Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.06.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 margt það besta í fari Guðna, áhuginn á landinu frá jarðfræð- ingnum Hauki, hlýja Kæju og fjölskyldurækt beggja. Már Guðmundsson. Ég mun aldrei skilja tilgang þess að rífa besta vin minn frá fjölskyldunni sem hann elskaði og þarfnaðist, rétt eins og hún elskaði hann og þarfnaðist. Kannski er ekki okkar að skilja – bara þola. Við kynntumst nítján ára gutt- ar, annar á leið í fjölskyldufagið, lögfræði. Hinn á leið í myndlist- arnám, fyrstur í fjölskyldunni. Við fæddumst hvor á sínu árinu, en bara 25 dagar á milli. Saman vorum við aurburðarflokkurinn. Ferðuðumst um landið þvert og endilangt og tókum vatnssýni til að mæla aurburð. Urðum strax perluvinir. Sigrún og Kristín urðu vinir rétt eins og við Guðni. Þær komu með í aurburðarferð, þótt í raun hafi bara verið sæti fyrir 3 í bílnum. Þegar við Kristín giftum okkur komu Guðni og Sig- rún með í brúðkaupsferðina. Þeg- ar þau giftu sig heimsóttu þau okkur vestur um haf. Guðni sýndi mér Ísland á þann hátt sem ég hafði ekki fyrr séð. Ég fékk því forskot á sæluna sem hann deildi síðar með öllum í myndunum sín- um. Ég veit ekki hvort ég kenndi honum eitthvað. Man þó að ég fékk hann fyrstur manna til að borða appelsínur og kaupa annað nesti en kók og prins í aurburð- arferð yfir hálendið. Kannski vandi ég hann af gikkshætti í mat. Mestu skiptir að við áttum áratuga vináttu. Gátum talað saman, hlegið saman og þagað saman. Jafnvel átt daprar stundir saman og haft gott af. Nú varðar mig mestu að aldrei féll styggð- aryrði á milli okkar. Kannski var grundvöllur vináttu okkar sá að við fengumst við ólíka hluti. Ann- ar listamaður sem endurvakti óð til íslenskrar náttúru í verkum sínum. Hinn lögmaður sem samdi um álver á Íslandi fyrir erlendan auðhring. Hvorutveggja átti ræt- ur í aurburðinum. Annar nam náttúruna og miðlaði til fólksins í myndlist. Hinn hélt sig við nýt- ingu fallorkunnar til verðmæta- sköpunar. Í því efaðist Guðni meira en ég, sem var í góðu lagi. Vinir þurfa ekki að líta allt sömu augum. Ágreiningur er val. Guðni og Sigrún voru okkur meira en vinir. Þau og barnahóp- urinn þeirra voru með í okkar fjölskylduboðum og öfugt. Við Kristín eigum ótal minningar sem lifa með okkur. Um ferða- félaga í brúðkaupsferð, leiðsögn um tvíæring í Feneyjum og Tur- ner í London. Fleiri ferðalög, matarboð og stundir með barna- hópi sem saman slagar í fótbolta- lið. Við Guðni fórum líka árvisst í veiði þar sem allir, líka Guðni, verða framsóknarmenn um stund. Misstum úr tvö skipti. Þegar annar forfallaðist gat hinn ekki hugsað sér að kalla til vara- mann. Þetta var okkar veiðiferð. Þegar þetta er skrifað erum við í hjólaferð með Dóná, sem ber fram mikinn aur og er ekki mjög blá. Ætlunin var að hjóla, ekki skrifa. Mikið vildum við að svo hefði orðið. Það er óendanlega sorglegt að sjá á eftir Guðna og hræðilegt að Sigrún, Elísabet, Gígja, Tommi, Tumi og Jón Guðni fái ekki fram- ar notið frábærs eiginmanns og föður. Hugur okkar er hjá þeim, Kaju, Tómasi og öðrum í fjöl- skyldu Guðna. Við kveðjum Guðna með þeirri huggun einni að fjölskylda hans mun standa okkur nærri um ókomna tíð og vissu um að það væri það sem hann helst kysi. Gunnar Jónsson og Kristín Þórisdóttir. Þegar ég heyrði að gamli góði bekkjarfélagi minn úr Myndlista- og handíðaskólanum, Georg Guðni, og hjartkær vinur okkar hjóna til þrjátíu ára hefði skyndi- lega fallið frá gat ég ómögulega meðtekið þau válegu tíðindi. Mér hefði allt eins getað verið sagt að ég væri sjálfur dáinn eða að land- ið hefði sokkið í sæ án þess að ég hefði tekið eftir því, svo óvænt og fjarstæðukennd var fréttin. Á vissan hátt hafði ég reyndar sjálf- ur dáið því stór partur af lífi mínu var allt í einu horfinn. Fyrir okkur sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Guðna náið var hann fyrst og fremst frábær vinur og yndisleg manneskja sem málaði einstakar landslagsmyndir. Guðni notaði náttúruna til að koma auga á eig- in vitund. Hann málaði sjálfan sig inn í fjallið sem bjó í huganum, eins og hann skrifaði svo eftir- minnilega í skissubók sína. Yfir myndum hans hvílir mikill leynd- ardómur rétt eins og Guðna hafi verið mest í mun að festa á striga það sem ekki verður á nokkurn hátt fangað, að sýna okkur eitt- hvað sem ekki er hægt að sjá. Guðni talaði stundum um að nota loftið og regnið til að líma landslagið saman og komast í vit- undarlegt samband við það. Þetta var hans aðferð til að fjalla um sálina með nútímalegum hætti. Lengi trúðu menn því að augun væru gluggar sálarinnar og ýktu stærð þeirra eins og best sést í koptískri myndlist frá fjórðu öld eftir Krist. Guðni fæddist með stór augu, dreymin og spurul í senn, sem drukku í sig umhverfið. Hann hafði ekki síst ánægju af því að sjá heiminn í gegnum augu barna sinna, sem veittu honum ómælda gleði. Honum fannst svo gaman að sjá hvað þau voru rosa- lega hissa þegar þau uppgötvuðu hlutina í fyrsta skipti. Sjálfur var hann alltaf jafn hissa á því sem fyrir augu bar, sólginn í að skilja og samsama sig náttúrunni. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska sögðu Rómverjar er þeir öttu æskunni út í orrustur. Átak- anlegt fráfall Guðna sýnir ekki aðeins að guðirnir kunni gott að meta, heldur einnig að þeir geti verið eigingjarnir og tillitslausir gagnvart þeim sem eftir lifa. Sig- rún Jónasdóttir og börnin þeirra fimm hafa verið svipt elskulegum eiginmanni og ástkærum föður. Þau hjónin voru afar samrýmd og eyddu öllum stundum saman. Þau voru jafn nauðsynleg hvort öðru og olía og strigi er fyrir mál- verk. Það duldist heldur engum sem til þekkti að Sigrún var hans stoð og stytta og stærsti aðdáandi – og á hann þó ærið marga fyrir. Sú friðsæld og innilega nánd sem við skynjum svo sterkt í verkum hans lýsir ekki síður sambandi Guðna við Sigrúnu en veruleika íslenskrar náttúru. Elsku Sigrún, við vottum þér og börnunum – Elísabetu, Gígju, Tómasi, Tuma og Jóni Guðna – okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðna. Hannes og Sesselja. Meira: mbl.is/minningar Nú er jarðargróður að lifna. Ég sit úti í móa og hugsa til Georgs Guðna. Fyrir viku síðan var ég í þessum sömu móum þeg- ar ég fékk tilkynningu um ótíma- bært andlát hans. Krækiber og bláber eru að myndast á lynginu þar sem ég sit. Það er ekki auð- velt að átta sig á lífinu. Það kvikn- ar og það slökknar. Ég bjóst við að Georg Guðni stæði frekar yfir minni mold en ég hans. Hann var nærri áratug yngri og lifði heil- brigðu lífi. Ég kynntist honum fyrst við kennslu 1983. Hann var kapps- fullur og vann málverk í express- ionískum anda, bundnum með frumformum. Mér fannst hann ekki taka því vel, þegar ég stakk upp á því að hann róaði pensil- skriftina og hugleiddi hana betur. Nánar kynntist ég honum þegar við Helmut Federle deildum með okkur kennslu nokkru síðar. Þá hófst vinátta okkar sem hefur staðið síðan. Á þeim tíma var hann að finna sinn stað í mynd- listinni, sem átti eftir að færa honum ungum viðurkenningu og farsælan feril. Seinna kynntumst við Magga samhentri fjölskyld- unni og áttum góðar stundir með þeim bæði heima og úti í nátt- úrunni. Of fáar þó eftir á að hyggja. Það var gott að ræða á heilbrigðan hátt um myndlistina án fordóma og af akademískri þekkingu. Við Georg Guðni sýnd- um víða saman. Eitt skipti vorum við í lest á leið til Greifswald í Þýskalandi ásamt Sigurði Árna. Bernd Koberling hafði slegist í för með okkur. Við erum allir náttúrusinnaðir veiðimenn. Ég hafði verið í árlegri eggjaferð í eyjum Hvammsfjarðar daginn áður, og hafði með mér 4 nýorpin linsoðin gæsaegg, eitt á mann, og með salt í filmuboxi og eina te- skeið fyrir egg. Þeir höfnuðu eggjunum og báru fyrir sig kól- esteróli eða einhverju slíku, svo ég varð að borða þau öll. Við vor- um greinilega komnir á miðjan aldur. Georg Guðni og fjölskylda voru að koma sér fyrir í Selsundi, þar sem móðir mín er fædd og uppalin. Við eigum eftir að sjá hvernig þau voru að koma sér fyrir þar og hefðum gjarnan vilj- að sjá það með Georg Guðna. Georg Guðni hafði talsverð áhrif í myndlistinni, og hefur lagt mikið til málverksins og landslagsins í íslenskri myndlist. Þannig á hann framhaldslíf meðal okkar, bæði í myndum sínum og persónu. Við vottum fjölskyldunni samúð okk- ar. Helgi Þorgils, Margrét og fjölskylda. Það eru ekki til orð, ekki til hugsanir né neitt annað sem get- ur tjáð sorg og söknuð við ótíma- bært fráfall góðs vinar. Það að kallið komi snemma getur aðeins þýtt það í mínum huga að ást Guðs sé sterk og mikil. Georg Guðni Hauksson var heilbrigður og hraustur, gæfumaður sem í vöggugjöf fékk snilligáfu af- burðalistamanns, heill í öllu verki. Heilsteyptur maður og góður, fjölskyldumaður. Guðni og Sig- rún kona hans eru eins og eitt í mínum huga. Ég var með í för þegar þau hittust fyrst á Lauga- veginum fyrir 34 árum og hafa þau síðan verið órjúfanleg heild. Tvíburasálir. Börnin þeirra fimm, hvert öðru mannvænlegra og fal- legra. Fallegt heimili þeirra hjóna er í Elliðaárdalnum hvar við Guðni lékum okkur svo oft á sumrin í æsku, árnar voru þræddar og rannsakaðar gaum- gæfilega en strax í æsku hafði Guðni óvenju næmt auga fyrir náttúrunni og lífi hennar og lit- brigðum. Sælustaðurinn þeirra á Berangri þar sem við vorum orðnir nágrannar á ný, þessum fallega stað á Rangárvöllunum þar sem landslagið er mótað af nálægðinni við sterk öfl náttúr- unnar en ber jafnframt merki veðursældar og heillandi um- hverfis, með útsýni til allra átta sem engu er líkt, þetta var stað- urinn þeirra Guðna og Sigrúnar. Gróið hraunið á Berangri breyt- ist stöðugt í augum þess er á horf- ir rétt eins málverkin hans Guðna. Guðni skilur margt eftir og allt gott, stórkostlega myndlist sem mér hefur alltaf veist svo auðvelt að skilja. Orðspor sem aldrei mun hverfa og án efa ganga í arf til þeirra sem mest munu sakna hans og vaxa þar og dafna. Guðni skilur eftir sig spor í sandinum sem aldrei munu hverfa, hann skilur eftir sig mannkosti sem aldrei munu þverra. Það er svo merkilegt hvernig hlutirnir ger- ast í þrenningum. Ég sé Guðna fyrir mér þar sem hann nýtur þess til fullnustu að sinna áhuga- máli sínu hlaupunum, hávaxinn og fótviss, á Berangri, landinu þeirra Sigrúnar sem þau ætluðu sér svo mikið með og þykir svo vænt um, á leiðinni að hitta þau sem hann elskar mest. Sé hann fyrir mér þar sem hann tekur skrefið yfir í annan heim þar sem Tommi bróðir hans bíður með op- inn faðm. Það er með miklum söknuði og trega sem ég kveð þig í bili, kæri vinur. Takk fyrir mig og takk fyrir að vera samferða mér allan þennan tíma. Elsku Sigrún, Elísabet, Gígja, Tommi, Tumi og Jón Guðni, ég veit að ykkar missir er meiri en fyrir kemst í nokkrum orðum eða hugsunum, ég bið algóðan Guð að vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Ykkar vinur, Fritz Már Jörgensson. Á grimmu augnabliki, á besta aldri, og á hátindi ferils síns, er einn af fremstu listamönnum þjóðarinnar hrifinn burtu. En Georg Guðni var ekki bara einn af merkustu listamönnum okkar, heldur líka ástríkur fjölskyldu- faðir og hlýr og góður félagi, áhugasamur um lífið í hinu víð- asta samhengi, og um verk ann- arra; hann var einn af þessum mönnum sem alltaf er ánægjulegt að hitta og eyða tíma með – af þeim fundum fóru allir ríkari. Ef hugsað er um stöðu Georgs Guðna í íslenskri listasögu, þá fann fann hann furðu ungur sína leið, sína köllun í lífi og list, og með einstakri elju, dugnaði og vinnusemi þróaði hann list sína áfram, sitt persónulega tungu- mál, sína listrænu sýn á heiminn. Honum voru gefnir þeir einstæðu hæfileikar sem staðsettu hann strax upp úr tvítugu í framvarða- sveit íslenskra listamanna af sinni kynslóð, og þar hefur hann verið, sívinnandi, sífellt að þróa heima sína áfram, varfærnislega en örugglega, sífellt að setja sér og öðrum ný viðmið; í fremstu röð jafningjanna. Á þessum tímapunkti, þegar hann stóð á fimmtugu, eftir glæsilegan feril, feril án mála- miðlana og án þess að hafa nokk- urn tímann gefið eftir fyrir vel- genginni, – og eftir að hafa fært okkur sína ómetanlega list, þá hefði þessi snjalli listamaður, Georg Guðni, átt að fá að njóta ávaxtanna af þeim pundum sem hann hafði ávaxtað; að njóta lífs- ins með stóru fjölskyldunni sem var honum, þegar allt kom til alls, það allra mikilvægasta. Hvernig saga hans endar, svo alltof fljótt, er hræðilega ósanngjarnt, fyrir íslenska þjóð, en vitaskuld eink- um fyrir Sigrúnu og börnin. Einar Falur og Ingibjörg. Fáir menn hafa í huga mér jafn sterka tengingu við landið og Georg Guðni Hauksson, sem lést langt fyrir aldur fram þar sem hann var á ferðalagi í nágrenni við fjallið Heklu. Engan þekki ég sem notað hef- ur hæfileika sína í þessu jarðlífi jafn vel og Guðni. Myndlist hans er algerlega handan orða en kem- ur við stað í okkur mannfólkinu, sem fáum tekst að hreyfa við í eitt augnablik, sem varir heila eilífð. Umhverfis Guðna er stór og falleg fjölskylda, sem hefur alla tíð hjálpast að við að eiga gott líf, fylla það af dýrmætum augna- blikum, fegurð og hlýju. Guðni var ekki bara framúr- skarandi myndlistarmaður og dásamlegur fjölskyldufaðir, hann var hugsuður og athafnamaður, sem skapaði í kringum sig heilan heim, sem gott var að vera í. Hann var heill í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Heimurinn hans Guðna er áfram til, þó Guðni sé farinn og hann eftirlætur eftirlifendum að dvelja þar áfram. Þó er erfitt að tjá hversu sárt maður finnur til með fjölskyldunni, sem hefur al- veg nýjan kafla að Guðna gengn- um. Ég hugsa til Sigrúnar og Georg Guðni Hauksson ✝ Hjartans þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, GUÐJÓNS JÓNSSONAR bifreiðarstjóra, Víðivöllum 26, Selfossi. Guðmunda Ólafsdóttir, Jón Viðar Guðjónsson, Carola Ida Köhler, Steinþór Guðjónsson, Sigríður Garðarsdóttir, Reynir Guðjónsson, Soffía Stefánsdóttir, Guðbjörg Guðjónsdóttir, Sigurður Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU RÓSAMUNDU JÓHANNSDÓTTUR, Hlíðarlundi 2, Akureyri. Magnús Þorsteinsson, Roxanna Björg Morales, Sigurlína Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur H. Jónsson, Jóhanna Sigrún Þorsteinsdóttir, Björn Jósef Arnviðarson, Viðar Þorsteinsson, Kolbrún Ólafsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Jóna Dóra Kristinsdóttir, Gunnar Þorsteinsson, Björn Axelsson, Birna Bessadóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HAFLIÐI ÞÓRÐUR MAGNÚSSON rithöfundur frá Bíldudal, lést á heimili sínu á Selfossi laugardaginn 25. júní. Útförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 2. júlí kl. 16.00. Eva Þórarinsdóttir, Björk Hafliðadóttir, Magnús B. Óskarsson, Sóldögg Hafliðadóttir, Jónatan Hertel, Jóna Vigdís Evudóttir, Sigþór Þórarinsson, Una Rós Evudóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju og vinarþel við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNÓRU HÓLM SAMÚELSDÓTTUR. Ástarþakkir sendum við starfsfólki Víðihlíðar á dvalarheimilinu Hlíð, fyrir frábæra umönnun og umhyggju fyrir móður okkar. Hörður Gíslason, Sigurbjörg Edda Óskarsdóttir, Hallgrímur Gíslason, Halla Svavarsdóttir, Jón Gíslason, Aðalheiður Kristjánsdóttir, Bjarnhéðinn Gíslason, Heiðdís Haraldsdóttir, Aðalheiður Gísladóttir, Haukur Þorsteinsson og ömmubörn. ✝ Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, REYNIR ÓMAR GUÐJÓNSSON, Stekkjarhvammi 70, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju mánudaginn 4. júlí kl. 15.00. Vilborg Jóhanna Stefánsdóttir, Stefán Reynisson, Sóley Eiríksdóttir, Helga Reynisdóttir, Björn Ingi Vilhjálmsson, Anna Reynisdóttir, Björn Bragi Arnarsson, afastelpur, Guðjón Frímannsson, Stefán Vilhelmsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.