið á Kæju og fjölskyldu er ómælt og verður okkur hinum hvatning í að standa með þeim á erfiðum tím- um. Það hefur verið kært með fjöl- skyldum okkar Guðna. Við kveðj- um einstakt ljúfmenni og minn- umst listamannsins okkar rétt eins og samferðamenn hans í myndlistinni minnast hans sem góðs drengs í tilvitnuninni hér í upphafi. Þetta minnir okkur á að Georg Guðni Hauksson var ein- staklega heill maður. Fjölskyldan úr Brunngötunni og við systkinin af Smáraflötinni sendum Sigrúnu, börnunum fimm, Kæju, Hauki, Sigrúnu Hauks, Atla, Hauki litla og öðrum aðstandendum dýpstu samúðar- kveðjur. Gísli Jón Hjaltason. Georg Guðni frændi minn var 7 árum yngri en ég. Það var auð- vitað mikill munur á okkar yngri árum en minnkaði með aldrinum. Yngri bræður mínir, Snorri og Magnús Tumi, voru hins vegar á svipuðum aldri og hann og ég minnist fjörugs og glaðværs hóps í fjölskylduboðum. Vinátta hans og Magga virtist mér líka náin á unglings- og fullorðinsárum. Tengdi þá meðal annars sameig- inlegur áhugi á íslenskri náttúru og síðar snertifletir í myndlist eftir að Maggi giftist Önnu. Aðrir munu lýsa myndlistar- manninum og náttúruunnandan- um Guðna. Það er hins vegar slá- andi hugsun að það var úti í íslenskri náttúru sem hann hljóp inn í eilífðina þar sem hann mun lifa af verkum sínum. Það kann að vera einhver huggun syrgj- andi fjölskyldu. Hún er þó vart mikil í bili því fráfall Guðna var svo sannarlega reiðarslag og harmdauði. Hann stóð á hátindi lífs síns og ferils. Guðni átti stóra fjölskyldu sem hann lagði mikla rækt við. Hann var líka hluti af stórfjölskyldu sem hittist í fermingum, stóraf- mælum og árlegri spilaveislu. Á þeim vettvangi þótti okkur Elsu alltaf gott að hitta hann og Sig- rúnu. Auðvitað var rætt um allt á milli himins og jarðar, meðal ann- ars myndlistina, ekki síst eftir að við Elsa fluttum til listaborgar- innar Basel. En fyrst og fremst voru það fjölskyldumálin sem við áttum sameiginleg, meðal annars með dætur á svipuðum aldri og allt sem því fylgir. Guðni var allt- af hlýr og einlægur í þeim sam- tölum. Við Elsa vottum Sigrúnu og börnunum okkar dýpstu samúð en ekki síður foreldrum hans Hauki og Kæju. Frá þeim kom HINSTA KVEÐJA Ég kveð þig minn kæri vinur: Í dulúðugu og marg- brotnu rými verka þinna munt þú lifa um alla tíð. Öllum aðstandendum sendi ég mínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Kristinn E. Hrafnsson. Á sumardagsins fyrsta fund fellur hrímkalt haust. Lífið varir litla stund en listin endalaust. (HH) Hallgrímur Helgason Úr fjölskyldusafni „Náttúran kemur alltaf upp í þeim en á ákveðnum tímapunkti öðlast málverkið sjálfstæði. Þá skiptir meira máli sjálf glíman við málverkið en að fjalla um einhver náttúrufyrirbrigði, ljós, veður eða slíkt,“ sagði Georg Guðni um verk sín. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011                         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.