Morgunblaðið - 30.06.2011, Page 27

Morgunblaðið - 30.06.2011, Page 27
barnanna fimm á daginn og nótt- unni og vona að þau finni þann styrk, sem kalla má kraftaverk, til að halda áfram veginn, þess fullviss að Guðni dvelur þar sem fegurðin og ljósið ríkja. Eva María Jónsdóttir Georg Guðni Hauksson, ein- staklega kær vinur og dýrmætur maður, er fallinn frá langt um aldur fram. Mikið tómarúm myndast við fráfall þeirra sem manni eru kærir og utan þess tómarúms þyrlast upp óteljandi minningar í ringluðum huga breyttra að- stæðna. Röddin, hláturinn, handa- hreyfingarnar, göngulagið, bros- ið og glettnislegt augnaráðið. Stoltið og gleðin yfir börnunum sínum, ástin til Sigrúnar og ein- stök samheldni og fallegt sam- band þessara tveggja einstak- linga sem bundust tryggðaböndum svo ung, um- hyggjan fyrir stórfjölskyldunni. Húmorinn og vangavelturnar um lífið og listina, vitneskan um lif- andi náttúru. Frásagnir frá Ber- angri í Rangárþingi, byggingar- framkvæmdum og trjáræktinni þar, sögur frá sýningarferðum víðsvegar um heiminn, grínsögur af uppátækjum krakkanna. Í örfáum orðum mætti lýsa eiginleikum Guðna: Hæfileikar, húmor, heilbrigð skynsemi, hóg- værð, yfirvegun, æðruleysi, trygglyndi, vinnusemi. Það má líka sjá margt í mynd- um Guðna sem minnir á hann sjálfan. Milda birtan minnir á birtuna í hans persónu, grænu lendurnar minna á frjósama lífið hans, bláu litirnir fela í sér and- legan þroska hans, styrk og tæru hugsunina. Aldrei nokkurn tíma heyrðist Guðni hallmæla eða dæma aðrar manneskjur og málefni heldur mat hann allt af stakri skynsemi og hógværð. Það var stórkostlegt að sjá hvernig Guðni gat fullkomlega sökkt sér niður í vinnuna við mál- verkið á vinnustofunni heima á Rafstöðvarvegi þó litlu bræðurn- ir væru þar að leika sér við hlið hans eða mála sínar eigin mynd- ir. Kom jafnvel fyrir að þeir lög- uðu aðeins til í myndum Guðna ef þannig stóð á að hann væri ekki á staðnum. Þessu gátu þau Sigrún skemmt sér kostulega yfir. Allt virtist einhvern veginn gerast auðveldlega og eðlilega. Þó er auðvitað ekki nokkur vafi á að mikillar skipulagningar og þraut- seigju er þörf í 7 manna fjöl- skyldu. T.d. þegar allur hópurinn lagði upp í hálendisferðir á sér- staklega útbúnum fjallabíl. Úr þeim ferðum kom Guðni iðulega heim með bunka af býants- og kolateikningum eða vatnslita- myndum. Sameiginlegar ferðir okkar, bæði erlendis og hérlendis til að auðga myndlistarsýnina og að- ventufundir litla hópsins okkar, sem byrjaði að hittast hjá Sverri og Ingibjörgu fyrir margt löngu, svo og góðar heimsóknir Guðna og Sigrúnar í gegnum árin voru alltaf til gleði og fróðleiks og eru dýrmætar perlur í minninga- perlufestinni og fyrir þetta allt þökkum við. Georg Guðni skilur eftir sig fallegan vitnisburð um líf sitt. Börnin fimm, mikið og einstakt safn verka og víðáttumikla gróð- urreiti. Um áhrif og afrek hans í myndlistinni er annarra að fjalla um en víst er að í málverkum Guðna býr einhver æðri máttur og tilfinning og þau lifa dýrmætu lífi. Við trúum því að Guðni dvelji nú í nýju vori og finni þar mörg mótív í myndir nýrra vídda sem við fáum seinna að sjá. Elsku Sigrún, Elísabet, Gígja, Tómas, Tumi og Jón Guðni og fjölskyldan öll. Missir ykkar er óumræðanlega mikill. Megi Guðs blessun styrkja ykkur og leiða inn í auðveldari og bjartari tíma. Þakka þér fyrir samfylgdina, elsku vinur, landið mun alltaf minna okkur á þig. Blessuð sé minning þín. Gunnar og Þórdís. Okkur bættist góður liðsauki í hlaupahópinn Árbæjarskokk þegar Georg Guðni hóf að æfa með okkur fyrir tæpum tveimur árum. Hann hafði þá þegar nokkra reynslu af langhlaupum og reyndist góður félagi, mætti reglulega og tók þátt í fé- lagsstarfi hópsins eftir því sem tök voru á. Hann hafði mikinn áhuga á langhlaupum og lagði sig fram um að ná auknum árangri, hópurinn fylgdist með og gaf hvatningu og góð ráð. Það er í eðli hlaupahópa að þar koma saman einstaklingar af flestum sviðum þjóðlífsins en Georg Guðni var eini listmálarinn í okkar hópi, vel þekktur af verkum sínum, en hógvær um persónulega sigra sína á þeim vettvangi. Í okkar hópi snérist umræðan um árang- ur og markmið í hlaupum og Georg Guðni hafði sett markið á Laugavegshlaup í sumar og ferð með hópnum í Berlínarmaraþon í haust. Enginn átti von á öðru en þær áætlanir myndu standast. Félagar í Árbæjarskokki senda ástvinum Georgs Guðna sínar dýpstu samúðarkveðjur við fráfall hans. Hávar Sigurjónsson. Góðir myndlistarmenn breyta sýn okkar á veruleikann. Á gangi úti á Geldinganesi árla morguns sunnudaginn 19. júní sá ég Akra- fjall eins og Georg Guðni ímynd- aði sér það, sem einskæra hug- mynd að fjalli, málaða með þeirri sérkennilegu blöndu jarð- og okkurlita, með stöku skiptingum yfir í blá- og svargráa sveipi, sem framan af voru einkenni á hand- bragði listmálarans. Og eins og iðulega gerist í verkum Georgs Guðna, var engu líkara en hug- myndin væri einhvern veginn réttari en fjallið sjálft, ef til vill vegna þess að hún var gersneydd þeim aukamerkingum sem í tím- ans rás hafa hlaðist á náttúruna í kringum okkur. Það fjall sem ég sá var hrein nánd, mynd af sjálfri sér. Og þar sem ég sökkti mér nið- ur í þessa nánd, án þess að hugsa sérstaklega til jarðnesks höfund- ar hennar, svo mjög er hún orðin hluti af náttúruskynjun nútíma Íslendinga, hringdi síminn og grimmúðugur veruleikinn þröngvaði sér inn í vitund mína. Georg Guðni hafði látist skyndi- lega og ófyrirséð í skauti náttúr- unnar sem hafði reynst honum svo gjöful. Hvort sem okkur líkar betur eða verr eigum við Íslendingar okkur aðeins eina samfellda myndlistarhefð með óslitið þró- unarferli frá úthallandi 19. öld og til dagsins í dag. Þessi hefð grundvallast á íslensku landslagi. Þær listastefnur sem gengið hafa yfir íslenska myndlist í hartnær heila öld, hafa ekki náð að ýta henni til hliðar, heldur samsam- ast henni. Meðvitundin um ís- lenskt landslag brýst fram í geó- metrískum abstraktverkum, hún er fyrir hendi í hrúgöldum SÚM- listamanna, og innsetningar- og láðlist síðari áratuga eru uppfull- ar með skírskotanir til íslenskrar náttúru. Tveir listmálarar eiga stærri þátt í mótun þessarar myndlist- arhefðar en aðrir, þeir Jóhannes Kjarval og Georg Guðni Hauks- son. Kjarval beindi sjónum okkar að innviðum öræfanáttúrunnar, mosa, skófum, melum og lyngi, auk þess sem hann skilgreindi upp á nýtt „staðinn“ í íslenskri náttúru, sem uppsafnaða merk- ingu alls þess sem gerst hafði við eða í námunda við hann. Georg Guðni var fulltrúi nýrrar kynslóð- ar listmálara sem hreinsa vildi viðfangsefni sín af hefðbundnu trússi, hverfa til upprunalegrar merkingar þeirra. Hann þróaði það sem kalla mætti meta-lands- lag, huglægar eftirmyndir þekktra fjalla, heiða og strýtna, stundum svo einfaldaðar að jaðr- aði við hið óhlutlæga, en samt í fullu samræmi við skynreynslu okkar. Samskipti listamanna og okkar milliliðanna, sýningarstjóra, gagnrýnenda og listfræðinga, einkennast stundum af misskiln- ingi eða tortryggni. Það fylgdi því ævinlega sérstök ánægja að um- gangast Georg Guðna. Skarp- skyggni, rökfesta og víðsýni ein- kenndu viðmót hans, að ógleymdri glaðværð hans og hjálpsemi. Samband Georgs Guðna við fjölskyldu sína var einstakt; á stundum kom maður að honum á vinnustofunni með penslana á lofti og barnahópinn við alls kon- ar iðju allt um kring. Harmur er kveðinn að stórri fjölskyldu. Öllum aðstandendum Georgs Guðna Haukssonar sendi ég hug- heilar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Ingólfsson. Hinsta kveðja frá Íþróttafélaginu Fylki Georg Guðni Hauksson var mikilvægur hlekkur og félagi í Fylki á fyrstu árum félagsins. Hann iðkaði íþróttir í skjóli Fylk- is og var mjög efnilegur hand- knattleiksmaður. Guðni var lyk- ilmaður í meistaraflokki Fylkis aðeins 17 ára að aldri en hætti ungur og var sárt saknað af fé- lögum sínum. Guðni snéri aftur til starfa fyrir Fylki eins og svo margir sem foreldri þegar hann fylgdi börnum sínum eftir á æf- ingar og leiki. Alltaf með bros á vör og tilbúinn að leggja félaginu lið í smáu sem stóru. Missir okkar er mikill en þó mestur hjá fjöl- skyldunni. Íþróttafélagið Fylkir þakkar Georg Guðna samferðina og stuðninginn og sendir innileg- ar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Megi minning Georgs Guðna lifa með okkur öllum. F.h. Íþróttafélagsins Fylkis, Örn Hafsteinsson. Þetta hlýtur að vera misskiln- ingur, var það fyrsta sem kom upp í huga okkar þegar við feng- um þær sorglegu fréttir að elsku vinur okkar, Georg Guðni Hauks- son, væri látinn. Síðustu daga höfum við hjónin rifjað upp margar yndislegar minningar um Georg Guðna, sem við kölluðum alltaf bara Guðna, og Sigrúnu konu hans. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er hversu samheldin þau Sigrún voru í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Við skynjuðum svo vel þann kærleika og virðingu sem ríkti þeirra á milli. Þau voru ófá ferðalögin sem við fórum í saman og við erum mjög þakklát fyrir það að hafa fengið að njóta þess að ferðast með honum um hálendi Íslands og fengið að læra af því sem hann hafði fram að færa. Guðni kunni betur en nokkur annar að njóta augnabliksins. Gilti þá einu hvort við vorum föst í snjóskafli uppi á fjöllum, á sand- auðn í blindþoku, í mistri í dal- verpi eða á sólríkum degi. Hann sá náttúru Íslands með öðrum augum en margur annar, kunni að njóta staðar og stundar og gat komið allri þessari fegurð og dýpt á striga. Þannig gat hann fært okkur hinum fegurðina eins og hann sá hana. Við munum sérstaklega eftir dýrmætum og ógleymanlegum augnablikum á okkar mörgu ferðalögum, hvort sem var um vetur eða sumar. Til að mynda þegar við stoppuðum á góðum stað til að búa til kaffi í forláta kaffikönnu sem hann var með og/ eða til að gista. Þá kom Guðni sér fyrir á góð- um útsýnisstað, lyfti aðeins upp höfðinu svo hann sæi betur yfir landið, lyfti hendinni upp til að benda, puttinn aðeins boginn, og vætti varirnar svona til að und- irbúa sig. Síðan þuldi hann upp fjallanöfnin í kringum okkur og stundum kom saga í lokin. Skipti engu hvar við vorum stödd á Ís- landi, hann kunni öll nöfn og stað- arheiti. Sérstaklega var gaman að hlusta á hann þylja upp fjalla- nöfnin í kringum Berangur, en sá staður var honum og fjölskyldu hans einkar kær. Núna sitja þeir eflaust saman bræðurnir, Guðni og Tommi vin- ur okkar, sem féll frá fyrir 24 ár- um, og þylja upp fjallanöfnin saman á góðum útsýnisstað. Við eigum eftir að sakna Guðna sárt. En margar yndislegar minn- ingar um hann munu lifa áfram í hugum okkar. Framvegis þegar við reynum að rifja upp íslenku fjallanöfnin munum við hugsa til Guðna og alls þess sem hann hef- ur kennt okkur. Elsku Sigrún, Elísabet, Guð- rún Gígja, Tómas, Tumi, Jón Guðni og fjölskylda, hugur okkar er hjá ykkur sem aldrei fyrr. Frá Granada, Óli Þór Barðdal og Agnes Jónsdóttir. Kæri Georg. Ég frétti að þú hefðir í skyndingu yfirgefið okkur, um það leyti sem sumarið seildist inn í norðrið. Sú hörmulega fregn hryggir mig óumræðilega og fyll- ir mig sársauka, eins og hún hlýt- ur að gera Sigrúnu eiginkonu þinni, börnum ykkar, foreldrum, ættingjum, sem og vinum þínum og aðdáendum út um allan heim. Þú hefur veitt okkur svo óend- anlega mikinn innblástur með málverkum þínum, skýrri hugs- un, góðmennsku, staðfestu, tryggð og frábærri kímnigáfu. Kannski er mér farið eins og fleirum sem þig þekktu – að syrgja af eintómri sjálfselsku minni persónutöfra þína og lífs- gleði. Þar sem ég hef lengi dáðst að vinnubrögðum þínum og af- rakstri þeirra, þykir mér sárt að fá ekki að njóta þeirra verka sem þú áttir ógerð. Aðeins tíminn fær breytt hin- um fyrstu viðbrögðum sorgar í góðar minningar um einstakan dreng, og ég vonast til að geta fylgt þínu fallega fordæmi í því að horfa, hlusta og finna til, alla þá daga og allar þær nætur sem mér eru gefnar hér á jörð. Takk fyrir líf þitt og vináttu. Ást, Viggo Mortensen. Fréttin af ótímabæru andláti Georgs Guðna kom okkur í opna skjöldu líkt og nístandi kulda- kast, einmitt þegar sól var loksins tekin að ryðja úr vegi leifunum af þrálátu vorhreti. Svo ríkur hluti var hann af íslenskum listheimi að hann skilur eftir sig stórt skarð sem verður trauðla fyllt. Við sjáum á bak nánum vini og velunnara sem með nærveru sinni, áhuga og eðlislægri hlýju var listalífi landsins ómetanleg stoð. Fyrir utan fjölmargar sýn- ingar í Listasafni Íslands sem skörtuðu verkum hans tók Guðni virkan þátt í starfsemi safnsins, meðal annars með setu í safnráði þess. Þótt hann legði stund á landslag líkt og fjölmargir forver- ar hans var list hans engu lík. Skilningur hans á íslenskri nátt- úru, veðurfari, víðrými, auðn og andrúmslofti var einstæður, svo enginn fór í fötin hans þótt marg- ir vildu Lilju kveðið hafa. Það er þyngra en tárum taki að kveðja þig, en vittu að verk þín munu halda áfram að hræra okk- ur með sínum sígilda slagkrafti og lifa með okkur rétt eins og þú sjálfur. Um leið og við drúpum höfði og þökkum fyrir samveruna sendum við Sigrúnu þinni og börnum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi minningin um þig styrkja þau í sorginni. Kveðja frá starfsmönnum Listasafns Íslands, Halldór Björn Runólfsson. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 2011 Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar. ✝ Ólafía Sigríð-ur Guðbergs- dóttir fæddist í Reykjavík 4. des- ember 1931. Hún lést á Landspít- alanum 4. júní 2011. Foreldrar henn- ar voru Guðbergur Guðjón Krist- insson, f. 27. apr. 1903, d. 18. nóv. 1934 og Steinunn Guðrún Kristmundsdóttir, f. 5. ág. 1905, d. 14. nóv. 1975. Systkini: Kristinn Guðbergsson, f. 10. des. 1926, d. 30. maí 2007, Har- aldur Axel Guðbergsson, f. 26. okt. 1930. Systkini sammæðra: Jón Stefánsson, f. 7. okt. 1939 og Berg- ljót Stefánsdóttir, f. 14. maí 1938, d. 12. ág. 2000. Maki: Ísleifur Runólfsson, f. 24. apr. 1927, d. 2 sept. 1998. Börn þeirra eru: Steinar Berg Ísleifsson, f. 21. júlí 1952, Ólafur Ísleifsson, f. 28. ág. 1953, Alma Ísleifsdóttir, f. 21. nóv. 1954 og Guðbergur Ísleifsson, f. 11. nóv. 1960. Útför Ólafíu Sigríðar fór fram í kyrrþey. Fyrir nokkru fékk ég tölvu- skeyti frá föður mínum þar sem hann lét mig vita að dauðastríði hennar Ollýjar ömmu væri lokið. Fyrsta hugsuninn var: hún hefur þá loksins fundið frið, blessunin. Svo kom steinn í magann og aug- un fóru á flot. Ég kvaddi hana í febrúar sl., daginn áður en ég flutti til Taílands. Við áttum góða stund með instant-kaffi og teboll- um. Það lá í loftinu að þetta væri líklega okkar síðsta samveru- stund og við lögðum okkur fram um að gera hana ánægjulega. Þá, eins og oft áður fann ég hlýleika og vináttu í nærveru hennar. Nú þegar hún er fallin frá streyma minningarnar fram. Mestmegnis eru það minningar úr æsku minni því að hún Ollý amma spilaði þar stórt hlutverk ásamt Ísleifi afa. Ég minnist fjöl- margra samverustunda og er þakklátur fyrir að hafa átt þau bæði að. Við Ísi frændi sóttumst eftir að vera hjá þeim, lékum okk- ur þar saman, gerðum einhver prakkarastrik og horfðum á ýmis meistarastykki þess tíma eins og Cannonball Run I og II og Never- ending Story á myndbandi. Oft fékk ég að fara með þeim í ferða- lag, bæði í Vatnsdalinn á æsku- stöðvar afa og svo í hjólhýsið þeirra. Þau áttu sér stæði í Þjórs- árdalnum svo og á Laugarvatni í mörg sumur og þar nutu þau sín vel. Ollý amma var ekki alltaf hrifin af kvikmyndasmekk okkar Ísa en stundum fengum við hana til að leigja myndir sem við fengum ekki að horfa á heima hjá okkur. Sjálf hafði hún gaman af góðum kvik- myndum og sagði okkur frá mynd- um sem við ættum að skoða síðar. Uppáhald hennar var Mr. Hulot́s Holliday eftir Jacques Tati. Hún dáðist að húmornum. Gleymdi sér stundum við að rekja atriði mynd- arinnar og datt þá í svo mikið hlát- urskast að ekki var hægt að skilja orð af því sem hún sagði. Við gát- um ekki annað en hlegið líka því hlátur hennar var svo smitandi. Þetta gerðist iðulega þegar hún hafði frá einhverju skemmtilegu að segja; hún gat ekki komið því frá sér því hún hló svo mikið. Því miður þá minnkaði vægi hláturs í lífi hennar eftir að afi lést. Árin eftir það urðu henni erfið og oft gleðisnauð. Þrátt fyrir erfið- leika og veikindi þá glitti ávallt í þessa elskulegu og skemmtilegu konu. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir að hafa fengið að njóta sam- veru og handleiðslu hennar í lífinu. Nú eru Ísleifur afi og Ollý amma sameinuð á ný. Þau eru að öllum líkindum að græja hjólhýsi sitt til ferðalags um himindali. Páll Arnar Steinarsson. Ólafía Sigríður Guðbergsdóttir Elsku vina mín, nú er þessu lokið og þínar líkams- leifar fara á þann stað sem þér er ætlaður, hjá Þorsteini og hans fjölskyldu. Söknuður minn er mikill og ég er hálfáttavillt, en gleðst yfir þessum lokum. Ég veit að þú ert komin næstum því alla leið til Sjöfn Gestsdóttir ✝ Sjöfn Gests-dóttir fæddist á Siglufirði 7. mars 1925. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík 29. apríl 2011. Útför Sjafnar fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 6. maí 2011. Nangijala og þér líður vel, ég er bú- in að tala við góða vini þeim megin og þeir segja mér að þú sért alveg að nálgast. Fögnuður og ljúf djasstónlist færi þig nær, elsku vinkona og móðir. Sofðu unga ástin mín, - úti regnið grætur. Mamma geymir gullin þín, gamla leggi og völuskrín. Við skulum ekki vaka um dimmar nætur. (Jóhann Sigurjónsson) Takk, elsku ljúfan mín, fyrir allt. Þín Braga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.